Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný dráttarbraut í slipp Stálsraiðjunnar getur tekið þrjú skip í einu þannig að nú er hægt að vinna við fjögur skip í sömu andrá í stað eins áður. Kaffeini ekki bætt í drykki vegna bragðsins BALDVIN Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá Sól-Víkingi, segir það alveg ljóst að kaffeini sé ekki bætt í orku- drykki vegna bragðsins. Verið sé að sækjast eftir áhrifunum. Hreint kof- fein sé nefnilega nánast bragðlaust. Baldvin segir það fráleitt að framleið- endur gosdrykkja hér á landi laumi kaffeini í drykki, eins og bandarísk læknasamtök telja að þarlendir fram- leiðendur geri samkvæmt frétt Morg- unblaðsins s.l. þriðjudag. í fréttinni eru kynntar niðurstöður bandarísks læknis sem telur að koff- eini sé bætt við í gosdrykki til að fá fólk til að ánetjast þeim. „Ég þekki þetta ekki í Bandaríkjunum en finnst reyndar það sem haft er eftir banda- ríska lækninum, Roland Griffiths, bera merki um athyglissýki í fjölmið- lum af verstu bandarísku gerð. Það er reyndar líka hæpið að byggja mikið á könnun sem gerð er á 25 manns.“ Undir þetta tekur Amar Haukur Ottesen, markaðsstjóri hjá Agli Skallagrímssyni. Hann segir einnig hæpið að setja níkótín í sígarettum í sama samhengi og kaffein í drykkj- um. „Það hefur engin rannsókn sýnt að það sé lífshættulegt að drekka koffein." I máli Magnúsar Jóhannssonar læknis, í fréttinni á þriðjudag, koma fram áhyggjur hans af neyslu orku- drykkja, sem innihalda kaffein, eink- um meðal yngri aldurshópa. Elín Guðmundsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins, segir að þar á bæ hafi verið tekið eftir greinilegri aukningu á innflutningi á orkudrykkjum. Einnig segir hún að innflytjendur orkudrykkja hafi oft beðið um leyfi til að flytja inn drykki sem innihalda meira magn af kaffeini en 135 mg á lítra sem er það magn sem leyft er hér á landi. „Við höfum engar undantekningar gert á þessari reglu. Það er hins vegar ekki sam- ræmd stefna í Evrópu um leyfilegt magn kaffeins í drykkjum og því selja sum lönd í Evrópu drykki sem inni- halda allt að 320 mgr á h'tra af koff- eini. Þessa drykki er einnig hægt að fá í Bandaríkjunum. Við höfum hins vegar haldið okkur á svipuðu róli og hins Norðurlöndin." Samkvæmt skilgreiningum er kaff- ein ekki aukaefni, enda til í náttúm- legum afurðum. Það er hins vegar leyft að blanda því í gosdrykki, sem bragðefni allt að 135 mg/1. Þetta era sömu viðmiðanir og Svíar og Finnar hafa en viðmiðun Dana og Norð- manna er eilítið hærri. Svíar og Finn- ar hafa hins vegar gert undantekn- ingar þegar um orkudrykki er að ræða og leyft íblöndun allt að 320 mg/1 að því tilskildu að vamaðarmerking fylgi. Engin viðmiðunarmörk era um innihald kaffeins í afurðum jurta sem innihalda náttúralegt kaffein, eins og kaffi, te og súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum Hollustu- vemdar vora viðmiðunarmörkin hér á landi tekin til skoðunar fyrii- tveim- ur árum. Þá komst Lyfjanefnd að þeirri niðurstöðu að koffeininnihald yfir 135 mg/1 teldist lyf. Vegna þessa hefur Hollustuvemd ekki falhst á meira magn kaffeins í drykkjum. Það hefur verið gagnrýnt að orku- drykkjum sé beint að bömum og unglingum. Elín segir að ekki hafi verið rannsakað sérstaklega hér á landi hvar neysla orkudrykkja lendi en hennar tilfinning sé að kaffein í orkudrykkjum bætist ekki við kaff- einneyslu kaffidrykkjufólks. „Þetta hefur ekki verið rannsakað en mér sýnist að orkudrykkir hafi annan markhóp en kaffið." Óvönduð umræða um orkudrykki Baldvin hjá Sól-Víkingi segir um- ræðu um orkudrykki hafa verið afar óvandaða hér á landi til þessa. Ekki síst hafi fagfólk eins og næringar- fræðingar leitt umræður á