Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 9
Hæstiréttur um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum
Lögmæt gjaldtaka
vegna umframafla
HÆSTIRETTUR sýknaði á
fimmtudag ríkissjóð af kröfum
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum sem taldi gjaldtöku vegna
umframafla úr norsk-íslenska síldar-
stofninum hafa verið ólögmæta.
Héraðsdómur hafði áður dæmt ríkið
til að endurgreiða Vinnslustöðinni
gjaldið, tæpar 5 milljónir króna.
Skip Vinnslustöðvarinnar, Sig-
hvatur Bjarnason VE 81, hafði leyfi
til veiða úr norsk-íslenska síldar-
stofninum á grundvelli reglugerðar
nr. 190/1997 sem sett var með stoð í
Fólk
Varði doktors-
ritgerð um
flöguþekju-
krabbamein
• Baldur Tumi Baldursson varði 5.
maí sl. doktorsritgerð sína við húð-
lækningaskor læknadeildar Karol-
inska Institutet í Stokkholmi.
Ritgerðin, sem ber nafnið „Squ-
amous Cell Carcinoma in Venous
Ulcers“, fjallar um svokölluð flögu-
þekjukrabbamein, sem geta mynd-
ast í langvarandi fótleggjarsárum.
I fréttatilkynningu segir: „Að öllu
jöfnu er flöguþekjukrabbamein auð-
læknanlegt húðæxli. I ritgerðinni er
gerð grein fyrir rannsóknum á far-
aldursfræði flöguþekjukrabbameins
í langvarandi fótarsárum og sýnt
fram á að hættan
á að fá þetta
krabbamein í
sárið er mjög
aukin hjá þessum
sjúklingum. Þar
næst er hópi
sjúklinga með
flöguþekju-
krabba í fótleggj-
arsárum lýst,
sjúkdómsferli og
dánarorsökum,
sem reyndist vera flöguþekju-
krabbamein að stórum hluta, og
meinafræði æxlisins. I síðasta hluta
ritgerðarinnar er lýst rannsóknum á
tilurð krabbameinsins og nokkur
krabbameinsvaldandi ferli rannsök-
uð í sýnum frá ofannefndum sjúkl-
ingum.
Baldur Tumi tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1979 og útskrifaðist frá læknadeild
HÍ 1985. Hann starfar sem yfir-
læknir við húðdeild Sjúkrahússins í
Gávle, Svíþjóð. Hann er kvæntur dr.
Sólveigu Onnu Bóasdóttur, sem
starfar sem lektor í siðfræði við guð-
fræðideild Uppsalaháskóla.
Foreldrar Baldurs Tuma eru:
Baldur Þorsteinsson skógfræðingur
og Jóhanna A Friðriksdóttir fv.
menntaskólakennari.
Dr. Baldur Tumi hyggur á heim-
ferð og mun væntanlega hefja störf í
Reykjavík með haustinu.
lögum um stjórn fiskveiða og lögum
um fiskveiðar utan lögsögu Islands. I
4. gr. reglugerðarinnar kom fram að
skipum, sem leyfi hefðu til veiðanna,
væri heimilt að veiða 233.000 lestir af
síld á árinu. Þá sagði í reglugerðinni
að Fiskistofa myndi, þegar áætlað
leyfilegt heildarmagn væri að nást,
fella úr gildi öll leyfi til síldveiða.
Sjávarútvegsráðherra breytti
reglugerðinni með reglugerð nr. 323/
1997 og þar var kveðið á um að við
fyrstu löndun eftir 31. maí féllu úr
gildi veiðileyfi þeirra skipa, sem áður
hefðu landað sfld úr stofninum. Síðar
setti ráðherra reglugerðir nr. 339/
1997 og 478/1997, en í síðastnefndu
reglugerðinni segir að landi skip
ekki fullfermi í fyrstu löndun eftir
31. maí 1997 megi það fara í fleiri
veiðiferðir enda færi samanlagður
afli þess eftir 31. maí ekki yfir það
magn sem mest hefði verið landað úr
því skipi á sfldarvertíðinni fyrir það.
