Morgunblaðið - 24.08.2000, Side 20

Morgunblaðið - 24.08.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sjald- gæf sjón í sveitum Laxamýri - Hrífumar hafa víð- ast hvar verið lagðar af sem heyskapartæki til sveita en oft getur verið gott að grípa til þeirra þegar vanda þarf til verks. Um helgina var verið að slá rýgresi hjá Jóni Gústafssyni, bónda á Rauðafelli í Bárðardal, og þá komu hrífumar að góðum notum því ekki er talið gott að fara með stórvirkar rakstrar- vélar í grænfóðurakra. Þá blandast mold við fóðrið og það verður ólystugt. Ekki var annað að sjá en að menn Jóns kynnu vel til verks og á myndinni má sjá þýska vinnumanninn Christian Jakob og Hilmar Jakobsson frá Akur- eyri þar sem þeir raka í flekkn- um og höfðu þeir gaman af þessari tilbreytingu í hey- skapnum. Hlutu viðurkenn- ingu fyrir fallegan garð í Stykkishólmi Stykkishólmi - Undanfarin 5 ár hafa Lionsklúbbur Stykkishólms og Rót- arýklúbbur Stykkishólms staðið fyiir því að veita viðurkenningu fyrir fal- lega garða í Stykkishólmi. Til- gangurinn er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja um leið aðra bæjarbúa að hafa snyrtilegt í kring- um sig. Bæjarstæði Stykkishólms er mjög sérstakt af náttúrunnar hendi og því skiptir umgengni heimamanna um bæinn sinn miklu máli. Fallegir garðar setja svip á bæinn og hafa já- kvæð áhrif á augu heimamanna og ferðafólks. Að þessu sinni hlutu viðurkenning- una hjónin Ólafía Gestsdóttir og Þórður A. Þórðarson að Amatúni 7. Þau hafa búið þar í 15 ár og haft mikla ánægju af að sinna garðinum og hafa margar vinnustundir farið í hann. Þau sjá ekki eftir þeim tíma því að þeirra sögn hefur hlýjan frá garð- inum góð áhrif á líðanina og gaman er að sitja úti í garði með kaffibollann í skjóli trjánna. Þeim var afhentur skjöldur á dönskum dögum þar sem á stóð Við- urkenning fyrir fallegan gai'ð í Stykkishólmi árið 2000. Garðurinn var svo til sýnis á dönskum dögum og lögðu margir leið sína til þeirra hjóna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þórður A. Þórðarson og Ólafía Gestsdóttir í garði sínum að Arnatúni 7 í Stykkishólmi. Þau fengu viðurkenningu frá Lion og Rótarý fyrir fal- legan garð. Að lokinni messu buðu kvenfélagskonur upp á heitt súkkulaði, pönnukök- ur og kleinur sem gestir nutu í veðurblíðunni á bæjarhlaðinu á Hellum. Morgunblaðið/Aðaiheiður Högnadóttir í messu í Hellnahelli á Hellum í Landsveit predikaði biskup íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson. s- Biskup Islands messaði í Hellnahelli Hellu - Um liðna helgi fór fram allsérstæð messa í stærsta mann- gerða helli á Islandi, Hellnahelli á bænum Hellum í Landsveit. Það var Kristnihátíðarnefnd Rang- árvallaprófastsdæmis í tengslum við Töðugjaldahátíðina sem stóð fyrir messunni, sem allir prestar prófastsdæmisins tóku þátt í, en biskup íslands, hr. Karl Sigur- björnsson, predikaði. Messan er síðasti viðburðurinn í prófasts- dæminu í tilefni kristnitökuaf- mælisins. Hellnahellir telst með merki- legri fornminjum hér á landi, en jörðin Hellar kemur fyrst fyrir í máldaga Skarðskirkju frá árinu 1332. Hellirinn er um 50 metra langur og 200 fermetrar að flat- armáli, en gengt er í hellinn ann- ars vegar úr hlöðu og hins vegar um stiga úr forskála. Á bænum Hellum eru tveir aðrir manngerð- ir hellar, Lambahellir og Hesta- hellir. Það var prófastur Rangárvalla- prófastsdæmis, sr. Halldóra Þor- varðardóttir, sem þjónaði fyrir altari í hellismessunni, en aðrir prestar prófastsdæmisins fluttu ritningarorð. Biskup Islands predikaði og lagði í máli sínu áherslu á þá tvísýnu stöðu sem við þjóðinni blasir, rækti hún ekki trú sína og haldi í