villigötur. Baldvin segir orkudrykki mjög mis- munandi að gæðum. Góðir orku- drykkir geti sannarlega komið í góðar þarfir undir vissum kringumstæðum, eins og í langtímakeyrslu og í próf- lestri. „Það hefur allt sína kosti og galla og það er sama gildir um orkudrykki sem eins og allt annað era slæmir í óhófi. En magnið af koffeini í orku- drykkjum er ekki meira en svo að hver venjulegur heilbrigður einstakl- ingurþolirþað. Baldvin segir orkudrykki vitaskuld ekki ætlaða bömum og unglingum. Það fari eftir líkamlegum þroska ein- staklinga hvenær þeim sé óhætt að neita orkudrykkja. Baldvin segir að því miður hafi ekki allir hagað sér jafnvel í markaðssetningu á orku- drykkjum en hans fyrirtæki hafi lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir neyslu bama og unglinga með því að setja viðvöranartexta á orkudrykkinn Batterí. Arnar Haukur segii- aðalmarkhóp orkudrykksins Egils orku vera karl- menn á aldrinum 18 tíl 25 ára. Aldrei hafi verið ætlunin að beina þeim að unglingum. „Við mátum það hins veg- ar svo að það myndi gera drykkinn meira spennandi ef við settum á hann viðvöran og gerðum það því ekki. En við eram ekki að bijóta neinar reglur með framleiðslu drykksins því við fylgjum innihaldsreglum Hollustu- verndar.“ Ný drátt- arbraut í slippnum Tekur þrjú skip í einu STÁLSMIÐJAN hf. í Reykjavík hef- ur tekið nýja dráttarbraut í notkun samhliða þeirri, er fyrir vai-. Að sögn Valgeirs Hallvarðssonar fram- kvæmdastjóra getur nýja brautin tekið þrjú skip í einu, fi’á minnstu bátum upp í 1.200-1.500 tonna skip. Sú gamla er öflugri og getur tekið 2.200 tonna skip en einungis eitt í einu. Aukning verkefna er því fyrirsjá- anleg með tilkomu nýju brautarinn- ar. Áður þurfti iðulega að vísa verk- efnum frá vegna skorts á upptöku- getu. „Þetta auðveldar okkur að mörgu leyti að taka langtímaverk- efni. Við höfum oft átt í erfiðleikum með að binda dráttarbrautir undir slík verkefni í lengri tíma en þetta auðveldar það,“ sagði Valgeir. Hann segir að með tilkomu nýju brautarinnar muni vinnutími starfs- manna nýtast betm-. Áður hafi það t.d. getað gerst að eitt eða jafnvel tvö verkefni hafi verið í vinnslu, þeim hafi báðum verið lokið sama dag og þá hafi starfsmenn þurft að bíða eftir næsta verki. Það hafi sem sagt mynd- ast dauðir tímar. Með nýju brautinni á að vera hægt að tryggja að næg verkefni séu fyrir hendi fyrir menn að ganga inn í. Nú getur fyrh’tækið einnig farið að sinna litlu skipunum, trébátum og slíku, að sögn Valgeirs. Uppsetning hreinsistöðvar við álver í Noregi Fyrirtækið fær ekki aðeins verk- efni við skipasmíðar erlendis frá. Að sögn Valgeirs er Stálsmiðjan nýbúin að gera samning um uppsetningu á hreinsistöð við álver í Noregi. Leitað var eftír tilboði frá Stálsmiðjunni og var þvi tekið þrátt fyrir að það hafi verið þriðja lægsta tilboðið í verkið. Tvö lægstu tilboðin komu frá portú- gölsku og norsku fyrirtæki. .Ástæðan fyrir því að til okkar var leitað er sú að við höfum unnið mjög hliðstæð verkefni þrisvar sinnum áð- ur, bæði hjá ÍSAL og Norðuráli. Það er farið að fréttast að við gerum þetta vel og eram fljótir að því og nú er ver- ið að gera tilboð í aðra svona stöð í Noregi," sagði Valgeir. Samningurinn hljóðar upp á 80- 100 milljónir króna og á verkinu að ljúka næsta vor. Stálsmiðjan hefur ráðið norska undirverktaka til að sinna þessu verkefni en héðan verða sendir tæknimenn og verkstjórar. Greinargerð borgarlögmanns vegna fyrirætlana Orkuveitu Reykjavíkur Stofna þarf sérstakt félag um bestu kjör til viðskiptavina BORGARLÖGMAÐUR telur að Orkuveita Reykjavíkur þurfi að stofna sérstakt fyrirtæki hyggist fyrirtækið afla viðskiptavinum sín- um bestu kjara á margvíslegri vöra