Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNFLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skotfélag Reykjavfkur missir æfíngasvæði sitt f Leirdal við Grafarholt Borgin frestar ekki fram- kvæmdum fyrir skotmenn Grafarholt EKKI kemur til greina að fresta framkvæmdum í Graf- arholtinu við æfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur í Leirdal þar til nýtt æfinga- svæði hefur fundist fyrir fé- lagið. Þetta kom fram í sam- tali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, en hún sagði að samningur borgarinnar við félagið sem kvæði á um afnot þess af svæðinu hefði runnið út fyrir nokkru síðan. „Eg tel ekki fært að stöðva framkvæmdirnar, en það væri hægt að haga þeim þannig að þeir geti verið þama eitthvað áfram,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Á mánudaginn var vegur- inn upp í Leirdal og að æf- ingasvæðinu rofinn vegna framkvæmdanna í Grafar- holti. Ingibjörg Sólrún sagði að fyrirhugað væri að loka veginum í vikutíma, en að fé- lagsmenn Skotfélagsins gætu eftir sem áður gengið að svæðinu ef þeir vildu æfa sig. Ekki sama hvar framtíð- arsvæði er staðsett I samtali við Guðmund Kr. Gíslason, gjaldkera Skotfé- lags Reykjavíkur, í Morgun- blaðinu á laugardaginn kom fram að viðræður um framtíð- arsvæði félagsins hefðu staðið yfir í fjögur ár án þess að landsvæði hefði fundist í borgarlandinu. „Það er hægara um að tala en í að komast að leysa mál- efni Skotfélags Reykjavíkur," sagði Ingibjörg Sólrún. „í fyrsta lagi er alls ekki sama hvar æfingasvæðið er stað- sett, en þau svæði sem bent hefur verið á hingað til hafa ekki þótt liggja rétt við sólu eða vindátt. Eins hafa sum svæði sem bent hefur verið á þótt vera of langt í burtu, sem eru nú rök sem mér finnst erf- itt að fallast á því Leirdalur- inn hefur verið ansi langt fyrir utan borgina þegar menn settu sig niður þar á sínum tíma.“ Kostnaðarsamt að byggja upp aðstöðu Að sögn Ingibjargar Sól- rúnar er kostnaðarsamt að byggja upp aðstöðu fyrir skotfélög. „Það er náttúrlega alltaf spurningin um tilkostnaðinn við að koma þessu upp og hver á að borga. Við hefðum gjam- an viljað sjá það gerast að skotfélögin á höfuðborgar- svæðinu fengju sameiginlega aðstöðu, þannig að það væri ekki verið að byggja upp að- stöðu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Við höfum stundum rætt það, bæjarstjórarnir á höfuð- borgarsvæðinu, að þegar um er að ræða mjög sérhæfða að- stöðu, hvort sem það er í íþróttagreinum eða öðru, að þá reyni menn að sameinast um slíkt.“ I Hafnarfirði er aðstaða úti í Kapelluhrauni og sagði Ingi- björg Sólrún að rætt hefði verið við þá um sameiningu, en að ekki hefði verið hljóm- grunnur fyrir því hjá Skotfé- lagi Reykjavíkur. Hólmsheiðin kemur helst til greina Ingibjörg Sólrún sagði að það svæði sem helst kæmi til Morgunblaðið/Golli Skotfélag Reykjavíkur mun bráðlega missa æfingaaðstöðu sína í Leirdal vegna uppbyggingar í Grafarholti. greina sem æfingasvæði fyrir skotfélagið væri uppi á Hólmsheiði. Hún sagði að upphaflega hefði það svæði ekki talið henta þar sem menn hefðu talið það vera of nálægt hest- húsabyggðinni, en að nú væru blikur á lofti. „Menn tóku sig til og gerðu tilraun þarna. Slepptu hryss- um út við hesthúsabyggðina og skutu síðan bæði úr hagla- byssum og rifflum á fyrirhug- uðu æfingasvæði og það var mat þeirra sem stóðu að þessu að hryssumar hefðu lítið hreyft sig, þannig að þetta svæði gæti vel komið til álita.“ í blaðinu á laugardaginn sagði Guðmundur Kr. að á svæði félagsins í Leirdal væru eignir upp á 40 til 50 milljónir. „Ég reikna með að þeir flytji þessar eignir," sagði Ingibjörg Sólrún. „Þetta eru þannig eignir að hægt er að flytja þær.“ Skúlatúnsreiturinn seldur á 350 milljónir Ráðgert að rífa öll mannvirki Tún BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að selja byggingar- fyrirtækinu Eykt ehf. lóð- irnar Skúlatún 1 og Höfða- tún 2, fyrir 350 milljónir króna. Éykt mun eignast öll mannvirkin á lóðunum, en að sögn Ágústs Jóns- sonar, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, er ráðgert að rífa þau niður og byggja ný. Lóðirnar eru á svoköll- uðum Skúlatúnsreit, sem teigir sig frá Höfðatúni, meðfram Borgartúni og upp Skúlatún og er heild- arflatarmál þeirra rúmlega 12.500 m2. Fyrr á þessu ári sam- þykkti Borgarráð Reykja- víkur að kaupa lóðina við Höfðatún 2, á horni Borg- artúns og Höfðatúns, ás- amt tæplega 1.800 m2 húsi sem á henni stendur. Kaupverð var 111 milljónir króna. Reykjavíkurborg átti aðra lóð á Vélamið- stöðvarreitnum, lóðina