Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í opinberri heimsókn til Litháen Reuters Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra heimsótti í gær þjálfunarmiðstöð dómara í Vilnius ásamt Gintaras Balciunas, dómsmálaráðherra Litháen. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra skoðaði á mánudag Trakai-kastala skammt frá Viln- ius. Á myndinni eru einnig þeir Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Björn Friðfínnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Getum liðsinnt Litháum á marg- víslegan hátt Opinber heimsókn Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra til Litháen hélt áfram í gær. Sunna Ósk Logadóttir fylgist með heimsókninni sem lýkur í dag með undirrit- un samstarfssamnings landanna. PAÐ var mildur og sólríkur haust- dagur í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, þegar Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hóf annan dag opinberrar heimsóknar sinnar til landsins í boði dómsmálaráðherr- ans Gintaras Balciunas. Heimsókn- in er í framhaldi af fundi dóms- málaráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var á íslandi fyrir ári er þar var ákveðið að ráðherrarnir myndu hittast reglulega til að skiptast á hagnýtum upplýsingum. Heimsókn í þinghúsið Dagurinn hófst á heimsókn í þinghúsið í fylgd gestgjafans en með Sólveigu í för eru Ingvi Hrafn Óskarsson, ráðgjafí hennar, og Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins. Eft- ir að skoða innviði þinghússins sýndi ráðherrann íslensku gestun- um minnisvarða fyrir utan húsið um þá sem féllu í sjálfstæðisbar- áttu landsins fyrir rúmum tíu ánim en alls létu þrettán Litháar þá lífíð. Þar mátti einnig sjá skjöld með þakklæti til íslensku þjóðarinnar. „Það var mjög áhrifamikið að koma í þingið og sjá leifar af vír- girðingu sem sett var þar upp til varnar Rússum," segir Sólveig. „Sjálfstæðisbaráttan er þjóðinni greinilega enn í fersku minni.“ Eftir heimsóknina í þinghúsið var farið í héraðsdóm í bænum Molétai skammt frá Vilnius. Þar er sérstök þjálfunarmiðstöð dómara til húsa. A fundi sem dómsmála- ráðherrarnir tveir áttu með þeim dómurum sem fá nú þjálfun í mið- stöðinni kom m.a. fram að dómar- arnir telja sjálfstæði dómsvaldsins ekki tryggt. Laun dómara eru mjög lág og fáir dómstólar eru enn tölvuvæddir en í miðstöðinni fá dómarar m.a. þjálfun í tölvunotk- un. Er fundinum lauk sýndi Björn Friðfinnsson dómurunum íslenska Stjórnarráðsvefínn og Alþingisvef- inn og útskýrði uppbyggingu þeirra. Að heimsókninni lokinni snæddu íslensku gestirnir hádegisverð með litháenska dómsmálaráðherranum og forseta héraðsdómsins. Þá var haldið aftur til Vilnius og var ferð- inni heitið í KGB-safnið í borginni. Á þessari öld hafa Litháar tvívegis verið undir stjórn Rússa og þar á milli á valdi nasista. Húsið sem hýsir safnið var á árum áður bæði miðstöð Gestapo og KGB og á það sér því átakanlega sögu. í máli og myndum fengu íslensku gestirnir að heyra um hroðalega meðferð fanga í kjallara hússins allt fram undir lok þessarar aldar. Samstarfssamningur undirritaður Deginum lauk með skoðunarferð um elsta hluta Vilnius og varð ís- lensku gestunum ljóst að andi komandi þingkosninga svífur yfír vötnum. Hvarvetna um borgina hanga auglýsingspjöld frambjóð- endanna sem allir sem einn, óháð stjórnmálaflokki, lofa að beita sér fyrir inngöngu í Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið. „Þessi heimsókn hefur verið ánægjuleg í alla staði,“ sagði Sól- veig í gær. „Við höfum fengið hlý- legar móttökur og það er ljóst að Litháar eru mjög þakklátir fyrir það frumkvæði sem íslendingar sýndu er þeir viðurkenndu sjálf- stæði þeirra fyrir tíu árum. Við vorum minnt á söguna í dag er við skoðuðum KGB-safnið þar sem pólitiskir fangar sátu, voru pyntað- ir og teknir af lífi. Það var sérlega táknrænt að sjá hóp af skólabörn- um skoða safnið í þeim tilgangi að minna þau á þessa voveiflegu at- burði. Sú heimsókn var sérstaklega áhrifamikil." I dag er ætlunin að dómsmála- ráðherrarnir skrifi undir sérstaka viljayfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á aukið samstarf. „Við vilj- um gjarnan veita Litháum liðsinni með því að bjóða þeim að senda bæði lögfræðinga og dómara til Is- lands til þjálfunar. Við stöndum vel að vígi í okkar réttarkerfi og get- um vafalaust aðstoðað þá á marg- víslegan hátt.