Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUD AGUR 24. ÁGÚST 2000 51 MINNINGAR + Bergljót Stefáns- dóttir fæddist í Ási, Ásahreppi, Ran- g'árvallasýslu 14. maí 1938. Hún andaðist laugardaginn 12. ágúst á heimili sonar síns að Grænumýri 26, Seltjarnamesi. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson, smiður, f. 29. maí 1897 í Ási, Ásahreppi, Rangár- vallasýslu, d. 4. apríl 1961 í Keflavík og Steinunn Guðrún Kristmundsdóttir, húsfreyja, f. 5. ágúst 1904 á Stað, Grunnavíkur- hreppi, Norður-Isaíjarðarsýslu, d. 14. nóvember 1975 í Reykjavík. Bróðir Bergljótar: Jón Stefáns- son, f. 7. október 1939. Hálfsystk- in sammæðra: Kristinn Guðbergs- Begga er farin úr þessum heimi. Söknuðurinn er sár en minningarnar ylja og fá mann til að brosa á ný. Begga var skemmtileg kona, það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn -hún fyllti húsið af lífi og hlýju. Begga var falleg, góð, sterk og ein- staklega gjafmild. Eg er þakklát fyr- ir þær mörgu stundir sem ég átti með henni sl. eitt og hálft ár; heim- sóknirnar til Keflavíkur, heimsóknir hennar til okkar, jólin og áramótin síðustu, dagarnir sem við áttum son, f. 10. desember 1926, Haraldur Axel Guðbergsson, f. 26. október 1930 og Ólafía Sigríður Guð- bergsdóttir, f. 4. des- ember 1931. Hinn 20. desember 1965 giftist Bergljót Emi Erlingssyni, f. 3. febrúar 1937 í Garði. Þau skildu. Synir þeirra eru: Stefán Arnarson, f. 6. apríl 1962 í Kefla- vík, Erlingur Arnar- son, f. 13. apríl 1967 í Keflavík, Hjörtur Arnarson f. 6. mars 1971 í Suður-Kóreu og Öm Amarson, f. 6. desember 1975 í Keflavík. Útför Bergljótar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 18. ágpist. saman á Kanari, spjall um lífið og til- veruna og síðasta gönguferðin 9. ágúst. Ég er þakkiát fyrir að hafa verið hjá Beggu síðustu daga hennar allt þar til kallið kom. Það eru margar myndir af Beggu í huga mér, allar eru þær lifandi nema ein - ein mynd er sveipuð friði og fal- legu brosi. Ég trúi því að nú sé Begga í engla- heimi, að ná upp sínum íýrri styrk og þaðan mun hún fylgjast með þeim sem elska hana. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, Er sefur hér hirrn síðasta blund. (V. Briem.) Björg. Það er alltaf erfitt að missa góðan vin. Hvað getur maður gert? Hvað getur maður sagt? Ekkert, maður er orðlaus á stundu sem þessari, verður hryggur, hryggur yfir því að þurfa að kveðja þig. Þú barðist eins og sönn hetja við erfiðan sjúkdóm sem hreinlega enginn maður getur ráðið við. Krabbameinið er sá sjúkdómur sem leiddi þig á annan stað, líklegast betri stað þar sem leitast var eftir góðri og fallegri persónu sem hefur hlýja og góða sál að geyma, því alls staðar vantar engla. Já elsku Begga mín, það eru ekki margir englar eins og þú varst. Það róar huga minn er ég hugsa til þess að þú ert núna kom- in yfir þetta tímabil og ert farin að njóta þess og líða mun betur. Ég var úti á Krít þegar mamma hringdi og sagði mér þessar sorgarfréttir. Það var svo stutt síðan ég horfði á þig út um gluggann í eldhúsinu með rass- inn upp í loftið að vinna í garðinum þínum við að reyta arfann, hlaupandi um með sláttuvélina eða þrífandi ál- felgurnar þínar á bflnum sem þú þreifst svo vel með uppþvottaburst- anum. Þetta gast þú dundað þér við og notið út í ystu æsar. Þetta er það sem lýsir þér best, orkuna og kraft- inn vantaði aldrei í þig. Elsku Begga, við sem vorum búnar að tala um það að skrifast á þegar ég færi til Þýska- lands. Ég sem ætlaði að segja þér svo mikið frá landi og þjóð. Begga, við vitum það báðar að það er enn þá hægt, vegna þess að við gerum það á okkar hátt, notum okkar leið til þess. Elsku vinkona ég kveð þig að sinni, við hittumst aftur seinna, synir þínir eiga sárt um að binda þessa stundina og litlu bamabömin sem eiga eftir að sakna ömmu Beggu svo sárt. Ég vona að guð gefi fjölskyldu þinni styrk og hlýju í þessari miklu sorg. þau hafa misst mikinn gullmola líkt og við hin sem munum sakna þín svo mikið. Guð veri með ykkur. Þín vinkona og nágranni, María Kristinsdóttir. Hún var dökk á brún og brá, falleg kona og glæsileg svo eftir var tekið. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæpum tíu ámm, þegar elstu börnin okkar mgluðu saman reitum. Aldrei þekkti ég Beggu öðmvísi en hispurslausa, hrífandi og já- kvæða, en nafnið hennar fallega, Bergljót, merkir einmitt í gömlum bókum björt kona og fögur. Begga geislaði af lífsþrótti og fegurð, sem engan skugga bar á, þótt hún, í hart nær tvö ár, vissi örlög sín nálgast. Henni var búinn harður skapadóm- ur. Það var eins og ávallt væri bjart í kringum Beggu. Hún hafði lag á að gera gott úr hlutunum, finna bjartan blett, jafnvel þótt myrkrið grúfði yf- ir. Hún var sólskinsbam og það var sjaldnast lognmolla eða dmngi í kringum hana. Listfeng var hún, unni öllu fögm og bjó yfir ríkri sköpunargáfu. Hún var ákaflega hugmyndarík og djörf í sköpunargleði sinni. Á augabragði saumaði hún hvort heldur var rúm- föt handa litlu barni eða töfraði af fingram fram listaverk af allt öðmm - toga, úr allt öðru efni, stundum næstum engu. Hlutirnir urðu bara til í höndunum hennar. Listakokkur var hún og elskaði góðan mat. Og svo hafði Begga þessa dæmalaust „grænu putta“. Blómin hennar og trén döfnuðu ótrúlega og í garðinum framkvæmdi hún óhikað tilraunir sem bám ríkulegan ávöxt. Ég held ég þekki enga manneskju sem orðið „lífskúnstner“ á betur við. Hún vai' afar umburðarlynd og trygglynd og ekkert fyrir að velta sér lengi upp úr smámunum. Vin- mörg var hún sannarlega, skemmti- legur og kátur félagi. Bænum sínum, Keflavík, unni hún og þar, eða hjá strákunum sínum sem einn af öðmm fluttu J bæinn“, leið henni best. Bergljót minnti mig á harðgerða íslenska jurt. Hún lifði og lagaði sig eftir aðstæðum og blómstraði þegar hennar tími kom. Hún bjó líka yfir eiginleika sem svo margir vildu eiga, en skortir áræði til. Hún þorði að taka áhættu og láta draumana ræt- ast. Hugrökk lagði Bergljót upp í hinstu ferðina sína, óvissuferðina til draumalandsins. Ég efast ekki um að þar er hún falleg og frjáls, umvaf- in birtu og yl, sem hún, með sínum r*- hætti, heldur áfram að miðla til drengjanna sinna og fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minning Bergljótar Stefánsdóttur. Guðrún Broddadóttir. BERGLJÓT STEFÁNSDÓTTIR ■ \ ... GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR + Guðrún Magnús- dóttir, Klepps- vegi 134, fyrrv. sím- stöðvarsljóri fæddist á Mosfelli í Mosfells- sveit 6. aprfl 1913. Hún lést á St. Jósefs- spftala 8. ágúst síð- astliðinn á 88. aldurs- ári. Hún var dóttir hjónanna séra Magn- úsar Þorsteinssonar, f. 3.1. 1872, d. 4.7. 1922 og Valgerðar Gísladóttur, f. 27.10. 1873, d. 11.6. 1940. Guðrún var yngst í átta barna hópi Magnúsar og Val- gerðaren systkinin eru nú öll látin. Guðrún giftist 19.10. 1935 Jó- hanni Sigurjónssyni bókara og eignuðust þau fjögur börn: I) Sig- uijón, f. 12.8. 1933. Maki Erna Þorleifsdóttir, f. 9.4. 1939, d. 7.3. 1994. Þeirra börn eru Jóhann, Þórgunnur, Katrín og Anna Guð- rún. Sambýliskona Ingibjörg Þór- arinsdóttir, f. 25.8. 1933. 2) Jón Magnús, f. 2. 12. 1935, maki Erna Ólafsdóttir, f. 1.1. 1938. Þeirra böm eru Einar, Gunnar Jóhann, Guðrún, Guðný, María og Bjarki Páll. 3) Margrét Helga, f. 4.5. 1940. Maki 1 Flosi Gunnarsson, f 24.8. 1933, d. 26.5. 