Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 57

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fatlaðir Hugmyndin um búsetu í Hrísey var sett fram sem valkostur og viðbót við fyrirliggjandi tillög- ur um uppbyggingu, segir Þór Garðar Þdrarinsson, en ekki í stað uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. 5-6 manns, sem eru innan við 3% þeirra sem eru á biðlista svæðis- skrifstofa eftir búsetu á sambýlum og þjónustuíbúðum í Reykjavík og Reykjanesi. Hér er því um að ræða afar takmarkaðan hóp fólks sem reynt hefur verið að bjóða þjónustu á höfuðborgarsvæðinu en hefur ekki getað nýtt sér hana eða þarf rólegra eða einfaldara umhverfi vegna fötl- unar sinnar. Þarfir og óskir fólks með fötlun um búsetu geta verið jafn margbreytilegar og hjá öðrum þjóðfélagsþegnum. Segja má að flestum henti búsetuþjónusta í heimabyggð eða í landfræðilegri ná- lægð við ættingja og aðra vanda- menn. Heimabyggð hefur hins veg- ar misjafnlega mikið að segja, m.a. með tilliti til fjölskyldutengsla og búsetusögu. Jafnframt því að miða þjónustuna við heimabyggð hafa svæðisskrif- stofur lagt áherslu á valfrelsi. Eins og fram kemur í skýrslunni ætti fólk, hvort sem það er fatlað eða ekki, að eiga rétt á að velja sér bús- etu við hæfi. Sumir velja að búa í fjölmenninu á höfuðborgarsvæðinu en aðrir velja að búa úti á landi, tímabundið eða til langframa. Sum- um þeirra sem búa við fötlun hent- ar, a.m.k. tímabundið, að búa í ein- faldara umhverfi, þar sem reynslan hefur sýnt að áreiti hins margflókna umhverfis í borgarsamfélagi hindr- ar möguleika þeirra til aukinnar færni, vellíðunar og þátttöku í dag- legu lífi samfélagsins. A landsbyggðinni eru vitaskuld starfrækt sambýli fyrir fatlaða sem gefið hafa góða raun og til þess var litið við útfærslu hugmyndar um heimili fyrir fatlaða í Hrísey. Einangrunarstöðin Hrísey? Hugmyndin tengdist á engan hátt því að einangra einn eða neinn, enda er það skýrt tekið fram í umræddri skýrslu að vitaskuld yrði að fylgja meginhugmyndum laga um málefni fatlaðra, t.d. um þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Húsnæðið sem í boði var stendur miðsvæðis í byggðinni og það eykur því möguleika til þess að mæta þessu markmiði. Meðal þjónustuþega svæðisskrif- stofa er fjöldi manns sem hefur not- ið ánægjulegrar dvalar í Hrísey á sumrin. Þar hefur um árabil verið rekin sumardvöl fyrir fatlaða sem mikil ánægja hefur verið með. Til- hlökkun og gleði dvalargesta er um- sögn sem mark er á takandi, þegar hugað er að búsetu í eynni. Síðan er ekki að sjá að Hríseyingar séu ein- angraðir í samgöngulegu tilliti því ferðin til Akureyrar tekur um þrjú korter. Vistvænt samfélag Hríseyingar hafa á undanfömum árum lagt áherslu á að byggja upp verðuga ímynd af staðnum sem vist- vænni náttúruparadís. Hrísey býr yfir stórkostlegum möguleikum til útiveru og tengsla við náttúruna. Það eru m.a. þessir möguleikar sem horft var á þegar hugmyndin um búsetu fyrir fatlaða var útfærð. Metnaður og stórhugur sveitarfé- laganna við Eyjafjörð í umhverfis- málum er eftirtektarverður og eng- in ástæða til annars en að ætla að gott mannlíf haldi áfram að blómstra í þessum byggðum hér eft- ir sem hingað til. Fleiri staðir hafa verið að byggja upp ímynd sína í tengslum við vistvæna náttúru. Má þar nefna staði eins og Skaftholt í Gnúpverjahreppi og Sólheima í Grímsnesi. Þar býr fjöldi fatlaðra og ekki hefur verið fjölyrt í fréttum um einangrun þeirra svo vitað sé. Uppbygging búsetuþjónustu I sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu fjölgar fólki ört. Svæðis- skrifstofur Reykjavíkur og Reykj- aness hafa eftir getu reynt að mæta þeim áskorunum sem þessi fólks- fjölgun hefur í för með sér varðandi þjónustu við fólk með fötlun á svæð- inu. Hins vegar ber ekki að útiloka að betri forsendur til þjónustu megi finna utan svæðisins fyrir fáeina í breiðum hópi þeirra sem bíða eftir þjónustu, hvað sem fjölmiðlaum- ræðunni líður. Svæðisskrifstofur og Landssamtökin Þroskahjálp eru væntanlega sammála um það að skortur á viðeigandi búsetuþjón- ustu fyrir fatlaða á höfuðborgar- svæðinu sé sá meginvandi sem ráða þarf bót á. Nefnd um biðlista hefur gert tillögur um það hvernig leysa megi þennan vanda á næstu árum. Hugmyndin um búsetu í Hrísey var sett fram sem valkostur utan við og reyndar sem viðbót við fyrirliggj- andi tillögur um uppbyggingu, en ekki í stað uppbyggingar á höfuð- borgarsvæðinu. í skýrslunni var gerð tilraun til að leggja mat á þjón- ustukosti óháð uppbyggingu þjón- ustu fyrir fatlaða á höfuðborgar- svæðinu og óháð uppbyggingu í atvinnumálum Hríseyinga. Ekki virðist sem umfjöllun annarra hafi tékið mið af þessu. Hugmyndir um búsetuþjónustu í Hrísey gengu m.a. út áþað að fá til liðs fagfólk á Dalvík, Olafsfirði og Akureyri. í skýrslunni eru kynntir FIMMTUDAGUR15. JÚNÍ 2000 5% þrír kostir sem til greina kæmu. All- ir eru þeir útfærðir sem reynslu- verkefni í a.m.k. sex mánuði og allt að þrjú ár. Útfærsla á hugmyndinni um möguleika á búsetu í Hrísey fyrir afmarkaðan hóp fatlaðra sem og málefnaleg rök fyrir henni hafa því miður orðið útundan í umræðunni. Engar hugmyndir eru þó hafnar yf- ir gagnrýna skoðun. í því sambandi skiptir þó miklu máli að hægt sé að skoða og velta fyrir sér hugmyndum á opinn og einlægan hátt þar sem hin ýmsu sjónarmið eru vegin og metin. Að lokum er bent á að skýrsl- an er á heimasíðu Svæðisskrifstofu Reykjaness, www.smfr.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. www.mbl.is Petúnia 10 Mini Petúnia 10 Stjúpur Blandaðir litir .Jlpf tyAÆ V ;v Jw ¥' ' mmmmmu II m * u m i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.