Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 221. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnarandstaðan sakar ríkisstidrmiia um atkvæðaþjófnað Kostunica útilokar aðra umferð kosninga Belgrad. Reuters, AFP, AP. Hópur stjómarandstæðinga safnaðist saman í bænum Cacak í gær til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna. Blésu menn í flautur og höfðu mótmælaspjöld á lofti. VIJOSLAV Kostunica, frambjóð- andi stjórnarandstöðunnar í forseta- kosningunum sem fram fóru í Júgó- slavíu á sunnudag, hafnaði því í gær alfarið að efnt yrði til annarrar um- ferðar forsetakosninga og sagði slíkt „móðgun“ við kjósendur. Yfirkjör- stjórn Júgóslavíu hafði fyrr um dag- inn tilkynnt að Kostunica hefði hlotið fleiri atkvæði en Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti, en þar sem ekki væri um hreinan meirihluta að ræða yrði boðað til annarrar umferðar. „Sósíalistarnir eru að reyna að kaupa aðra umferð fyrir Milosevic og slíku boði er hægt og verður að hafna,“ sagði í yflrlýsingu sem Kost- unica sendi frá sér. „Hér er um póli- tískt svindl og atkvæðaþjófnað að ræða.“ Að sögn yfirkjörstjórnar, sem fyrst tjáði sig um úrslit kosninganna í gær, hlaut Kostunica 48,2% at- kvæða en Milosevic 40,2%. Að mati Marko Blagojevic, talsmanns sam- taka óháðra eftirlitsmanna á kjör- stöðum (CESID), eru kjörtölur yfir- kjörstjórnar „eintómur tilbúningur. Eg get ekki sagt hvaða gögn yfir- kjörstjómin notar en það er augljóst að þeir eru að reyna að afbaka kjör- tölur,“ sagði Blagojevic. Kosningabandalag 18 stjórnar- andstöðuflokka (DOS), sem Kostun- ica er í framboði fyrir, hafði áður lýst jrfir sigri er búið var að telja 97,5% atkvæða. Hafði DOS eftir eftirlits- mönnum á kjörstöðum að Kostunica hefði hlotið 54,66% atkvæða en Mil- osevic 35,01%. Þá sagði ríkissjón- varp Serbíu kjörsókn hafa verið 64% sem er ólíkt lægri tala en þau 74% sem stjómarandstaðan segir hafa mætt á kjörstað. „Það er engin ástæða, hvorki sið- ferðileg né pólitísk, til þess að við sættum okkur við að það sé troðið á vilja kjósenda," sagði Kostunica seint í gær. „Sigurinn er augljós og við munum verja hann jafnfriðsam- lega og hægt er. Kjósendur eru bún- ir að hafna Milosevic og hans stefnu- málum og okkar fýrsta skylda er að fýlgja þeim dómi eftir.“ Krafist fundar með kjörstjórn Fyrr um kvöldið hafði Zoran Djindjic, leiðtogi eins stjórnarand- stöðuflokksins, þá krafist þess að fundað yrði með yfirkjörstjóm og útreikningar og atkvæðaseðlar skoð- aðir. „Við eigum hér í stríði við meiriháttar svindl og fölsun úrslita," sagði Djindjic og staðhæfði að ríkis- stjómin hefði haft 400.000 atkvæði af Kostunica og fært Milosevic helm- ing þeirra. „Við vissum hverjar fýrir- ætlanir þeirra voru því það var aug- ljóst að þeir vom að bralla eitthvað til að koma Milosevic a.m.k. í aðra umferð kosninganna. Við höfum hins vegar raunverulegar sannanir og munum verja vilja kjósenda.“ Vladan Batic, leiðtogi annars stjórnarandstöðuflokks, hvatti stuðningsmenn Kostunica hins veg- ar til að halda ró sinni, en óttast hafði verið að til óeirða kæmi í Serbíu ef Milosevic lýsti sig sigurvegara eða boðaði aðra umferð forsetakosning- anna. „Það verður engin önnur um- ferð fýrir okkur. Við unnum á heiðarlegan hátt og þeir sem fölsuðu úrslitin verða að sæta ákæmm vegna þessa,“ hafði AP-fréttastofan eftir Batic. ■ Milosevic reynir/ 22 Bandarflán Hæstirétt- ur sammála Microsoft Washington. AFP. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurðaði í gær hugbúnaðarfyrir- tækinu Microsoft í hag, er dómstóll neitaði að fallast á að málaferli gegn fýrirtækinu hlytu flýtimeðferð fyrir rétti. Felur ákvörðun hæstaréttar í sér að áfrýjunardómstólar munu fjalla um málið, líkt og yfirmenn Microsoft hafa krafist, en sérfræðingar telja fyrirtækið eiga betri möguleika á sýknun fari málið fyrst fyrir áfrýjun- ardómstól. „Beinni áfrýjun er neitað og málinu vísað til áfrýjunardóm- stóla í Kólumbíuríki," sagði í yfirlýs- ingu hæstaréttar. Ekki vom dómararnir níu þó allir sammála og skilaði Stephen Bryer séráliti, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að málið ætti að heyra beint undir hæstarétt þar sem það hefði „veraleg áhrif á mikilvægan geira efnahagslífsins". Steven Ballmer, framkvæmda- stjóri Microsoft, sagði