Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 13 Lífsýni frá opinberum sjúkrastofnunum Gefa ekki einkarétt á afnotum SAMNINGAR þeir sem hafa verið í undirbúningi milli nokkuira sjúkra- húsa og líftækmfyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar um aðgang að lífsýnum vegna krabbameins- rannsókna veita fyrirtækinu ekki einkarétt á aðgangi að þeim lífsýn- um. Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur og skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, sagði við Morgunblaðið að hún vildi ekki tjá sig um samningaviðræður við Urði Verðandi Skuld, en tók fram að sam- kvæmt nýjum lögum um lífsýnasöfn, sem taka gildi um næstu áramót, skuli setja reglur um hvernig tryggja skuli jafnræði þeirra sem óska eftir aðgangi að lífsýnasöfnum vegna vísindarannsókna. Þar sé fyrst og fremst haft í huga að sjúkrastofnanir í eigu hins opinbera mismuni ekki vísindamönnum. Þær geti því ekki lofað einum aðila að hann einn fái aðgang að tilteknum sýnum. Með fyrrgreindum reglum verður tryggt að vísindamenn eða stofnanir sem stunda vísindarannsóknir og aflað hafa tilskilinna leyfa vísinda- siðanefndar og tölvunefndar hafi jafnan aðgang að lífsýnum sem sjúkrahús hafa safnað. Líftæknifé- lagið Urður Verðandi Skuld hefur verið í samningum við Landsspítala - háskólasjúkrahús og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri um rann- sóknir á krabbameini og er þar gert ráð fyrir aðgangi að lífsýnum að fengnum tilskildum leyfum. Guðríður ítrekaði að hún vildi ekki ræða sérstaklega fyrirhugaða samn- inga Urðar Verðandi Skuldar en sagði aðspurð að samkvæmt lögum um lífsýnasöfn væri ekki heimilt að veita aðgang að lífsýnum til rann- sókna fyrr en aflað hefði verið leyfis tölvunefndar og fyrir lægi rann- sóknaáætlun samþykkt af vísinda- siðanefnd eða siðanefnd viðkomandi sjúkrastofnunar. Að uppfylltum þessum skilyrðum væri það síðan safnstjórn viðkomandi lífsýnasafns sem veitti endanlegan aðgang. Sé um að ræða lífsýnasafn sjúkrahúss er safnstjórn ekki heimilt að mis- muna vísindamönnum. Öðru máli gegnir hins vegar um einkaaðila, s.s. vísindamenn eða fyr- irtæki, sem safnað hafa lífsýnum á eigin kostnað vegna tiltekinna rann- sókna. Að sögn Guðríðar er ekki gert ráð fyrir að þeim verði skylt að veita öðrum vísindamönnum eða fyr- irtækjum aðgang að slíkum sýnum. Hundakúnstir á Seltjarnarnesi VEÐRIÐ hefur verið með eindæm- um milt undanfarna daga og hafa margir nýtt sér það óspart til úti- vistar, bæði menn og málleysingjar. Á Seltjamarnesi í vikunni mátti m.a. sjá að maður og hundur geta oft átt náið samfélag og eru iðulega bestu vinir. Þar lék Jóhanna við tík- ina sína og lét hana gera hinar ýmsu hundakúnstir eins og sjá má á þessari mynd sem Ijósmyndari Morgunblaðsins tók. Menningarminjadagar verða á fslandi um helgina Rannsóknir á merkustu sögustöðum kynntar Miklar rannsóknir hafa farið fram síðustu ár á fornleifum í Reykholti í Borgarfirði. Þær verða kynntar á menningarminjadögum um helgina. MARGRÉT Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður telur að ákvörðun Al- þingis í sumar um að stofna kristni- hátíðarsjóð eigi eftir að efla verulega fornleifarannsóknir og fornleifa- vörslu á íslandi. Um helgina verða haldnir menningarminjadagar um allt land í tengslum við menningar- minjadag Evrópu. Hér á landi verð- ur á þessum dögum beint sjónum að merkustu sögustöðum íslands en fyrirhugað er að fjármagn úr kristnihátíðarsjóði verði m.a. varið í fomleifarannsóknir á þeim. Þetta er í annað sinn sem haldið er upp á menningarminjadag Evrópu hér á landi. Margrét sagði að á þess- um degi vildi Þjóðminjasafnið leggja áherslu á það fjölbreytta starf sem unnið væri í fornleifavörslu um allt land. Það væri mikil gróska í þessu starfi og miklar vonir væm bundnar við að það fjárframlag til rannsókna í fornleifafræði sem Alþingi hefði ákveðið að efna til með stofnun kristnihátíðarsjóðs ætti eftir að virka sem hvatning á þessu sviði. Eins væm miklar vonir bundnar við fyrirhugaða kennslu í fornleifafræði við Háskóla íslands. I þingsályktunartillögu Alþingis, sem þingmenn samþykku á hátíðar- fundi á Þingvöllum í sumar, vora sérstaklega nefndir sögustaðirnar Hólar, Skálholt og Þingvellir. Mar- grét sagði að Alþingi kæmi til með að fjalla frekar um útfærslu á þess- ari tillögu í vetur en Þjóðminjasafnið