Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 24.08.2000, Síða 47
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 47 eitt sinn við mig: „Þú getur aldrei vitað hvort þú ert að gera það eina rétta en treystu á þína eigin dóm- greind, þegar þú verður að taka ákvörðun." Bjarni hafði til að bera mikinn mannkærleika og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Ungur missti Bjarni móður sína, sem hann bar mikla vii'ðingu fyrir og þegar ég missti mína foreldra hughreysti hann mig á nærgætinn hátt. Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. í belgnum er stormahvæs. í smiðjunni er ryk og reykur, og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur Stálið glóandi rautt. Hann tignar þau lðg, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, efþúsundirgerðueins. (Davíð Stef.) Blessuð sé minning þín, elsku tengdafaðir. Auður Rafnsdóttir. Mig langar til að minnast hans afa míns fáeinum orðum nú þegar hann hefur kvatt okkur eftir erfið og löng veikindi. Fyrsta minning mín um afa er mjög sterk. Ég var ekki nema ný- farin að ganga þegar hann sagði mér að koma til afa gamla inn í stofu á Hagamelnum. Einhvern veginn staulaðist ég í fang hans, sem var alltaf hlýtt, en afi var stór og mikill maður. Eftir það var hann aldrei kallaður annað en afi gamli. Afi gamli var sveitamaður og naut sín best úti í náttúrunni þrátt fyrir að hafa búið í Vesturbænum mestan hluta ævi sinnar. Hann átti alltaf hús einhvers staðar úti á landi og á tíma- bili átti hann hlut í jörðinni Krossi á Skarðsströnd. Að keyra þangað þótti töluvert ferðalag í þá daga og reyndi suðið í okkui' börnunum í aftursæt- inu eflaust á þolrif ömmu og afa. Þegar hliðið á Krossi sást loksins hlupum við út úr bílnum til að opna hliðið og svo upp brekkuna á eftir bílnum. Eitt sinn þegar við vorum nýkomin sáum við að rolla hafði komist inn fyrir girðinguna. Afí sýndi mér hundraðkall og sagði að ef ég snerti rolluna myndi hann gefa mér seðilinn. Þetta fannst mér lítið mál og hófst mikill eltingarleikur við rolluna. Tveimur tímum síðar gafst ég upp og fann afa í stofunni þar sem hann hristist af hlátri. En borgar- barnið fékk nú aurinn þrátt fyrir allt. Afi var sérstakur framkvæmda- maður þegar kom að einhverju sem honum fannst skemmtilegt. Hann keypti lítinn bát sem var nefndur í höfuðið á langömmu Júnu og var gerður út frá Dadda frænda á Arnar- nesi. Yfírleitt fórum við nokkur sam- an út á Júnu en mér er minnisstæð- ast eitt skiptið þegar ég fór ein með afa. Það var rok og litli báturinn valt mikið. Veltingurinn stjórnaðist reyndar mikið af því hvai' afí var staðsettur í bátnum. Ég reyndi að skapa eitthvað mótvægi með því að vera akkúrat öfugu megin við þar sem afí var en það þýddi lítið. Ég róaðist svo þegar afi sannfærði mig um að báturinn myndi ekki velta þótt við væruiri sömu megin í bátnum. í seinni tíð var afi farinn að koma heim úr vinnunni rétt fyrir fjögur. Hann rétti ömmu handskrifaða list- ann yfir þá sem borguðu reikninga sína þann daginn, síðan stokkaði hann spilin í rommí. Rommíæðið stóð yfír í mörg ár alveg þangað til afi veiktist. Veikindin umturnuðu lífí ömmu og afa en það