Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MGRGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fólk úr flestum verkalýðsfélögum komið á rútur:
' Skúringakona í okkar starf
íGtfUrt P-
Þið eruð í öruggum höndum, elskurnar mínar, ég er búin að vinna við skúringarí30 ár.
Hæstiréttur um spilasali Háspennu
Afskipti lögreglunnar
af lokunartíma eðlileg
HÆSTIRETTUR hefur sýknað ís-
lenskra ríkið og lögreglustjórann í
Reykjavík af kröfum Háspennu ehf.
um rúmlega 7 milljón króna bætur
vegna þeirra fyrirmæla lögreglunn-
ar að loka bæri stöðum Háspennu,
þar sem reknar voru spilavélar
Gullnámu Happdrættis Háskóla Is-
lands, kl. 23.30 á kvöldin. Háspenna
vísaði til þess að fyrirtækið hefði orð-
ið af umtalsverðum tekjum vegna
þessarar ákvörðunar sem ætti sér
ekki stoð í lögreglusamþykkt.
Háspenna ehf. rak tvo sölustaði
með sjálfvirkum happdrættisvélum í
Reykjavík, í Hafnarstræti og við
Laugaveg. í upphafi voru staðirnir
opnir írá kl. 10 að morgni til 1 eftir
miðnætti. í janúar 1994 mælti lög-
reglan fyrir um að loka bæri stöðun-
um kl. 23.30 samkvæmt ákvæði lög-
reglusamþykktar Reykjavíkur.
I bréfi lögreglustjóra rúmum
tveimur árum síðar, í júní 1996, kom
fram að dómsmálaráðuneytið hefði
komist að þeirri niðurstöðu að
ákvæði lögreglusamþykktarinnar
ætti ekki við um starfsemi Háspennu
og teldi embættið því að ekki giltu
neinar reglur um opnunartíma stað-
anna.
Háspenna taldi sig eiga rétt til
skaðabóta vegna aðgerða lögreglu.
Hæstiréttur vísar hins vegar til þess,
að fyrirsvarsmönnum Hápennu
hefði verið kunnugt um afstöðu lög-
reglustjóra um að rekstur staðanna
heyrði undir ákveðna grein lögreglu-
samþykktar Reykjavíkur, 28. grein.
Afskipti lögreglunar af starfsemi
Háspennu hafi verið til að halda uppi
reglum sem fram kæmu í þeirri
grein samþykktarinnar og hafi verið
liður í almennu eftirliti lögreglunnar.
Hæstiréttur bendir á að Háspenna
hafi ekki látið reyna á þennan skiln-
ing lögreglunnar fyrr en í maí 1996
og í framhaldinu hafi lögreglustjóri
fallið frá fyrri skilningi sínum. Hins
vegar segir Hæstiréttur að starf-
semi Háspennu hafi með réttu fallið
undir ákvæði 3. mgr. 28. greinar lög-
reglusamþykktarinnar þar sem seg-
ir: „Rnattborð, spilakassa eða leik-
tæki má reka frá kl. 09.00 til 23.30.“
Lögreglu hafi því verið heimilt að
hafa afskipti af lokunartíma.
Kajakferð,
nudd og
lúðra-
blástur
Ísafírði. Morgunblaðið.
KVENNAFERÐ í Holt var
farin laugardaginn 10.
júní í tengslum við Sól-
bakkahátíð í Onundar-
firði. Umsjónarmenn voru
Spessi ljósmyndari og
Siggi Björns trúbador.
Lagt var af stað úr
Flateyrarhöfn og stefnan
tekin á Holtsodda.
Ferðin var óvenjuleg
fyrir þær sakir að far-
kostirnir voru kajakar.
Þessi kajakróður var sér-
staklega ætlaður konum
og var haft á orði að
þarna væri verið að fleyta
kerlingum. í landi beið
svo nudd við undirleik
lúðrasveitar frá Stokke í
Noregi. Lék hún nokkur
Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjömsson lög við mikla hrifningu
Siggi Björns athugar hversu langt er eftir að Holtsodda. áheyrenda.
Arsrit KRFI, 19. júní, komið út
Öld tækifæra
að renna upp?
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir
ARSRIT Kvenrétt-
indafélags ís-
lands, 19. júní, er
komið út. Ritið er 76 blað-
síður í A-4 broti og er að
hluta til litprentað. Rit-
stjóri 19. júní er Anna
Gunnhildur Ólafsdóttir
blaðamaður. Hún var
spurð hvað væri megin-
þema blaðsins í ár?
„Ritstjóm 19. júní tók
þá ákvörðun að hafa ekk-
ert sérstakt þema í blaðinu
í ár. Við vildum skrifa um
það sem okkur þætti
áhugavert og öðrum gæti
þar af leiðandi þótt áhuga-
vert að lesa um. Aðeins var
reynt að hafa að leiðarljósi
„vídd“ og „breidd“ í efnis-
vali. Að talað væri við kon-
ur og karla á öllum aldri,
hér á landi og erlendis í tengslum
við jafnréttisbaráttuna í víðasta
skilningi."
-Hvað telur þú sjálf áhuga-
verðasta efniðíblaðinu?
