Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meginstarfsemi barnadeildar í Fossvogi flyst
á Barnadeild Hringsins í sumarleyfum
Lokanir bitna mest á
lyf- og skurðdeildum
MEGINSTARFSEMI bamadeildar
Landspítalans í Fossvogi verður flutt
á Bamaspítala Hringsins í 5 vikur í
sumar eða frá 15. júlí til 20. ágúst. Er
það í fyrsta skipti sem slíkt er gert,
en flutningurinn er nú mögulegur
vegna sameiningar sjúkrahúsanna í
Reykjavík. Með þessari aðgerð verð-
ur samdráttur minni en annars hefði
orðið.
Áætlað er að samdrátturinn á
Landspítalanum nemi í ár u.þ.b.
35.000 legudögum eða tæplega 10%
af heildarlegudögum sjúkrahússins.
Samdrátturinn verður mestur í
sumar á handlækninga- og lyflækn-
ingadeildum. Einnig verður nokkur
samdráttur á geðdeildum og öldmn-
ardeildum. Dregið verður úr starf-
semi á skurðstofum, bæði í Fossvogi
og við Hringbraut. Af þessum sökum
er búist við að sumir biðlistar lengist
eitthvað eins og fyrri sumur.
Afleysingafólk ekki tiltækt
Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs-
inga hjá Landspítalanum, segir alltaf
dregið saman á sumrin vegna sumar-
leyfa starfsmanna. „Eins og við vit-
um eru sumarleyfi á íslandi nokkuð
löng og við getum ekki haldið uppi
fullri þjónustu þegar fagfólk er í fríi
þar sem afleysingafólk með sam-
bærilega þekkingu er hreinlega ekki
fyrir hendi hér á landi,“ segir hún.
Anna Lilja segir að spítalinn ráði
eins margt fólk og mögulegt sé. „Síð-
an er dregið saman og þá aðallega í
valþjónustunni, en að sjálfsögðu er
allri bráðaþjónustu haldið uppi,“ seg-
ir hún.
Verið er að breyta starfsemi á
kvennadeild Landspítalans. Sængur-
leguplássum fækkar í sumar en í
staðinn verður í boði meiri heima-
þjónusta.
Gert ráð fyrir samdrætti
í fjárhagsáætlunum er á hverju ári
gert ráð fyrir að talsverður samdrátt-
ur fylgi sumarstarfinu, fyrst og
fremst vegna sumarleyfa starfsfólks.
Við sjúkrahúsið eru u.þ.b. 5000
starfsmenn. Áætla má að ráða þyrfti
25-30% af þeim fjölda í afleysingar til
að halda uppi fullum rekstri yfir
sumarið. Síðustu ár hefur hins vegar
gengið erfiðlega að fá fagmenntað
starfsfólk til sumarvinnu enda mikil
samkeppni um vinnuafl. Mikill skort-
ur er á fagmenntuðu fólki til að vinna
á sjúkrahúsum, einkum hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum.
Samdráttur hefur verið undanfar-
in ár í starfsemi Landspítalans og
Sjúkrahúss Reykjavíkur, nú Land-
spítala - háskólasjúkrahúss, ef tekið
er mið af afkastagetu. Mestur hefur
samdráttur verið yfir sumarmánuð-
ina. Sem fyrr segir er áætlað að sam-
drátturinn nemi í ár u.þ.b. 35.000
legudögum eðatæplega 10% af heild-
arlegudögum sjúkrahússins. Þessi
samdráttur í starfsemi er áþekkur og
undanfarin ár. Árið 1999 voru legu-
dagar á Landspítalanum alls 220 þús-
und og 127 þúsund á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur eða samtals 347.000.
Þeim hefur fækkað á síðastliðnum ár-
um, m.a. vegna aukinnar göngudeild-
arþjónustu. Fækkun legudaga hefur
einnig verið mætt með því að efla
sjúkrahústengda heimaþjónustu.
Morgunblaðið/Amaldur
Aðsókn
olli von-
brigðum
GUÐRÚN Kristjánsdóttir, einn af
skipuleggjendum tónleika með El-
ton John á Laugardalsvelli í fyrra-
kvöld, segir að vegna samninga við
Knattspyrnufélagið Þrótt hafi
skipuleggjendur orðið af tekjum
upp á a.m.k. tíu milljónir króna.
Guðrún segir að tónleikarnir hafi
að öðru leyti gengið mjög vel. Á
milli 7 og 8 þúsund manns hafi kom-
ið á þá og skemmt sér hið besta.
Ekki væri þó Ijóst enn hvort þessi
áheyrendafjöldi nægði til að standa
straum af kostnaði við tónleikana.
„Það eru ýmsir miklir kostnaðarlið-
ir sem við þurfum að skoða og
óvæntir kostnaðarliðir bættust við.
Upphaflega lögðum við af stað með
kostendasamninga við gosdrykkja-
framleiðendur og pítsuframleið-
endur. Það var allt saman eyðilagt
og ég reikna með að Þróttararnir
hafi kostað okkur í það heila um tíu
milljónir króna,“ segir Guðrún.
