Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Paula Modersohn Becker: Mynd af bóndakonu, æting og akvatinta. Paula Becker og Clara Westhoff í vinnustofu Paulu. Mikilsvert framtak Rainer Maria Rilke í vinnustofu sinni í Westerwcde. MYIVDLIST Lislasafn Kúpavngs TEIKNINGAR OG GRAFÍKVERK Paula Modersohn - Becker og Worpswede-málarahópurinn. Paula Modersohn-Becker/ Otto Modersohn/ Fritz Mackensen/ Hans am Ende/ Fritz Overbeck/ Henrich Vogeler. Opið alla daga frá kl. 11-15. Lokað mánudaga. Til 17. september. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. STUNDUM rekur ýmislegt fágæti á fjörur okkar hér á útskerinu, sem menn áttu öldungis ekki von á og eru þá yfír- leitt á ferð tilviljanir eða frumkvæðið kemur að utan. I þessu tilviki; Stofn- un um kynningu þýskrar menningar erlendis, Institut fiir Auslands- beziehungen, Berlin. Eðlilega varð rýnirinn meira en lítið hlessa er hann las frétt þess efn- is að verið væri að setja upp sýningu á listhópnum sem kenndur er við héraðið Worpswede, 20 kílómetra norðan við Bremen. I huga hans hef- ur alltaf verið nokkur og fjarlægur ævintýraljómi yfir þessu nafni, ekki síst vegna þess að þar varð listsögu- stúdentinn Rainer Marie Rilke, fyrir hugljómun er hann komst í návígi við athafnir málaranna er einn af öðrum höfðu sest þar að. Þó öðrum fremur Heinrich Vogeler sem hann hafði kynnst í Flórenz, en Vogeler hafði eftir stutt kynni þeirra í millum boð- ið honum að koma til Bremen um jól- in. Heimsóknina bar að á aðfanga- dagsmorgni 1898 og hafði mikii áhrif á hinn kornunga mann, jafnvel til úr- slita um að lifa og hrærast í listinni, einkum heillaði Rilke sá samruni listar og lífs sem ástundaður var í býli Vogelers, Barkenhoff. „Ég sit í drifhvítu gaflhúsi földu í görðum, umkringdur fögrum og virðulegum munum, í stofum þar sem skapandi öfl fylla hvern kima. Ég sit í dreymnu stólunum hans, gleðst við blóm hans, horfi á sjálfan mig í spegli hans og klukkur hans tala til mín eins og húsbóndans. Hér bý ég ein- mana, alltaf bíðandi, sex heila daga. Og á sjöunda degi tek ég á móti al- vörugefnum mönnum úr grenndinni í hvítum sal með tólf kertum í háum silfurstjökum, og afar fögrum grönn- um stúlkum í hvítum kjólum sem spila og syngja þegar ég bið þær um það og setjast síðan saman í fínu Empire-stólana og eru undurfagrar myndir og dásemd gnægtarinnar og sætustu raddir þessara hvíslandi herbergja." Sérstaklega hændist Rilke þó að málaranum Paulu Modersohn-Becker og myndhögg- varanum Clöru Westhoff, sem seinna varð eiginkona hans. Eftir giftinguna settust þau að í West- erwede í næsta nágrenni og kald- hæðnislegt að það var vegna þrúg- andi áhyggna af daglegri afkomu, að Rilke féllst á tilboð Gustavs Pauli, forstöðumanns listasafnsins í Brem- en, að skrifa um málarana í Worpswede. Rilke var innan við 20 daga að skrifa bókina í maímánuði 1902, og hún markaði tímamót, gerði málarana í mýrinni nafnkunna langt út fyrir héraðið og tengdi jafnframt um alla framtíð nafn skáldsins staðn- um. „Þetta, samviskusama og góða málarafólk, kenndi mér að sjá. í byrjun fannst mér mýrarlandslagið undarlegt og jafnvel ógnvekjandi, en svo lærði ég að horfa á það með innra auganu eins og landslagsmálararnir í Worpswede gerðu og fann þá vídd eilífðarinnar... Jörðin sem er fólkinu of stór og vex á gönguferðum þess upp til himnanna og út yfir daga og nætur, og byrjar aftur og aftur hand- an við höfin og heldur áíram að vaxa, þessi framandi jörð Biblíunnar, jörð- in sem guð heldur ennþá í hendi sér og á sér þess vegna ekkert upphaf og engan endi... Ég ber mikið traust til þessa landslags og vil gefa mig því á vald dag eftir dag. Hér get ég á ný slegist í för, orðið, síbreytilegur... Og ef ég get lært af mönnunum, þá af þessu fóki hér sem er eins og landið þannig að návígið við það skelfir mig ekki heldur strýkur mér með mynd- um sem ég teyga úr líf. Og hvað það elskar mig heitt. Hvað það var gott að vera saman í Hamborg. Þau litu á mig sem