Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 40
40 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ég er bara að
breyta um áherslur
Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran
7 ~~
er að hætta hjá Operunni 1 Frankfurt til að
geta betur sinnt fjölskyldunni. Hún ræðir
við Súsönnu Svavarsdóttur um þessa stóru
--------------------------7-----------------
ákvörðun, drauma sína og Islensku óperuna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Rannveig Fríða Bragadóttir
Mezzósópransöngkonan Rann-
veig Fríða Bragadóttir gerir
yfírleitt stuttan stans þegar hún
kemur til landsins til að syngja á tón-
leikum og nú síðast þegar hún tók
þátt í Stórsöngvaraveislunni í Laug-
ardalshöll í lok Listahátíðar í Reykja-
vík. Stansinn var ekki nema þrír dag-
ar en nægði þó til þess að
Morgunblaðið náði að króa hana af í
viðtal til að forvitnast um hagi hennar
úti í hinum stóra heimi.
Rannveig Fríða hefur verið fast-
ráðin við Óperuna í Frankfurt síðast-
liðin þrjú ár, var áður við Vínaróper-
una í fjögur ár en segist núna ætla að
söðla um og vinna í lausamennsku.
Hún er búsett í Vín í Austurríki og
hefur þvi verið fjarri eiginmanninum
og sonunum tveimur, sex og átta ára.
Þegar Rannveig er spurð hvort hún
hræðist ekki óöryggið sem því fylgir
segist hún hafa verið í lausamennsku
á þeim árum sem hún var að eignast
synina, svo hún sé ekki alveg óund-
irbúin því sem koma skal. „Þá söng
ég mikið á tónleikum í Austurríki,
Belgíu og á íslandi," segir hún. „A
tímabili var ég farin að fljúga einu
sinni í mánuði til íslands og eftir
þetta tímabil fannst mér gott að fara
á samning í Frankfurt.“
í Frankfurt hefur Rannveig Fríða
sungið fjölda hlutverka, byrjaði á
Rosinu í Rakaranum frá Sevilla og
segir það hafa verið mjög skemmti-
legt vegna þess að aðalmótsöngvari
hennar var Gunnar Guðbjömsson.
„Við vissum ekkert hvort af öðru fyrr
en rétt áður en æfingar hófust og það
urðu vissulega fagnaðarfundir."
Fúlegg og æstir áhorfendur
En hvað er eftirminnilegast frá ár-
unum í Frankfurt?
„Það er nú svo ótal margt. Einni
uppfærslu mun ég þó aldrei gleyma.
Það var gamanóperan La Pericole
eftir Jacques Offenbach. Það var
leikhússtjóri Leikhússins í Frankfurt
sem setti hana upp en hann hafði
staðið í miklu rifrildi við gagnrýnend-
ur og blaðamenn. Hann var svo óvin-
sæll í borginni að það lá við að það
væri fleygt fúleggjum á sviðið í lokin.
í sýningunni var líka einn þekktasti
alþýðuleikari Þjóðverja frá því á ár-
um áður þegar hann var með vinsæl-
an sjónvarpsþátt. í sýningunni var
hann með kabarettískt innlegg í sýn-
inguna. En það gekk ekki alveg
snurðulaust fyrir sig, því áhorfendur
fóru að rífast við hann og síðan að ríf-
ast hver við annan úti í sal. Sýningin
fékk alveg ferlega dóma, að minnsta
kosti allir nema við söngvaramir. Við
sluppum með skrekkinn og þetta var
athyglisverð reynsla. Við vissum
reyndar fyrirfram að sýningunni yrði
ekki vel tekið en það var mjög sér-
stakt að upplifa þessi ósköp.“
I Frankfurt segist Rannveig Fríða
hafa sungið þvers og krass í gegnum
lýríska mezzófagið. „Þetta hefur ver-
ið mjög skemmtilegur og lærdóms-
ríkur tími og ég kynntist mörgum
góðum leikstjóram og leikuram sem
ég veit að ég á eftir að vinna meira
með í framtíðinni en það var mál að
hætta. Ég réð mig upphaflega bara
til tveggja ára en framlengdi svo
samninginn um ár og var ekki til í að
framlengja aftur.“
Ekki hægt að vera
móðir í fjarlægð
Þegar Rannveig ákvað að láta gott
heita í Frankfurt buðu önnur ópera-
hús henni fastan samning en hún
ákvað að sinna ekki slíku að sinni.
Þegar hún er spurð hvers vegna hún
hafí tekið ákvörðun um að hætta seg-
ir hún persónulegar ástæður fyrir
því.
„Það er búið að ráða tónlistarstjóra
sem leggur áherslu á ítölsku óper-
una. Fyrir okkur í lýrísku deildinni
þýðir það að það verða ekki nógu
mörg spennandi verkefni til að takast
á við. Að minnsta kosti ekki nógu
spennandi til að ég geti réttlætt það
fyrir mér að vera áfram í Frankfurt."
