Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólaráð samþykkír að taka upp MBA-nám Flugmenn, flugvirkjar og flugfreyjur hittu verkfallsmenn Námið kostar nemendur 1.250 þúsund HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tillögu við- skipta- og hagfræðideildar um að bjóða upp á MBA-nám frá og með næsta hausti sem endurmenntun í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands. Nokkur styr hefur staðið um þær fyrirætlanir að taka upp gjöld fyrir námið en samþykkt var í gær að það kostaði nemendur 1.250 þúsund krónur á ári. Páll Skúlason rektor Háskólans lagði fram bókun þar sem hann gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni að hér væri um afar sérstakt nám að ræða og því skapaði það á engan hátt fordæmi fyrir gjald- töku fyrir almennt nám í Háskól- anum, hvort sem væri á grunn- eða framhaldsskólastigi. Eiríkur Jónsson formaður Stúdentaráðs sagði við Morgun- blaðið í gær að úr því sem komið var kæmi samþykkt Háskólaráðs ekki á óvart. Hann fagnaði hins vegar sérstaklega bókun rektors vegna þessa máls og taldi hana þungt lóð á vogarskálar þeirra sem andsnúnir væru því að tekin yrðu almennt upp skólagjöld í Há- skólanum. Lýsa stuðningi við aðgerðir Sleipnis FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag íslands og Flug- virkjafélag íslands lýsa yfír fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis í bréfi sem félögin sendu Sleipni í gærkvöldi. Fulltrúar félaganna áttu fund með Sleipnismönnum og fulltrúum Al- þýðusambandsins í gærkvöldi þar sem rædd var beiðni Sleipnis til félag- anna um stuðning. Eftir fundinn sendu félögin þijú Sleipni bréfið. I því fordæma félögin þau verk- fallsbrot sem höfð hafa verið í frammi frá því verkfall Sleipnis hófst um leið og lýsa yfir furðu á þeim lögbanns- úrskurðum sem felldir hafa verið og heimila að á samningssviði Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis starfi félagar í stéttarfélögum sem ekki hafa kjara- samninga um viðkomandi störf. íhuga frekari aðgerðir Hvetja félögin félagsmenn sína til að virða í hvívetna löglega boðað verkfall Sleipnis, eins og það er orðað í bréfinu, og í því felist að félagsmenn gangi ekki í störf félagsmanna í Sleipni og taki á engan hátt þátt í meintum verkfallsbrotum annarra. I lok bréfsins segir að félögin þrjú muni á næstunni íhuga frekari að- gerðir til stuðnings löglega boðuðu verkfalli Sleipnis verði ekki breyting á framkomu atvinnurekenda. Anna Dóra segir aðspurð um hugs- anlegar aðgerðii- félaganna þriggja að þeim beri vissulega skylda til að halda frið enda séu kjarasamningar í gildi. Hins vegar sé alvarlegt að sjá aðgerð- ir Sleipnis brotnar miskunnarlaust á bak aftur og því muni félögin íhuga vandlega frekari aðgerðir í stöðunni. Ekki í samúðarverkfall FyiT í gær ákváðu flugmenn, flug- virkjar og flugfreyjur hjá Flugleiðum að verða ekki við beiðni Norræna flutningaverkamannasambandsins um samúðaraðgerðfr- vegna verkfalls Sleipnis þar sem Flugleiðir ákváðu á þriðjudag að hætta akstri með far- þega út í þotur á flugvélahlaðinu á Keflavíkurflugvelli. Aksturinn hafði verið í höndum félagsmanna í Sleipni en starfsmenn Flugleiða sinntu akstrinum eftir að verkfall skall á. Níræð saumakona í hálfu starfí hjá Sjóklæðagerðinni Morgunblaðið/Kristinn Anna Franklínsdóttir við vinnu sína í Sjóklæðagerðinni en hún vinnur enn hálfan daginn. ÞAÐ er orðið fremur óalgengt að fólk vinni úti þegar það hefur náð sjötugsaldri en Anna Franklínsdótt- ir hefur gert gott betur. Anna, sem fagnar níræðisafmæli sínu í dag, vinnur enn hálfan daginn sem saumakona hjá Sjóklæðagerðinni og er ekkert á þeim buxunum að hætta. „Ég hef unnið hér hjá Sjó- klæðagerðinni undanfarin 30 ár. Ég byijaði svo seint hérna að ég er ekki með hæsta starfsaldurinn en ég er hins vegar örugglega elst af þeim sem eru að vinna hérna núna. Það eru nú ekki margir á minum aldri sem eru að vinna og þeir kunningjar mínir sem enn eru að eru talsvert yngri en ég. Ég er mjög þakklát fyrir það að fá að vinna og ég tel það hreint og beint forrétt- indi.