Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 28
28 MltóVHÍ.UjlMíiUK,*?. SJ-MfJ’.KiVlBJiH ««>0 M(,HiUU,N14LA*)Lt) LISTIR Látlaus litur en fjörleg form Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Börn, hið eftirminnilega gifsverk eftir Magnús Pálsson í mörgum hlut- um, frá 1971, er meðal þeirra verka hans sem enn má njóta í Listasafni íslands. MYNDLIST Lislasafn íslands BLÖNDUÐ TÆKNI MAGNÚS PÁLSSON Til 1. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. MEÐAL þess sem ásækir áhorf- andann frammi fyrir verkum Magnúsar Pálssonar er litleysi þeirra. Segja má að gestir Lista- safns Islands séu rækilega áminnt- ir um það að Magnús var maðurinn sem gerði misjafnlega hvíta tóna að gjaldgengu litavali í íslenska list. En í staðinn fyrir litlaust ætt- um við að tala um látlaust, en þannig lýsti listamaðurinn gipsinu um leið og sagði það vera dautt. Eftir að hann hafði innleitt liti pappírsins og gipsins sem aðaltóna í spjaldi sínu reyndist eftirkomend- um mun auðveldara að hverfa frá hinu sterka litrófi sem einkenndi stærstan hluta íslenskrar listar vel fram á sjöunda áratuginn. Manni dettur ósjálfrátt í hug til- raunin úr barnaskóla þegar kenn- arinn þeytti marglita skífu með ógnarhraða um lóðréttan ás uns lit- irnir runnu saman í einn hvítan. Það hlýtur að teljast býsna tákn- rænt að Magnús, þessi svarni and- stæðingur formrænnar aðgreining- ar, skuli einmitt sækjast eftir þeim lit sem er nokkurs konar summa allra annarra lita án þess að vera sjálfur litur í venjulegri merkingu þess orðs. En ef til vill er litleysi allra mögulegra lita táknrænasti vottur- inn um djarfa framgöngu Magnús- ar frá upphafi listferils síns. Eftir verkunum í eigu Listasafns íslands að dæma var hann ákveðinn að feta ekki hina fagurfræðilegu leið að settu marki heldur finna sér aðra og óvenjulegri með því að sækja út fyrir hin hefðbundnu landamæri myndlistarinnar. Þótt teikningarn- ar frá 1966, Kál I og Kál II, séu fal- legar sem slíkar og fylgi að mörgu leyti þeim optísku tilraunum sem þá voru efstar á baugi búa þær yfir miklu meiri og flóknari upplýsing- um. Þær ganga mun lengra í til- raunum sínum til að ná út fyrir þröng tæknileg landamæri mynd- listarinnar en venjulegar teikning- ar sem einskorðast alfarið við fag- urfræðileg gildi. Þannig sýna þau tiltölulega fáu verk sem Listasafnið á hve lítinn áhuga Magnús hafði á hefðbund- inni formfræði. Ekkert virðist hafa verið fjær honum en fara troðnar slóðir í listsköpun sinni. Því má auðvitað ekki gleyma að Magnús starfaði sem leiktjaldamálari þegar þörfin fyrir að gerast óháður myndlistarmaður sótti hann heim. Hann hefur ábyggilega ekki farið varhluta af þeim skoðunum að myndlist og leiklist væru fullkom- lega ósættanlegii- pólar, enda tald- ist það óhjákvæmilegt að bestu manna yfirsýn. Það sem tekið var gott og gilt í leikhúsi þótti beinlínis óheiðarlegt í myndlist, og það sem hélt fyrir myndlistarmönnum vöku var talið alltof sértækt og illskilj- anlegt til að ná athygli leikhús- gesta. En líkt og allir menn sem glíma við hið ómögulega taldi Magnús sig eygja leið framhjá vandanum. Börn, gipsverk eftir Magnús frá 1971, er í senn leikrænt verk og myndrænt. Hann útvegaði sér smábarnaföt úr teygjanlegu