Þarftu að réttlæta það?
„Bæði og,“ segir Rannveig hugsi.
„Það má segja að maðurinn minn hafi
verið einstæður faðir í þijú ár og það
hefur gengið mjög vel hjá honum.
Auk þess að vera myndlistarmaður
er hann kennari og hann er mjög
hæfur í barnauppeldi. En það má
segja að ég hafi fengið að nýta mín
tækifæri og hann vill auðvitað fá að
nýta sín. Svo er bara ekki hægt að
vera móðir í fjarlægð. Það var auð-
vitað erfitt að taka þessa ákvörðun en
þar sem verkefnavalið sem er fram-
undan hjá Operanni í Frankfurt er
mér ekki í hag auðveldaði það
ákvörðunina.11
Eldri sonurinn, Philip Alexander,
er átta ára og hefur verið í skóla í tvö
ár, yngri sonurinn, Kristof Maria,
byrjar í skóla í haust. Þeir hafa verið í
heilsdagsskóla og í dagvist allan dag-
inn síðastliðin ár en Rannveig var
ekki tilbúin til að láta uppeldi son-
anna af hendi í slíkum mæli.
„Það var stundum óþægilegt að
koma heim í fríum,“ segir hún.
„Strákarnir vora alltaf í mjög góðu
jafnvægi þegar þeir voru einir heima
með pabba sínum en um leið og ég
kom heim komust þeir úr jafnvægi.
Þá bratust konfliktamir út og vöktu
mig rækilega til umhugsunar um for-
gangsröðun. Það eru mörg dæmi
þess í gegnum tíðina að söngkonur
hafi jafnvel hætt í langan tíma að
syngja til að geta annast uppeldi
barna sinna. Ég vissi að ég yrði að
hugsa málið mjög gaumgæfilega.
Það eru forréttindi að vera kona og
fá að ganga með böm og fjölskyldan
mín er það dýrmætasta sem ég á. Það
er ekkert þess virði að fóma henni
fyrir það og ég hef séð svo mörg
dæmi um söngvara og hljóðfæraleik-
ara sem eru famir að eldast og sitja
einmana og bitrir eftir að hafa fórnað
öllu fyrir ferilinn. Ég get ekki hugsað
mér slíka framtíðarsýn.
Búin að svala vissri þrá
Það var ekki alltaf jafn skemmti-
legt að vera ein í framandi borg,
fjarri fjölskyldunni. Það var vissu-
lega gott að geta starfað í friði og ró,
en oftar en ekki fann ég til tómleika
og stundum sat ég í leikhúsinu öll
kvöld vegna þess að mig langaði ekki
til að vera ein, sem var auðvitað lær-
dómsríkt um leið.
Núna gerþekki ég það líf sem fylg-
ir því að elta framann og kosturinn
sem ég bý við þegar ég sný heim er sá
að ég er búin að svala vissri þrá og því
finnst mér ég geta svalað móðurþörf-
inni betur.“
En þetta er mjög afgerandi
ákvörðun?
„Já, en það var einkum eitt sem
hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun.
Tengdafaðir minn dó í fyrra og ég
fór til Austurríkis til að vera viðstödd
jarðarförina hans. Hún var mikil
reynsla fyrir mig. Síðustu árin hef ég
misst af svo mörgum afmælum, jól-
um, páskum og öðram hátíðum í fjöl-
skyldunni og það var bara eðlilegur
hluti af mínu lífi. En jarðarförin hans
fór fram í litlum bæ úti á landi, þar
sem tengdafaðir minn hafði verið
kaupmaður.
Þótt hann hefði verið á eftirlaunum
í tuttugu ár komu svo óskaplega
margir í jarðarforina hans og það
vora allir svo snortnir yfir því að hafa
fengið að kynnast honum.
Því laust niður í huga mér að það
merkilegasta sem maður geti gefið
sjálfum sér og öðram í hfinu sé tími
og gæði í samskiptum."
En þú hlýtur að hafa vitað það fyr-
ir.
„Ég hugsaði aldrei um það. Ég er
alin upp á íslandi og veistu, það er
ætlast til svo mikils af íslenskum kon-
um að þær vita kannski oft ekki sjálf-
ar hvað þær vilja, hvert hlutverk
þeirra er og hvað þær geta leyft sér
þegar kemur að því að velja stefnu
fyrir eigið líf. Ég vil segja við kyn-
systur mínar á Islandi: Látið ekki
taka tímann með börnunum frá ykk-
ur!
