Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 41

Morgunblaðið - 15.06.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 41 LISTIR Innhverfan út MYNDLIST Galleri@hlemmur.is, I* v e r h o 11 i MÁLVERK BJARNI SIGURBJÖRNSSON Til 18. júní. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 BJARNI Sigurbjömsson heldur áfram að snúa innhverfunni út og mála aftan á plexiglerið. Nú er frá- gangurinn hins vegar vandaðri en nokkru sinni því hann lokar mál- verkið inn í plexikassanum, sem hann leyfír náttúrubirtunni að lýsa upp. Það sem gerist við þessi umskipti er að allt í einu öðlast málverk Bjama þann þunga sem þau skorti eilítið áður fyrr. Sá stimpill að Bjami sé ekki annað en eftirlegukind expressjónískrar abstraktlistar á sér ekki lengur neina stoð því nú blasa við ómældir möguleikar í allar áttir. Koonísk vinnubrögð frá fyrri sýn- ingum fara þverrandi því nú er eins og Bjami leyfi sé þynnri áferð og mýkri pensilsveiflu. Fyrir bragðið öðlast myndir hans allt í einu aust- rænan svip, eitthvað sem finna má í japanskri málaralist, svo sem hjá Jiro Yoshihara og öðmm Gutai-lista- mönnum, ellegar jafnvel hjá ung- verska málaranum Simoni Hantai'. Ef til vill er það tómið í plexikass- anum þegar það fangar sólarljósið sem kveikir þessa austrænu ásýnd. Alltént horfa umskiptin mjög til bóta því þó svo málverk Bjama róist mjög við þessa þróun og öðlist vissulega heimspekilega dýpt á kostnað augnablikskenndrar og snarprar yf- irborðsleikni - og fjarlægist um leið samtímadeigluna sem stundaræðið færði því fyrram - getur Bjami ef- laust omað sér við þá staðreynd að list hans hefur allt í einu öðlast miklu persónulegri svip. Málaralist getur hvort sem er aldrei þróast til lengdar sem sam- tímakennd og deigluskotin. Stefnur hennar spretta að sjálfsögðu fram sem stundarafl líkt og flest annað í fjörmiklum heimi listarinnar, en jafnskjótt draga málarar sig inn í skel sína og fara að fást við smábylt- ingarnar sem blasa við þeim í smá- heimi flatarins. Að því leytinu til er málaralist skyldust ljóðagerð, og það er einmitt sá þáttur í ferlinu sem við tengjum gjarnan við austrænt tíma- leysi. Með þeim fáeinu verkum sem hann sýnir við Hlemm sannar Bjami Sigurbjömsson að hann hefur fundið útgangspunkt úr fremur þröngri stöðu sem getur fleytt honum langt og víða. Hvers gætu listmálarar ann- ars óskað sér, ég bara spyr? Halldór Björn Runólfsson Náðu jafnvægi Við kynnum Body Power Jafnvægi hugar og líkama Komdu og uppgötvaðu Lifting Body Spray, Foam-Up Body Wash og Smooth Down Body Lotion. ESTEE LAUDER |||p!||| WM____ ' 'Sip. wmwSlfWSBKSmSBa :í% í '■ ■ - <! v • s 2 5 3 É ALLT ANNAR BILL Ford Focus MUNAR 240.000 KR. Á VERÐI OG ÖLLU EF ÞÚ LENDIR í SLYSI Þér er óhætt að bera nýjan Accent saman við bíla af svipaðri stærð. Hann gefur þeim ekkert eftir og er betur búinn ef eitthvað er. Þegar þú lítur á verðið hefur Accent alltaf vinninginn. Vél 1,5 1,4 Hestöfl 102 75 Dyr 5 5 Lengd mm 4200 4150 Breidd mm 1670 1702 Hæð mm 1395 1440 Skottrými 480 350 ABS Já Nei Loftpúðar 2 0 CD Já Nei Álfelgur Já Nei Samlitir stuðarar Já Já Fjarstýrðar samlæsingar Já Já Rafmagn í rúðum Já Já Verð 1.195.00 1.435.00 g “ ■ t;, IHI Hyundai söludeild, stmi 575 1280 Grjóthálsi 1, stmi 575 1200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.