garni og fyllti þau með gipsi. Við það belgdust fötin út og tóku á sig mynd leikandi barna þótt höfuðin vantaði og helmingur búksins væri stundum það eina sem eftir stóð. Með því að sveigja þessi sértæðu mót á alla vegu náði Magnús að túlka ærslin í smábörnum og miðla um leið óstöðugleika líkamsstell- ingar þeirra. Minnstu börnin eru oft áþekk tinandi hrúgaldi þar sem þau sitja flötum beinum, kappdúð- uð, og reyna að halda jafnvægi. Á sinn hátt tókst Magnúsi að túlka samneyti smáfólksins með jafneft- irminnilegum og sposkum hætti og meistara Bruegel fjögur hundruð árum fyrr. Því má ekki gleyma að sex árum fyrr - árið 1965 - var Magnús far- inn að nýta sér klæðnað og gips í Stykkin sín, sem hann flokkaði sem Besta stykkið, Annað besta og Þriðja besta stykkið. Á samtíma Ijósmynd af nokkrum þessara hauslausu fatalíkneskja má sjá hve dæmalaust svipuð þau eru leikur- um sem þiggja lof eftir vel heppn- aða sýningu. Þetta og fjölmargt fleira má lesa út úr öllum verkun- um á þessari alltof smáu og alltof skammlífu sýningu Listasafns Is- lands á verkum Magnúsar Pálsson- ar. Halldór Björn Runólfsson Menningarmimii úr bókmenntum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Agnar Þorðarson í NÝÚTKOMINNI bók sem nefnist I leiftri daganna tekur Agnar Þórðarson rithöfundur upp þráð- inn frá bók sinni I vagni tímans og heldur áfram að rekja minningar sínar af mönnum og málefnum. Agnar hafði kynni af mönnum sem settu svip á menningarumræðu og listalíf nýliðinnar aldar og rekur þau kynni í bókinni. Þarna birtast myndir af þjóðkunnum íslending- um lífs og liðnum og ýmsir stór- meistarar tala tæpitungulaust sínu máli á síðum bókarinnar svo sem Halldór Laxness, Vilmundur land- læknir, Kjarval og Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur svo ein- hverjir séu nefndir af þeim sem við sögu koma. Auk vinnu sinnar á Landsbókasafninu starfaði Agnar meðal annars bæði fyrir sendiráð Bandarikjanna og Sovétríkjanna sálugu svo augljóst er að slíkur maður hefur frá mörgu að segja. En hvernig iýsir Agnar bókinni, er hún ævisaga eða ef til vill menning- arrýni? „Þetta eru eiginlega menningar- minni,“ svarar Agnar Þórðarson. „Þetta er ekki bein ævisaga heldur menningarminni, aðailega úr bók- menntum, leiftur úr því umhverfí sem ég er í á hveijum stað, frá Par- ís og frá Rússlandi, Póllandi og Bandaríkjunum og fleiri stöðum sem ég hef dvalið á í áranna rás, til dæmis vegna starfa minna fyrir sendiráð bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hér heima. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu var erf- itt fyrir Rússana að fá íslenskan starfsmann því þeir hurfu frá þeim en ég hafði lesið blöðin með fyrsta sovéska sendiherranum sem hér var, hann kom hingað um 1944 og ég las með honum blöðin og gaf honum skýrslu um sjálfstæðis- baráttuna. Þess vegna hafa þeir væntanlega haft augastað á því að fá mig til starfa aftur. Þarna starf- aði ég frá ’68 til ’72 og var boðið í annað sinn til Sovétríkjanna 1970 í þakklætisskyni fyrir starfið og kom þá meðal annars til Armeníu og dvaldi um tfma í Moskvu. Þeir vissu það að ég var ekki hlynntur þeim í pólítík enda töluðum við ekkert um pólítík. Þeir vissu að ég hafði komið með Steini til Sovét- ríkjanna árið 1956 og skrifað um það og mótmælt kerfinu enda var ég mótfallinn því en ekki þjóðinni. Eg hafði mætur á Rússum og bók- menntum þeirra en það er allt ann- að mál og ekki pólitík. Og það mega þeir eiga Rússar að þeir eru vel að sér í bókmenntum og ávinn- ingur af því að fræðast af þeim um Púskín, Tolstoj og fleiri skáld en nítjándualdarhöfundarnir skrifuðu eiginlega þeirra helstu bókmenntir fram á daga Gorkís.