Við konur þurfum
að gíra okkur niður
Það er yndislegt að gefa af sér á
leiksviði en í dag segi ég: Við konur
þurfum að gíra okkur niður. Ég er
ekkert að segja konum að fara aftur
inn á heimilin, heldur að reyna frekar
að finna leið til að njóta sín án þess að
fórna heimilinu. Sjálfsímynd og
sjálfsvirðing er að mínu áliti of mikið
bundin við starfið og starfsframann.
Ég er mjög heppin. Ég er mjög vel
gift, manni sem er sérfræðingur í að
meðhöndla böm, en ef ég kenni son-
um mínum ekki mín lífsgildi núna,
get ég engin áhrif haft á það sem ger-
ist þegar þeir komast á unglingsárin.
Ef ég tek þá áhættu að missa þá lausa
niður í bæ í Vín á unglingsárunum
jafngildir það því að fara með þá í
dýragarðinn og sleppa þeim inn í
ljónabúrið. Það era forréttindi að
eyða tímanum meö bömunum sínum.
Það er staðreynd sem oft er litið
framhjá."
Hvað með rétt kvenna til að njóta
hæfileika sinna í námi og starfi?
„Ég er sammála því að það séu
sjálfsögð mannréttindi - en ég er
ekki til í að fóma réttinum til að njóta
barnanna minna. Ég hlakka svo til að
geta farið á fætur á morgnana, tekið í
höndina á htla kútnum mínum og leitt
hann í skólann."
En ekki leggurðu sönginn á hill-
una? „Nei, alls ekki, ég er bara að
breyta um áherslur - og vinna
kannski við það sem mig langar
meira til að gera. Mig langar til dæm-
is til að halda áfram að vinna með
Gerrit Schuil og taka upp með honum
annan disk. Mig langar ekki til að
vinna rútínuvinnu í stóra óperuhúsi
og gæti frekar sætt mig við að vinna í
litlu óperahúsi með áhugaverðu fólki.
Mig langar til að halda utan um ljóða-
sönginn, jafnvel kynna íslenska tón-
list meira á erlendri grund."
Samvinnan við Gerrit Schuil
Rannveig Fríða söng síðast í óperu
hér heima í febrúar síðastliðnum þeg-
ar hún söng titilhlutverkið í óperanni
Lucretiu eftir Britten. „Ég fór í óv-
issuferð með Gerrit og það var vel
þess virði,“ segir hún og bætir við eft-
ir smáumhugsun: „Það var mér mikið
áfall þegar Gerrit hætti hjá íslensku
óperanni. Sumir myndu segja að það
hefði verið eðlilegt þegar Gerrit setti
upp Lucretiu að ég syngi titil-
hlutverkið, aðrir myndu segja að
þetta væri klíkuskapur vegna náinn-
ar vináttu okkar síðastliðin ár. En
sannleikurinn er sá að samvinna
okkar Genits varð ekki til fyrir vin-
skap, heldur með því að hann hringdi
í mig einn góðan veðurdag og bað mig
að syngja á glæsilegri Schuberthátíð
sem hann hélt í janúar 1997. Við héld-
um saman tónleika með Schubert-
sönglögum, sem verða alla mína ævi
með mínum dýrmætustu stundum
sem tónlistarmaður.
Eftir þessa tónleika fengum við til-
boð um að gera geisladisk með sama
efni og síðan höfum við unnið þrenna
ljóðatónleika saman. Ut úr þessari
samvinnu hefur að sjálfsögu orðið til
mjög sterkt og gott vinasamband. Ég
ber ótakmarkað traust til Gerrits
sem tónlistarmanns. Hann hefur
mikla þekkingu á tónlistarvali og
mikla þekkingu á söng og söngvur-
um, auk þess að vera frábær tónlist-
armaður.
Mér fannst því mjög stórt og
ánægjulegt skref stigið þegar hann
tók við sem listrænn stjómandi Is-
lensku óperunnar og það var ekki
vegna minna eigin hagsmuna. Á þeim
tíma átti önnur söngkona að syngja
Lucretiu og ég var mjög sátt við það.
En svo afþakkaði hann hlutverkið og
Gerrit hringdi í mig með fremur htl-
um fyrirvara og spurði hvort ég væri
til í að syngja Lucretiu. Ég sagði það
sem ég hefði ekki sagt við neinn ann-
an: „Ef þú heldur að það henti mér er
ég tilbúin til að gera það. En þú verð-
ur að vera alveg viss, að öðram kosti
gerir þú hvorki mér, þér né Islensku
óperanni greiða.“
Útfararstofnun helsti vinnuveit-
andi söngvara á Islandi
„Mér fannst Gerrit blása h'fi í ís-
lensku óperuna í vetur. Hann var
ekki búinn að vera þar nema í mánuð
þegar hann hafði skipulagt kammer-
óperu með Signýju Sæmundsdóttur,
tónleika í október og desember og
þessa ópera Brittens.