Hún segir að skipuleggjendurnir
hafi gert sér vonir um 10-12 þús-
und tónleikagesti og aðsóknin sé
því viss vonbrigði. Guðrún segir að
Elton John hafi liðið vel í Laugar-
dalnum og verið hamingjusamur
þegar hann hélt af landi brott í
fyrrakvöld. Hann hafi talað um að
koma aftur.
■ Ekkert ad/86
■ Eftirminnilegur/91
Ríkissjóður kaupir sérfræðiþjónustu
fyrir 2 milljarða á ári
Lasrt til að settar
verði samræmdar
reglur um kaupin
RÍKISSTOFNANIR virðast ekki
fara eftir neinum samræmdum
reglum eða leiðbeiningum við kaup á
ráðgjöf. Telur Ríkisendurskoðun
tímabært að setja slíkar reglur í Ijósi
þess að kostnaður ríldsins vegna
kaupa á sérfræðiþjónustu nam 2
milljörðum kr. á árinu 1998 og hafði
aukist um 85% á íjórum árum.
Ríkisstofnanir kaupa í æ ríkari
mæli margvíslega þjónustu af sjálf-
stætt starfandi sérfræðingum. Má
þar nefna viðhald hugbúnaðar og
hugbúnaðargerð, tölvuvinnslu, ör-
yggisgæslu, bókhald, kennslu og
læknisþjónustu. Ennfremur margvís-
lega ráðgjöf sérfræðinga, eins og við-
skiptafræðinga, lögfræðinga, verk-
fræðinga og arkitekta, í tengslum við
nánar afmörkuð verkefni.
Athugun sem Ríkisendurskoðun
hefur gert leiðir í ljós að kostnaður
ríkisstofnana vegna kaupa á sér-
fræðiþjónustu hækkaði úr 1,1 millj-
arði kr. á árinu 1994 í rúma 2 millj-
arða á árinu 1998, miðað við verðlag á
síðamefnda árinu. Nemur hækkunin
tæpum 85%.
Útboð nær óþekkt
í könnuninni kom fram að ríkis-
stofnanir vii'ðast ekki fara eftir nein-
um samræmdum reglum eða leið-
beiningum við kaup á ráðgjöfinni.
Ýmist eru það æðsti stjórnandi stofn-
unar eða einstakir yfirmenn sem
velja ráðgjafann, semja við hann,
segja til um hvort hrinda eigi tillögum
hans í framkvæmd og meta árangur
starfa hans. Stofnanir telja að ávinn-
ingur af starfi ráðgjafa sé að jafnaði
fremur mikill en Ríkisendurskoðun
tekur fram að það mat sé oftast á
hendi þess sem ákvað kaupin.
Yfirleitt leita ríkisstofnanir ekki til-
boða frá nema einum ráðgjafa. Útboð
á ráðgjöf, hæfnismat eða verðsam-
keppni meðal ráðgjafa er nær óþekkt
í þessari starfsemi innan ríkisgeirans.
Innan við helmingur stofnana gerir
skriflega samninga við ráðgjafana og
vísbendingar komu fram um að um-
sjón með vinnu ráðgjafanna hefði
ekki verið nægjanlega markviss.
Ríkisendurskoðun lætur það álit í
ljósi í skýrslu sinni að það sé bæði
tímabært og eðlilegt að gefnar verði
út viðmiðunarreglur eða leiðbeining-
ar um kaup ríkisstofnana á ráðgjafar-
þjónustu. Telur hún að þær eigi að
snúast um mat á þörf fyrir ráðgjöf,
val á ráðgjafa, stjórnun og eftirlit og
mat á árangri ráðgjafar.
-------------------
Leit hefur ekki
borið árangnr
LEIT stóð enn yfir í gær að ungum
manni sem féll í Ölfusá við Selfoss,
neðan við Ölfusárbrú, á fimmtudags-
morgun.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
voru 35-40 manns við leit í gær.
Fimm bátar voru á ánni og stóð til að
halda áfram leitinni fram eftir
kvöldi.
Æft fyrir kristnihátíð
í Hafnarfirði
KRISTNIHÁTÍÐ verður haldin í
Hafnarfírði á morgun og er hún að
hluta til samofin dagskrá sjó-
mannadagsins þar. Dagskrá verður
fjölbreytt og hefst kl. 12 með vígslu
bænalundar í skógræktarreit á
Húshöfða. Ýmsir kórar hefja upp
raust sína á hátíðinni; Kór Oldu-
túnsskóla, Karlakórinn Þrestir,
sérstakur hátíðarkór og Kvenna-
kór HafnarQarðar og dró kórfólkið
ekki af sér á æfingu í gærkvöld.
MSfcW
LESBÖK
ÁLAUGARDÖGUM
Með Morg-
unblaðinu
í dag er
dreift blaði
fráís-
lenska
útvarps-
fólaginu,
„Bylgju-
lestin 2000
- stórhátíð
í borg og
b»“.
Eiður Smári undir smásjá
Manchester City / B1
•••••••••••*••••••••••••••••••••••••••••
Logi Óiafsson velur 16 leikmenn
til Ítalíufarar / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is