Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ TDPP EB i —Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! ■ á uppieið ^ á niðurleíð M^stenúur í stað • nýtt á lista Vikan 23,08 - 30.08 t1 Take a Look Around Limp Bizkit t2 Lucky Britney Spears 3 Real Slim Shady Eminem sa| 4 Try Again Aaliyah t5 I Disappear Metallica 6 Falling Away From Me Korn ^ 7 Rock DJ Robbie Williams 8 Oops...l did it again Britney Spears , 9 The One Backstreet Boys 1 ÍO Ennþá Skítamórall -JL 11 Big in Japan Guano Apes 1 12 Make me bad W Korn tl 3 Carmen Queasy Maxim 14 Rock Superstar Cypress Hill 15 Shackles Mary Mary 16 Dánarfregnir og jarðarfarir Sigur Rós ■kl7 Crushed Limp Bizkit 18 ExGirlfriend No Doubt 19 Lets Get Loud Jennifer Lopez 20 Þærtvær Land & Synir Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. ® mbl . í S TÖPP 2D tnuAneiNN ÚR VERINU Fiskaflinn jókst í júlí FISKAFLI landsmanna síðastliðinn júlímánuð var 178.496 tonn saman- borið við 129.274 tonn í júlímánuði árið 1999. Botnfiskaflinn dróst lítil- lega saman milli ára, fór úr 39.380 tonnum í júlí 1999 í 38.716 tonn nú. Þó jókst þorskaflinn úr 15.289 tonn- um í fyrra í 16.045 tonn nú. Ýsuaflinn jókst einnig lítillega eða um 255 tonn en ufsa- og karfaaflinn var lítillega minni. Loðnuaflinn eykst hins vegar á sama tíma um um rúm 26.000 tonn og kolmunnaaflinn ríflega tvöfaldast. Skel- og krabbadýraafli dróst sam- an, fór úr 4.516 tonnum í júlí 1999 í 3.291 tonn nú. Sem fyrr skýrist aukinn heildar- afli það sem af er árinu af auknum loðnu- og kolmunnaafla samanborið við árið 1999. Skel- og krabbadýra- afli hefur aftur á móti dregist veru- lega saman, eða um tæp 6 þús. tonn frá árinu 1999 og rúm 18 þús. sé mið- að við árið 1998. Botnfiskafli dregst einnig saman milli ára, eða um rúm 16. þús tonn frá árinu 1999. Sam- drátturinn kemur fram í flestum teg- undum botnfisks nema úthafskarfa. Campylobakter í vatnsbólum Patreksfjarðar og Bfldudals Fiskvinnslum lokað vegna sýkingarinnar FISKISTOFA hefur lokað tíma- bundið fískvinnslum á Patreksfirði og Bíldudal eftir að campylobakter gerill greindist í vatnsbólum byggð- anna. Fiskvinnslum í byggðarlögun- um hefur verið lokað vegna þessa og dreifing á afurðum verið stöðvuð. Fiskistofu barst beiðni frá heil- brigðisnefndum Patreksfjarðar og Bíldudals um að sýni yrðu tekin í fiskvinnslum á stöðunum eftir að í ljós kom að greinst hefði campyl- obakter mengun í neysluvatni. Að sögn Grétars Hannessonar, hjá gæðasviði Fiskistofu, hafa starfs- menn Fiskistofu þegar tekið sýni úr vatni í viðkomandi vinnslum og þeim birgðum sem þær kunna að eiga. Jafnframt hefur vinnslu verið hætt tímabundið í vinnslunum og dreifing afurðanna stöðvuð. Hann segir að vænti megi niðurstöðu úr sýnatök- unum innan viku. Verði þær jákvæð- ar verði frekari vinnsla í húsunum bönnuð uns búið sé að koma í veg fyrir allt mögulegt smit og búa þannig um hnútana að ekki fari mengað vatn inn í húsin. Eins verði afurðum þá væntanlega fargað. Fiskistofa hefur eftirlit með vinnsluleyfishöfum og þurfa þeir að senda vatnssýni til Fiskistofu á 12 mánaða fresti. Heilbrigðisnefndir á viðkomandi stöðum hefur auk þess ítarlegra eftirlit með heilnæmi vatns 1 vinnslunum. Berst líklega með fugli Anton Helgason, heilbrigðisfull- trúi Vestfjarða, segir að verið