Ég þekki mjög vel þau plön sem
hann hafði fyrir framtíðina og ég
harma það að hann skuli ekki hafa
fengið tækifæri til að framfylgja
þeim. Mér finnst Islenska óperan
vera í vanda. Hún hefur átt erfitt
uppdráttar undanfarið.
Stærsti vandi Islensku óperunnar
er að mínu mati húsakosturinn. Flóra
íslenskra söngvara er orðin mjög fjöl-
breytt. Hún hefur breyst svo mikið á
síðastliðnum tíu áram. Við eigum
orðið mikinn fjölda af íslenskum at-
vinnusöngvuram, mun fleiri en nokk-
urn tímann áður. Og hvar er þetta
fólk? Það er í útlöndum, starfandi við
mörg þekktustu óperuhús í Evrópu.
Hver er svo aðalatvinnurekandi ís-
lenskra söngvara sem starfa á Is-
landi? Útfararstofnun.
Islenskir söngvarar eiga engan
samastað á Islandi og Islenska óper-
an er ekki samnefnari fyrir íslenska
atvinnusöngvara. Operahús er ekki
fyrirtæki.
Það er listastofnun; það er
menntastofnun. Til að koma Islensku
óperunni upp úr þeirri lægð sem ég
tel hana vera í þarf mjög klóka Ust-
ræna stjórnun. Til að blása lífi í svona
listastofnun þarf mann sem gerþekk-
ir viðfangsefnið. Það er stór munur á
því að stjórna óperahúsi og leikhúsi
annars vegar og listahátíð hins vegar.
Það er svipaður munur og á því og að
kaupa tilbúna hluti í verslun sem
maður rekur og að selja þar eigin
hönnun.
Óperan má aldrei snúast
um flottheit og uppákomur
Ég lít svo á að Gerrit hafi haft allt
til að bera til að gefa svona húsi
prófíl. Það era svo óskaplega margir
þættir í starfsemi svona húss sem
fólk sér engan veginn fyiir. Þá er ég
bara að tala um listrænu hliðina.
Starfsemi óperuhúss þarf að skipu-
leggja fram í fingurgóma að minnsta
kosti tvö ár fram í tímann. Ef ætlunin
er að fá íslenska söngvara - sem
áhorfendur eiga rétt á - þá era þeir
flestir starfandi erlendis og því þarf
að skipuleggja langt fram í tímann,
a.m.k. tvö ár, því það eru kannski
ekki nema einn eða tveir söngvarar
sem passa inn í hvert hlutverk. Það
er einmitt þetta sem oft hefur strand-
að á hér, hver sem ástæðan kann að
vera.
Ég vildi óska þess að íslenska
óperan fengi listrænan stjómanda
sem við getum treyst og erum tilbúin
til að fara í óvissuferð með. Óperan
má aldrei falla í þá gryfju að snúast
um flottheit og uppákomur. Óperan
er fyrst og fremst leikhús. Ég sá að
minnsta kosti eina uppfærslu í Þjóð-
leikhúsinu í vetur, Krítarhringinn,
sem mér fannst frábær uppfærsla og
dæmi um þau gæði sem ég vil sjá hjá
íslensku óperanni.
Vonbrigði með
viðbrögð kolleganna
Ég veit að þetta er skoðun margra
en það sem olli mér mestum von-
brigðum við fráhvarf Gerrits frá Is-
lensku óperanni vora viðbrögð
kollega minna sem starfa hér heima.
Þeir hafa sennilega ekki þor til að
taka afstöðu.
Mér finnst dapurlegt að það skuli
sitja svo mikið í fyrin-úmi að fá að
syngja að það sé sama með hverjum,
undir hvaða kringumstæðum og fyrir
hvaða smáupphæð sem er. Ég man
að það var einu sinni ráðist harkalega
að Kristjáni Jóhannssyni fyrir launa-
kröfur og til að byija með fannst mér,
eins og öðrum, að hann gæti alveg
slegið af kröfum sínum fyrir íslenska
áhorfendur. En í dag er ég honum
þakklát vegna þess að hann náði með
þessu að benda íslenskum ráðamönn-
um á það hver eru laun toppsöngvara
erlendis. Hann hefur riðið á vaðið fyr-
ir okkur hin vegna þess að við eram
öll brennd því marki að sætta okkur
aðeins við hluta af því sem við fáum
erlendis þegar við komum heim til að
syngja.“
Hvað heldurðu með Islensku óper-
una?
„Það liggur í hlutarins eðli að ég
ber hag íslensku óperannar fyrii-
brjósti, en tíminn einn mun Ieiða í ljós
hvort ákvarðanir sem teknar hafa
verið séu réttar. Mistök gætu reynst
dýrkeypt.“