Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mistök við útsendingxi Visa-reikninga Afkoma ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins Niðurstaðan hagstæð- ari en reiknað var með INNHEIMTAR tekjur ríkissjóðs voru 5,2 milljörðum króna umfram greidd gjöld á fyrstu átta mánuðum ársins, að því er fram kemur í tölum fjármálaráðuneytisins. I saman- burði við áætlanir er þessi niður- staða hagstæðari en reiknað hafði verið með, að sögn ráðuneytisins. Greiðsluafkoma ríkissjóðs neikvæð Hreinn lánsfjárjöfnuður var já- kvæður um 3 milljarða króna, en á sama tíma í fyrra var lánsfjárjöfn- uðurinn hagstæður um 7 milljarða kr. og árið 1998 um einn milljarð. Þessi stærð gefur til kýnna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til ráð- stöfunar til að greiða niður skuldir. A fyrstu átta mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 28,5 milljörð- um króna en nýjar lántökur 25 milijörðum. Greiðsluafkoma ríkis- sjóðs var því neikvæð um tæpan 'h milljarð króna. Þenslan í efna- hagslífínu í rénun Heildartekjur ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins námu 134,3 milljörðum króna, samanborið við 121.7 milljarða á sama tíma í fyrra og 105,7 milljarða árið 1998. Hækk- unin frá fyrra ári nemur 10,3%, samanborið við 15,2% árið áður. Breyting skatttekna milli ára er svipuð, en þær hækka um 11% fyrstu átta mánuði þessa árs, sam- anborið við 16,3% hækkun í fyrra. Segir ráðuneytið að minni tekju- aukning á þessu ári samanborið við síðastliðið ár sé ákveðin vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun. Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 129,1 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins og hækka um 14.7 milljarða, eða 12,8%, frá sama tíma í fyrra. Tæpan þriðjung þess- arar hækkunar, eða 4,3 milljarða, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 9,8% milli ára, sem er heldur hærra en sem nemur almennum verðlagshækkunum og hækkun launavísitölu á sama tíma. Utgjöld til almennra mála hækka Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., hækka um 15% milli ára. Gætir þar m.a. áhrifa sérstaks úrskurðar um launahækk- un lögreglumanna, auk tímabundins kostnaðar vegna sérstakra verk- efna forsætisráðuneytis. Greiðslur til utanríkisþjónustunnar standa nánast í stað milli ára þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað, þar sem á móti vegur lækkun stofnkostnaðar. 15.000 manns fengu ranga reikninga VISA ísland sendi fyrir mistök út um 15.000 ranga Visa-reikninga í gær. Reikningarnir voru fyrh- úttekt á kortum í síðasta mánuði og upp- götvuðust mistökin ekki fyrr en reikningar höfðu verið sendir til korthafa í Hafnarfirði með póstnúm- er 220 og þeirra sem hafa póstnúmer þar fyrir ofan. Halldór Guðbjarnason, forstjóri Visa-ísland, sagðist í viðtali við Morgunblaðið harma þessi mistök. „Þetta voru mannleg mistök og við munum bregðast skjótt við og senda rétta reikninga og afsökunarbréf með,“ sagði hann. Halldór segir að um sé að ræða sjöunda hlut allra korthafa hjá fyrirtækinu og aðeins hafi verið um að ræða gíróseðla, en ekki reikninga sem eru skuldfærðir um mánaðamót. Hann telur þess vegna ekki líklegt að nokkur hafi þegar greitt rangan gíróseðil, en hafi slíkt gerst muni Visa að sjálfsögðu leiðrétta það jafnskjótt. „Margii- korthafar uppgötvuðu strax að reikningarnir voru eitthvað skrýtnir," sagði Halldór. „Eflaust hafa þó einhverjir andað léttar fyrst í stað og aðrir orðið mjög þungbúnir." Þrjár ungar snótir í sundlauginni í Borgarnesi. Nýtt kvikmynda- ver í Grafarvogi Eigendur íhuga sölu EIGENDUR nýja tvö þúsund fer- metra kvikmyndaversins sem reist hefur verið í Grafarvogi telja að ekki séu forsendur lyrir rekstri kvik- myndaversins eins og sakir standa og íhuga nú sölu á því. Að sögn Jóns Þórs Hannessonar, forstjóra Saga- Film, eins stærsta eiganda kvik- myndaversins, hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á því að kaupa verið til annarra nota en kvikmyndagerðar. Jón Þór segir einkum þrjár ástæð- ur fyrir því að eigendur versins meti það sem svo að ekki séu lengur for- sendur fyrir rekstri versins. I fyrsta lagi sé óvissa um framkvæmd nýrra laga um tímabundnar endurgreiðsl- ur vegna kvikmyndagerðar á íslandi sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1999. Markmið laganna var eins og kunnugt er að laða að erlenda aðila til að framleiða kvikmyndir eða sjónvarpsefni hér á landi með því að endurgi-eiða tímabundið hluta af inn- lendum framleiðslukostnaði. Vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar ESA við lögin hafa þau enn ekki öðl- ast gildi og þar með ekki náð tilgangi sínum. I öðru lagi hafi áhugi ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna á kvikmyndaverinu verið lítill og í þriðja lagi segir Jón Þór að áform borgaryfirvalda um að reisa fjölnota hús í Laugardalnum dragi úr mögu- leikum til að leigja verið út til ann- arra nota en til kvikmyndagerðar, samkeppni frá boi-garyfirvöldum hafi kippt stoðunum undan þessum hluta rekstursins. Fyrsta skóflustungan að byggingu versins var tekin 14. ágúst 1999 og voru miklar væntingar bundnar við rekstur versins þegar framkvæmdir við það hófust. Jón Þór segir það því vonbrigði að kvikmyndagerðarmenn hafi ekki sýnt því meiri áhuga. „Það hefur sýnt sig að verið er mjög góður og þægilegur vinnustaður,“ segir hann og telur ennfremur að menn geri sér ekki grein fyrir því hve gott sé að hafa aðgang að slíku veri við gerð kvikmyndar. Það geti til að mynda dregið úr kostnaði við gerð kvikmyndarinnar. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Dagurinn styttist ÞRJÁR ungar snótir böðuðu sig í sundlauginni í Borgarnesi á dögun- um og nutu bliðviðrisins sem leikið hefur um þorra landsmanna undan- farna daga. Blóðrautt sólarlagið speglaðist í sundlaugarvatninu þótt ekki væri orðið áliðið og minnir okkur á að þrátt fyrir góða tíð er skammdegið ekki langt undan. • IVERINU i dag er greint frá netþjónustu framleiðenda • og markaðsfyrirtækja SH, sagt frá ársfundi NAFO, S fjallað um fískeldisfyrirtækið Máka á Sauðárkróki og J farið yfir mælingar á hafsbotninum suður af landinu. • Stoke sló út úrvalsdeildarlið Charlton / B2 Aftureldingu spáð sigri í 1. deild karla / B9 Þ Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.