Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 KIRKJUSTARF MESSUR Fríkirkjan í Hafnarfirði Safnaðarstarf Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfírði KVÖLDVÖKUR voru haldnar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eitt sunnudagskvöld í mánuði síðasta vetur og nutu mikilla vinsælda. Á þessum kvöldvökum var létt dag- skrá í tali og tónum og góðir gestir komu í heimsókn. Fyrsta kvöld- vakan á þessu hausti verður haldin nk. sunnudagskvöld og hefst kl. 20. Það er Örn Arnarson, tónlistar- ^maður og söngvari, sem stjórnar söng og tónlist ásamt góðum hópi tónlistarfólks en á hverri kvöld- vöku er reynt að kynna nýja söngva. Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er „Haustlitir í Hafn- arfirði" og er henni ætlað að minna okkur á að haustið getur verið fallegur og góður tími. Sérstakur gestur kvöldvökunnar að þessu sinni er Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafn- arfjarðarbæjar og ljóðskáld, og mun hann lesa okkur nokkur ljóða sinna og fjalla um tilurð þeirra. Þá verður einnig annar upplestur og bænastund. Það eru allir velkomnir á þessar "*kvöldvökur Fríkirkjunnar. Litlir læri- sveinar Landakirkju BARNAKÓRINN Litlir lærisvein- ar Landakirkju í Eyjum hefur vetrarstarfið mánudaginn 4. sept- ember með foreldrafundi í safnað- arheimilinu kl. 18. Á þennan fund iíru foreldrar nýrra kórféíaga vel- komnir og líka þeir foreldrar sem vilja kynná sér málin. Innritun nýrra kórfélaga fer fram fimmtu- daginn 7. september kl. 16. Litlir lærisveinar hafa sungið við Landa- kirkju og víðar á liðnum árum en stofnandi kórsins var Helga Jóns- dóttir. Stjórnendur þeirra, Guðrún Ilelga Bjarnadóttir og Ósvaldur Freyr Guðjónsson, eru með marg- ar góðar hugmyndir fyrir vetrar- starfið. Kórinn kemur fram í barnaguðsþjónustum af og til i vetur, syngur í þjóðlagamessum og almennri guðsþjónustu, en auk þess kemur kórinn fram við ýmis tækifæri í bæjarfélaginu. Kórfé- lagar læra mikið af líflegum söngv- um til að gleðja aðra og lofa Guð. Æfingarnar hefjast föstudaginn 8. september eins og auglýst er í blöðum. Sr. Kristján Björnsson. Vörðufell á Skeiðum - Fjallræðuferð FYRIRHUGUÐ er fjallræðuferð á Vörðufell, laugardaginn 2. septem- ber. Þetta mun verða 11. fjall- ræðuferðin sem farin er í Stóra-Núpsprestakalli frá því að fyrsta ferðin var farin í fyrrasum- ar. Þar sem fjallið er aðeins eitt á Skeiðum verður skundað aftur og enn á ný á Vörðufell en önnur leið verður fyrir valinu en síðasta sum- ar. Nú liggur leiðin um Úlfsgil að vestanverðu en Úlfsgil er vestan við Birnustaði. Athygli fólks er vakin á þessum fjallræðuferðum. í fjallræðuferð er fjallræða Jesú Krists lesin í nokkr- um köflum milli þess sem gengið er. Þess vegna eru þessir göngu- túrar einstakir um margt og vel þess virði að leyfa sér að njóta þeirra forréttinda að ganga á fjall- ið með Kristi og hinum sem taka þátt. Lagt verður af stað kl. 13.30. Hallgrímskirkja. Hádegistón- leikar kl. 12-12.30. Hörður Askels- son leikur á orgel. Fríkirkjan Vegurinn: Vetrar- starfið hafið. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Ragna Þorvaldsdóttir prédikar. Brauðsbrotning. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS. Laugard.: Samköma kl. 14. Ræðumaður: Björg R. Páls- dóttir. Þri.: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Mið.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Föstud.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðspjall dagsins: Faríseinn og tollheimtu- maðurinn. (Lúk. 18.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti: Bjarni Jónatans- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Fé- lagar úr Dómkórnum syngja. Organ- isti: Marteinn H. Friöriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Félagar úr Dómkórnum syngja. Org- anisti: Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Prestur: sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Organisti: Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti: Árni Arin- bjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Mótettukór syngja. Org- anisti: Hörður Áskelsson. Sr. Sig- urður Pálsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Marfa Ágústsdóttir. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti: Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Þóra Einarsdóttir syngur. Prestur: sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti: Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Athugið að safnaðarstarfiö hefst að nýju í vikunni. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugar- neskirkju syngur undir stjórn Gunn- ars Gunnarssonar. Hrund Þórarins- dóttir stýrir sunnudagaskólanum ásamt sínu fólki og sr. Bjarni Karls- son þjónar. Messa kl. 13 í dagvist- arsalnum Hátúni 12. Þorvaldur Hall- dórsson og Margrét Scheving syngja. Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjónar ásamt sr. Bjarna Karlssyni og hópi sjálfboöaliöa. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Ferm- ingarbörn af sumarnámskeiði ganga til altaris ásamt foreldrum. Sr. Örn Bárður Jónsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Frank M. Halldórssyni. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur: sr. Ragnar Fjalar Lárusson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Vegna seink- unar framkvæmda við kirkjuna fell- ur guösþjónusta niður í dag. Næsta messa verður 10. september. Prestarnir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur: Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Organisti: Kjartan Sigurjóns- son. Kór Digraneskirkju, A-hópur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 (Ath. br. messu- tíma). Prestur: Sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti: Lenka Matéová. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur: sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Helga Sturludóttir guðfræöingur predikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ- isti: Höróur Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og stjórna safnaöarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriöjudag kl. 18. KÓPAVOGSKIRKJA: Sóknarprestur verður í supiarleyfi frá 3. ágúst til 7. september. Guðsþjón'ustur og bæn- astundlr falla niöur 'þann ’tíma en kirkjan verður opin og kirkjuvörður tll staðar. Sóknarprestur Digranes- prestakalls annast þjónustu í Kárs- nesprestakalli í sumarleyfi sóknar- prests. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur einsöng. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Sóknarprestur. KIRKJUSTARF ALDRAÐRA: Sam kirkjuleg guösþjónusta fyrir aldraða verður haldin í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudaginn 6. septem- ber kl. 14. Vörður Traustason, for- stööumaöur í Fíladelfíu, stjórnar. Sr. Guömundur Þorsteinsson dómp- rðfastur prédikar. Ritningarlestra lesa fulltrúarfrá Fríkirkjunni, Óháða söfnuðinum og Aðventistum. Kór aldraöra á Vesturgötu stýrir söng undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Organisti: Daníel Jón- asson. Kaffiveitingar í safnaðarsal eftir guðsþjónustuna. Allir velkomn- ir og takið með ykkur gesti: Guðs- þjónustan er samstarfsverkefni kristnihátíðarnefndar Reykjavíkur- prófastsdæma, Hvítasunnusafnað- arins, ellimálaráðs Reykjavíkurpróf- astsdæma, Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins, Aö- ventistasafnaðarins, íslensku Kristskirkjunnar, Kefas - kristins samfélags og Frelsisins. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Heilög kvöldmáltíð. Samkoma kl. 20. Stutt ávörp, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24, Kóp.: Sam- koma kl. 14 í dag, laugardag. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. í dag sér Steinþór Þóröarson um predikun og Bjarni Sigurðsson um biblíufræðslu. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. All- ir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Predikun orðsins og mikil lofgjörð ogtilbeiðsla. Allir velkomnir. VEGURINN: Fjölskyldusamkoma kl. 11. Brauösbrotning. Samkoma kl. 20. Ragna Þorvaldsdóttir prédikar. Allir hjartaniega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma í umsjón kafteins Miriam Óskarsdóttur og Evu Nord- sten frá Svíþjóö. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirdl: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 15. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 messa og skírn. Kaleikur frá kristnihátíöinni á Þingvöllum notað- ur viö útdeilinguna. „Þingvallahóp- urinn“, þau sem voru á Þingvöllum 1. og 2. júlt sl., sérstaklega velkom- in. Lagt á ráðin um myndakvöld. Nýtt hljómborð tekið í notkun en það er gjöf frá Kvenfélagi Landa- kirkju. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11. Þema: Hin auö- mýkta kirkja. Organisti: Natalía Chow. Prestur: sr. Þórhallur Heimis- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Kór Víóistaðakirkju syngur. Organisti: Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöld vaka f kirkjunni kl. 20. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Örn Arnar- son og hjómsveit stýra tónlist og söng. Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafnarfjarðarbæj- ar, les úr Ijóðum sínum. Samver- unni lýkur með bænastund. Einar Eyjólfsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta dagsins er f Garðakirkju kl. 14. Aksturfrá Kirkjulundi kl. 13.30. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn stýrir almennum safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Rúta fer frá Kirkju- lundi kl. 13.30 og frá Hleinum kl. 13.40. Allir velkomnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskyldug- uðsþjónusta kl. 11. Álftanesskóli settur í athöfninni. Álftaneskórinn stýrir söngnum undir stjórn organ- istans, Jóhanns Baldvinssonar. For- eldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta í kirkjunni eöa Kapellu vonar- innar kl. 11 árd. Kór Keflavíkur- kirkju stýrir söng. Organisti: Einar Örn Einarsson. Sjá vefrit Keflavíkur- kirkju: keflavikurkirkja.is SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morgunbænir þriðjudaga til föstu- daga kl. 10. Foreldramorgnar mið- vikudaga kl. 11. Septembertónleik- ar þriðjudag 5. sept. kl. 20.30. Hörður Áskelsson. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Kvöldmessa nk. sunnudag kl. 21. Kristinn Á. Friðfinnsson. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum: Kvöldguðsþjónusta verður í Ólafs- vallakirkju sunnudagskvöldið 3. september nk. kl. 21. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjónusta kl. 13 við upphaf hér- aðsfundar Rangárvallaprófasts- dæmis. Nýr organisti, Magnús Ragnarsson, tekur til starfa. Sókn- arprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Prestur: sr. Krist- inn Á. Friöfinnsson. Börn úr Suzuki- tónlistarskólanum leika á hljóöfæri. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma í september. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Kyrröarstund á mánudag 4- sept. kl. 18. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.