heiðri þau gildi sem kristnum mönnum sæmir. I lok messunnar var heilögu sakra- menti útdeilt, sem meginþorri um 200 kirkjugesta þáði, en að þvi loknu var gengið út í sólskinið þar sem kvenfélagskonur biðu með heitt súkkulaði og bakkelsi. Jim Stroud’s Classic Adventures Þekktur banda- rískur veiðiþáttur tekinn upp hér Hellu - Hér á landi hafa undanfarið verið staddir stjómendur og kvik- i myndatökumaður eins virtasta og útbreiddasta útivistar- og veiðiþátt- ar í bandarísku sjónvarpi, Jim Stroud’s Classic Adventures. Þætti þessum er sjónvarpað vikulega hjá TNN og Fox sports net, en fimm sinnum í viku hjá Outdoor Channel og nær þannig til um 100 milljóna heimila um gervöll Bandaríkin. Jim Stroud hefur 25 ára reynslu 1 af gerð slíkra þátta, en Classic Ad- \ ventures hefur verið sendur út í i rúm sex ár og á þeim tíma hafa þeir | verið kvikmyndaðir um öll Banda- ríkin, Kanada og Suður-Ameríku. „Við leggjum mikið upp úr að | fara á sérstaka staði, beita nýjustu tækni og nota bestu áhöld og tæki sem völ er á. Gistingin, öryggi þátt- takenda og allur aðbúnaður verður að vera í hæsta gæðaflokki en auk þess leggjum við áherslu á að þætt- imir séu fróðlegir og að læra megi af þeim, t.d. að skipuleggja ferðir. Reyndar rekum við okkar eigin ferðaþjónustu í tengslum við þætt- ina, þannig gerist það oft að fólk hefur samband við okkur eftir að hafa horft á þáttinn og segist vilja komast í einmitt slíka ferð. Fólk hefur oft verið að safna ámm sam- an til að eiga fyrir slíkri drauma- ferð,“ sagði Jim Stroud, en hann var við veiðar í Eystri-Rangá þegar fréttaritari náði tali af honum. Villt dýr og fiskar í þáttum sínum hefur Jim Stroud fjallað um alls konar veiðiskap, t.d. anda- og dúfnaveiðar í Argentínu, veiði á fiski í Amazon-fljótinu í Brasilíu, sem heitir á ensku peacock bass, afar skrautlegur og grimmur fiskur, en jafnframt ljúf- fengur, en hann étur m.a. hina al- ræmdu piranafiska. Þá má nefna dádýraveiðar, elg og carabou sem er náskylt hreindýrinu, auk gæsa og alls kyns fugla. „Við höfum veitt lax og silung og margvíslega fiska út um allt og reynum alltaf að sleppa öllum fiski sem við veiðum. Það er ekki markmiðið hjá okkur að veiða eins mikið og hægt er, heldur skipulagn- ing ferðarinnar í heild og upplifunin Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Sólin skein glatt á Jim Stroud (t.v.) þegar hann var við veiðar í Eystri-Rangá, sem og leiðsögumann hans, Árna Baldursson veiðileyfasala og Phil Gregory sem mundar kvikmyndatökuvélina, en alls veiddu þeir félagar 12 laxa í ánni á tveimur dögum. úti í náttúrunni fyrir hvem ein- stakling og ekki síður fjölskyldur sem fá tækifæri til að reyna eitt- hvað nýtt saman.“ Fyrsta ferðin út fyrir Bandaríkin Þegar Jim Stroud er spurður af hverju hann hafi ákveðið að koma til íslands, en hann hefur ekki áður tekið þætti upp utan Bandaríkjanna og Suður-Ameríku, segist hann hafa langað til að koma hingað mjög lengi. „Eg hef haft þetta á bak við eyr- að lengi, lesið mér til um landið í bókum og á Netinu auk þess sem ég sá þátt Matt Lauers, „Today“, á NBC-sjónvarpsstöðinni á sínum tíma. Landið er svo ólíkt öllu sem ég hef áður kynnst, algjörlega sér- stakt og kemur stanslaust á óvart og svo er fólkið mjög vingjarnlegt." Með Jim Stroud í för var kvik- myndatökumaður hans Phil Greg- ory og Chuck Come netstjóri en þeir vom búnir að kvikmynda í mið- bæ Reykjavíkur, verslanir og ýmsa merka staði auk þess sem Bláa lón- ið var heimsótt. Að lokinni veiði í Eystri-Rangá var ætlunin að fara á Norðurlandið, veiða þar silung og skoða aðstæður til gæsaveiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.