Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HEIMSSÝNINGIN
í HANNOVER
FYRSTA heimssýningin, sem haldin er í Þýskalandi,
var opnuð við hátíðlega athöfn í Hannover fyrr í vik-
unni. ísland er meðal þeirra rúmlega 170 ríkja sem taka
þátt og hefur eigin sýningarskála á heimssýningunni.
Sýningar af þessu tagi eru tilkomumikið sjónarspil þar
sem ríki heims keppast við að sýna á sér sínar bestu hliðar
og byggja upp jákvæða ímynd af sér í hugum sýningar-
gesta. Það á ekki síst við um gestgjafann að þessu sinni,
Þýskaland, sem er mikið í mun að sýningin takist sem best
og verði Þjóðverjum til sóma.
Sýningar sem þessar eru frábrugðnar hefðbundnum
vörusýningum að því leyti til að ekki er verið að koma
ákveðinni vöru eða þjónustu á framfæri. Heimssýning er
hins vegar tækifæri fyrir ríki til að kynna sig og reyna að
móta ímynd sína í hugum annarra þjóða. Þótt Island hafi,
smæðar sinnar vegna, ekki sömu fjárhagslegu burði til að
koma sér á framfæri og mun stærri og fjölmennari ríki er
sýningin í Hannover ekki síður mikilvæg fyrir okkur.
Þjóðverjar eru ein af okkar nánustu vinaþjóðum og sterk
söguleg og viðskiptaleg tengsl tengja ísland og Þýskaland
saman. Þýskaland er einn mikilvægasti markaður okkar
fyrir sjávarfang og þýskir ferðamenn sem hingað koma ár
hvert skipta tugum þúsunda.
Það skiptir því miklu hvernig staðið er að þátttöku okk-
ar á sýningunni í Hannover. Þrátt fyrir að íslenzki skálinn
hafi verið byggður fyrir mun minna fjármagn en skálar
stærri ríkja hefur sá íslenski þegar vakið verulega athygli
á sýningunni og þykir vel heppnaður. Þessi blái kubbur
sker sig úr fyrir frumleika ekki síður en einfaldleika og
sýnir fram á að með markvissri hugmyndavinnu og hönn-
un má ná undraverðum árangri. A fyrsta sýningardegi
komu um tuttugu þúsund gestir í íslenska skálann en von-
ir standa til að þeir verði orðnir um fjórar milljónir er sýn-
ingunni lýkur í haust. Gangi það eftir hefur þarna gefist
gullið tækifæri til að skilja eftir jákvæða minningu um ís-
land og jafnvel vekja forvitni á landi og þjóð.
Meðal gesta fyrsta sýningardaginn var Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands. Islendingum er mikill
heiður sýndur með þeirri heimsókn, sem er til marks um
hversu náin tengsl hafa myndast milli íslands og Þýska-
lands. Heimsókn Schröders í íslenska skálann verður
vafalítið til að glæða áhuga sýningargesta á honum enn
frekar.
RAFRÆNIR LYFSEÐLAR
FYRIRTÆKIÐ Doc.is hefur unnið að því síðastliðið ár að
hanna hugbúnað til þess að læknar geti sent rafræna lyf-
seðla í lyfjabúðir. Hugbúnaðurinn, sem er mjög fullkominn,
er leiðbeinandi fyrir lækninn, sem á mun auðveldara með að
finna rétta lyfíð. Auk þess er hugbúnaðurinn tengdur sjúkra-
sögu þess, sem fá á lyfið og gefur viðvörun ef lyf eiga ekki
saman. I þriðja lagi er lyfseðlaútgáfan tengd landlæknisemb-
ættinu og myndar gagnagrunn um leið og hún á sér stað.
Með tilkomu þessa hugbúnaðar verður unnt að fylgjast
með kostnaði við lyfjagjöf, sem áætlanir sýna að muni aukast
mikið á næstu árum. A árinu 1998 nam kostnaður almanna-
tryggingakerfisins 3,6 milljörðum króna og áætlanir fram til
ársins 2007 sýna aukningu lyfjakostnaðar upp í tæplega 12
milljarða það ár.
Þá er einnig unnt með þessari rafvæðingu lyfseðla að finna
þá aðila sem misnota sér lyfjaútgáfu lækna og fara frá einum
lækni til annars til þess að fá lyf sem óhollt getur verið að nota
í óhófí. í aprfllok var haldin hérlendis ráðstefna um rafvæð-
ingu sjúkrahúsa, svokölluð netsjúkrahús. Þar kom m.a. fram
að lyfseðlaútgáfa íslenzkra lækna er nú um 2,5 milljónir lyf-
seðla á ári. Við rannsóknir á þeim hefur komið í ljós að um það
bil 15% þeirra hafa innihaldið villur, sem þó eru ekki al-
varlegar. Rafrænir lyfseðlar ættu að koma í veg fyrir þær og
spara mikið fé fyrir heilbrigðiskerfið.
