Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fatlaðir Hugmyndin um búsetu í Hrísey var sett fram sem valkostur og viðbót við fyrirliggjandi tillög- ur um uppbyggingu, segir Þór Garðar Þdrarinsson, en ekki í stað uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. 5-6 manns, sem eru innan við 3% þeirra sem eru á biðlista svæðis- skrifstofa eftir búsetu á sambýlum og þjónustuíbúðum í Reykjavík og Reykjanesi. Hér er því um að ræða afar takmarkaðan hóp fólks sem reynt hefur verið að bjóða þjónustu á höfuðborgarsvæðinu en hefur ekki getað nýtt sér hana eða þarf rólegra eða einfaldara umhverfi vegna fötl- unar sinnar. Þarfir og óskir fólks með fötlun um búsetu geta verið jafn margbreytilegar og hjá öðrum þjóðfélagsþegnum. Segja má að flestum henti búsetuþjónusta í heimabyggð eða í landfræðilegri ná- lægð við ættingja og aðra vanda- menn. Heimabyggð hefur hins veg- ar misjafnlega mikið að segja, m.a. með tilliti til fjölskyldutengsla og búsetusögu. Jafnframt því að miða þjónustuna við heimabyggð hafa svæðisskrif- stofur lagt áherslu á valfrelsi. Eins og fram kemur í skýrslunni ætti fólk, hvort sem það er fatlað eða ekki, að eiga rétt á að velja sér bús- etu við hæfi. Sumir velja að búa í fjölmenninu á höfuðborgarsvæðinu en aðrir velja að búa úti á landi, tímabundið eða til langframa. Sum- um þeirra sem búa við fötlun hent- ar, a.m.k. tímabundið, að búa í ein- faldara umhverfi, þar sem reynslan hefur sýnt að áreiti hins margflókna umhverfis í borgarsamfélagi hindr- ar möguleika þeirra til aukinnar færni, vellíðunar og þátttöku í dag- legu lífi samfélagsins. A landsbyggðinni eru vitaskuld starfrækt sambýli fyrir fatlaða sem gefið hafa góða raun og til þess var litið við útfærslu hugmyndar um heimili fyrir fatlaða í Hrísey. Einangrunarstöðin Hrísey? Hugmyndin tengdist á engan hátt því að einangra einn eða neinn, enda er það skýrt tekið fram í umræddri skýrslu að vitaskuld yrði að fylgja meginhugmyndum laga um málefni fatlaðra, t.d. um þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Húsnæðið sem í boði var stendur miðsvæðis í byggðinni og það eykur því möguleika til þess að mæta þessu markmiði. Meðal þjónustuþega svæðisskrif- stofa er fjöldi manns sem hefur not- ið ánægjulegrar dvalar í Hrísey á sumrin. Þar hefur um árabil verið rekin sumardvöl fyrir fatlaða sem mikil ánægja hefur verið með. Til- hlökkun og gleði dvalargesta er um- sögn sem mark er á takandi, þegar hugað er að búsetu í eynni. Síðan er ekki að sjá að Hríseyingar séu ein- angraðir í samgöngulegu tilliti því ferðin til Akureyrar tekur um þrjú korter. Vistvænt samfélag Hríseyingar hafa á undanfömum árum lagt áherslu á að byggja upp verðuga ímynd af staðnum sem vist- vænni náttúruparadís. Hrísey býr yfir stórkostlegum möguleikum til útiveru og tengsla við náttúruna. Það eru m.a. þessir möguleikar sem horft var á þegar hugmyndin um búsetu fyrir fatlaða var útfærð. Metnaður og stórhugur sveitarfé- laganna við Eyjafjörð í umhverfis- málum er eftirtektarverður og eng- in ástæða til annars en að ætla að gott mannlíf haldi áfram að blómstra í þessum byggðum hér eft- ir sem hingað til. Fleiri staðir hafa verið að byggja upp ímynd sína í tengslum við vistvæna náttúru. Má þar nefna staði eins og Skaftholt í Gnúpverjahreppi og Sólheima í Grímsnesi. Þar býr fjöldi fatlaðra og ekki hefur verið fjölyrt í fréttum um einangrun þeirra svo vitað sé. Uppbygging búsetuþjónustu I sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu fjölgar fólki ört. Svæðis- skrifstofur Reykjavíkur og Reykj- aness hafa eftir getu reynt að mæta þeim áskorunum sem þessi fólks- fjölgun hefur í för með sér varðandi þjónustu við fólk með fötlun á svæð- inu. Hins vegar ber ekki að útiloka að betri forsendur til þjónustu megi finna utan svæðisins fyrir fáeina í breiðum hópi þeirra sem bíða eftir þjónustu, hvað sem fjölmiðlaum- ræðunni líður. Svæðisskrifstofur og Landssamtökin Þroskahjálp eru væntanlega sammála um það að skortur á viðeigandi búsetuþjón- ustu fyrir fatlaða á höfuðborgar- svæðinu sé sá meginvandi sem ráða þarf bót á. Nefnd um biðlista hefur gert tillögur um það hvernig leysa megi þennan vanda á næstu árum. Hugmyndin um búsetu í Hrísey var sett fram sem valkostur utan við og reyndar sem viðbót við fyrirliggj- andi tillögur um uppbyggingu, en ekki í stað uppbyggingar á höfuð- borgarsvæðinu. í skýrslunni var gerð tilraun til að leggja mat á þjón- ustukosti óháð uppbyggingu þjón- ustu fyrir fatlaða á höfuðborgar- svæðinu og óháð uppbyggingu í atvinnumálum Hríseyinga. Ekki virðist sem umfjöllun annarra hafi tékið mið af þessu. Hugmyndir um búsetuþjónustu í Hrísey gengu m.a. út áþað að fá til liðs fagfólk á Dalvík, Olafsfirði og Akureyri. í skýrslunni eru kynntir FIMMTUDAGUR15. JÚNÍ 2000 5% þrír kostir sem til greina kæmu. All- ir eru þeir útfærðir sem reynslu- verkefni í a.m.k. sex mánuði og allt að þrjú ár. Útfærsla á hugmyndinni um möguleika á búsetu í Hrísey fyrir afmarkaðan hóp fatlaðra sem og málefnaleg rök fyrir henni hafa því miður orðið útundan í umræðunni. Engar hugmyndir eru þó hafnar yf- ir gagnrýna skoðun. í því sambandi skiptir þó miklu máli að hægt sé að skoða og velta fyrir sér hugmyndum á opinn og einlægan hátt þar sem hin ýmsu sjónarmið eru vegin og metin. Að lokum er bent á að skýrsl- an er á heimasíðu Svæðisskrifstofu Reykjaness, www.smfr.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. www.mbl.is Petúnia 10 Mini Petúnia 10 Stjúpur Blandaðir litir .Jlpf tyAÆ V ;v Jw ¥' ' mmmmmu II m * u m i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.