Sighvatur Bjarnason YE 81 veiddi
5.283 lestir á vertíðinni. Mestur afli í
einni veiðiferð var 1.634 lestir. Eftir
31. maí fór skipið tvær veiðiferðir og
landaði alls 2.443 lestum, sem var
809 lestum umfram heimild. í janúar
1998 tilkynnti Fiskistofa Vinnslu-
stöðinni um þetta og að til stæði að
leggja á sérstakt gjald vegna um-
framaflans. Mótmælti Vinnslustöðin
gjaldinu og taldi það ekki eiga sér
fullnægjandi lagastoð, en greiddi
það með fyrirvara og höfðaði síðan
mál til endurgreiðslu á fjárhæðinni.
Hæstiréttur telur meginregluna
vera þá að öllum íslenskum skipum
séu heimilar veiðar utan lögsögu
íslands með þeim takmörkunum,
sem settar séu að lögum. í 4. gr. laga
um fiskveiðar utan lögsögu Islands
komi skýrt fram að sjávarútvegsráð-
herra skuli binda veiðar íslenskra
skipa á úthafinu sérstökum leyfum
við ákveðnar aðstæður. Ekki sé um-
deilt að slíkar aðstæður hafi verið
fyrir hendi um norsk-íslenska sfldar-
stofninn við setningu reglugerðar
nr.190/1997.
Þá telur Hæstiréttur ótvírætt að
ráðherra hafi verið heimilt að setja
nauðsynleg skilyrði fyrir útgáfu leyf-
anna. Heimildir skips Vinnslu-
stöðvarinnar til frekari veiða en gert
var ráð fyrir í reglugerð nr. 323/1997
hafi verið ívilnandi ráðstöfun útgerð-
inni til handa. Veiðar skipsins eftir
31. maí 1997 umfram það magn, sem
mest hafði verið landað úr einni
veiðiferð á vertíðinni, hafi farið í
bága við skilyrði, sem sett voru sam-
kvæmt 4. gr. laga um fiskveiðar utan
lögsögunnar og því verið ólögmætar.
Dómararnir Guðrún Erlendsdótt-
ir, Haraldur Henrysson, Hjörtur
Torfason, Hrafn Bragason og Pétur
Kr. Hafstein kváðu upp dóminn.
Hjörtur skilaði sératkvæði, en var
sammála niðurstöðu meirihlutans.
Flutniyigur skrifstofu jafnréttismála
Enginn starfsmað-
ur flytur með
ENGINN starfsmanna á skrifstofu
jafnréttismála hefur hug á að flytja
út á land með nýrri Jafnréttisstofu en
gert hefur verið ráð fyrir að skrifstof-
an, sem tæki við starfsemi skrifstofu
jafnréttismála, hafi aðsetur á lands-
byggðinni. Elsa Þorkelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri á skrifstofu jafnréttis-
mála, segir starfsmennina hins vegar
hafa orðið sammála um að beita sér
ekki gegn fiutningi skrifstofunnar.
Sex manns starfa á skrifstofu jafn-
réttismála og segir Elsa að allir hafi
þeir látið í það skína að aðstæður
þeirra séu með þeim hætti að flutn-
ingur komi ekki til greina af þeirra
hálfu. Segir hún að hvað sig varði
persónulega þá sé ljóst að hún muni
ekki flytja með stofnuninni út á land.
Starfsfólk skrifstofunnar hefur
aftur á móti orðið sammála um að
beita sér ekki gegn ákvörðun um
flutning. „Ég hef hins vegar leyft
mér að tjá mínar skoðanir ef spurð,“
segir Elsa. „Ég tel þennan málaflokk
ekki með mjög sterka stöðu innan ís-
lenska stjórnkerfisins, og að það gæti
því þýtt að málaflokkurinn veiktist ef
skrifstofan yrði flutt út á land.“
Slíkt væri þó auðvitað ekki óhjá-
kvæmilegt, að mati Elsu, því vissu-
lega skipti máli hvemig að mála-
flokknum er búið og hvar Jafnrétt-
isstofan hefur aðsetur. Elsa segir það
hins vegar grundvallaratriði í sínum
huga að skrifstofa sem þessi, sem
fyrst og fremst beitir fræðslu og ráð-
gjöf í vinnu sem á að miða að því að
jafna rétt kynjanna, sé nærri hjarta
stjórnkerfisins.
Á Norðurlandi vestra hefur að
undanförnu verið rekin jafnréttisráð-
gjöf sem hluti af eins konar tilrauna-
verkefni á vegum félagsmálaráð-
herra. Elsa segir að í Ijósi þess áhuga
sem landsbyggðin hafi sýnt á því að
fá til sín Jafnréttisstofuna hljóti sú
spuming að vakna hvort ekki sé rétt
að stjórnvöld láti fara fram mat á
verkefninu á Norðurlandi vestra, og
ennfremur hvort ekki sé ástæða til að
setja niður fleiri slík verkefni á lands-
byggðinni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Beita þurfti klippum til að ná ökumanninum úr bifreiðinni en hann er
ekki talinn alvarlega slasaður.
