Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Áhöfn Islendings, f.v.: Herjólfur Bárðarson, Jóel Gunnarsson, Hörður Guðjónsson, Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri, Stefán Geir Gunnarsspn, Hörður Adolfsson, Pálmi Á. Magnússon og Ellen Ingvadóttir. Á myndina vantar Elías V. Jensson og hrafnana tvo. Reynslusigling um sundin blá VÍKINGASKIPIÐ íslendingur fór í stutta reynslusiglingu úti fyrir Reykjavíkurhöfn á fimmtudag. Vel viðraði til slíkr- ar siglingar því hlýtt var í veðri og glaða sólskin með léttum vindi að suðvestan. Eftir að hafa siglt frá landi fyr- irvélarafli var drepið á vélunum og áhöfnin reisti segl með örugg- um handtökum undir stjórn skip- stjórans, Gunnars Marels Egg- ertssonar. Tíu mínútum eftir að lagt var frá sigldi Islendingur seglum þöndum út úr höfninni. Islendingur heldur áleiðis til Vesturheims í dag, 17. júní. í áhöfn eru níu manns auk lukku- dýranna sem eru tveir ungir hrafnar. Flestir úr Eyjum í áhöfn íslendings eru þraut- þjálfaðir sjófarendur, flestir frá Vestmannaeyjum. Þeir hafa flestir þekkst frá unga aldri og þekkja því hver annan vel. ► Skipstjóri íslendings er Gunnar Marel Eggertsson. Hann fæddist í Vestmannaeyjum árið 1954 inn í þekkta ætt skipasmiða og lauk meistaraprófi í skipa- smíðum einungis 25 ára gamall. Gunnar var annar yfirmaður vík- ingaskipsins Gaiu sem sigldi yfir Atlantshafið árið 1991, en íslend- ing smíðaði hann sjálfur á árun- um 1994 til 1996. Aðrir í áhöfn íslendings eru: ► Jóel Gunnarsson, 46 ára Vestmannaeyingur. Hann hefur stundað sjómennsku frá 15 ára aldri og verið skipstjóri og stýri- maður á fjölda fiskiskipa. ► Herjólfur Bárðarson, 47 ára. Fæddur í Vestmannaeyjum og er meistari í skipasmíðum. ► Hörður Guðjónsson, 45 ára Vestmannaeyingur. Lærður vél- stjóri og með skipstjórnarrétt- indi. ► Stefán Geir Gunnarsson, 47 ára Vestmannaejdngur, lærður skipstjórnarmaður og tollvörður. Hefur unnið við sjómennsku lengst af, en einnig við lög- og tollgæslu. ► Elías V. Jensson, 46 ára gamall og fæddur í Vestmanna- eyjum. Hefur skipstjórnarrétt- indi og hefur unnið við sjó- mennsku í 30 ár. ► Ellen Ingvadóttir, fædd í Noregi fyrir 47 árum. Hefur unn- ið við fjölbreytileg störf en er vanur sjómaður og hefur skip- stjórnarréttindi. ► Pálmi Ásgeir Magnússon, 37 ára sjómaður frá Vestmannaeyj- um. Hefur verið fyrsti stýrimað- ur á aflafleyinu Gullbergi í tíu ár. ► Hörður Adolfsson, fimmtug- ur Vestmannaeyingur. Er lærður matreiðslumaður og mun verða kokkur um borð í íslendingi. Sala og notkun lyfja jókst verulega 1989-1999 Heildarlyfjakostn- aður samfélagsins 9,2 milljarðar í fyrra Lyfjasala á íslandi 1989-1999 9.000 milljónir króna 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 Meltingarf.lyf Blóðlyf n Hjarta-og æðalyf □ Húðlyf | Þvagfæralyf □ Hormónalyf n Sýkingalyf □ Æxlishemj. lyf 1 Vöðva-og beinalyf □ Tauga- og geðlyf □ Sníklalyf Q Öndunarfæralyf H Augn- og eyrnalyf Ýmis lyf oo-T-cMcoTrintor-coo cooooooooooo ooooooooooo SALA og notkun lyfja á íslandi hef- ur aukist stórlega ár frá ári á undan- förnum tíu árum. Á seinasta ári nam heildarkostnaður samfélagsins vegna lyfja 9.195 milljónum króna. Þar af voru útgjöld Tryggingastofn- unar ríflega 4,5 milljarðar og sjúkrahúsanna um einn milljarður kr. Á árinu 1998 var heildarlyfja- kostnaður á íslandi 8,2 milljarðar, 6,2 milljarðar á árinu 1995 og 4,4 milljarðar árið 1990, skv. tölum um söluverðmæti lyfja á verðlagi í lok hvers árs. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnu riti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Notkun lyfja á Islandi 1989 til 1999. Lyfjanotkun tvöfaldaðist í tilteknum lyfjaflokkum Uttektin sýnir einnig umtalsverða aukningu á notkun lyfja, eða um 38% á tíu ára tímabili í skilgreindum dagskömmtum. I tilteknum lyfja- flokkum hefur notkunin meira en tvöfaldast á seinasta áratug. í greinargerð heilbrigðisráðu- neytisins, sem fylgir úttektinni, seg- ir að sl. tíu ára tímabil allt frá 1989 einkennist af örri þróun í lyfjaiðn- aði, nýjum dýrari lyfjum og miklum framförum í meðferð sjúkra með lyfjum, sem samtímis hafi leitt til gríðarlegrar útgjaldaaukningar í samfélaginu í heild og hjá hinu opin- bera. „Þróunin hérlendis er sambæri- leg við það sem alls staðar hefur gerst í nálægum