Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 53
i : 1 MORGUNBLAÐIÐ Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýnum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi þó að sögur af honum kunni að eiga sér einhvern tilgang. indarannsóknir benda til tilvistar drauga. Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með missýnum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi þó að sögur af honum kunni að eiga sér einhvern tilgang. Til þess að sýna að eitthvað sé til þarf í raun aðeins eitt einstakt og óvéfengjanlegt tilvik. En það er snúnara að staðfesta að eitt- hvað sé örugglega ekki til. Þegar Evrópumenn tóku, í lok miðalda, að sigla um hnöttinn og kanna ókunn lönd sögðu þeir, þeg- ar heim var komið, frá ýmsum kynjaskepnum sem þeir kváðust hafa séð I ferðum sínum. Þeir sögðu meðal annars frá þeirri fögru skepnu, einhyrningi, eins konar hvítum hesti með snúið horn þráðbeint upp úr enninu. Sögurnar komust á prent, málaðar voru myndir af einhyrningum og skepnan var í miklum metum. Duft af horni skepnunnar var nauðsynlegt í margar uppskriftir seiðkarla og undralækna. Harla margir kváðust eiga slík horn, og höfðu jafnvel til sýnis. Nú er ekki lengur getið um ein- hyrninga í vísindabókum, nema þá kannski meðal heimspekinga sem taka þá sem dæmi um það að fyr- irbæri þarf ekki að vera til þó að til sé orð yfir það, og jafnvel þó tilvist þess sé rökstudd með sögu- sögnum af ýmsum toga. Enda er ekki lengur til að dreifa neinum sögum af einhyrningum sem sann- færa náttúrufrasðinga. En ekki er þar með sagt að þeir séu örugglega ekki til. Kannski, kannski er falinn dalur einhvers staðar í ókönnuðu fjalllendi þar sem einhyrningar spranga um frjálsir og fagrir. Og kannski er einhvers staðar pláneta sem er sérstakur griðastaður einhyrn- inga, og þangað hafa allir einhyrn- ingar af jörðinni verið fluttir af því að guðir á geimförum sáu að þeim var ekki lengur vært á jörð- inni. Kannski, kannski - en harla er það nú ólíklegt. Það er nefni- lega ekkert sem bendir til tilvistar þeirra nema óstaðfestar sögur. En það er í sjálfu sér ekki hægt að útiloka algerlega að einhver sann- leikur felist í slíkum kynjasögum. Draugar eru dálítið svipaðir. í öllum þekktum samfélögum fer sögum af því að látnir geri vart við sig í mannheimum með ein- hverjum hætti. Mikilfenglegastar eru lýsingar af öndum sem birtast hálfgagnsæir og jafnvel mælandi, eins og Shakespeare segir frá í Macbeth, en vel þekktir eru líka íslenskir draugar sem troða ill- sakir við menn, berjast við þá og vinna þeim mein. Jón Hreggvið- sson þarf að kljást við slíkar skepnur í íslandsklukku Halldórs Laxness. Daufastir virðast draug- ar sem ekki hafa snarpari nær- veru en svo að einstaka mann- eskja þykist heyra þrusk eða týna amþoðum þar sem þeir eru nærri. Þjóðfræðingar og dulsálfræðingar hafa kannað hve algengt sé að fólk telji sig finna fyrir nærveru lát- inna. Svo er að sjá að Islendingar láti síst hlut sinn í samanburði við aðrar þjóðir þegar kemur að því að kannast við drauga í umhverfi sínu. En allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum, þar sem mistrúverðugir sögumenn segja frá upplifunum sínum. Og því er eins farið með draugasögur og svo margt annað sem fólk kallar dulrænt, að þær hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Kjörlendi drauga er meðal trúgjarnra manna í rökkri. Nokk- ur einangrun frá umhverfi og kvíði virðast einnig stuðla að því að þeir birtist. En þegar vísinda- menn mæta, efagjarnir með kast- ljós, heimta að fyrirbærin geri vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi er eins og draugar verði miklu daufari í dálkinn. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til tilvist- ar drauga. En er þá 100% öruggt að þeir séu ekki til? Langflestir hallast að því að draugagang megi skýra með mis- sýningum og oftúlkunum og blekkingum af ýmsu tagi. En fáir neita því þó að sú menning sem fólk elst upp við beinir sjónum þess í ýmsar slíkar áttir, og í sum- um samfélögum er það á mörkum lækninga, íþrótta og trúar að magna upp drauga meðal trú- gjarnra þannig að eftir sé tekið. Draugagangur kann í þeim skiln- ingi að eiga sér einhvern tilgang. En engum sögum fer af draugum sem náttúrufyrirbærum sem eiga sér staðfesta tilvist. En kannski eru draugar bara þannig að þeir stökkva frá þegar kastljós vísinda beinist að þeim. Kannski eru vísindalegar aðferðir svona groddalegar. Kannski eru draugarnir allir að fela sig í dul- heimum en stökkva til og leita á sálarlíf mannanna þegar dimmir. Kannski, kannski! En ekkert nema endalausar atvikasögur benda til þess. Atvikasögur einar sér nægja ekki í náttúruvísindum - hvorki af draugum né einhyrningum. Sigurður Júlíus Grétarsson, dósent í sálfræði við Háskóla íslands. LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 53 Viltu vera í góðu formi? Sumarið er komið! Snyrtistofan Mærin, Bæjarlind 1-3, Kópavogi, simi 554 7887. Strata 3.2.1. rafnudd 20 tvöfaldir tímar kr. 15.000 10 tvöfaldir tímar kr. 8.500 10 einfaldir timar kr. 6.500 Frír prufutími Við breytum uppáhaldsljósmyndinni þinni ífallega krosssaumsmynd ❖ Handunnið ❖ Verð 75.000 kr. ❖ Stærðir um 20 x 20 sm ❖ Afhendingartími um 4 mán. Ef þú hefur áhuga sendu þá Ijósmyndina þína til: ❖ APARTADO DE CORREOS NO. 323 ❖ 08080 Barcelona, Spánn. Mundu að skrifa nafn þitt og heimilisfang svo við getum sent þér myndina þegar hún er tilbúin. Gerðu vel við barnið þitt sem Skróning er hafin á sex vikna barna- og unglinganámskeið hefjast vikuna 19. til 23. jání. Stelpur og strákar sér. Barna og unglinganámskeiðin í Heilsugarði Gauja litla og World Class eru ætluð börnum sem eiga við offitu að stríða. Unnið er náið með foreldrum sem fá fræðslu og viðtal hjá næringarráðgjafa auk viðbótarfræðslu hjá lækni. Námskeiö sem skilar góöum ran8n,eYKursiái.straus‘ oglíisgleöibarns.n^' Takmartcafluri|olb.t>»tt ^endagerirnflmskeifl persflnulegt og ahrrtankara. Dagskráin er fjölbreytt, með skemtilegum nýjungum og uppákomum t.d. Tae Bo, sund, ganga, yogo, og m.f.r. WorldClass 1 Heilsu?arður Gauja litla REYKJAVÍK Skráning í síma: 896 1298 Hh Heklu í bakgrunni sjást mjög vel. Innan víð Fljótshlíðina eru Þórólfs- fell, Tindfjöll og Tindfjallajökull. Þá tekur við svæðið á gönguleiðinni á milli Landmannalauga og Þórs- merkur. Þar heita Almenningar og Emstrur. Eyjafjallajökull blasir við í austri. Niður af fjallinu er best að fara svipaða leið en niður á láglendi ætlum við hins vegar aðra leið heldur en við komum upp. Við göngum nú beint í norður meðfram Illagili og förum fljótlega yfir það. Það er ekki um svo marga staði að ræða og eftir því sem norðar dreg- ur er það alveg ófært. Þá erum við komin inn á Hrossavallaheiði. Síð- an er gengið norður eftir heiðinni með Illagil á vinstri hönd og að síð- ustu haldið niður Nónhnúk og nið- ur í Merkurnes. Þegar horft er í norður af Nónhnúk er Selgil á hægri hönd og Merkurker á vinstri hönd sem jafnframt er endirinn á lllagili. Þó svo að hér hafi verið val- ið að ganga frá Syðstu-Mörk má al- veg eins byrja gönguna úr Merkur- nesinu. Slíkt verða menn að ákveða hverju sinni. Þar ráða veður og vindar miklu sem og tilfinning göngumannsins fyrir landslaginu. Höfundur er stjórnnrmuðurog- famrstjóri hjá Ferðafélagi íslands. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette ur.is Mánudaginn 27. júlí 1964 landaði Stefán Jón Hafstein fyrsta laxi sínum. Frændi hans, Jakob V. Hafstein, hafði heitið því að koma veiðibakteríunni í drenginn og setti í þennan lax með Sweep no. 8 í þeim tilgangi. Ætlunarverkið tókst. Nú, í dag, 17. júní árið 2000, opnar Stefán Jón Hafstein útgáfii um fluguveiðar á Veraldarvefnum. Þar er að finna íjölbreytt safn af sög- um, heilræðum og annars konar fróðleik og skemmtun fyrir flugu- veiðimenn. Gefið verður út vikulegt fréttabréf, sem sent verður með tölvupósti til áskrifenda. Sagan, sem hófst 27. júlí 1964, er enn án enda. Allir veiðimenn eru hér með boðnir að njóta fróðleiks og skemmtunar á slóðinni flugur.is Stefán Jón Hafstein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.