Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 20
20 MIBVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Harðorðar yfírlýs- ingar ganga á milli stjórna LSE og OM Ósló. Morgunblaðið. ÞAÐ andar köldu á milli stjóma Kauphallarinnar í London og OM Gmppen í Stokkhólmi og harðorðar yfirlýsingar ganga á víxl. Stjóm LSE sendi hluthöfum LSE bréf í fyrradag þar sem þeir vom varaðir við hlægilegu tilboði OM í LSE. Stjóm OM hefur nú svarað og segir stefnumótun stjórnar LSE lausa í reipunum og að stjómina skorti framtíðarsýn. Frá þessu greinir m.a. á BBC, ft.com og sænska viðskipta- vefnum E24. í bréfi LSE til hluthafanna era þeir hvattir til að hafna óvinveittu til- boði sænska fyrirtækisins OM Grappen í LSE. Bréfið er harðort og segir m.a. að tilboðið sé algjörlega óviðunandi og hafi í för með sér full- komið áhrifaleysi LSE. í yfirlýsingu OM er stjórn LSE hvött til að taka tilboð OM til endur- skoðunar. OM muni veita LSE það sem Kauphöllin þarfnist, styrka stjórnun og skýra framtíðarsýn. Stjóm LSE ítrekar þá skoðun sína í bréfinu að OM vanmeti LSE i til- boði sínu og sameining fyrirtækj- anna hafi enga kosti í för með sér. Að mati stjórnar LSE er það ætlun OM að kaupa LSE ódýrt með hlutabréf- um í OM sem hafa sveiflast í verði. Hluthafar era m.a.s. hvattir til að hunsa öll gögn sem þeim berast frá OM. Tilboð OM sem samanstendur af reiðufé og hlutabréfum, metur LSE á um 815 milljónir punda eða tæpa 100 milljarða íslenskra króna en markaðsverðmæti LSE er talið yfir 900 milljónir punda. Framkvsmdastjóri og ráðgjafafyrirtæki hætta Fyrir tveimur vikum var iX sam- rani LSE og Deutsche Börse í Frankfurt blásinn af og um leið til- kynnti LSE að í kjölfarið yrði allt kapp lagt á að verjast óvinveittu til- boði OM. Bréfið sem sent var út í gær er liður í þeirri baráttu. Stjóm LSE hefur fengið á sig veralega gagnrýni undanfarið. I kjölfar aðalfundar sagði Gavin Casey framkvæmdastjóri starfi sínu lausu, og nú hefur annað aðalráðgjafafyrir- tæki LSE í iX samrananum, Merrill Lynch bankinn, hætt samstarfinu. I bréfinu era hluthafar boðaðir á hluthafafund hjá LSE 19. október nk. og þar verður m.a. rædd reglan um að einstakur hluthafi megi ekki eiga meira en 4,9% hlutafjár í LSE. í yfirlýsingu segir stjóm LSE að hún muni ekki skýla sér bak við reglu- mar um 4,9% hámarkið til að verjast tilboði OM. Eigendasamsetning LSE dragi hins vegar úr áhrifum hluthafa LSE í hugsanlega samein- uðu fyrirtæki, þar sem þar séu eig- endur margir, en fáir að OM. OM er í 40% eigu framkvæmda- stjómar OM, a.m.k. 9,5% í eigu sænska ríkisins og 15,3% í eigu In- vestor, fjárfestingarfélags í eigu Wallenbergfjölskyldunnar, að því er hluthöfum LSE er bent á í bréfinu frá stjóminni. Helstu rök OM fyrir samrana fé- laganna er sú tækni sem OM hefur yfir að ráða og myndi koma LSE til góða. Að mati stjómar LSE hefur hvorki kauphöllin í London né við- skiptavinir hennar þörf fyrir slíka tækni. Sérleyfi - Franchising Námstefna SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu í samstarfi við PricewaterhouseCoopers boða til námstefnu um sérleyfi (franchising) þann 28. september á Grand Hótel kl. 8:30-12:30. Námstefna sem þessi heíur ekki verið haldin áður hér á landi. Aðalfyrirlesari er Borge Nilssen hjá Effectum Franchise Consulting. Fyrirtækið er leiðandi á sviði sérleyfa í Skandinavíu. Borge hefur tæplega 30 ára reynslu af sérleyfum (franchising) og hefur unnið við að koma upp 150 sérleyfum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fyrirlestrar hans fara fram á ensku. Dagskrá: 8:30 Inngangur Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ 8:40 Borge Nilssen, Effectum Franchise Consulting Hvað er sérleyfi og hvernig er það notað? 