var kraftaverk að afi gat verið heima á Hagameln- um alveg þangað til hann lagðist banaleguna fyrir rúmri viku. Veik- indin fóru ekki vel með afa, hann missti orðaforða sinn og áttum við oft erfitt með að skilja hann. Afí skildi okkur hins vegar alltaf og maður reyndi að deila með honum hvað á daga manns hefði drifíð. Afi var tilbúinn til að kveðja. Þrátt fyrir að vera maður á besta aldri fannst honum brottför sín löngu tímabær. Við hin skiljum það kannski ekki fyrr en við stöndum í sömu sporum og hann. Veikindi afa sýndu manni blákalt hve ört tíminn líður og hve hratt við eldumst. Nú fer ört fækkandi í kynslóð afa og markar fráfall hans ákveðin tímamót sem erfítt er að horfast í augu við. En eftir situr ný kynslóð tilbúin til að takast á við hversdagsleikann, sann- færð um að hann fylgist með hverju fótmáli okkar. Eva Bryndís Helgadóttir. Afí, amma og ég fórum stundum saman upp í sumarbústað, þá fórum við afí og stundum amma saman í göngutúr, en þá var ég fjögurra ára stelpa. Við löbbuðum oftast út að fjörunni og köstuðum steinum út í vatnið, en amma var tilbúin með brauð og svo spiluðum við olsen ol- sen. Eins og heima á Hagamel þegar ég kom í heimsókn. En þegar hann veiktist var það svo skrítið að eiga afa sem spilaði ekki olsen olsen og var aðalega á Grensás (en systir mín Katrín fannst rosaleg lukka að komast upp á Grensás því að amma og afi voru með súkkulaðirúsínur handa þeim sem komu í heimsókn). En eftir nokkra mánuði var afí kominn heim á Hagamel en lá þá allan daginn í rúminu nema þegar það var matur og þegar fréttirnar voru í sjónvarp- inu. Ég vil fá að kveðja þig afi gamli með ljóði sem ég samdi fyrir þig en það er gjöf mín til þín. Afi gamli. Ég man stóru hendurn- ar þínar, sem héldu svo mjúkt í mín- ar, Hve glaður þú varst að sjá mig, í síðasta sjnn sem ég sá þig. Áslaug Lára Lárusdóttir. Elsku afi. Núna þegar þú ert far- inn frá okkur langar okkur til að kveðja þig með fáeinum orðum. Við eram þakklátir fyrir allar þær samverastundir sem við fengum með þér. Það var alltaf mikil gleðistund að koma í Hagamel til ykkar ömmu og þær minningar sem við eigum þaðan munu lifa áfram. Bfltúrarnir og ferðalögin í sumar- bústaðina, þar sem þú kenndir okkur að keyra og veiða, era meðal okkar ljúfustu minninga. Við bræðurnir munum sakna nærveru þinnar. Megi minning þín lifa. Þínir dóttursynir, Sigurður Hrafn, Sverrir Þór og Guðmundur Birgir. Bjarna Júlíussyni kynntist ég fyrst fyrii’ tæplega 40 árum, fljótlega efth’ að ég hóf störf sem sumar- starfsmaður hjá Benedikt Magnús- syni frá Vallá. Með Bjarna og Bene- dikt voru góð kynni og viðskipti því hið þá nýstofnaða fyrirtæki Bjarna, Stilling hf., annaðist einmitt allar bremsuviðgerðh’ fyrir Benedikt og reyndar hafði hann tekið þátt í því ásamt Magnúsi Baldvinssyni úrsmið að stofna Stillingu hf. með Bjarna. Seinna tók síðan Bjarni þátt í því með Benedikt þegar hann breytti sínu einkafyrirtæki í hlutafélagið BM Vallá hf. en þessi samskipti þeirra Benedikts og Bjarna segja skýrt sína sögu um samstarf þeirra og traust á þessum áram, þannig sat Bjarni í stjórn BM Vallá hf. frá upp- hafi hlutafélagsins til ái’sins 1994 eða í