Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MINNINGAR t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÁLL FRIÐFINNSSON byggingameistari, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð, Seljahlíð 13a, Akureyri, lést á FSA þriðjudaginn 22. ágúst. Anna Ólafsdóttir, Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Þór S. Pálsson, Tryggvi Pálsson, Bragi V. Pálsson, Jóhannes Hjálmarsson, Hrefna Sigursteinsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir, Hafdís Jóhannesdóttir, Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN JÓNASSON, frá Vogum, Mývatnssveit, Gullsmára 9, Kópavogi, lést að morgni þriðjudagsins 22. ágúst. Aðalheiður Hannesdóttir, Guðfinna Sjöfn Stefánsdóttir, Guðgeir Einarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Reynir Ólafsson, Aðalheiður Guðgeirsdóttir, Birgir Blandon, Stefán Reynisson, Gylfi Reynisson og barnabarnabörn t Bróðir okkar og mágur, GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON frá Minna Mosfelli, Mosfellssveit, lést á Landspítalanum Hringbraut miðviku- daginn 23. ágúst. Skúli Skarphéðinsson, Þuríður Hjaltadóttir, Sigurður Skarphéðinsson.Guðrún Karlsdóttir. + Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSDÍS G. JESDÓTTIR, Laugarásvegi 47, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 23. ágúst. Þorsteinn Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, Grundarstíg 1, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14. Árni M. Jónsson, börn og barnabörn hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, GUÐJÓN MAGNÚSSON bóndi frá Hrútsholti, Ánahlíð 14, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Hulda Valdimarsdóttir. GUÐRUN BJORK GÍSLADÓTTIR + Guðrún Björk Gísladóttir fædd- ist í Reykjavík 22. apríl 1983. Hún lést af slysförum 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 16. ágúst. Elsku hjartans barnið mitt. Minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár og allar þær gleðistundir sem þú gafst mér. Manst þú hvað við hlógum mikið þegar þú komst með myndina sem þú teiknaðir af mér og sagðir, þú ert ekki svona, ég færi þér aðra betri seinna, en sú mynd kom aldrei. Þú varst kölluð burt vina mín. Ég bið góðan guð að geyma þig elsku barnið mitt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín, amma Lauga. Elsku Guðrún Björk okkar. Hversu sárt það er að missa jafngóðan vin og þig er ekki hægt að lýsa með orðum. Þegar við fengum fréttirnar um að þú hafir lent í slysi og seinna að þú værir dáin ákváðum við að stytta ferðina til að geta kvatt þig og verið til staðar fyrir fjölskylduna þína. Eftir að við tvö, Ell- en og Björgvin Bragi, fluttum inn í íbúðina varð það strax að þínu öðru heimili og sagðir þú oft að þú værir gæludýrið okkar af því að þú varst svo mikið hjá okkur. Fengum við því mikið að njóta samvistar þinnar síðastliðna rúma fjóra mán- uði. Þú hjálpaðir okkur mikið síðan við íluttum inn, t.d. lánuðuð þið Anna Dögg okkur vídeóið ykkar og sátum við oft á kvöldin með fullt af nammi og horfðum á vídeó. Þú varst vinur sem við gátum allt- af reitt okkur á, alltaf varstu til í að hjálpa eins og þú gast og jafnvel meira en það. En núna ertu farin og enginn fær þvi breytt en alltaf muntu vera í hugum okkar og hjörtum. Við viljum þakka fyrir allar þær + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Rauðarárstíg 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 10.30. Vignir Jónsson, Hreiðar Jónsson, Vigdís Jónsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Kristján Jónsson, Sigrún Sveinsdóttir, Helga María Sigurjónsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Kristbjörg Lilja Rúnarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Jensína Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi og iangafi, BJARNI INGIMAR JÚLÍUSSON forstjóri, Hagamel 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Grens- ásdeild Landspítalans. Áslaug Stefánsdóttir, Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, Edward Kiernan, Hildur Sveinsdóttir, Helgi Viborg, Júlíus Bjarnason, Auður Rafnsdóttir, Stefán Ingimar Bjarnason, Steinunn Ásmundsdóttir, Rannveig Júníana Bjarnadóttir, Lárus Valbergsson, Bjarni Þórður Bjarnason, Vala Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Svalbarði. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Hólmgrímsson, Margrét Bjarnadóttir, Geir Árdai, Sesselja Bjarnadóttir, Þórður Ólafsson, Guðmundur Bjarnason, Anna S. Jónsdóttir, Kristín Sólveig Bjarnadóttir, Haukur Eiríksson, Hólmgrímur Bjarnason, Guðný Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. frábæru stundir sem við áttum sam- an og um leið votta fjölskyldu þinni alla okkar samúð. Megi Guð styrkja þau í sorgum þeirra því missirinn er mikill. Guð geymi þig. Andri og Jóna Petra. Elsku Guðrún Björk mín. Aldrei hefði mig grunað þegar ég talaði við þig í símann þegar þú varst í Herj- ólfi á leiðinni í bæinn að þetta myndi vera í síðasta skipti sem ég heyrði í þér. Þú hlakkaðii’ svo mikið til að fara til Eyja með Jónu Rún en því miður komst ég ekki með. En við vorum í sambandi alla helgina og þú hringdir í mig á laugardags og sunnudagskvöldið þegar flugeldarn- ir voru og leyfðir mér að heyra og ég öfundaði þig svo mikið af því að það var svo gaman hjá ykkur Jónu Rún. Það er svo skrýtið að heyra ekki í þér. Við töluðum saman á hverjum degi í símann eða hittumst og það er svo skrýtið að þú sért farin. Þú varst alltaf svo lífsglöð, það geislaði af þér og þú varla kunnir annað en að brosa og vera í góðu skapi en ég fékk alla vega ekki að kynnast öðru. Og þú varst svo góð við Björgvin Braga og alltaf þegar hann sá þig þá brosti hann og þú gast setið með hann tímunum saman og leikið við hann. Ég man svo vel þegar ég flutti og þú varst svo spennt og hjálpaðir mér að flytja og taka upp úr kössum og það var búið á mettíma. Og þegar þú og Anna Dögg áttuð afmæli og buð- uð vinkonum ykkar hingað til að fagna, það var svo gaman. Og þegar við sátum alltaf heima hjá mömmu minni og horfðum á vídeó og það tók marga klukkutíma að horfa á eina mynd því við settum alltaf á pásu og- fórum inn í eldhús að fá „ferskt loft“ og tala. Eða öll þrifköstin sem við fengum. En það er svo mikið hægt að telja upp en það var alltaf svo gaman og ég sakna þín svo mikið og það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hérna en ég reyni að vera sterk og sætta mig við þetta. En ég vil votta Gísla, Guðrúnu, Guðlaugu, Aldísi Báru, Jónu Rún og Önnu Dögg mína dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg og alla hennar aðstendendur og vini. Elsku Guðrún Björk mín ég mun- varðveita minningu þína í hjarta mínu og megi Guð vera með þér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín vinkona, Ellen Dana. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D. 21.3.1865 : Qranít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASIÐA: www.granit.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.