9:40 Cunnar Sturluson, hrl. - Logos lögmannsþjónusta Sérleyfi: íslensk lög og lagaumhverfi 10:10 Kaffihlé 10:30 Borge Nilssen, Effectum Franchise Consulting Veiting og viðtaka sérleyfa 11:30 Umræður/fyrirspurnir 12:00 Cunnar Elvarsson, SAND Reynsla okkar af sérleyfum 12:30 Námstefnuslit Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Fríðu Jónsdóttur í síma 550 5300. Netfang: frida.jonsdottir@is.pwcglobal.com Verð: 11.500 Boðið verður upp á léttar veitingar. PricewaTerhouseQopers 0 _____________ Morgunblaöiö/Þorkell F.v. Nick Axworthy frá Touch Vision, Kristján Danfelsson framkvæmda- stjóri og Hiimar Guðmundsson, tæknistjóri Bókunarmistöðvarinnar. Nýr bókunarvef- ur í ferðaþjón- ustu á Islandi BÓKUNARMIÐSTÖÐ íslands hef- ur opnað íslenskan bókunarvef fyrir ferðaþjónustu á íslandi en vefurinn heitir discovericeland.is. Á vefnum verður í fyrsta sinn hægt að bóka beint og staðfesta gistingu um land allt, panta sérferðir ýmissa aðila, bílaleigubíla, skemmtanir o.fl. hvað- an sem er úr heiminum. Auk bókun- armöguleikanna er að finna ítarlegar upplýsingar um land og þjóð á vefn- um, sveitarfélög og landsvæði og alla helstu viðburði hverju sinni. Viðskiptavinir geta bókað heima Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Bókunarmiðstöðvar- innar, segir að bókun á vefnum sé einfold og geta viðskiptavinir bókað á tölvunni heima hjá sér. Viðskipta- vinurinn velji gististað eða þjónustu og bókunarkerfi Bókunarmiðstöðv- arinnar hringi síðan sjálfkrafa í þjón- ustuaðilann. Sé pöntun staðfest er staðfestingargjald fært á greiðslu- kort notanda og báðir aðilar fá í hendur staðfestingu. Ferðamaður- inn framvísi síðan staðfestingunni við komuna. Kristján segir það vera nýjung að allir samstarfsaðilar Bókunarmið- stöðvarinnar geti uppfært beint á Netinu allar upplýsingar um þjón- ustu sína, sveitarfélög, landshluta eða atburði. Talið er að veralegur hluti við- skipta í ferðaþjónustu muni færast inn á Netið á næstu misseram og hafa flugfélög um allan heim því lagt mikla áherslu á sölu farmiða á Net- inu og hafa þau viðskipti aukist gríð- arlega. Hugbúnaðurinn að baki vef Bók- unarmiðstöðvar Islands gerir sam- starfsaðiium kleift að færa inn upp- lýsingar hvaðan sem er. Að sögn Kristjáns var það fyrirtækið Touch Vision sem sá um þróun hugbúnað- arins og kom einn eigenda Touch Vision, Nick Axworthy, hingað tii lands í tilefni af opnun vefjarins. Geta sjátfir fært inn upplýsingar Öll innsetning gagna er mjög ein- föld og er öllum samstarfsaðilum op- in. Með þennan möguleika í boði hef- ur Bókunarmiðstöð íslands þegar gert samninga við landshlutasamtök og bæjarfélög víða um land. Sveitar- félög og þróunar- og atvinnumálafé- lög hafa einnig sýnt þessum mögu- leika mikinn áhuga. Kristján segir að helsti kostur vefjarins sé sá að samstarfsaðilar á hveijum stað geta uppfært upplýs- ingar um sinn landshluta eða sitt sveitarfélag sjálfir, kynnt nýjungar og sent inn fréttir og vakið athygli á áhugaverðum atburðum. Ekki þurfi að senda upplýsingar í hendur um- sjónaraðila með tilheyrandi kostnaði. Þannig verði til lifandi og skemmti- legur vefur um allt sem sé að gerast í landinu hverju sinni og tengist ferða- þjónustu, listum og menningu. Á næstunni verður komið fyrir fjölnota útstöðvum, þ.e. skjámiðlum eða kiosku, víða um land, þar sem hægt verður að ganga að sömu bók- unarmöguleikum og upplýsingum. Með sérstöku samkomulagi við upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála í öllum landshlutum hefur skapast tenging milli landshluta í gegnum kerfið, sem hægt er að uppfæra hvar sem er. Ríkisorkufyrir- tæki verðmetið mismunandi Ó8l<í. Morgunblaðið. STATKRAFT, norska ríkisorku- fyrirtækið, er metið á 27-50 millj- arða norskra króna af tveimur ráð- gjafarfyrirtækjum, sem greinir á i mati sínu. Þetta samsvarar 243- 450 milljörðum íslenskra króna. í Dagens næringsliv er greint frá því að norski olíu- og orkumál- aráðherrann Olav Akselsen, hafi fengið fyrirtækin Emst & Young og Dresdner Kleinwort Benson til að meta verðmæti Statkraft áður en að einkavæðingu þess kemur. Fyrrnefnda fyrirtækið metur Stat- kraft á 45-50 milljarða norskra króna, en hið síðamefnda á 27-33 milljarða. Ástæðan fyrir miklum mun á verðmætamati ráðgjafarfyrirtækj- anna er talin að fyrirtækin beita ólíkum aðferðum, þar sem Dresdn- er Kleinwort Benson leggur mun meiri alþjóðlegar áherslur en E&Y. Bæði fyrirtækin verðleggja Statkraft þó hærra en bókfært verð segir til um, en það er sam- kvæmt olíu- og orkumálaráðu- neytinu 22 milljarðar norskra króna um mitt ár. Ráðherrann áætlar að fram fari reglulegt mat á Statkraft þangað til einkavæðing þess hefst en tíma- setningin hefur ekki verið ákveðin. Einkavæðingaráform ríkisstjórn- arinnar eru lengra komin varðandi Telenor og Kreditkassen, einnig eru Statoil og Den norske Bank ofarlega á blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.