1990. Böm þeirra em Guð- mundur Örn og Jak- obína. Þau skildu. Fyrir átti Margrét soninn Val Jóhann Vífílsson, faðir Vífill Magnússon, f. 17.12. 1938. Maki 2 Máni Sigurjónsson, f. 28.4. 1932. Þau skildu. 4) Matthildur, f. 1.2. 1942, maki Pétur Guðmundsson, f. 7.2. 1942. Sonur þeirra er Pétur. Þau skildu. Barn tvö Ragnheið- ur, faðir Ketill Odds- son, f. 20.1. 1941. Barn þrjú Alan Már, faðir Stanko Darri Miljevic, f. 28.9.1952. Guðrún og Jóhann skildu. Jó- hann lést 31.12.1956. Síðari eiginmaður Guðrúnar var Karl Halldórsson tollvörður ( giftust 28.8. 1954). Karl lést 13.2. 1963. Guðrún vann á símstöðinni á Brúarlandi í Mosfellssveit frá 1946, fyrst sem símamær en síðar sem stöðvarstjóri fram til ársins 1972. Barnabörn Guðrúnar voru 16 og barnabarnabörn 30 er hún lést. Útför Guðrúnar fór fram í kyrr- þey. Mig langar að minnast ömmu minnar, Guðrúnar Magnúsdóttur, sem lést hinn 8. ágúst síðastliðinn eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsum síðan í haust sem leið. Guðrán Magnúsdóttir, eða amma Gunna eins og hún var ævinlega kölluð af niðjum barna hennar, var stórbrotin og sterk kona, kletturinn í hafinu. Amma Gunna var ákveðin en mjög hlý og aldrei var langt í glettn- ina. Hún var vel að sér í málefnum líðandi stundar og hafði ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og málefn- um sem gaman var að ræða við hana á góðum dögum. Amma Gunna var símstöðvar- stjóri á Bráarlandi mestan hluta starfsævi sinnar og var vel liðin af undirmönnum sínum og sveitungum í Mosfellssveit. Hún var hannyrðakona mikil og nutu allir ættingjar hennar góðs af því, hún sá þeim fyrir vettlingum, lopapeysum, húfum og sokkum yfir vetrarmánuðina. Handbragð hennar í öllum saumaskap var mjög gott og gaman var að ganga í flíkum sem hún hafði pijónað sökum þess hve fallegar þær vora. Amma Gunna hafði mjög gaman af tónlist þó sérstaklega af söng og söng opinberlega með kórum og á öðmm uppákomum á sínum yngri áram. Hún hélt röddinni langt fram á efri ár og gaman var að heyra hana syngja. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar á Kleppsveginn eða í Lopakot eins og hún nefndi heimili sitt. Það skorti aldrei neitt í veitingum, ávallt nóg af öllu til að metta svangan æskulýð. Þegar mað- ur kom í heimsókn í Lopakot var oft tekið í spil eða bara spjallað um flest málefni, því amma Gunna var mjög vel að sér og hafði, að mér virtist, meira gaman af því að ræða við sér yngra fólk um hitt og þetta þannig að manni fannst aldursmunurinn hverfa. Amma mín, ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Það var ávallt gott að leita til þín, þú varst alltaf tilbúin að hlusta og greiða úr flækjum þeim er fylgja uppvaxtaráranum. Elsku amma mín, ég mun minnast þín með söknuði, þakklæti og virð- ingu um ókomin ár. Guð blessi þig. Guðmundur Öm Flosason. Elsku amma Gunna. Mig langaði til þess að kveðja þig með nokkram orðum. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til þín og ávallt varstu ánægð að sjá mig. Ég man ekki eftir þér öðravísi en hressri og skemmtilegri og gott var að tala við þig. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Hlýjar minn- ingar mun ég ávallt eiga. Guð geymi þig. Andri Fannar Guðmundsson. Elsku besta amma mín. Mig lang- ar til kveðja þig í hinsta sinn með því að skrifa til þín nokkrar línur. Nú ert þú farin frá okkur eftir langa spítaladvöl og ert án efa hvfld- inni fegin. Þú ert farin sömu leið og næstum því allir vinir þínir og systkini, sem þú reyndar varst búin að sakna lengi. Þú hafðir oft orð á því hve tómlegt væri orðið í kringum þig eft- ir að þinn stóri systkinahópur og hart nær allir vinir þínir væra gengnir yfir móðuna miklu. Ég og þú áttum margar góðar