“ Þannig að I leiftri daganna er eins konar menningarsaga öðrum þræði? „Já, ég tala mikið um bókmennt- ir, Halldór Laxness og Vilmund Jónsson sem ég kynntist talsvert og ræddi mikið við. Eg kynntist Hall- dóri ekki náið en þó kom ég til hans á Gljúfrastein og ræddi við hann uin bókmenntir. Halldór var mjög samsettur maður og næmur fyrir öllu mögulegu í kringum sig. í póli- tík var hann eindreginn vinstri- sinni, mjög róttækur og fylgjandi Sovétríkjunum. Það var ekki fyrr en eftir 1956 sem hann fór að hugsa sig eitthvað um og síðar skrifar hann Skáldatíma þar sem hann gengur endanlega af trúnni. Halldór hafði ríka þörf fyrir trú og byrjaði sem kaþólikki og gerðist síðan kommúnisti og var það í ein þijátfu ár en var undir lokin aftur farinn að snúast á sveif með kirkjunni. Það var Halldóri veiga- mikið þegar hann var ungur höf- undur að hafa harðsnúinn flokk með sér sem studdi hann og þeir gerðu það strax, tóku hann upp á sína arma eftir að hann skrifaði Al- þýðubókina og hann varð í kjölfar þess virkur mjög í pólitíkinni." Voru þeir ólíkir menn hann og Steinn Steinarr? „Steinn var efasemdarmaður og efaðist um allt! Hann var róttækur þegar hann var ungur eins og margir aðrir, þar á meðal ég. En þegar við fórum í ferðina 1956 var hann alveg horfinn frá trúnni á kommúnismann og orðinn mjög heitur gegn þeim áður en yfir lauk. Hann sagði í viðtali við Helga Sæ- mundsson í Alþýðublaðinu: „Sovét- ríkin eru vonandi ekki það sem koma skal.“ Hann orti um hina bergmálslausu múra Kremlar. Þetta voru afar dapurlegir tímar. Menn sem hölluðust að ólíkum skoðunum töluðu ekki einu sinni saman, það var engin samræða á milli þeirra. Tómas Guðmundsson fékk þann stimpil að hann væri borgarlegt skáld og varð eiginlega fyrir aðkasti sem var ómaklegt því hann er eitt af okkar bestu skáld- um.“ En þú sjálfur hefur ekki heillast jafnmikið af pólitík og þeir Steinn og Halldór gerðu? „Ég hef eiginlega alltaf staðið utan stjórnmála og ekki tekið þátt í pólitík í rúma hálfa öld. Ég hef engan póliti'skan lit orðið og er al- gjörlega fríþenkjandi en ég heyri á róttækum mönnum að ég sé borg- arlegt skáld og ég læt mér það vel líka. Ég byggi á hefðbundum bók- menntum enskum og frönskum og tek þær mér til fyrirmyndar og hef ekki trú á tilraunum. Póstmódern- imsi veit ég ekki hvað er - eða hver hann er! Ég velti því ekkert fyrir mér enda kemur mér þetta ekkert við. Ég bara fer mínu fram.