Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________MIÐVIKUDAGUK 27. SEPTEMBER 2000 57 FÓLK í FRÉTTUM Nýtt íslenskt leikrit sýnt í Borgarleikhúsinu |iangað til hlægilegasti skelfir ársins verður frumsýndur um land allt. Hláturinn lengir lífið Þú getur drepist úr lilátri Enga miskunn. Engin feimni. Ekkert framhald skifan.is Ræður tungumálið við að tjá tilfínn- ingar okkar? I Borgarleikhúsinu er nú verið að sýna verkið Einhverí dyrunum eftir Sigurð Páls- — ———— son. Birgir Orn Steinarsson ræddi við höf- undinn um afl tungumálsins og mikilvægi þess að halda því lifandi. HVER hefur ekki lent í því að vera þátttakandi í hressilegu rifr- ildi og átta sig síðan á því að deiluefnið hefur ekki nálgast neina lausn heldur er í staðinn farið að ganga í hringi? Það er á þannig stundum sem það verður óhjá- kvæmilegt að velta því fyrir sér hvort tungumálið sé yfir höfuð nægilega öflugt verkfæri til þess að tjá innri tilfinningar notandans fullkomlega. Eða eins og Sigurður Pálsson skáld orðar það er hugs- anlegt að „orðin séu alltaf of langt í burtu“ til þess. Borgarleikhúsið er þessa dag- ana að sýna nýtt leikrit eftir Sig- urð sem heitir Einhver í dyrunum. Þar fæst hann m.a. við þessa spurningu og gerir tilraun til þess að sýna líf tungumálsins. Honum tekst jafnvel það vel upp að stund- um er hægt að tala um samtölin sem sérpersónu innan verksins. Persónu sem á köflum verður jafnvel mikilvægari í verkinu en sjálf atburðarásin. Leikararnir sem gæða persónur Sigurðar lífi eru þau Kristbjörg Kjeld, Sigurður Karlsson, Edda Björgvinsdóttir, Björn Ingi Hilm- arsson og Guðmundur Ingi Þor- valdsson. Leikstjóri er Kristín Jó- hannesdóttir. Leikritið fékk mjög góða dóma á menningarsíðum Morgunblaðsins en vert er að benda á að um takmarkaðan sýn- ingafjölda er að ræða sökum anna ieikaranna. Skynjun og tilfínningar .,1 rauninni gerist verkið mikið í tungumálinu," viðurkennir Sigurð- ur þegar blaðamaður hitti hann á kaffihúsi í miðbænum. „Það er vjss þróun í verkinu, við skiljum við allar persónurnar í allt annarri stöðu en við kynntumst þeim í upphafi. Það eru ekki ytri atburðir sem skipta höfuðmáli. Áfallið hef- ur nú þegar gerst, þetta er úr- vinnsla úr því áfalli. Aðalatriðin eru skynjun og tilfinningar, ekki venjuleg frásaga. Skynjun á tungumáli og hugarástandi þessa fólks. Þegar sjálfsmynd aðalsögu- hetjunnar er í molum er tungu- málið líka í molurn." En ber okkur þá að skilja það þannig að Sigurð- ur hafi gefið upp alla von um að geta tjáð sínar réttu tilfinningar í gegnum tungumálið? „Nei, alls ekki ef maður brýst inn í orðin. Ef maður lætur sér hins vegar nægja venjunotkun tungumálsins segir það mjög takmarkað. Það er nauð- synlegt að hlusta alltaf eftir því sem liggur undir. Vélræn notkun tungumálsins leiðir til þess að það verður ónothæft." Eftir slíkar vangaveltur átti blaðamaður svo- lítið erfitt með að finna upp á ein- hverju nýju til að segja. Hann og Sigurður fengu sér hvor sinn kaffisopann og eftir að þeir höfðu báðir eytt nægilegum tíma til þess að reyna að melta það sem sagt hafði verið horfðu þeir undarlega hvor á annan. „Við erum orðnir svo fræðilegir, hvernig forum við eiginlega að þessu?