sé að taka og skoða ný sýni úr vatnsbólun- um og vonandi liggi niðurstaða fyrir ó föstudag. Hann segir ekki ljóst hvernig campylobakter barst í vatnsbólin en vanalega fylgi sýking- in fugli eða fugladriti. Þá sé verið að skoða hvaða möguleikar eru á úrbót- um. Á fréttavef Bæjarins besta kem- ur fram að við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í síð- ustu viku hafi m.a. verið tekin sýni úr vatnsbólunum á Patreksfirði og Bíldudal og síðan fengist staðfest að um campylobakter mengun væri að ræða. Á stöðum þar sem yfir þúsund manns búa eru sýni tekin mánaðar- lega við reglubundið eftirlit, en á smærri stöðum, eins og Patreksfirði og Bíldudal, aðeins ársfjórðungs- lega. Neysluvatn Bílddælinga er tekið á tveimur stöðum og svo er einnig á Patreksfirði. Um er að ræða geril að nafni campylobakter lari en það afbrigði er talið skaðminna og ekki eins sýkj- andi og önnur afbrigði af campyl- obakter, sem hafa verið í umræðu hérlendis á síðustu misserum. Anton nefnir á frétta vef Bæjarins besta nokkra möguleika til úrbóta. í fyrsta lagi komi til greina að ganga betur frá vatnsbólum, þannig að mengun komist síður í þau. Einnig geti verið um að ræða klórblöndun eða geislun með útfjólubláu ljósi til að drepa bakteríur. Til þess þurfi sérstakan tækjabúnað sem nokkurn tíma tek- ur að fá og koma upp. Einnig drepist bakteríurnar sé vatnið soðið. Tiltölulega væg baktería Ægir Guðmundsson, verksmiðju- stjóri Rækjuvers ehf. á Bíldudal, segir að búið sé að loka vinnslunni og verið sé að leita leiða til úrbóta. Væntanlega verði sett upp geisla- tæki en það taki nokkra daga. „Þessi tegund bakteríu er tiltölulega væg og drepst líklega bæði í frosti og salti. Varan ætti því að vera í lagi. Okkur er engu að síður ljúft og skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana,“ segir Ægir. Fiskvinnslan Oddi hf. á Patreks- firði hefur verið lokuð undanfarnar vikur og hefur campylobakter mengunin því ekki áhrif á starfsemi fyrirtækisins nú. Þá hefur Fiski- stofa heimilað Fiskmarkaði Vest- fjarða á Patreksfirði að halda uppi starfsemi með klórblöndun í vatns- kerfi. Morgunblaðið/Hafþór Nýi gámalyftarinn á ferðinni. Nýr gáma- lyftari á Húsavík Húsavfk. Morgunblaðið. SKIPAAFGREIÐSLA Húsavíkur ehf. hefur tekið í notkun nýjan gámalyftara sem keyptur var frá Svíþjóð. Lyftarinn er svokallaður skotbómulyftari og er af gerðinni Kalmar DRD450-70s5x. Að sögn Hannesar Höskuldssonar, eiganda SAH, er nýi lyftarinn tveggja ára, eigin þyngd 80 tonn og lyftigetan 45 tonn, og getur lyft í fimm gámahæðir og þrjár gámaraðir út frá sér. Helgi Pálsson framkvæmda- stjóri segir að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir starfsemina að hafa alltaf tækjabúnað í sem full- komnustu lagi, ekki sé hægt að fá svona tæki lánuð á næsta bæ ef eitthvað bregst og þvf sé reynt að endurnýja tækin reglulega, gamli lyftarinn hafi verið orðinn 13 ára. Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf., sem var stofnuð 1984, hefur um- boð fyrir Eimskip og afgreiðslu fyrir Samskip auk þess að þjón- usta Kísiliðjuna. Þá er fyrirtækið stærsti framleiðandi vörubretta á landinu með framleiðslu á Húsa- vík, Akureyri og í Reykjavík og sölu um allt land. Hjá fyrirtækinu starfa 14 manns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.