og þjónustu en stjórn þess sam- þykkti í síðasta mánuði að leita leiða til þess. Jafnframt þurfi að gæta að fjárhagslegum aðskilnaði slíkrar starfsemi og þeirrar starf- semi fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar samkvæmt lögum. I júlí sl. samþykkti stjórn Orku- veitunnar tillögu þess efnis að kanna skyldi hvort unnt væri að ná samningum við fyrirtæki um sértil- boð til viðskiptavina orkuveitunnar gegn því að vörar yrðu kynntar í reglulegum útsendingum fyrirtæk- isins til viðskiptamanna sinna og greiðslan innheimt í gegnum inn- heimtukerfi þess. Ennfremur hvort beita mætti útboðum til að ná hag- kvæmustu kjöram á vöra og þjón- ustu við viðskiptavini orkuveitunn- ar, svo sem á sviði fjarskipta, og nýta þannig markaðsstöðu og inn- heimtukerfi fyrirtækisins til að auðvelda nýjum og smærri fyrir- tækjum aðgang að markaðnum og örva með því frjálsa samkeppni. í framhaldi af þessu óskaði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi eftir því að Hjörleifur B. Kvar- an borgarlögmaður gæfi álit sitt á því hvort þessi áform væra í sam- ræmi við reglugerð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og samkeppnislög. Gert ráð fyrir annarri starfsemi í greinargerð borgarlögmanns sem lögð var fyrir borgarráð á þriðjudag segir að í reglugerð um Orkuveitu Reykjavíkur sé gert ráð fyrir að orkuveitan geti haft með höndum aðra starfsemi en þá sem tengist beinlínis rekstri rafveitu og hitaveitu en hin nýju viðfangsefni orkuveitunnar falli þó væntanlega ekki innan heimildar 1. greinar reglugerðarinnar. Hins vegar sé Orkuveitunni heimilt að eiga önnur fyrirtæki að öllu leyti eða með öðr- um, þ.m.t. hlutafélög, til að vinna að framgangi verkefna sem tengd eru starfssviði félagsins, eins og raunin sé um þátttöku orkuveit- unnar í Línu.Neti hf. Þá bendir borgarlögmaður á að samkvæmt ákvæði 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar skuli þess gætt við rekstur orkuveitunnar að sam- keppnisrekstur sé ekki niður- greiddur af þeirri starfsemi sem nýtur einkaréttar eða verndar. „Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða mín að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki heimild til rekstrar hinna nýju viðfangsefna innan starfsemi sinnar. Samkvæmt nýgildandi reglugerð hefur Orku- veitan hins vegar heimild til þess að stofna fyrirtæki um fyrirhuguð verkefni,“ segir í greinargerð borg- arlögmanns. Skilyrði samkeppnislaga Þá segist borgarlögmaður ekki telja að séð verði að hin nýju við- fangsefni brytu £ bága við sam- keppnislög, svo framarlega sem skilyrði laganna yrðu uppfyllt, einkum 17. gr. og 2. mgr. 14. gr. I síðari greininni er fjallað um fjár- hagslegan aðskilnað þannig að samkeppnisrekstur sé ekki niður- greiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar. í 17. grein samkeppnislaga segir að sam- keppnisráð geti gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni. „Erfitt er að fullyrða með vissu hvort fyrirhuguð starf- semi Orkuveitunnar bryti í bága við 17. gr. samkeppnislaga á því upphafsstigi sem hugmyndin er,“ segir í greinargerð borgarlög- manns. „Ljóst er að Orkuveitan hefur markaðsráðandi stöðu á núverandi starfsemi sinni. Hin nýju viðfangs- efni era hins vegar óskyld núver- andi starfsemi en lúta einkum að því að nýta innheimtukerfi Orku- veitunnar betur. Ýmsir aðilar eru starfandi á því sviði sem Orkuveit- an hyggst nú hasla sér völl á. Mið- að við fyrirliggjandi upplýsingar brýtur fyrirhuguð starfsemi ekki í bága við 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 enda verði fyrirhuguð starf- semi fjárhagslega aðskilin öðrum rekstri Orkuveitunnar,“ segir loks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.