“ Á fundi með dómsmálaráðherr- anum í dag verður samningurinn ræddur og undirritaður og í kjölfar hans haldinn blaðamannafundur með litháenskum fjölmiðlum. KR stefnir Fram Tólfföld aukning gesta Söguseturs á Hvolsvelli Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetnrsins á Hvolsvelli. ÞAÐ stefnir í að gestir Sögu- setursins á Hvolsvelli verði 12.000 í ár sem er tólfíold aukning frá árinu á undan þegar 1.000 manns sóttu það heim. Að sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar, for- stöðumanns setursins, eru skýringar fjölgunarinnar m.a. söguveislur setursins sem hófust í vor og hafa notið slíkra vinsælda að enn er boðið upp á þær þrátt fyrir að upphaflega hafi eingöngu staðið til að þær yrðu til loka ágúst. „Við gátum ekki hætt, eftirspurnin var það mikil og munum við bjóða upp á söguveisl- una fram undir jól.“ Aukin umsvif í undirbúningi Arthúr segir það mikið vera starfsmannafélög sem sækja í sögu- veisluna sem hefst með ferð á Njáluslóðir en lýkur í veislu í sögu- setrinu þar sem m.a. er borið á borð eldsteikt lamb og fluttur leik- þáttur. „Fyrir utan söguveisluna höfum við svo verið að taka við hóp- um í miðri viku í skoðunarferðir á Njáluslóðir auk þess sem ferða- menn koma hingað til að skoða sýn- inguna í setrinu. Núna fara líka skólakrakkar að koma.“ Arthúr segir gesti setursins eink- um vera íslendinga sem bendi til þess að menningararfur Islendinga sé ónýtt auðlind. Arthúr segir að sögusetrið hafi ekki haft bolmagn til að sinna öllum þeim sem sýnt hafa áhuga á því að koma í sögu- veislur og ferðir, en á stefnuskránni sé að auka umsvif söguset- ursins. „Undirbúningur að dagskrá fyrir erlenda ferða- menn er þegar hafinn og við höfum sett okkur í samband við ferðaskrifstofur sem sýnt hafa þessu mikinn áhuga.“ Arthúr segir að til þess að hægt verði að færa út kvíarn- ar þurfi aukið fjármagn en sögusetrið er nú rekið að mestu leyti fyrir fjármagn frá sex hreppum í Rangár- þingi. „Það eru ýmsar þreif- ingar í gangi og fjárfestar að skoða málið. Við vorum á fjárlögum síðasta árs og fá- um vonandi áfram framlag úr ríkis- sjóði.“ Arthúr segir að í kjölfar vel- gengni sögusetursins hafi fólk á ýmsum stöðum af landinu haft sam- band við sig, til að leita ráða, áhuginn á menningartengdri ferða- mennsku sé greinilega mikill. „Það má líka segja að þessi starfsemi hafi margfeldisáhrif, því fyrir utan að veita vinnu sækja ferðamenn sem hingað koma sér þjónustu hér.“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur tók í gær fyrir mál Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur gegn Fram-Fót- boltafélagi Reykjavíkur. KR telur nafnið Fram-Fótboltafélag Reykjavíkur vera of líkt nafni KR sem skapi hættu á nafnaruglingi, ekki síst þegar nöfn félaganna eru þýdd yfir á erlend tungumál. KR fer fram á að Fram-Fót- boltafélagi Reykjavíkur verði með dómi gert að afmá nafnið úr hluta- félagaskrá og bannað að nota nafnið hvort sem er á íslensku eða á erlendum tungumálum að öðru leyti. KR bendir á að ensk þýðing á heiti KR er „Reykjavík Football Club“ eða „Football Club of Reykjavík." í styttri útgáfu yrði nafnið Reykjavík FC. Þýðing á heitinu Fram-Fótboltafélag Reykjavíkur yrði nákvæmlega sú sama. KR segir að þegar hafi bor- ið á því að ruglingur hafi skapast á milli félaganna. Fram hafnar kröfugerð KR og segir fráleitt að KR geti eignað sér nafn Reykjavíkurborgar. Það sé alþekkt að fleiri en eitt knatt- spyrnufélag kenni sig við sömu borgina. Fyrir um tveimur árum lagði KR fram kæru til Samkeppnis- stofnunar þar sem farið var fram á að Fram gæti ekki notað nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur. Sam- keppnisráð komst þá að þeirri nið- urstöðu að auðkenni félaganna væru það frábrugðin að ekki yrði villst á þeim. Svo lengi sem Fram- nafnið kæmi fyrir í heitinu væri engin hætta á ruglingi. Með vísan til sömu sjónarmiða var ekki talið að þýðing heitanna yfir á ensku skapaði hættu á ruglingi. Arekstur við Selfoss TVEIR fólksbílar skullu saman á Suðurlandsvegi skammt norðan við Ölfusárbrú um há- degisbil í gær. Öðrum bílnum var ekið yfir á rangan vegar- helming með þeim afleiðingum að hann lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Að söp lögreglu á Selfossi kvart- aði ökumaður annars bílsins undan bakmeiðslum og var hann fluttur til læknisskoðun- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.