í viðtali við CWBC-sjónvarpsstöðina að hann væri ekki viss um að úrskurðurinn breytti miklu. „Þetta er aðeins eitt skrefið enn í ferlinu. Við eram enn jafn sannfærð um lagalega stöðu okkar og munum með ánægju kynna hana fyrir áfrýjunardómstólnum," sagði Ballmer. Málsókn fyrir áfrýjunardómstól hefst 5. október nk., en það var í apríl sl. sem dómstólar úrskurðuðu að Microsoft misnotaði einokunarstöðu þá sem Windows-stýrikerfið skapaði íýrirtækinu og í júní var fyrirtækinu skipað að skipta starfsemi sinni í tvennt. Evrudeilan í Danmörku Hippar halda gjaldmiðli sínum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÍBÚAR Kristjaníu, svokallaðs frí- ríkis í Kaupmannahöfn, hyggjast ekki leggja niður eigin gjaldmiðil hver svo sem úrsht þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um aðild að evrópska myntbandalaginu verða. Gjaldmiðillinn lpn (laun) var tekinn í notkun í Kristjaníu árið 1998 og greiði Danir evranni atkvæði sitt, verður gengi laun- anna 7,7 á móti evrunni, að því er einn íbúanna fullyrðir í samtali við Reuters-fréttastofuna. Hippar settust fyrst að í Krist- janíu, þar sem danski herinn hafði áður aðsetur, árið 1971 og reynd- ust tilraunir danskra yfirvalda til að reka þá á brott árangurslaus- ar. Þau gáfust að endingu upp og viðurkenna yfirráðarétt íbúanna á svæðinu, en Kristjanía er einn vinsælasti áfangastaður ferða- manna sem leggja leið sína til Kaupmannahafnar. Ein laun samsvara 500 íslensk- um krónum, eða tímalaunum í Kristjaníu. Laun era mynt með snigli á annarri hliðinni sem á að tákna hversu rólegir í tíðinni íbúamir era. Á hinni hliðinni er konuhöfuð undir yfirskriftinni Lifðu lífinu lifandi. íbúar Kristjaníu era yfirlýstir andstæðingar evrannar og til marks um það er borði sem strengdur hefur verið yfir aðalút- gangi fríríkisins en þar stendur: Þú ferð nú inn í ESB. Aðrir íbúar Danmerkur era ekki eins eindregnir í afstöðu sinni og sýna skoðanakannanir síðustu daga að mjög dregur sam- an með andstæðingum og íýlgis- mönnum aðildar þó þeir fýrr- nefndu séu enn í meirihluta. Þjóðaratkvæðagreiðslan um evrana fer þó fram á morgun og era leiðtogar danskra stjórnmála- flokka ekld á einu máli um hvort kjósa skuli á ný um aðild að evrópska myntbandalaginu að nokkram árum liðnum, hafni Danir evranni í þessum kosning- um. ■ Kosið um ESB/ 33 * Oeirðir skygfgja á fund Alþjóðabankans og IMF Þúsundir manna börðust við lögreglu Prag. AP, Reuters. ÓEIRÐIR skyggðu á setningu ár- legs fundar Álþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) og Alþjóðabankans (World Bank) í Prag, höfuðborg Tékklands, í gær. Að sögn lögreglu tóku um 5.000 manns þátt í mótmæl- unum og grýttu svartklæddir mót- mælaseggir lögreglu með bensín- sprengjum og götusteinum. Aðgerðimar voru þær ofbeldis- fyllstu sem komið hefur til í tengsl- um við fundinn og kviknaði í klæðn- aði nokkurra lögreglumanna er bensínsprengja sprakk. Að sögn yf- irvalda í Tékklandi hafa hátt í 70 manns særst í átökunum, sem áttu sér stað í nágrenni ráðstefnumið- stöðvarinnar sem hýsir fund IMF og Alþjóðabankans og hefur lögregla haldið aftur af mótmælendum með táragasi, vatnsflaumi og höggbylgju- handsprengjum. Ekki tóku þó allir þátt í óeirðunum og mótmæltu sumir á friðsamari máta, m.a. með skiltum með áletran- um á borð við „Heimur okkar er ekki til sölu“ og aðrir kyrjuðu: „Opnið landamærin, eyðileggið IMF“. Trevor Manuel, fjármálaráðherra Suður-Afríku og fundarstjóri, taldi miður að mótmælaaðgerðimar hefðu þróast í óeirðir þó að hans mati væri óljóst hverju var verið að mótmæla. Alþjóðavæðing ekki afturkallanieg Fjármálaleiðtogar heimsins vör- uðu þá, að sögn AP-fréttastofunnar, við að það væri tilgangslaust að reyna að afturkalla alþjóðavæðingu. Að sögn James Wolfensohn, banka- stjóra Alþjóðabankans, eiga bæði Al- þjóðabanldnn og IMF þó enn ýmis- legt ólært um hvemig best megi berjast gegn fátækt. „Utan þessara veggja er ungt fólk að mótmæla alþjóðavæðingu," sagði Wolfensohn í opnunarræðunni. „Eg AP Lögregla í Prag heldur mótmæl- endum frá fundarstað Alþjdða- bankans og IMF. trúi því sannarlega að margt þess sé að spyrja góðra og gildra spuminga og ég fagna fylgni þessarar kynslóð- ar í baráttunni gegn fátækt.“ MORGUNBLAÐK) 27. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.