“ Hvað stendur eftir þegar þú lítur yfir farinn veg og áratuga starf í bókmenntum? „Það er sagan sjálf, hvað hún lif- ir. Það skiptir höfuðmáli að kunna að segja sögu, það er sígilt. Svo geta verið alls konar kúnstir inni á milli, í háskólanum er mikil þörf fyrir að fá efni handa stúdentum og þá leita kennararnir uppi höfunda sem eru skrýtnir, slá þeim upp og halda þeim fram eins og þetta sé eitthvað voða merkilegt. En það sem blífur er það að kunna að segja sögu og slíkar bækur lifa. Gömlu sagnameistararnir okkar lifa enn, Jón Trausti sem Halldór Laxness lærði mikið af og Gunnar Gunnars- son og síðan Halldór sjálfur. Þetta eru allt miklir sagnameistarar en ég fylgist ekki svo mikið með ís- lenskum nútímabókmenntum, þó þykir mér mikið til höfundar Tröllakirkju og fleiri skáldsagna, Ólafs Gunnarssonar, koma. Hann er góður höfundur. Minningabæk- urnar mi'nar eru tilraun til að skrifa brot af menningarsögunni eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Ég hef þarna ýmislegt eftir merk- um mönnum og er ckki lýsa þeim náið innan frá heldur einungis hlusta á það sem þeir hafa að segja og ég reyni að hafa það rétt eftir.“ Gyðingurinn gangandi Það var eitt sumar að þýskur gyð- ingur, Kaliseher að nafni, bjó hjá okkur í Suðurgötu. Hann var fyrr- verandi skólastjóri, sálfræðingur að mennt og áhugasamur frístunda- málari, setti á léreft dramatískar myndir frá Þingvöllum. Hann unni útiveru og gönguferðum. Hann hafði flúið frá Þýskalandi tii Banda- ríkjanna þegar fór að hitna í kolun- um á fjórða áratugnum. Hann var áhugasamur um íslenska málaralist og fékk mikið dálæti á Kjarval. Ég hafði kynnt hann fyrir Valtý Péturs- syni listmálara, vini mínum, og þeg- ar Kalischer rakst á Valtý á Hótel Borg og frétti að Kjarval væri þar staddur tókst hann á loft og Valtýr kynnti hann fyrir meistaranum. Kjarval spurði hvar hann byggi og þegar Kjarval heyrði að hann gisti hjá mér í Suðurgötu snaraði hann sér fram í eldhús á Borginni og kom að vörmu spori með pakka vafinn inn í gamalt Morgunblað og sagði honum að færa mér hann. Ég tók við þessari sendingu frá meistaran- um dálítið undrandi og Kalischer var mjög spenntur að sjá hvað væri innan í pakkanum og kom þá í ljós rúgbrauðshleifur, tvær kleinur og harðfiskur. Kalischer varð gapandi af undrun, stórar fellingar mynduð- ust í kinnum hans og nefið varð enn mjórra og íbjúgara en venjulega en ég kannaðist við ýmis uppátæki meistarans og lét mér hvergi bregða. Kalischer spurði mig hvern- ig ætti að skilja þessa gjöf, hvort hún gæti verið eitthvað táknræn? Seinna kom Kalischer með bréf sem hann hafði sent Kjarval á Hótel Borg en Kjarval hafði fengið honum bréfið aftur óopnað nokkrum dögum seinna og hafði hann skrifað tvö orð framan á umslagið, sem Kalischer var forvitinn að ráða í, en þar stóð stórum stöfum: Mér sýnt. Þessi áritún minnti á kvittun for- eldris í einkunnabók barns í barna- skóla. Ég sagði Kalischer að í þessu fælist nokkur viðurkenning en hann reyndi aftur seinna að komast í sam- band við meistarann en víst með litl- um árangri. Kalischer kom nokkr- um sinnum aftur til Islands og sendi okkur seinna langa grein eftir sig um íslenska menningu þai- sem okk- ar Kjarvals var lofsamlega getið, greinin var í þýsku blaði útgefnu í Zurich. Ég spurði Kjarval einu sinni um kynni þeirra Kalischers og Kjar- val svaraði með einu orði: Herskár. Að lokum lagði kona Kalischers blátt bann við Islandsferðum sökum aldurs hans og bágrar heilsu. Um nírætt orti hann hástemmdan brag um ísland og sendi okkur með jólakveðju. tír I leiftri daganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.