Hugbúnaðurinn sem hér um ræðir er ekki kominn á mark-
að en vonandi verður hann að veruleika. Það er augljóst að
þjónusta heilbrigðiskerfisins við sjúklinga hefur ekki fylgt
eftir þeim breytingum sem orðið hafa í samskiptum fólks.
Tölvupóstur hefur komið í staðinn iyrir símtöl að töluverðu
leyti og á að vera hægt að nota í fjölmörgum tilvikum í sam-
skiptum lækna og sjúklinga. Hið sama á við um samskipti
lækna og lyfjaverzlana. En jafnframt fer ekki á milli mála að
hinn nýi hugbúnaður verði áhrifamikið stjómtæki í heilbrigð-
iskerfinu. Þess vegna er ástæða til að fylgja þessum áformum
fast eftir.
Almenn ánægja með upphaf heimssý]
Island er
fegurðar-
drottning
✓
Aætlað er að yfír 20 þúsund manns hafí heim-
sótt íslenska skálann fyrsta dag heimssýning-
arinnar og var ekkert lát á aðsókninni í gær.
Pétur Blöndal fjallar um sýninguna og
talar við aðstandendur og gesti.
Hannover. Morgunblaðið.
FLJOTLEGA eftir að Halldór
Ásgrímsson opnaði formlega
íslenska skálann fyrir al-
menningi á fímmtudags-
morgun fór að myndast röð fyrir utan
skálann og var hún viðvarandi yfir dag-
inn. Þrátt fyrir stöðugan straum af
fólki, bæði inn og út úr skálanum, og að
hann taki um 400 til 500 manns, voru að
jafnaði nokkur hundruð manns í biðröð
fyrir utan skálann.
„Eg er ánægður með rennslið í skál-
anum,“ sagði Ami Páll Jóhannsson,
hönnuður skálans. „Við vorum dálítið
hrædd við það í upphafi að það mynd-
uðust stíflur, en umferðin inn og út úr
skálanum virðist ætla að ganga vand-
ræðalaust fyrir sig.“
„Ef svona heldur áfram gæti þurft
að fjölga starfsfólki,“ sagði Sigríður
Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ís-
lenska skálans, og dæsti, þegar hún
horfði út um dymar á langa röð af fólki.
Starfsfólk stóð í ströngu við að anna
gestunum, ekki síst þegar tæma þurfti
skálann fyrir heimsókn Gerhards
Schröders, kanslara Þýskalands.
Gert er ráð fyrir að 40 milljónir
manna sæki heimssýninguna og að
10% þeirra, eða fjórar milljónir, skoði
íslenska skálann.
Mikið hefur mætt á Sigríði Sigurðar-
dóttur, framkvæmdastjóra íslenska
skálans, undanfama daga og útlit er
fyrir að það verði í nógu að snúast í
sumar. „Eg held að við höfum teldð á
móti yfir 20 þúsund manns,“ segir hún
um aðsóknina á opnunardaginn. „Við
náðum því og gemm það líka hina dag-
ana,“ bætir hún við, „en við fengum
ekki mínútuhvíld, - það var full keyrsla
alian tímann.“
Hún segir að sér lítist vel á þá fimm
mánuði sem heimssýningin stendur yf-
ir og ekld síður vinnuumhverfið. „Mér
finnst fólk almennt hafa verið ánægt
með [íslensku] sýninguna og ég held að
það hafi komið því á óvart hvað var inni
í skálanum; það er einfaldur boðskapur
og hann kemst til skila.“
Hún hafði síðast tækifæri til að
skoða allt svæðið fyrir þremur vikum.
„Mér fannst nokkrir skálar spennandi
og ég mun nota fyrsta tækifæri sem
gefst til að skoða þá. Fram að þessu hef
ég aðeins getað skoðað byggingamar
og það verður spennandi að fá líka að
skoða sýningamar.”
Hvað finnst
sýningargestum?
„Mér fannst sýningin áhugaverð,"
segir Mohammed Kaya þegar hann
gengur út úr íslenska skálanum. „Þeg-
ar maður gengur alla leið upp á efstu
hæðina og horfir niður virðist landslag-
ið mjög íslenskt. Mér finnst uppsetn-
ingin einnig mjög sniðug, að maður
gangi upp brýr á milli hæða.“ Aðspurð-
ur hvort hann hafði lært eitthvað um
ísland svarar hann: ,Að þar sé mikil
náttúrufegurð."
