Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTHA6I GARÐPLÖNTUSTÖÍ) Hlynur.Loðkvistur, Guitoppur, Álmur, Bersarunni, Köreuþinur, Broddgreni.Askur, Hvítgreni.Kashmírreynir, Gulur bambus,Ryðelri, Svartelrí.Kjarrelrí frá Kamtschatka Bjarmasóley,Alparósir,Gullklukkurunni frá Hokkaidó. Blómstrandi eðalrósir. Tilboð : Allar plöntur í pottum!!! Sitkagreni 50-70cm 500,- Alparifs 450,- Blátoppur 450,- Aspir 150cm 500,- Evrópulerki 600,- Víðir 140,- Bakkan Lerki,ösp,stafafura, hvítgreni.sitkaelri, bergfura. Uppl. s. 4834840. Heimasíða: www.natthagi.is Erallt ílagi að gróðursetja núna? Já, fram íoktóber! Opið virka daga OG HELGARfrá 10.00 -19.00 Skrifstof utækn i 250 stundirl Markmið nómsins er að þjólfa nemendur til starfa ó skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internef STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, íslenska Utvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin ^ Opið til kl. 22.00 Tölvuskóli íslands Bíidshöfða 18, sími 567 1466 Fréttir á Netinu ^mbl.is ERLENT Kúrsk-slysið og afleiðingar þess fyrir Pútín Baldnir héraðsstjórar gætu haldið velli ©Project Syndicate. Reuters Forseti Rússlands, Vladímír Pútín, ræðir við aðstandendur sjóliðanna í Kúrsk. Forsetinn var sakaður um aðgerðaleysi í kjölfar slyssins. eftir Vjatsjeslav Níkonov MUN Kúrsk-slysið og dauði allra skipverja kjarnorkukafbátsins sökk\'a umbyltingu Pútíns forseta? Fram til þessa hefur valdið á hendi Pútíns ekki átt sér fordæmi í sögu Rússlands - það byggðist á geysileg- um vinsældum hans meðal almenn- ings, vinsældum sem voru gerðar lögformlegar í kosningum. Hann var fær um að kveða auðkýfingana í kút- inn og endurskapa efri deild þingsins til að deildin lyti vilja hans, gat það í krafti þess að hann naut almanna- hylli og önnur ráðandi öfl í Rúss- landi, sem flest voru rúin trausti, vissu það. Framkoma hans í tengslum við Kúrsk-slysið gróf undan lýðræðis- legu umboði hans vegna þess að Pút- ín virtist jafnskeytingarlaus um líf fólks og allir fyrirrennarar hans í Kreml. Hve vel honum gengur að bæta stöðuna mun skera úr um það hvort umbylting Pútíns verður áfram lýðræðisleg eða hann grípur til einræðis til að ná fram markmið- um sínum. Ég efast ekki um að Pútín mun fmna fólk sem kennt verður um að ekki var beðið um erlenda aðstoð vegna Kúrsk í tæka tíð. Slysið gæti jafnvel gefið honum tækifæri til að hreinsa til í hernum. Fyrsta þolraun- in sem mun sýna hvort hann nær aft- ur fyrri áhrifum er væntanlegar hér- aðskosningar í Rússlandi. Frá október og fram í desember verður kosið um 40% af öllum héraðsstjóra- embættum landsins. Einn af mikil- vægustu þáttunum í stefnu forsetans er að vald Moskvustjórnarinnar yfir héruðunum verði endurreist og þess vegna verður hann að auka vinsældir sínar strax. Umbætur Pútíns á efri deild þingsins hafa þegar tekið frá hérað- sstjórunum stöðu þeirra sem áhrifa- menn á landsvísu og þinghelgina en embætti héraðsstjóra er enn valda- mikið í héraðinu sjálfu. Fáir þeirra geta vakið athygli allra landsmanna eða storkað Kremlai'valdiriu, eins og þeir gerðu á dögum Jeltsíns, en völd þeirra eru raunveruleg og ekki verð- ur auðvelt að tjónka við þá. Yfirburðir Pútíns hafa þegar breytt því hvernig kosningabarátta eins og nú er fyrir dyrum er háð. Peningar skipta ekki jafnmiklu og fyrir ári. Nú skiptir máli að hafa embættisvöld og skipun sérstakra fulltrúa forsetaembættisins um allt Rússland veldur því að áhrif ráða- manna í Kreml á beina stjórnsýslu hafa aukist. Þar sem kosningabar- átta verður ódýrari munu hérað- sstjórar eiga erfitt með að kaupa sér endurkjör vegna þess að andstæð- ingamir munu geta veitt öfluga mót- spymu. Og jafnvel þótt héraðsstjórar vildu kaupa sér kosningasigur era peningalindimar að þorna. Auðkýf- ingamir reyndu einu sinni að tengj- ast héraðsstjórunum náið í von um Kjör fólks í Rússlandi hafa batnað síðustu árin og aðeins 15,6% segjast lifa undir fá- tæktarmörkum. að tryggja sér aðstoð þeirra við að ná tökum á verksmiðjum á staðnum, námum og öðram eignum en Pútín hefur nú lagt hömlur á auðkýfing- ana. Reyndar em skilaboð Pútíns til þeirra afar skýr: haldið ykkur írá stjórnmálum. En ef ríkustu menn- irnir í Rússlandi halda að forsetinn hafi orðið fyrir miklu, pólitísku áfalli gætu þeir skellt sér á ný í stjórnmál- in og stutt andstæðinga hans í hérað- skosningunum með fé. Kjör fólks