Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk Hérna stóri bróðir. „Þar fór nú það, litli minn. Leggðu þessa skel að eyranu og Sumarið er búið.“ þú munt heyra úthafsölduna. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Draumar og líf í óendanlegum geimi Frá Atla Hraunfjörð: ÉG HEF um nokkurt skeið verið að kynna kenningar dr. Helga Pjeturss um framlíf og drauma, einnig sam- band lífs í alheimi, sem er samband milli lífhnatta í gjörvallri veröldinni. I fréttum á Skjá 1 um miðjan sept- ember var viðtal við útlending, hing- að kominn til að kenna landanum orkuheilun. Hann hafði læknað sig sjálfan af krabbameini með þeirri að- ferð, án lyfja. Hann gat þess að tekið hefði verið sýni úr munnholinu og sýndi fruman (sennilega undir smá- sjá) sömu viðbrögð og líkaminn sem hún var tekin frá. Hann leit þannig á, að ef hann getur haft áhrif á frumu í 5 metra fjarlægð með hugsanaflutn- ingi, getur hann þá ekki haft jákvæð áhrif á líkama sinn til lækninga? Þar sem fruman er hluti af líkamanum og er enn lifandi þegar athugunin er gerð er mjög eðlilegt að hún fylgi áhrifum þeim sem líkaminn sýnir, enda hluti af aflsvæði hans og kemur beinn hugsanaflutningur þessu máli ekki við að hluta til. Áhrifin berast með lífaflinu. En það er sterkara að beina hug að. Það er einmitt það sem gerist þegar draumar eiga sér stað. Þeir berast frá hug til hugar um óra- vegalengdir, samstundis að því er við teljum. Samkvæmt rannsóknum á tvíburaljósdeilum í skammtafræð- inni, þá virðist sem áhrifin berist samstundis frá geranda, því breyt- ing á öðrum endanum veldur fráviki á hinum, samstundis óháð tíma og fjarlægð. Dr. Helgi fann lögmál sem hann gaf nafnið stillilögmál og hefur áhrif á hvaða hugboð og hugsendingar berast til okkar utanað. Okkar eigin hugsanagangur hefur áhrif á hvað til okkar berst, einnig hefur umhverfið áhrif á sendinguna og hnötturinn. Þetta berst á þann veg að hugsanir heildarinnar sía það sem við fáum eins og stöðvastillir á útvarpi, ákveðin stilling framkallar það sem við viljum hlusta á. Þannig að slæmar hugsanir heildarinnar loka fyrir góðar hugsanir að hluta og áhrif illra hugsana til jarðarinnar valda allskonar óáran. Ef hugsanirnar væru göfugri yrðu áhrifin til sífellt fegurra lífs í stöð- ugri sókn. Hugsanir heildarinnar skapa það sem dr. Helgi kallar stilli- lögmál og skapast af öllu lífi og um allt líf. Allt æðra líf er samsafn líf- vera (frumna) sem hafa komið sér saman um að skapa lífveru. Heildar- summa hennar kallast aflsvæði (orkumynstur í skammtafræðinni), afl heildarinnar, þ.e. sameiginleg orka frumna og sameinda í viðkom- andi lífveru. Lífverumar hafa eðlis- lægt samband sín á milli, líkt og út- lendi maðurinn var að segja frá. Ekki bara hér á jörð, heldur við alla veröld og er maðurinn þar engin undantekning. Þannig verða til draumar og hugs- anaflutningur, miðilstal (sambands- tal) og vitranir, skynjanir og sýnir. Allt er þetta vegna eðlissambands lífvera, sem skapa í heild sinni það sem við köllum samband lífs í al- heimi, eða allt það líf sem kviknar um allan hinn óendanlega geim. Við erum agnarsmá í samanburði við fjölda lífvera á okkar litlu jörð, hvað þá með allan þann skara sem býr á öðrum jörðum alheimsins. ATLIHRAUNFJÖRÐ, Marar- grund 5, Garðabæ. Um slysafréttir Frá Bjama Jónssyni: ÞÓR JÓNSSON skrifar 24.9.’00 hér í Bréf til blaðsins, undir yfirskrift- inni „Tillitssamir fjölmiðlar", svai- við gagnrýni Birnu Óskar Björns- dóttur um fréttaflutning af slysum. Þar er fullyrðing sem stendur í und- irrituðum: „Almenningur á skýlaus- an rétt á að fá eins nákvæmar upp- lýsingar og kostur er um málefni sem varðar hann jafnmiklu og um- ferðin á vegum úti.“ Ætla má af framhaldinu („Venjan ... á hinn bóg- inn verið sú að ganga fremur skemmra ...“) að fjölmiðlar gangi á þennan rétt. Svo má skilja af framsetningunni að taumlausa nærmynd af slysi beri að sýna og lýsa en fjölmiðlar standi sig ekki í stykkinu vegna tillitssemi við aðstandendur. Ég spyr: Hvar stendur þessi rétt- ur? Hvaðan kemur hann? Hvað er hann víðtækur? Eða er þetta bara frasi? Ég bið blaðamenn að spyrja hins sama. Ef það er réttur minn sem hluti al- mennings að fá að líta lemstrað fólk í kjölfar slysa afsegi ég mér hann. Hver er réttur þess sem slasast? Bara til umhugsunar tek ég öfga- kennt dæmi: Ef ég hlutast sundur í umferðarslysi, á almenningur þar einhvem „skýlausan rétt“ til að horfa á partana? Hvaða rétt hefðu partarnir? Þór og aðrir blaðamenn, vinsamlegast veltið þessu fyrir ykk- ur. Það er verið að svara alvarlegri gagnrýni með vísun til þessa réttar. Klausan um skyldur við almenn- ing er oft notuð til að réttlæta sorp- blaðamennsku. Annað: Ég vissi ekki að Sky væri marglofuð fréttastofa, alla vega ekki fyrir vandaðan flutning, ég þekki ekki með CNN en ég spyr, hver er háttur BBC sem sannarlega er virt- ur fjölmiðill? Við skulum ekki láta það rugla okkur þótt einhverjir ósið- ir tíðkist annars staðar, við ættum að geta metið sjálfstætt. BJARNIJÓNSSON, fréttaneytandi, Nönnustíg 12, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.