“ Anna fæddist í Strandasýslu 15. júní 1910. Hún bjó framan af í sveit Forréttindi að vinna en áður en hún hóf störf hjá Sjó- klæðagerðinni starfaði hún stutta stund á saumastofu á Selfossi. Anna segir ástæðu þess að hún hætti ekki að vinna þegar hún var komin á aldur vera þá að hún hafði heilsu til að vinna og vildi því gjarn- an halda því áfram. „Þetta er ágæt- is vinna sem ég er í og það er gott að vinna þegar maður hefur heilsu til. Eins hef ég haft ákaflega góða húsbændur hér sem hafa gert mér það kleift að halda áfram að vinna." Anna reiknar ekki með því að halda daginn neitt sérstaklega há- tíðlegan enda segir hún að nóg sé komið af siíku. „Ég reikna með því að mæta í vinnuna eins og aðra daga. Ég hélt kaffihóf á laugardag- inn var fyrir mfna nánustu og sfðan komu samstarfsmenn mínir með tertu í vinnuna í gær en ég vona að þau láti mig í friði í dag,“ segir Anna og hlær við. Aðspurð segir Anna að hún sé ekki farin að huga að starfslokum. „Það er alls óráðið hvenær ég hætti að vinna. Þegar maður er kominn á þennan aldur en nú farið að halla undan og maður veit ekki hversu marga góða daga maður á eftir en ég ætla mér að vinna meðan ég hef heilsu til og á meðan ég fæ að vinna.“ Anna segir að hún lumi ekki á neinum ráðum handa fólki sem vill ná aldri við góða heilsu. Hún segir að þetta velti allt á heilsunni en bæt- ir jafnframt við að hún hafi aldrei hugsað neitt sérstaklega um hana. Island viðkomustaður í heimsmetstilraun „HLEYPIÐ mér út!“ sagði Robert Ragozz- ino þegar Boeing Stearman-vél hans staðnæmdist á Reykja- víkurflugvelli klukkan rúmlega hálfellefu í gærkvöld. Ragozzino hyggst verða fyrstur manna til að fljúga einn umhverfis hnöttinn í tvíþekju með opnum stjómklefa. ísland er einn af við- komustöðum hans en hann vonast til að ljúka ætlunarverkinu í ágúst í Oklahóma þar sem för- inhófstl.júnísl. Aðspurður hve lengi hann hefði verið á leið- inni frá Narsasuaq á Grænlandi sagði hann „þijú ár“, svo lengi fannst honum klukku- stundimar sjö að líða. Ragozzino var dasaður eftir flugið og sagðist ekki viss um hve lengi hann myndi dvelja hér á landi en það yrðu líklega 2-3 dagar. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til íslands. Vegur salt við kranann STÖR byggingakrani og bensín- tankur vógust á fyrir framan Víkur- skála í Mýrdal í gær. Unnið var við að koma nýjum stómm bensíntanki fyrir við bensínstöð ESSO. í fyrstu gekk vel að færa tankinn en þegar tankurinn var kominn yfir gryfjuna fóra þyngslin að segja til sín. í fyrstu vó hann salt við kranann en hvarf síðan ofan í gryfjuna með miklum dynk og látum svo pottar og glös í glömraðu eldhúsi Víkurskála og kokkurinn hljóp út til að gá að því hvað væri að gerast. Þurfti að hífa tankinn aftur upp til að laga undir- stöður hans.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sérblöð í dag 3 SlSUR •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Sérblað um viðskipti/atvinnulíf Morgunblaðinu ídagfylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson -í SÍiAIR ••••••• ••••••••••••••••• Tveir vináttuleikir ákveðnir við Póiverja/Cl Haukar ■ Evrópukeppnina/Cl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.