Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAG.UR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐID FRETTIR Málþing helgað framtíð öryggismála á Norður-Atlantshaii: Þið þurfíð bara að samhæfa betur fótgönguliðið og riddaraliðið, herrar mínir. Árleg ferðamálaráðstefna haldin á fsafírði Rætt um tækifæri lands byg’g'ðar í ferðaþjónustu ÁRLEG ferðamálaráðsteíha Ferða- málaráðs íslands hefst á ísafirði í dag og stendur ráðsteínan í heild í tvo daga. Yíirskrift hennar að þessu sinni er „Tækifæri landsbyggðar í ferða- þjónustu" og er m.a. gert ráð fyrir að framtíð Reykjavíkurflugvallar verði rædd í því samhengi í pallborðsum- ræðum sem fram fara í dag. Um tvö hundruð manns sækja ráð- stefnuna en hún er haldin á Hótel Isa- fírði. Tómas Ingi Olrich, formaður F erðamálaráðs, mun setja ráðstefnuna en síðan mun Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra ávarpa samkomugesti. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, Áslaug Alfreðs- dóttir, hótelstjóri á Hótel ísafirði, Reynhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri á Hótel Héraði, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Mun Þorgeir í erindi sínu ræða um hlutverk Reykja- víkurílugvallar í ferðaþjónustu á lands- byggðinni. A ráðstelhunni í dag verða árleg umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs einnig afhent en þau hafa nú verið af- hent árlega trá 1995 í tengslum við ferðamálaráðstefnuna. Komu þau síð- ast í hlut Bláa lónsins. UNIFEM fjallar um konur í Kosovo Kvennahreyf- ingin öflug og vaxandi UNIFEM á Islandi efnfr til fundai- um konui’ í Kosovo í kvöld klukkan 20.30 á Laugavegi 7. Þar heldur Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur um störf sín í Kosovo en þar hefur hún starfað und- anfama sex mánuði á veg- um UNIFEM. Stjóm UNIFEM á ís- landi hefur ákveðið að styrkja það verkeíhi sem Kristín stýrir í Kosovo með 25 þúsund dollara framlagi. Kristín var spurð hvemig þessir peningar gætu best nýst. „Eg stjóma verkefni sem snýst um það að styrkja konur til aukinnar þátttöku í stjómmálum, stjómunarstörfum og forystu í fé- lagasamtökum. Konm- í Kosovo hafa löngum verið settar til hliðar en em nú að sækja mjög í sig veðr- ið. Þess vegna er mikil þörf fyrir námskeið, þjálfun af ýmsu tagi, umræður um réttindi og skyldur í lýðræðisþjóðfélagi - að ekki sé minnst á málefni kvenna. UNI- FEM í Kosovo hefur haldið fjölda námskeiða og nú beinum við sjón- um að kosningunum 28. október. Peningarnfr frá UNIFEM á ís- landi munu koma að góðum notum við að skipuleggja þjálfun fram- bjóðenda fyrir kosningar og síðan til að aðstoða þær konur sem verða kjömar sveitarstjómarfulltrúar. Við emm því afar þakklátai- fyrir þennan stuðning.“ - Hvemig er staða kvenna ? „Það er afar misjafnt. Þar em hámenntaðar konur með háskóla- próf og konur sem era bæði ólæsar og óskrifandi og allt þar á milli. At- vinnuleysi er gífurlegt og störf kvenna mjög hefðbundin. Það er því verið að vinna að því að opna nýja atvinnumöguleika iyrir kon- ur. Heilsa kvenna er þama vægast sagt bágborin. Mæðradauði er sá mesti í Evrópu, bamadauði er sá mesti og fæðingartíðni sú hæsta. Það er skammt á milli bameigna og það kemur mjög niður á heilsu kvenna. Ýmsir sjúkdómar era landlægir eins og berklar og bæði karlar og konur reykja