löndum,“ segir í greinargerð ráðuneytisins. Ný og dýrari lyf koma í sífellu inn á markaðinn Er þar jafnframt vakin athygli á að sífellt komi á markaðinn ný og dýrari lyf og á liðnu ári hafi helm- ingur þeirra lyfja sem neytt var hér á landi verið lyf sem fengu markaðs- leyfi hér á landi árið 1990 eða síðar. Söluverð þessara nýju lyfja er tæp- lega þrír fjórðu hlutar af heildarsöl- unni. Bent er á það í greinargerð ráðu- neytisins að ef ekki væri reynt að hamla gegn sjálfvirkri aukningu í lyfjakostnaði með margþættum að- gerðum ykist lyfjakostnaður hér á landi um 12-16% á ári, eins og í nágr annalöndunum. „Hér á landi hefur á undanförnum árum verið beitt hliðstæðum að- gerðum til að hamla gegn sjálfvirkri aukningu lyfjakostnaðar hins opin- bera og í nágrannalöndunum og er í þeim efnum einkum horft til að- gerða sem gripið hefur verið til ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þannig hefur [...] verið endurskoðuð álagn- ing lyfja í heildsölu og smásölu enda er innkaupsverð lyfja enn verulega hærra hér á landi en á öðrum Norð- urlöndum. Tekin verður upp mark- vissari stýring á greiðsluþátttöku ríkisins í nýjum lyfjum. Unnið er markvisst að gæðastýringu í lyfja- ávísunum með auknum upplýsing- um til lækna og fagfólks um virkni lyfja og lyfjakostnað," segir í grein- argerðinni. Sögusýning opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í dag Síminn Internet opnar nýtt vefsvæði Ætlað að varpa ljósi á þúsund ára kristni Morgunblaðið/Jim Smart Bjöm G. Bjömsson, hönnuður sögusýningarinnar Kristni í þúsund ár, hugar að munki við skrifpúlt á sýningunni. SÖGUSÝNINGIN Kristni í þúsund ár verður opnuð í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu klukkan 17:00 í dag. Sýningunni, sem er sam- starfsverkefni Kristnihátíðamefnd- ar, Þjóðskjalasafns íslands og Þjóð- menningarhússins, er ætlað að varpa ljósi á áhrif kristni á íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Að sögn Björns G. Björnssonar, hönnuðar sýningarinnar, er sýningin tvíþætt. Annars vegar gefur þar að líta gríðarstórt líkan af kristnitök- unni á Alþingi fyrir þúsund árum, og hins vegar er stiklað á stóru í gegn- um þúsund ára sögu kristninnar. Sá þáttur sýningarinnar er fyrst og fremst skjalasýning, en einnig gefur að líta uppstillingar á ýmsum stór- atburðum sögunnar sem og eftirlík- ingar af hversdagslífi fólks í gegnum aldirnar. Þannig er hinu sjónræna stillt upp við hlið hins ritaða máls til að sýningargestir geti kynnt sér samspil trúar og þjóðlífs í gegnum aldimar. Sýningin er á 300 fermetra rými á fyrstu hæð Þjóðmenningarhússins og er fyrsta sýningin á þessari hæð eftir viðamiklar endurbætur hússins. Sýningin mun standa í tvö ár. Notendur móta vefinn sjálfir SÍMINN Internet opnaði í gær nýstárlegt vefsvæði á slóðinni Hugi.is. Þetta er áhugamálavefur sem byggist á því að notendur taki sjálfir þátt í að velja það efni sem er að finna á vefnum. Notendur vefsins geta sent inn greinar og myndir um sitt áhugamál, auk þess sem þeir geta haft samskipti sín á milli, bæði á áhugamála- tengdum rásum og á spjallsíðum, fylgst með því hverjir eru inni á vefnum og skoðað heimasíður ann- arra notenda. Hugmyndin á bak við vefinn er að efninu sé ekki miðstýrt, þannig að fáir sjái um að skrifa fyrir marga, heldur sjái netsamfélagið um að viðhalda vefnum. Notendur fá stig fyrir þátttöku sína á vefn- um og iðnir notendur geta orðið leiðtogar sem felur meðal annars í sér að ekki þarf að samþykkja greinar sem þeir senda inn á vef- inn. Allir notendur fá eigin heima- síðu og póstfang og að auki síðu, þar sem þeir velja sjálfir, eftir áhugasviðum sínum, hvernig vef- urinn birtist þeim. Þar geta þeir meðal annars fengið upp fréttir tengdar áhugasviði sínu. A vefnum verður boðið upp á síður sem hafa tiltekin þemu eða áhugamál, en í byrjun verða þar meðal annars síður sem tengjast fljúgandi furðuhlutum og Formúlu 1 kappakstrinum. Ætlunin er að bæta við nýrri síðu í hverri viku, auk þess sem þeim fjölgar eftir því sem fleiri notendur með ólík áhugamál koma að vefsvæðinu. Hugi.is er smíðaður í samstarfi Símans Internet og Veflausa sím- ans en að baki síðunni liggur ein- hver flóknasta vefsmíði sem ráðist hefur verið í á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.