ráðgjafa og hjálparhellu. Ég var þeim nauðsynlegur. Og í skjóli trausts þeirra varð ég þess megnugur að vera hvaðeina sem þau höfðu not fyrir, hinn glaðasti og líf- legasti meðal þeirra. Allur kraftur minn leystist úr læðingi. Allt líf safn- ast í rödd minni. Allt sem ég segi er auðugt. Orð mín eru sett dökkum steinum." ...Meðlimir listanýlendunnar í Worpswede áttu það sameiginlegt með fleiri listhópum tímanna sem sóttu áhrif til náttúrunnar, að hafa snúið baki við einhæfum stöðnuðum kensluháttum listakademía tímanna, þar sem landslagið var tilbúnar and- lausar eftirgerðir og teiknað var mjög einhæft eftir grískum afsteyp- um. Það var ekki um að ræða að kveikja líf í gifsinu, gera það lifandi í anda fornaldar, heldur skyldu þetta einhæfar staðlaðar eftirgerðir, ytra byrði í anda klassíkurinnar. Hér var illa farið með gott viðfangsefni og öll þau lögmál sem þau birtu mönnum svo sem módernistarnir sýndu seinna fram á. Stytturnar voru í það heila ekki einungis birtingarmyndir formrænnar fegurðar, heldur einnig ýmissa stærðfræðilegra lögmála sem mannslíkaminn býr yfir, hvað snertir þrískiptingu hornsins, tvö- foldun teningsins og ferskeytingu hringsins. Byggingarlögmál sem finnst hvarvetna í náttúrunni, jafnt í lifandi hlutum og dauðum, en sjaldan birtast þau þó á jafn sláandi hátt og einmitt í mannslíkamanum. Aþessum tímum gerðu ungir listamenn sjálfa náttúruna að vinnustofum sínum og hér voru frumkvöðlamir, Englend- ingarnir John Constable, Richard P. Bonnington, John Crome, William Morris og Forraffaelitarnir svo- nefndu. Þegar á fjórða tug aldarinna gerðu franskir málarar skógana og hæðardrögin í Fontainebleau að úti- vinnustofum sínum og var Theodore Rousseau þar fremstur í flokki, en hann hafði af og til frá árunum 1932- 33 málað byltingarkennd málverk í þorpinu Barbizon við jaðar skóg- lendisins. En málverkunum var ár eftir ár hafnað af Parísarsaloninum, og í gremju sinni yfirgaf hann París 1847 og settist að í Barbizon, í einu og öllu til að helga sig útimálverkinu og í kjölfarið fylgdu fleiri málarar eins og t.d. hinn hæfileikaríki Charl- es Francois Daubigny. Hins vegar komu stórstirni eins og Camille Cor- ot og Jean Francois Millet minna við sögu þótt oft séu þeir nefndir í sömu andrá og Barbizon málararnir. Corot sem svo snemma sem 1830 hafði skorðað málaratrönur sínar í gras- svörðinn í Barbizon og bjó þar tíma- bundið 1847, hélt sig yfirleitt sunnar og Millet sem bjó þar frá 1847 og til æviloka var öllu uppteknari af mann- lífinu en landslaginu. Þetta var upphafið og á áttunda og níunda tug aldarinnar hafði hug- myndin um listamannanýlendur fest rætur víða um Evrópu. Kímið að ný- lendunni í heiðaþorpinu Worpswede var lagt, er þeir skólabræður frá Dússeldorf, Fritz Mackensen og Otto Modersohn þá 23 og 24 ára sett- ust þar að 1889. í kjölfarið íylgdu tveir námsfélagar, þeir Fritz Over- beck 1894 og Heinrich Vogeler 1895, en Paula Modersohn settist þar fyrst að 1898 og naut þar m.a. tilsagnar Fritzs Machensens og Ottos Moder- sohns, sem hún giftist 1901. Allt þetta er mikilsvert til athug- unar, því það sýnir hverju gæfuleg samvinna getur áorkað, beint og óbeint. Hefði Vogeler til að mynda ekki boðið kunningja sínum til Bark- enhoff, er með öllu óvíst að Rainer Maria Rilke hefði orðið annað en af- burða vel skrifandi og skáldmæltur listsögufræðingur. En fleira segir þessi samruni okkur sem er alþekkt fyrirbæri, og þannig lifði ekki lengi í þessum einstæða blossa fyrir sér- visku og ósætti sem er borðleggjandi meðal stórhuga listamanna. En það sem máli skiptir var að menn auðguðu og studdu hver annan á tímabilinu og að hér voru saman- komnir frábærir fulltrúar þýskrar hámenningar í málaralist og bók- verki og að Paula Modersohn- Becker þróaði þar ein og óstudd sína tegund af úthverfu innsæi, þýskum frum expressjónisma, og er í dag heimsþekkt fyrir það framlag sitt. Ef byrjað er á Fritz Machensen var hann slíkur afburðamað- ur í málmætingum að alda- mótaárið 