Einn á slysadeild
eftir umferðarslys
UNGUR maður var fluttur á slysa-
deild eftir allharðan árekstur á
Reykjanesbraut á fimmtudagskvöld.
Slysið varð með þeim hætti að bifreið
sem var á leið suður Reykjanesbraut
var skyndilega ekið til hliðar, en öku-
maður hennar ætlaði sér að taka U-
beygju og snúa við. Skall þá bifreiðin
sem á eftir henni kom inn í hlið henn-
ar með þeim afleiðingum að ökumað-
urinn festist í bflnum. Kalla þurfti til
tækjabfl Slökkviliðsins í Reykjavík
til að losa manninn úr bílnum, en
hann er ekki talinn alvarlega slasað-
ur. Okumaður og farþegar hinnar
bifreiðarinnar sluppu ómeiddir.
Brotist inn í grunnskól-
ann á Sauðárkróki
TVEIR ungir piltar bratust inn í Ár-
skóla á Sauðárkróki aðfaranótt
fimmtudags. Meðal þess sem þeir
tóku vora myndbandsupptökuvél og
myndbandstæki auk þess sem þeir
bratu upp lyfjaskáp. Þýfið er komið í
leitimar og telst málið upplýst.
Að sögn lögreglunnar á Sauðár-
króki era innbrot í skólann býsna al-
geng en annar piltanna hafði áður
brotist þar inn. Mestur hluti þýfisins
fannst heima hjá piltunum en auk
þess fundust þar tæki til eiturlyfja-
neyslu og telur lögreglan ekki ólíklegt
að piltamir hafi ætlað að fjármagna
eiturlyfjakaup með sölu á þýfinu.
Nokkrar skemmdir urðu á skóla-
húsnæðinu þegar piltamir spenntu
upp hurðir og hirslur en auk þess
klipptu þeir á rafmagns- og hátalara-
snúrar. Lögreglan giskar á að tjónið
nemi nokkrum hundraðum þúsunda.
SUMARÚTSALA
Mikil verðlækkun
Borðstofusett, sófasett, skápar,
skenkar, klukkur, skatthol o.fl.
ANTIK GALLERY
Vegmúla 2, sími 588 8600.
VBM
Euro og Visa raðgreiðslur
Opið sunnudag kl. 12-16
Eldsvoði í Vesturbænum
Læstist úti og
maturinn brann
UM níuleytið í fyrrakvöld var til-
kynnt um eld í fjölbýlishúsi við
Meistarvelli í Reykjavík. Húsráð-
andi var við eldamennsku en þurfti
að fara út með raslið. Ekki vildi bet-
ur til en svo að hann læstist úti og
komst ekki aftur inn í íbúðina.
Brátt sá hann hvar reykur fór að
berast út um glugga íbúðarinnar og
kallaði til slökkvilið. Talsverðar
skemmdir urðu í eldhúsinu af völd-
um sóts og reyks auk þess sem
brjóta þurfti upp hurðina á íbúðinni
til að hægt væri að slökkva eldinn.
í fyrstu var talið að um mikinn eld
væri að ræða og var því talsvert lið
lögreglu og slökkviliðs sent á staðinn
en þegar í ljós kom að hann var
minni en menn héldu í fyrstu var
hluti þess kallaður til baka.
Tillaga að umhverfismati
Álver vid Reydarfjörð
Reyðarál hf. boðar til almenns fundar í Félagslundi á Reyðarfirði mánudaginn 19. júní,
kl. 20:00. Þar verður fjallað um byggingu álvers við Reyðarfjörð og kynnt tillaga að
áætlun um mat á umhverfisáhrifum.
Frummælendur verða fulltrúar Reyðaráls hf., Skipulagsstofnunar og verkefnisstjórnar
við mat á umhverfisáhrifum.
Almennur kynningarfundur um tillögu að umhverfismati álvers við Reyðarfjörð verður
einnig á Grand Hótel í Reykjavík, þriðjudaginn 20. júní, kl 16:00.
Austfirðingar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að fjölmenna á fundina og kynna
sér málið!
Reyðarál hf.