samtals 25 ár. Kynni mín af Bjarna byrjuðu þó fyrst fyrir alvöru eftir að ég hóf störf sem framkvæmdastjóri BM Vallár hf. í janúar 1971 og naut ég hans trausta stuðnings og vináttu í þeim störfum alla tíð. Var Bjarni mér og Sigursteini Guðsteinssyni sam- starfsmanni mínum sannkallaður haukur í horni og studdi okkur af ráð og dáð við uppbyggingu og þróun BM Vallár hf. Við nutum hans sér- þekkingar sem vélstjóra við tækja- kaup og ferðaðist hann með okkur til Þýskalands í slíkum erindagjörðum. Við nutum reynslu hans og framsýni í stjómarstörfum fyrir félagið í ald- arfjórðung svo um munaði. Á kveðjustund era mér þó efst í huga minningar um þær stundir sem við Bjarni áttum saman við laxveiðar í liðlega 20 ár. Fyrir mig ungan og óreyndan veiðimann var það einstak- ur skóli að stíga fyrstu sporin við lax- veiðar við hlið Bjarna og njóta hans góðu og prúðu leiðsagnar á árbökk- um Grímsár og Þverár. Að veiða með Bjarna var einstök upplifun þar sem ég fann vel hvernig hann nálgaðist veiðarnar af atorku en mikilli virð- ingu fyrir laxinum og öllu umhverf- inu. Nú er í mikilli tísku að veiða lax og sleppa svo sem lesa má í fjölmiðlum. Fyrsti maðurinn sem ég upplifði sleppa laxi var einmitt Bjarni, ekki í þeim tilgangi einum að sleppa heldur þegar hann hafði upplifað kraft og baráttu fiskjarins á flugulínunni þannig að honum þótti sem fiskurinn ætti skilið að sleppa. Mér er enn í fersku minni svar hans þegar ég fyrst upplifði slíkt hjá Bjarna og ég spurði forviða „af hverju sleppir þú fískinum?" „Hann er búinn að veita mér alla þá skemmtun og upplifun sem ég þarf með krafti sínum og baráttu ég bæti engu við það með því að drepa hann“. Þannig birtist umhverfissinn- inn í Bjarna í því að ganga virðulega og hóflega um íslenskar laxveiðiár og náttúra. Slík upplifun sem hér var lýst, fé- lagsskapurinn við veiðarnar og úti- vera í íslenskri náttúra, var honum miklu dýrmætari en sá fjöldi fiska sem hann dró á land. Ef til vill vora þetta einkenni frækins veiðimanns sem vissi að ef hann lagði sig allan fram þá voru meiri líkur en minni að hann gæti veitt þann fisk sem hann var búinn „að reisa“. Þessi hófsemi var einmitt aðalsmerki Bjarna Júlíussonar. Oftar en ekki á þessum samverastundum við veiðar var Ás- laug með honum. Kynni af þeim hjónum saman á slíkum stundum vora ljúf og skemmtileg. Hæfileikar Áslaugar til að hrífa fólk og gleðja voru sérstakir og samverustundir með þeim hjónum miklar ánægju- og gleðistundir. Nú þegar við kveðjum Bjama Júlíusson og tregum góðan dreng er það samt svo að efst í huga mér er öll sú gleði sem ég upplifði með honum og Aslaugu á langri leið. Ég sendi Áslaugu, börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eftir stöndum við og minnumst af djúpri virðingu stórbrotins manns. Blessuð sé minning hans. Víglundur Þorsteinsson. Það var haustið 1939 að við Bjarni hittumst fyrst. Vorum þá báðii’ að fara í Reykholtsskóla. Allir voru síð- an prófaðir í söng og Bjarni segir svona við mig: „Við skulum syngja saman.“ Ég lét það gott heita og við sungum saman að mig minnir „Nú er frost á Fróni“. Söngkennarinn gaf sinn úrskurð: „Báðir geta nú sung- ið.