“ spyr Sigurður og báðir brosa ofan í kaffibollann sinn. Stórleikkonan og aðdáandinn Leikritið var forsýnt á Listahá- tíð í Reykjavík í vor en síðan hef- ur Sigurður gert við- og endur- bætur. Kristbjörg Kjeld fékk afbragðsdóma fyrir túlkun á Kol- brúnu, aðalpersónu leikritsins, en hún er fyrrverandi stórleikkona sem á við sálræn vandamál að stríða. Kristbjörg er afar sannfær- andi í hlutverki sínu og eftir sýn- inguna velti blaðamaður því fyrir sér hvort Sigurður hefði haft hana í huga þegar hann var að vinna leikritið. „Já, reyndar. Ekki alveg upp- haflega þegar ég rissaði upp frum- gerðina fyrir nokkrum árum en þegar ég fór svo að vinna þetta í fyrra var hún meir og meir sú sem ég hugsaði um. Það er til nóg af góðum leikkonum, en með fullri virðingu fyrir þeim þá eru fáar sem hafa jafnmikið ótrúlegt ör- yggi og dýpt eins og Kristbjörg. Þú trúir því að þessi persóna hafi verið stórleikkona. Þú efast aldrei um það, enda er mjög nauðsynlegt að áhorfandinn trúi því fullkom- lega að hún hafi eitthvað ótrúlega heillandi við sig.“ Inn um dyr leik- konunnar koma nokkrir óboðnir gestir, m.a. ungur maður, sem dáð hefur leikkonuna frá barnsaldri. Aðdáandann leikur Björn Ingi Hilmarsson. „Mér fannst í rauninni þessi skák ganga upp þegar aðdáandinn var kominn. Hann var upphaflega mun eldri, en þegar hann var orð- inn svona ungur og varnarlaus í þessum undarlegu tengslum við móður sína gekk þetta upp. Svo er ekki verra að Björn Ingi leikur þetta af geysilegri fimi og hefur sjaldan gert betur,“ segir Sigurð- ur þakklátur. Nýir straumar, Sigur Rós og múm Eins og áður hefur komið fram styðst Sigurður ekki við hefðbund- inn frásagnarstíl í þessu verki. „Leikhús er mjög aftarlega á merinni miðað við aðrar listgrein- ar. Bæði hérna heima og erlendis. Það eru t.d. miklu nútímalegri hlutir að gerast í tónlist, bók- menntum og kvikmyndum. Sem áhorfendur erum við aftarlega, við mætum í leikhúsin með væntingar sem eru 100 ára gamlar. Við erum miklu þróaðri móttakendur á öðr- um sviðum lista. Sjáðu til dæmis tónlistarmyndbönd; þau byggjast oft einungis á skynjun. Svo viljum við gamaldags frásagnir í leikhúsi. Þetta hefur mér þótt einkennilegt á sama tíma og við eigum nóg af leikhúsfólki sem ræður við það að Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurður Pálsson á Kaffi List. ■dTí' gera nýja hluti.“ Leikmyndin, sem var í höndum Stígs Steinþórsson- ar, búningahönnun Stefaníu Adolfsdóttur og hljóðstjórn Ólafs Arnar Thoroddsen eru mjög í anda ritstíls Sigurðar því þau höfða aðallega til skynjunar og vakningar tilfinninga. Þetta eru einmitt hugtök sem margir lista- menn úr framsæknari tónlistar- geiranum hafa tileinkað sér og er tónlistin í leikritinu eftir því. „Leikstjórinn er ákafur aðdá- andi múm og Sigur Rósar og það eru bútar úr lögum þeirra í leik- ritinu. Svo er notast við tónlist þar sem Hughes de Courson blandar saman tónlist Mozarts við egypska tónlist og Bachs við afríska tón- list. Mér fannst tónlistarvalið vera ofboðslega rétt. Mér finnst ég ó undarlegan hátt ná miklu meira sambandi við ungt fólk, þar er ég miklu meira á heimavelli. Ég næ oft miklu meira sambandi við fólk sitt hvorum megin við þrítugt en fólk á mínum aldri.“ Sigurður seg- ist vera feginn því að hinir nýju straumar í listsköpun á íslandi séu að færast aftur að tilfinninga- lífinu og vill hann þakka t.d. Björk Guðmundsdóttur þá þróun. Á end- anum hljóti alltaf að vera mikil- vægast að tjá tilfinningar sínar. „Það snýst svo ofsalega mikið um hvað sé rétt fyrir neytendur, sem er þá frekar iðnaður en list. I rauninni eru þessir nýju straumar algjör andstæða við þessi iðnaðar-r viðhorf. Samt ná þessir listamenn fjöldahylli. Þetta „á ekki að geta gerst“, en gerist samt,“ segir Sig- urður um leið og blaðamaður og hann átta sig á því að innihald kaffibollanna er horfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.