„Þetta er fallegt á yfirborðinu en það
mætti vera meira bragð að sýning-
unni,“ segir eldri maður. ,AUt það sem
er á boðstólum hefði ég getað horft á í
sjónvarpinu heima hjá mér. Mér finnst
það leiðinlegt, en ég hefði viljað fræð-
ast um fleira." Komst hann þá ekki að
neinu nýju um Island? „Nei, aðeins því
sem ég vissi þegar,“ segir hann. „Hvar
það liggur, að þar væm heitir hverir og
fiskiðnaður. Það var allt og sumt.“
„Þetta er falleg sýning," segir ungl-
ingsstrákur með kæmstuna upp á
arminn, lítur á hana og segir: „Svara þú
Halldór Ásgrímss
Þessu unga fólki þótti ís
líka.“ Hún hlær bara og allur vinahóp-
urinn, sem skyndilega er kominn upp
að hlið þeirra. „Húsið er fallegt og líka
það sem er fyrir innan,“ segir hún. En
hafa þau eitthvað lært um Island? „Við
stoppuðum alltof stutt við til þess,“
svarar einn úr hópnum. „En það sem
mér fannst áhrifaríkast var að horfa
niður á myndina um íslenska náttúm.
Eg vissi ekki að það væri vatn í brann-
inum og þegar gaus allt í einu upp í loft-
ið fannst mér mikið til þess koma.“
„Mér fannst sýningin illskiljanleg,
en jafnframt mjög áhugaverð og fal-
lega byggð,“ segir eldri sýningargest-
ur, sem er með konu sinni og tveimur
bömum. „Eg hef nú ekki mikið lært um
ísland,“ bætir hann við. „Það var helst
að við gætum frætt krakkana um hvar
ísland væri og að þau fengju smávegis
sýnishorn af landslaginu."
Schröder heimsótti
íslenska skálann
MIKILL mannfjöldi safnaðist saman
fyrir utan fslenska skálann þegar
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, kom þangað f heimsókn á heim-
ssýningunni EXPO 2000 í Hannover
um hádegisbilið á fimmtudag, ásamt
Doris, eiginkonu sinni. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra og eigin-
kona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir,
tóku á móti Schröder og gengu þau
saman um skálann.
Mikill viðbúnaður var fyrir komu
Schröders og þurfti að tæma íslenska
skálann af fólki og beina þeim frá sem
biðu fyrir utan. Engu að sfður safnað-
ist þar saman mikill mannfjöldi til að
bíða komu Schröders. Þegar hann
kom spilaði Blásarakvintett Reykja-
víkur og nokkrir af aðstandendum
sýningarinnar biðu í fylkingu fyrir ut-
an skálann. Tekið var á móti
Schröder og konu hans með blómum
en lftill tfmi gafst til annars, þvf hóp-
urinn sem ætlað var að taka á móti
Schröder hvarf í mannhafið.
Kanslarinn hvatti
Islendinga til þátttöku
Þegar inn var komið var farið hratt
yfir, enda var heimsóknin þegar á eft-
ir áætlun vegna tafa sem urðu út af
umferðarteppu á svæðinu. í ofanálag
átti Schröder eftir að fara til Berlínar
og eiga fund með Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta síðar um daginn. „Við
töluðum um Island,“ sagði Halldór
Ásgrímsson í samtali við Morgunblað-
ið um samskipti þeirra meðan á heim-
sókninni stóð.
„Þegar hann kom til fslands fyrir
nokkrum ámm, áður en hann varð
kanslari, talaði hann mikið um heim-
ssýninguna og hvatti okkur til að taka
þátt í henni. Við vorum nokkuð hik-
andi á þeim tfma, en skömmu siðar
ákváðum við að vera með. Hann var
afskaplega hrifínn af Bláa lóninu og
hans draumur þá var að það yrði líkt
eftir því með einhverjum hætti hér í
þessum skála. Hann talaði heilmikið
um það og löngun sína til að koma til
íslands aftur.“
Heimssýningin er haldin í Hann-
over í Neðra-Saxlandi, þar sem
Schröder var forsætisráðherra áður
en hann varð kanslari.
Halldór og Schröder hittust einnig
stuttlega á miðvikudag, áður en
Schröder setti heimssýninguna í há-
tíðarkvöldverði á sýningarsvæðinu.
Þá áttu þeir stuttan fund að morgni
fimmtudags, en allir voru þessir fund-
ir á léttum og persónulegum nótum,
að sögn Halldórs. „Við ritjuðum aðal-
lega upp heimsókn hans til íslands, en
við tókum þá sérstaklega á móti hon-
um norður á Akureyri."
Aðspurður um af hveiju Schröder
hefði kosið að heimsækja íslenska