skelfilega mikið sem auðvitað kemm- niður á heilsunni líka, enda verður fólk þama ekki langlíft. Menntakerfið er í molum og baráttan við Serba undanfarinn áratug kom mjög nið- ur á ungum stúlkum sem gátu ekki farið í skóla, m.a. vegna ótta við serbnesku lögregluna sem var alls staðar á ferh. Það er því heil kyn- slóð kvenna sem fengið hefur mjög lélega menntun. Það hefur kostað mikla baráttu að tryggja þátttöku kvenna í ráðum og stjórnardeild- um sem verið er að byggja upp. Stjórnmálafiokkamir tilnefndu engar konm- og því kom til kasta al- þjóðastofnana að tilnefna konur þar sem það var hægt. I kosning- unum í október verður __________ kosið til 30 sveitar- stjóma og stjómmála- flokkarnir vora skikk- aðir til að hafa 30% frambjóðenda kven- kyns í fimmtán efstu sætunum. Þeir vora lítt hrifnir en hlýddu og það —— er von okkar sem vinnum að mál- efnum kvenna að þessi kvóti tryggi allnokkram konum sæti.“ - Bjóða konur sig fram ? „Flokkamir héldu því fram að þeir gætu ekki fundið konur en þegar á reyndi voru mjög margar Kristín Ástgeirsdóttir ► Kristín Ástgeirsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1971, BA-prófi í sagnfræði og bók- menntum frá Háskóla íslands, einnig hefur hún stundað fram- haldsnám í sagnfræði við sömu stofnun og víðar. Hún hefur unn- ið sem kennari, blaðamaður og setið á Alþingi Islendinga fyrir Kvennalistann. Hún starfar nú hjá UNIFEM í Kosovo. Heimilisfeður í Kosovo telja sig hafa um- boð fyrir alla fjölskylduna í öllum málum konur tilbúnar til stjómmálaþátt- töku. En það er greinilegt að þær þurfa mjög á stuðningi að halda. Þess vegna vora þær að mynda bandalag kvenna í stjómmála- flokkunum, á fjölmiðlum og fijáls- um félagasamtökum. Þær ætla að skipuleggja stuðning við konur í kosningabaráttunni." - Þora konur að kjósa aðrar kon- ur vegna eiginmanna eða feðra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós en reyndin hefur verið sú í Kosovo að heimilisfeðumir telja sig hafa umboð fyrir alla sína fjöl- skyldu. Þegar verið var að skrá fólk á kjörskrá vora þeir sendir unnvörpum til baka og látnir mæta með allt kvenfólkið á heimilinu og reynt að gera fólkinu skiijanlegt að hver og einn yrði að mæta í eigin persónu. Eg veit ekki hvort fólk skilur það enn að kosningaréttur er réttur einstaklingsins og enginn veit hvað hver og einn gerir í kjör- klefanum." - Er ofbeldi ríkur þáttur í sam- skiptum kynja íKosovo? „Það er erfitt fyrir sjálfsímynd margra karla í Kosovo að konur era allt í einu fyrirvinnan á heimil- um, jafnvel dætur, vegna þess að þær kunna ensku og fá vinnu hjá t.d. alþjóðastofnunum meðan heimilisfaðirinn gengur um at- vinnulaus. Því miður hefur komið í ljós að heimilisofbeldi er útbreitt. Hingað til hefur verið htið á það sem einka- mál og lög ná ekki yfir það. At- ________ vinnuleysið veldur auknu ofbeldi og hin andlega kreppa sem fylgt hefur í kjölfar stríðsins á líka sinn þátt í auknu ofbeldi á kon- um. Við höfum líka orðið sífellt meira vör við ——— „innflutning“ á ungum stúlkum frá Austur-Evrópu, sem er haldið nauðugum í vændishús- um. Á móti kemur að kvennahreyf- ingin er mjög öflug og vaxandi og hún er svo sannarlega að reyna að taka á öllum þessum ei-fiðu málum í samstarfi við UNIFEM og fleiri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.