“ Þetta var þó ekki rétt hjá honum. Ég hef aldrei getað sungið neitt og fór ekki í fleiri söngtíma. Næstu árin hitti ég Bjarna sjald- an. Hann fór í járnsmíða- og vélstjóranám. Næst þegar ég hitti Bjarna var hann búinn að stofna fyr- irtæki í Reykjavík, sem nú er stórt í sniðum og í glæsilegum húsakynnum í Skeifunni 11, þjóðþrifafyi’irtæki, því hvað er nauðsynlegra en að hafa hemla á bílum í góðu lagi nú til dags? Stilling hf. er nú rekin sem fjöl- skyldufyrirtæki. Ég tel mig nú ættaðan frá Leira, því móðir mín var af Leirárættinni gömlu, útaf Jóni stúdent á Leirá. Foreldrar Bjama, Hallfríður og Júl- íus, hófu búskap á stórbýlinu Leirá 1924. Frá þeim er rakin Leirárætt yngri. Nú kveð ég þig, vinur minn, síð- ustu kveðju og bið algóðan Guð að leiða þig um ókomna vegu. Ég bið konu þinni og börnum og öðrum ætt- mennum Guðs blessunar. Þorsteinn Sigurðsson. Okkar kæri og góði vinur, Bjami Júlíusson frá Leirá í Leirársveit, hefur nú fengið hvíldina, eftir löng og erfið veikindi, sem Áslaug eigin- kona hans og börn þeirra gerðu hon- um þó léttari með einstakri um- hyggju og ástúð. Þrátt fyrir veikindin áttum við ekki von á því að innileg, ánægjuleg og hlý kveðju- stund okkar með Bjarna á Hagamel 30 fyrir stuttu væri sú síðasta. Bjarna kynntumst við í gengnum bróður hans, Helga, úrsmið á Akra- nesi. Þau kynni voru fyrst í laxveiði- ferðum í Laxá í Leirársveit, á heima- slóðir þeima bræðra, Bjarna og Helga. Þær ferðir fóram við með Bjarna og ýmsum vinum okkar í mörg ár. Áður en veiðihús kom við ána var oft gist hjá Huldu og Helga á Akranesi og iðulega í hléum skropp- ið að Leirá til Júlíusar föður Bjarna og Kristins bróður Bjarna og fjöl- skyldna þeirra. Þar voru iðulega þegnar höfðinglegar móttökur og veitingar og margt spjallað í gamni og alvöra. Við áttum jafnframt með Bjarna og Áslaugu ógleymanlega daga við laxveiðar í mörg ár, í Mið- fjarðará, Laxá í Dölum, Fáskrúð, Haukadalsá og á fleiri unaðslegum stöðum. Þegar Bjarni hætti störfum sem vélstjóri á skipum Eimskips hf. kom upp sú hugmynd hjá Bjarna og Þórði bróður hans að stofna fyrirtæki með sérstakri áherslu á hemlabúnað bif- reiða og þjónustu í kringum slíkt en útfærslu á því höfðu þeir bræður þá sérstaklega kynnt sér. Að fram- kvæði Bjarna og Þórðar voram við fimm saman sem stofnuðum Still- ingu hf., bræðurnir Bjarni og Þórður sem aðalframkyöðlar, og við þrír vin- ir Bjarna, þeir Óskar vélstjóri, Bene- dikt á Vallá og undirritaður. Við Benedikt voram stutt í fyrirtækinu en Óskar nokkuð lengur. Það var skemmtilegt að sjá hvað Bjarna tókst á stuttum tíma með dugnaði og eljusemi að byggja upp öflugt fyrir- tæki á þessu sviði, nú síðast í félags- skap með sonum sínum, þeim Júlíusi og Stefáni. Fjölskyldutengsl okkar vora alla tíð afar góð og sterk og þegar börn okkar voru ung hittumst við alltaf við hátíðleg tækifæri, eins og um jól. Eftir að börnin urðu stærri höfum við hjónin átt margar góðar stundir saman með þeim Bjarna og Áslaugu enda aldrei skugga borðið á vinátt- una og tryggðina. I öllum þeim sam- skiptum var alltaf stutt í glettni og glens. í sumarbústað sínum í Gríms- nesinu áttu þau hjónin góðar stundir og hafði Bjami