vildi á menningarminjadögum leit- ast við að virkja almenning til þátt- töku með fræðslu og umræðu. Þetta væri liður í þeim undirbúningi sem fram færi áður en rannsóknirnar hæfust. Margrét sagði að söfn um allt land yrðu opin um helgina en sérstök dagskrá yrði í Reykholti í Borgarfirði, Hólum í Hjaltadal, Gásum í Eyjafirði, Skriðuklaustri á Héraði og á Þingvöllum. Minjaverðir og fræðimenn frá Þjóðminjasafninu ásamt heimamönnum og staðarhölduram á hverjum stað myndu miðla af þekkingu og ræða framtíðarrannsóknir. Einnig yrði vakin athygli á byggða- og minjasöfnum í hverjum landsfjórðungi og merkum minja- stöðum. Fjölbreytt dagskrá um allt land í Reykholti verður dagskráin á laugardag og mun Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræð- ingur Þjóðminjasafns Islands, lýsa rannsóknum í Reykholti og Magnús Á. Sigurðsspn, minjavörður Þjóð- minjasafns íslands á Vesturlandi, kynnir starfssvið sitt og helstu verk- efni á svæðinu. Dagskráin ber upp á dag Snorra Sturlusonar og verður því bæði fjall- að sérstaklega um Snorra og tíð hans í Reykholti og um framhald rannsókna á staðnum. Á Hólum verður dagskrá í umsjá Hólamanna á sunnudag þar sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðing- ur, Katrín Gunnarsdóttir fornleifa- fræðingur, Þór Hjaltalín, sagnfræð- ingur hjá Þjóðminjasafni íslands, og Sigurður Bergsteinsson, nýskipaður minjavörður Þjóðminjasafns Islands á Norðurlandi vestra, munu flytja erindi og svara fyrirspurnum. Farið verður í skoðunarferð að Gásum í Eyjafirði frá Minjasafninu á Akureyri en Margrét sagði að Gásar væra einstakir í íslenskri sögu og afar merkilegir séð frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Á Skriðuklaustri verður dagskrá á vegum Gunnarsstofnunar á laugar- dag í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands og Minjasafn Austurlands, þar sem flutt verða erindi með leið- sögn. Þar verða frummælendur Helgi Hallgn'msson náttúrufræðing- ur, Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur, Guðný Zoéga, minja- vörður Þjóðminjasafns Islands á Austurlandi, Friðrika Marteinsdótt- ir jarðfræðingur, Svanhildur Óskarsdóttir norrænufræðingur og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðu- maður Gunnarsstofnunar. Þá mun Þjóðminjasafnið skipu- leggja ferð til Þingvalla nk. laugar- dag í samvinnu við Þingvallanefnd og félagið „Minjar og saga“. Þar munu flytja erindi Sigurður Líndal prófessor og sagnfræðingur og fom- leifafræðingarnir Guðmundur Ólafs- son og Orri Vésteinsson. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tekur og þátt í umræðum og ræðir um stefnumótun í fornleifarann- sóknum á Þingvöllum. Morgunblaðið/Golli Dagnr stærðfræðinnar Hve marg- ir bolt- ar í bfl? DAGUR stærðfræðinnar er í dag en hann er haldinn í til- efni af alþjóðlegu ári stærð- fræðinnar. Flötur, félag stærðfræðikennara, hefur m.a. undirbúið daginn með því að senda verkleg rúmfræði- verkefni til grannskóla og hvetja framhaldsskólakennara til þess að standa fyrir stærð- fræðiþrautum í tilefni dagsins. í Menntaskólanum í Kópa- vogi var komið fyrir Toyota Yaris bifreið á mánudaginn sem hafði verið fyllt af fótbolt- um. Nemendur í skólanum fengu það verkefni að reikna út fjölda fótbolta inni í bílnum. Jón Eggert Bragason stærð- fræðikennari segir að nem- endur hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga og þrautin hafi verið mikið rædd í skólanum. I dag kl. 14 verða veitt verðlaun fyrir bestu lausnirnar. Ekki nægir að giska á fjöldann því tekið er mið af bestu aðferð- unum við útreikningana. Klukkan 17 í dag hittast stærðfræðikennarar á fundi í hátíðarsal Háskólans sem hef- ur yfirskriftina: Stærðfræðik- ennsla á villigötum? Fram- mælendur á fundinum verða Anna Kristjánsdóttir prófess- or í Kennaraháskóla íslands, Ellert Ólafsson framkvæmda- stjóri Tölvu- og stærðfræði- þjónustunnar og Lárus H. Bjarnason rektor MH. Eldur út frá sprittkerti TVENNT slapp ómeitt þegar eldur kviknaði út frá sprittkerti í Engjaseli í Reykjavík í fyi-rinótt. Húsráðandi og barn vora sofandi þegar eldsins varð vart og húsráðandi náði að slökkva sjálfur eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Minni- háttar skemmdir urðu á vegg og lofti, svo og skemmdir vegna reyks. Tilkynnt var um eldinn klukkan 4:50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.