við Skúlatún 1, ásamt bygg- ingum, og báðar þessar lóðir voru boðnar út í maí sl. Nýtt deiliskipulag Eykt bauð 350 milljónir króna í lóðirnar, eins og kom fram hér að ofan, Húsvirki bauð 273 milljón- ir, ÍAV bauð 263 milljónir og Istak 263 milljónir. Ræsir óskaði einnig eftir tilboði í lóð og húseignir á Skúlagötu 59 í vor og bauð Eykt 100 milljónir í lóðina. Hallgrímur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ræsis, sagði að ekki væri búið að ganga frá neinum samning- um varðandi eign fyrirtæk- isins, en að væntanlega yrði rætt við Eykt á næstu vikum. Ágúst sagði að nú yrði unnið að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn í samvinnu við Éykt, en einnig væri gert ráð fyrir því að aðrir fast- eignaeigendur á svæðinu kæmu að þeirri vinnu. Að sögn Ágústs er svæð- ið skilgreint sem athafna- svæði á aðalskipulagi og sagðist hann gera ráð fyrir því að þarna myndi rísa verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Jóhannes S. Kjarval, hverfisstjóri miðborgar, sagði að þetta væri nokkuð ný aðferðafræði, þ.e. að bjóða landið út án þess að búið væri að deiliskipu- leggja það að fullu. Hann sagði að ef allt gengi að óskum ætti deiliskipulags- vinnunni að ljúka fyrir ára- mót. Göngu- ljós viö Starhaga Vesturbær SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs á þriðjudag að sett verði upp gönguljós við vegamót Suðurgötu og Star- haga. Að sögn Olafs Bjarna- sonar, aðstoðarmanns borg- arverkfræðings, er reiknað með að ljósin verði sett upp á næsta ári. „Neðan við Þorragötuna eru skólagarðar en börn úr Melunum sem fara þangað þurfa að fara yfir Suðurgötu. Ljósin eru jafnramt teng- ing frá Litla Skerjafirði og þjónustuíbúðum aldraðara við Þorragötu yfir á göngu- stíginn við Ægisíðu," segir Ólafur. Morgunblaðið/Sverrir Skipt um auglýsingar ÞESSI ungi maður skipti lega að og virtist ekki þjak- um auglýsingar á flettiskilti aður af lofthræðslu þótt í Reykjavík á dögunum. unnið væri við erfiðar að- Hann bar sig fagmann- stæður. Bréf íbúa í Setbergshverfí til bæjaryfírvalda Morgunblaðið/Golli Umhverfið við verslunarmiðstöðina er heldur napurlegt. ft •í " ■ 1! 1 i , Aðkoman í hvernð berangursleg Hafnarfjörður BÆJARYFIRVÖLDUM í Hafnarfirði hefur borist bréf frá Bemhai’ði Guðmundssyni, íbúa í Einibergi 11, þar sem bent er á að aðkoma í Set- bergshverfið við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjar- götu sé berangursleg og úr- bótaséþörf. „Ég sendi þetta bréf til þess að benda á það sem betur mætti fara þar. Mér finnst að- koman í þetta fallega hverfi heldur dapurleg. Þegar fólk keyrir í gegnum bæinn frá Keflavík er þetta eitt það fyi-sta sem það sér af íbúðar- hverfum í Hafnarfirði sem annars er mjög fallegt sveitar- félag,“ segir Bernharður. Hann lætur vel af samskipt- um sínum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. „Ég hef búið hér í ár og bæjaryfirvöld eru alveg sérstaklega ánægjuleg í sam- skiptum,“ segir Bemharður. Meðal þess sem Bernharð- ur bendir á í bréfi sínu er ber- angurslegt og ófrágengið svæði vestan við verslunar- miðstöð sem stendur við gatnamót Lækjargötu og Reykjanesbrautai- en verslun- armiðstöðin blasir við þegar keyrt er í gegnum Hafnar- fjörð eftir Reykjanesbraut. „Þarna standa nokkrar stakar aspir en að öðru leyti er þetta gróðursnautt svæði og rasl frá verslunarmiðstöðinni fykur óhindrað yfir götuna. Þama þyrfti að koma upp einhvers- konar skjólvegg eða gróðri,“ segir Bemharður. Svæðið eins og ljóti andarunginn Hann bendir einnig á að frágangi við þann enda Eini- bergsins sem snýr að Lækjar- götu sé ábótavant. „Hér þyrfti að bæta aðkomuna, planta trjám og laga frágang. Þannig væri hægt að skýla íbúum Einibergsins fyrh’ umferðar- þunga við Lækjargötu og vindstrekkingi sem ber með sér rasl frá verslunarmiðstöð- inni,“ segir Bemharður. Hann segir að aðkoman í hverfið yrði mun fallegri ef þetta yrði lagfært „Hér við götuna era göngustígar sem liggja upp í Setbergshverfið og að undirgöngum undir Reykjanesbraut en mikið af fótgangandi fólki og hjólreiða- fólki fer hér um og mér finnst aðkoman ekki til sóma,“ segir Bemharður. Hann segir að yf- irleitt sé frágangur í hverfinu til hreinnar fyiirmyndar. „Það er búið að gera dásam- legar gönguleiðir hér inn eftir öllu þar sem allur frágangur er góður og hér era mörg skemmtileg græn svæði. Þetta svæði hefur vafalaust ekki gleymst heldur er það bara í bili eins og Ijóti andaranginn sem verður glæstur svanur hér við lækinn innan tíðar.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.