stundir saman, enda ólst ég upp með þér og mömmu. Þegar mamma og pabbi skildu ár- ið 1969 fluttu þú og mamma frá Mos- fellsbænum til Reykjavíkur nánai’ tiltekið á Njálsgötu 82. Þá var ég sjö ára og bræður mínir átta og þrettán. Þaðan á ég margar góðar minningar. Á þeim tíma varst þú símtövðar- stjóri á Bráarlandi og tókst rútuna frá Hlemmi upp í Mosfellssveit á hverjum degi í öllum veðram. Þótt það væri glæra gler og bylur úti var engin ástæða til ad setja það fyrir sig, þú skelltir þér bara á mann- broddana. Þú varst mér alltaf fjarskalega góð amma og meira en bai'a amma, líka góð vinkona. Ég man ekki eftir því að þú hafir neitað að spila við mig, fara í Frúna í Hamborg, eða í falinn hlut, sem mér fannst svo skemmtilegt. Þú bjóst til góðan mat og bakaðir afbragðs lummur og skonsur. Þú lagðir mér líka margar lífs- reglurnar og fræddir mig um ýmsa hluti í daglegu lífi, sem hafa komið sér vel á minni lífsleið. Þú sagðir mér frá lífinu á Islandi fyrir, á og eft- ir stríðsárin, ýmislegt um bragga- hverfin og margt fleira. Ein af skemmtilegustu frásögnunum var þó um ferðalagið sem þú fórst með vinkonum þínum með skemmti- ferðaskipinu Gullfossi og um allt fín- iríið sem þú keyptir þér, keip og flotta hatta. Mér fannst þetta mjög áhugavert. Það má segja að ferða- sögurnar þínai' hafi verið kveikjan að mínu útlandabrölti. Þegar ég var komin rétt yfir ferm- ingu fluttuð þið mamma frá hvor annari og þú fluttir á Kleppsveginn nr. 134 í litla íbúð sem þú svo oft kallaðir lopakot, enda varst þú alltaf með eitthvað á prjónunum. Þú varst góð prjónakona og prjónaðir hinar fallegustu lopapeysur en gast líka alltaf nýtt alla spotta í eitthvað brúk- legt. Eg minnist þess einnig að í hvert skipti sem ég og mínir héim- sóttum þig í lopakotið var allt það besta sem til var sett á borð. Maður fór alltaf saddur út þó svo að maður hefði í upphafi ekki hugsað sér að þiggja neitt. Þú varst líka mjög skemmtileg kona. Það var sérstak- lega gaman að sitja hjá þér og ræða . við þig um heima og geima og ekki' síst hlæja með þér. Þú hafðir alltaf tíma til að hlusta og varst skilnings- rík og var gott að leita ráða hjá þér með hina ólíklegustu hluti. Þegar ég var rétt yfir tvítugt fluttist ég til kóngsins Köbenhavn, seinna giftist ég þar og eignaðist barn og buru. Þú komst og heimsótt- ir okkur tvisvar. Þér fannst ekki mikið mál að skella þér í heimsókn til okkar þótt þú værir orðin hálfátt- ræð. Við áttum yndislegan tíma í bæði skiptin og þú naust þess að koma aftur til Köben. Þú varst alltaf mjög höfðingleg í eðli þínu og minnist ég þess þegar þú bauðst allri fjölskyldunni upp úr þurru út að borða á Copenhagen '• Corner, þar sem við sátum undir ekta Krpjer og fengum fínasta „dinnerinn" sem húsið hafði upp á að bjóða. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem þú hefur gefið mér. Ég segi eins og þú sagðir oft við mig, Guð geymi þig! Jakobína Flosadóttir (Jabbý). Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA BALDVINSDÓTTIR, frá Þórshöfn, til heimilis á Heiðarvegi 23a, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík sunnudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudag- inn 31. ágúst kl. 14.00. Baldvin Elís Arason, Hilmar Arason, Annie Sigurðardóttir, Snjólaug A. Baldvinsdóttir, Anton H. Antonsson, Gísli K. Wium, Sigurbjörg Jónsdóttir, Valur Á. Gunnarsson, Óskar S. Ingvarsson Bjarkar S. Adolfsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Guðlaugur Arason, Sólrún Aradóttir, Kolbrún Aradóttir, Birgir Arason, Þóra Aradóttir, Þórdís Aradóttir, Björk Aradóttir, Reynir Arason, Svanfríður Aradóttir, Ragnar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.