„Nú kemur þú mér í vanda - því
að sjálfri finnst mér ekkert endi-
lega áhugaverðasta greinin sú
lengsta eða sú sem fjallar um það
efni sem er mest í brennidepli
núna. Persónulega finnst mér
hvað forvitnilegust grein eftir
Natösu Babic-Friðgeirsson. Hún
er fædd og alin upp í Króatíu og
starfaði sem fréttastjóri við
þekkta, frjálsa útvarpsstöð í
Zagreb í Króatíu meðan á stríðinu
í fyrrverandi Júgóslavíu stóð. í
greininni segir hún frá lífshlaupi
ömmu sinnar, kjarnakonunnar
Zibu Gelev, og varpar með því
ljósi á líf kvenna á tímum komm-
únismans í fyrrverandi Júgóslav-
íu. Greinin sameinar að vera ákaf-
lega persónuleg en hafa um leið
víðtæka skírskotun - fyrir utan að
hún er frábærlega vel skrifuð.
Aðrar eftirtektarverðar greinar
er t.d. grein undir yfirskriftinni
„hinsegin fjölskyldur“. Þar er
fjallað um samkynhneigða og
barnauppeldi. Löngu er orðið
tímabært að varpað sé ljósi á að
hundruð íslenskra ungmenna al-
ast upp hjá samkynhneigðum. 19.
júní vill gera sitt til þess að opna
umræðuna um ólíkar fjölskyldu-
gerðir til að stuðla að því að þess-
ar fjölskyldur, sem og aðrar, njóti
tilhlýðilegrar virðingar og þar
með sjálfsagðra mannréttinda í
þjóðfélaginu. Eins fagnar 19. júní
nýjum fæðingarorlofslögum með
ítarlegri grein og spjalli við
nýbakaðan föður. Annars finnst
mér að hafa verði í huga að lögin
eru aðeins fyrsta skrefið í átt til
nútímalegri fjölskyldustefnu í
landinu. Við eigum ótrúlega langt
í land á því sviði. Eftir er að leysa
úr brýnum vanda í dagvistarmál-
um, bæta heilsdagsskóla og leysa
vanda foreldra hvað snertir gæslu
barna yfir sumartímann. Stað-
reyndin er að konur hafa alltaf
sinnt umönnunarmálum og því
ekki getað beitt sér eins mark-
visst að öðrum málum sem þær
hafa viljað sinna.
Við komum víða við í
ritinu, t.d. erum við þar
með viðtal við tvær
ungar konur sem eru
að ljúka sjúkraþjálfa-
i'anámi frá H.í. í lokaverkefni
sínu rannsökuðu þær hvaða áhrif
líkamsrækt hefði á líkamlega og
ekki hvað síst andlega heilsu
kvenna.“
- Hefur 19. júní mikla þýðingu
fyrir íslenskar konur?
„Kvenréttindafélag íslands var
því miður ekkert sérlega áberandi
fyrir nokkrum árum en á síðustu
árum hefur þetta verið að breyt-
► Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
fæddist 7. september 1966 í
Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1986, BA-prófí í ís-
lensku frá H.í. 1990 og námi í
uppeldis- og kennslufræði frá
sama skóla 1991. Hún kenndi á
námsárunum m.a. í frum-
greinadeild Tækniskóla ís-
lands. Að námi loknu réðist
Anna sem blaðamaður á Morg-
unblaðið og starfaði á inn-
lendri fréttadeild frá 1991 til
1997, síðan hefur hún starfað á
ritstjórn sunnudagsblaðsins.
Hún ritstýrði ársriti Kvenrétt-
indafélagsins 19. júní í fyrra
og í ár. Maður Onnu er Davor
Purusic og eiga þau tvær dæt-
ur, Halldóru Önu þriggja ára
og Valgerði Mariju eins árs.
ast. Fleiri ungar konur hafa kom-
ið í félagið og núverandi formaður
félagsins, Aslaug Dóra Eyjólfs-
dóttir, hefur verið mjög dugleg
við að vekja athygli á þarfri starf-
semi félagsins. Kvenréttindafé-
lagið gengst fyrir mikill starfsemi
og einn liður í því er útgáfa árs-
sritsins 19. júní sem dreift er til
allra félagsmanna. Fyrir þær
konur sem eru félagar hefur ritið
mikla þýðingu - sem og fyrir aðr-
ar konur sem ritið sjá og eim með-
vitaðar um málstaðinn. Þess má
geta að ritið 19. júní verður selt
alls staðar þar sem kvennahlaup
ISI fer fram á morgun, 18. júní.“
- Hvernig fínnst þér staðan í
réttindamálum kvenna vera
núna?
„Eftir að hafa velt því fyrir mér
í tengslum við útgáfu blaðsins
geri ég mér grein fyrir að ótrú-
lega mikið hefur áunnist á öldinni.
Staða kvenna er náttúrulega gjör-
breytt frá því sem áður var eins
og t.d. kemur fram í viðtali 19.
júní við hina 95 ára gömlu Ragn-
heiði Jónsdóttur. Við megum
samt ekki gleyma því að víða um
heima búa konur við ótrúlegar að-
stæður. Hræðileg dæmi eru um
kynlífsþrælkun eða
svokallað mansal í
löndum eins og Kósóvó.
Og enn er auðvitað
iangt í land á sumum
sviðum hér heima t.d. í
tengslum við launajafnrétti. Engu
að síður eru konur í hringborðs-
umræðum 19. júní nokkuð
bjartsýnar á framtíðina. En
helsta ástæðan fyrir því er að
þekkingarsamfélag nútímans
færir konum ýmis áður óþekkt
tækifæri, t.d. með sveigjanlegum
vinnutíma og vinnuumhverfi. Öld
tækifæranna gæti verið að renna
upp.“
Eigum langt I
land á sumum
sviðum