hafa batnað En þótt staða Pútíns hafi veikst nýtur hann góðs af breyttum efna- hag þjóðarinnar. Aðeins 17,9% af þeim sem hafa kosningarétt álíta nú að staða landsins sé „hræðileg", hlut- fallið er lægra en nokkm sinni síðan kommúnistaskeiðinu lauk; aðeins 15,6% segjast lifa undir fátæktar- mörkum. Mótmælaatkvæðunum fer því fækkandi. Og hvarvetna era merki um hagvöxt. Sums staðar, til dæmis í Tsjeljabínsk-héraði, er framleiðslan 25% meiri en fyrir einu ári. Þetta „efnahagsundur" sums stað- ar í sambandsríkinu merkir að sum héruð hafa fyrir löngu greitt upp það sem þau skulduðu í eftirlauna- greiðslum og launum. Tilfinningin ánægja er farin að hafa áhrif í kjós- endahópnum. Pútín hefur í þessu til- liti náð einstæðum árangri í rúss- neskri sögu: almenningur er orðinn ánægðari með árangur stjórnvalda í efnahagsmálum, ekki vegna áróðurs heldur vegna þess að lífskjörin hafa greinilega batnað. Þetta veldur því að orrustan mikla milli kommúnista og lýðræðissinn- aðra umbótamanna, sem hefur verið efst á dagskrá í sérhverjum kosning- um frá 1991, er horfin af sjónarsvið- inu. Fólki er alveg sama um hug- myndafræði. Það hefur meiri áhyggjur af verðlagi, atvinnumögu- leikum, heilsugæslu og menntun. Það vill stjórn sem endurspeglar mannleg gildi almennings í gerðum sínum, eins og komið hefur í ljós í sambandi við Kúrsk. Kvartanir vegna hafta á tjáningarfrelsi eða takmarkaðs frelsis í efnahagsmál- um, sem mikið er um í Moskvu, hafa lítinn hljómgrunn úti á landsbyggð- inni. Jafnvel þótt Pútín verði áfram veikari í sessi en áður geta stjóm- völd í Kreml gert sér vonir um að losna við „Rauðu héraðsstjórana" al- ræmdu í Brjansk, Volgograd og Vor- onezh fyrir tilstuðlan lýðræðislegra ákvarðana kjósenda, það er að segja ef ráðamenn í Kreml tryggja að kosningarnar úti í héruðunum fari tiltölulega vel og heiðaiTega fram. Sama er uppi á teningnum í héraðum þar sem við völd eru þekktir en óút- reiknanlegir menn eins og Rútskoi (sem stjómaði valdaránstilraunnini gegn Jeltsín 1993) í Kúrsk-héraði og hinn spillti Gorbenko í Kalíníngrad. En í héruðum þar sem við völd eru öflugir stjórnmálamenn - í Astra- kan, Tsjeljabínsk, Krasnodar og Stavropol, til dæmis - gerir pólitíska tjónið sem Pútín hefur orðið fyrir síðastliðna viku ósennilegt að hann geti losnað við héraðsstjóra sem eru á móti honum. Hægt er ef til vill að líta á þessa stöðu mála sem að nokkru leyti jákvæða. Nú virðist sem vald forsetaembættisins sé komið undir stuðningi almennings og er ekki stuðningur fólksins kjarni lýð- ræðisins? Ef þetta reynist vera svo getur verið að sjóliðamir í Kúrsk hafi ekki dáið til einskis. Höfundur er forseti Polityka- stofnunarinnar, er einn afþekktustu stjórnmálaskýrendum í Rússlandi og barnabarn Vjatsjeslavs Molotovs, utanríkisráðherra Stalíns. að ósýnileika fundinn? Lykillinn The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið aðferð til þess að gera hold gegnsætt í nokkrar mín- útur í senn. Með því að hafa áhrif á það hvemig ljós fer í gegnum vef hefur hópur verkfræðinga við Há- skólann í Texas færst nær því sviði sem hefur tilheyrt vísindaskáld- skap. Segja verkfræðingamir að þeir geti búið til tímabundinn „glugga“ á vefi og geri það læknum kleift að sjá allt að fimm sinnum dýpra en nú er hægt á svæði sem er allt að fímm fersentimetrar. Tæknin hefur ekki enn verið reynd á mönnum, en vísindamenn- irnir telja að hún geti komið að not- um við sjúkdómsgreiningar, t.d. auðveldað að greina útbreiðslu húðkrabbameins. Þá geti þetta nýst við meðferð, t.d. með því að gera læknum kleift að miða leysigeisla á vef sem liggur á nokkru dýpi. Með því að sprauta ýmsum efnum í rottur og hamstra tókst verkfræð- ingunum að gera litla flcti á húð dýranna allt að því gegnsæja í um tuttugu mínútur. Prúfessor Ashley Welch, sem stjómaði rannsókninni, sagði að hægt hafi verið að koma auga á æð sem ekki hafi verið sýni- Ieg áður. Ljós kemst yfirleitt ekki í gegn- um húð vegna þess að það tvístrast. eins og kastljós í þoku. Líkt og hver og einn vatnsdropi í þokunni dreifii' Ijósinu dreifa litlar einingar í vef ljósinu. Til að sigrast á þessu not- uðu verkfræðingarnir glýseról, sem er ákveðin tegund alkóhóls og þurrkar vatn úr vefjum. Enn á eftir að kanna eitrunaráhrif aðferðar- innar, sem Welch viðurkennir að sé „mikilvæg spurning".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.