1900 var hann kallaður til grafíkakademíunnar í Leipzig og ár- ið efir listakademíunnar í Dússel- dorf, en hafnaði hvorutveggja fyrir andrúmið gjöfula í Worpswede. Æv- intýrið á staðnum hófst eiginlega 1884 með því að Machensen þáði boð vinkonu sinnar um að dvelja í sumar- fríi sínu í þessu þá fullkomlega óþekkta þorpi í heiðamýrunum og þá uppgötvaði hann Djöflamýrina með sínu síbreytilega ljósflæði og um leið voru örlög hans ráðin. Otto Modersohn var einn merk- asti landslagsmálari Þýskalands á þessum tíma og af mörgum álitinn hæfileikaiTkastur málaranna sem settust að í Worpswede. Hann dáði náttúruna, allt stórt og smátt í nátt- úrunni, jafnt jurtir sem skordýr og var einn helstur fulltrúi þeirra sem álitu eftirgerð náttúrunnar tilgang listarinnar, en þó ekki án eigin næmi og samsemdar. Hans am Ende var skólafélagi Machensens frá ái-um hans í Múnchen, aðdáun þeirra á eldri meisturum og Barbizon-málurunum tengdi þá saman, seinna voru það frásagnir vinarins af dásemdum mýrarlandslagsins sem urðu til þess að hann kom þangað í heimsókn og límdist við staðinn. Ende losaði sig að nokkru frá viðtekinni hefð í lands- lagsmálverkinu og Rilke líkti and- rúminu í myndum hans við tónlist, sagði hann mála tónlist vegna þess að landslagið orkaði á hann sem tónaflóð. Ende varð skammlífur, en hann var einn þeirra sem féllu í orr- ustunum miklu í nágrenni Arras 1918. Fritz Overbeck hafði þrætt sömu námsleið og Machensen í Dússeldorf og var töluverð samkeppni þeirra á milli er þróaðist í togstreitu og deil- ur, sem kann að hafa átt þátt í því að hann tók að fjarlægjast hópinn í Worpswede 1903-4 bæði persónu- lega og listrænt. Augljós var aðdáun- in á Arnold Böcklin í málverkum Overbecks svo og Barbizon-málur- unum, en margt í myndum lista- mannsins leiðir þó frekar hugann að hollenskum málurum sautjándu al- dar en málurum nándarlandslagsins sem hinir dýrkuðu. Ásamt Herminu eiginkonu sinni fluttist hann norður fyrir Bremen 1905. Konan sem veikst hafði af berklum árið áður varð hins vegar að dvelja á heilsu- hælum árum saman, en er hún sneri heim alheilbrigð 1909 lést Fritz Overbeck af hjartaslagi þrem dögum síðar, þá á hátindi ferils síns. Yngstur listamannanna í Worpswede og á sinn hátt nafnkunnastur í dag var (Johann) Heinrich Vogeler, og stundaði nám í Dússeldorf, en ólíkt hinum einbeitti hann sér að listíðum á síðasta námsári, lærði grafíska hönnun, teiknaði innanhússkreyt- ingar, ástundaði arkitektúr, bók- band og myndskreytingar. Frásagn- ir vinarins Fritz Overbecks af Worpswede tóku Vogeler fanginn, og gerði að verkum að hann fluttist þangað. Vogeler var tilfinninganæm- ur hugsjónamaður og myndefni sín sótti hann gjarnan til fornsagna, æv- intýra og drauma. Var hlynntur til- búinni paradís þar sem náttúruleg paradís er ekki tíl. Hæfileikar Vogel- ers nutu sín besti í listhandverki og skreyti, hann var ráðinn til mynd- skreytinga við alþjóðleg tímarit æskustílshreyfingarinnar (Art Nouveau, Jugendstil) Pan, Simpl- icissimus og Die Jugend og stofn- endur hins virta listtímarits, Die Ins- el, gerðu hann að útlitshönnuði tímaritsins. Helstu útgáfufyrirtræki Þýskalands fengu Vogeler til að myndskreyta bækur eftir höfunda eins og Rilke, Jacobsen, Flaubert, Wilde, Goethe og Hoffmansthal. Saga þess síðastnefnda, Keisarinn og nornin, lýst af Vogeler, er álitin ein fegursta bók æskutímabilsins og er þá ekki svo lítið sagt. Nú þegar út- brot og skreyti barokkstílsins og mjúkar línur æskustílsins ryðja séra aftur rúms í arkitektúr og listíðum þó í öðrum búningi sé, má búast við að stjaran Vogelers rísi hátt. Þrá Vogelers eftir hamingju og íyllingu í friðsælum samhljómandi heimi áleit Rilke uppsprettu hstar hans. Árin í kringum aldamótin, Fin de siélce, og fagra tímabilið, Belle Époque, fæddu af sér æskustílinn, en þegar hrein form einfaldleikans komust í sviðsljósið með Adolf Loos, öll offágun og allt skreyti bannlýst, t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.