einstaka unun af dvölinni þar og þeirri friðsæld og ró sem umhverfið bauð upp á. Heim- sóknir þangað voru ánægjulegar og ætíð margt skrafað. Bræðrastarf okkar Bjarna í Odd- fellowreglunni var einnig langt, skemmtilegt og lærdómsríkt í fé- lagsskap góðra vina og reglubræðra. Félagarnir kveðja Bjama með sökn- uði og þakklæti fyrir óeigingjörn störf hans á þeim vettvangi. Við hjónin þökkum langa og góða vináttu og margar bjartar og ógleymanlegar samverustundii’. Við sendum Áslaugu, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Unnur og Magnús E. Baldvinsson. Fyrir 44 áram, þegar við hjónin, Eybjörg og Geir, fluttum í húsið númer 30 við Hagamel, ásamt þeim Áslaugu og Bjarna, hugsuðum við ekki um hve lengi við yrðum þar saman. En nú svo löngu síðar þegar Bjarni er látinn, minnumst við með þakklæti allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt í þessu húsi. Hér höfum við alið upp börnin okkar, þau sín fimm á efri hæðinni og við okkar fjögur niðri. Alla tíð hefur verið mik- ill samgangur milli hæða, börnin léku sér saman og við hjónin áttum óendanlega margar og góðar stund- ir. Svo þegar barnabörnin fóru að koma í heimsókn til afa og ömmu endurtók sagan sig. Hér áður fyrr vai’ það ekki sjaldan sem börnum og okkur hjónum var boðið með í bíltúr í gamla Benzanum, oft eitthvað út íyr- ir bæinn eða upp á Leirá. Það er ótrúlegt hvað það komust oft margir fyrir í bflnum hjá Bjarna og Áslu. Og þegar þau eignuðust bústaðinn í Leirársveitinni og við höfðum eign- ast okkar eigin fararskjóta vorum « við alltaf velkomin í sæluna hjá þeim. Svo var eins og Bjarni hefði alltaf tíma fyrir börnin, hann tók þátt í leikjunum með þeim og hvatti til ým- issa dáða, eins og þegar hann dembdi sér í ískaldan fossinn fyiTr ofan bústaðinn. Þótt Bjarni og Ás- laug hættu að fara í sumarbústaðinn á Leirá leið ekki á löngu þar til þau vora búin að koma sér upp öðru skjóli í sveitinni enda ekki að undra því Bjarni var einstaklega elskur að náttúranni og undi sér svo vel fjarri erli borgarinnar. Sumarhúsið í Vað- nesinu var sjaldan autt þegar fært var austur fyrir fjall. Bjarni var ljúfur maður og traust- ur og við kveðjum hann með þakk- læti fyrir öll þessi góðu ár. Allar samverastundirnar, heimsóknirnar í sumarbústaðinn, smá ferðalög með börnin og svo margt sem hér verður ekki upp talið. Þér Áslaug, sem hugsaðir svo vel um hann í erfiðum veikindum, börn- unum ykkar og fjölskyldum þeirra, vottum við okkar innilegustu samúð. Eybjörg, Geir og fjölskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Mosfelli, síðast til heimilis á Kleppsvegi 134, lést 8. ágúst síðastliðinn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurjón Jóhannsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jón Magnús Jóhannsson, Erna Ólafsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Matthildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÓLAFÍA S. JÓNSDÓTTIR frá Breiðholti, Seljabraut 64, Reykjavík, lést mánudaginn 14. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey. Þökkum samúð og hlýhug. Grétar Samúelsson, Þóra Þórisdóttir, Helga Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.