Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Boðað til annarrar umferðar kosninganna í Júgóslavíu Milosevic reynir að vinna sér tíma London. The Daily Telegraph. NU hefur það komið á daginn, sem margir spáðu, að Slobodan Milos- evic myndi ekki láta af forsetaemb- ættinu í Júgúslavíu þegjandi og hljóðalaust, þrátt fyrir að allt bendi til að stjórnarandstaðan hafi unnið stórsigur í kosningunum á sunnu- dag. Stjómarandstaðan og óháðir eftirlitsmenn fullyrða að Vojislav Kostunica, forsetaframbjóðandi kosningabandalags stjórnarand- stöðuflokka, hafi náð öruggum meirihluta í fyrstu umferð, en yfir- kjörstjórn tilkynnti þó í gær að hvorki hann né Milosevic hefðu náð 50% markinu og því yrði önnur umferð kosninganna haldin 8. októ- ber næstkomandi. Eftir að sigur stjórnarandstöð- unnar virtist í höfn hafa stjórn- málaskýrendur sagt að Milosevic ætti þrjá meginvalkosti í stöðunni, en enginn þeirra virðist sérstak- lega ákjósanlegur fyrir hann. Einn af þessum kostum er að boða til annarrar umferðar, eins og Milosevic hefur nú gert. Það myndi veita honum færi á að hleypa kappi í stuðningsmenn sína og beita stjórnarandstöðuna þvingunum, eða jafnvel að undirbúa ennþá um- fangsmeiri kosningasvik en uppvíst varð um á sunnudag. Þetta gæti þó snúist í höndunum á forsetanum, enda fengi stjórnarandstaðan vita- skuld einnig tíma til að safna liði, og framkvæmd kosninganna yrði undir smásjá erlendra fjölmiðla. Raunar er óvíst að stjórnarand- staðan muni taka þátt í seinni um- ferðinni, enda hefur Kostunica lýst yfir sigri og heitið því að hann verði varinn. Þá er miklum vafa undirorpið að vestræn ríki viður- kenni að réttmætt sé að boða til annarrar umferðar, enda líta þau svo á að Kostunica hafi þegar unn- ið sigur. Neitar hugsanlega að láta af embætti fyrr en á næsta ári En jafnvel þótt forsetinn verði nauðbeygður til að viðurkenna ósigur eftir seinni umferðina er viðbúið að hann neiti að segja af sér fyrr en eftir marga mánuði. AP Stjómarandstæðingar hrópa vígorð gegn Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseta á Qöldafundi í Belgrad í fyrra- kvöld. Rúmlega 40.000 manns komu þá saman í mióborginni eftir að stjórnarandstaðan hafði lýst yfir sigri í kosningunum um helgina. Forsætisráðherrann Momir Bulat- ovic lýsti því yfir í síðustu viku að Milosevic hefði stjórnarskrárvarinn rétt tU að sitja í embætti þar til kjörtímabil hans rennur út um mitt næsta ár. Þessi kenning þykir í meira lagi vafasöm, enda boðaði forsetinn sjálfur til kosninganna, en meðferð málsins fyrir dómstól- um gæti tekið marga mánuði. Það gæfi Milosevic möguleika á að færa völd frá embætti forseta sambands- ríkisins Júgóslavíu til stjórnarinnar í Serbíu, þar sem hann gæti síðan tekið við stjórnartaumunum. Þá yrði forsetaembættið sem félli í hlut Kostunica nær valdalaust. Ólíklegt þykir þó að MUosevic kæmist upp með sÚk brögð. Hollusta hersins fer dvínandi I þriðja lagi gæti Milosevic huns- að úrslit kosninganna alfarið, lýst yfir sigri og beitt hernum til að bæla stjórnarandstöðuna niður. En þrátt fyrir að hann hafi ekki skirrst við að beita valdi áður er búist við að hann hiki við það nú, af ýmsum ástæðum. Margt bendir tU að holl- usta hersins og öryggislögreglunn- ar við forsetann fari dvínandi og stjómmálaskýrendur telja að hann geti ekki lengur treyst á stuðning þeirra. Samstaða innan stjómar- andstöðunnar er meiri en áður og alþjóðasamfélagið fylgist betur en nokkm sinni með framvindu mála í landinu. Hvort sem Milosevic tekst að vinna tíma eður ei virðist því margt benda til að valdaskeið hans renni senn á enda. Viðræður Baraks og Arafats Vinsamlegur fund- ur en árangurslítill Jerúsalem. AP, AFP. ENGINN áþreifanlegur árangur varð af fundi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, í fyrradag enda var fyrst og fremst litið á hann sem undir- búning undir væntanlegar viðræð- ur í Bandaríkjunum. Palestínu- menn segjast þó reiðubúnir að bíða í „rnánuði" eftir nýjum friðar- samningi fallist ísraelar á frekari brottflutning frá Vesturbakkan- um. Mjög vel fór á með þeim Arafat og Barak á fyrsta fundi þeirra í tvo mánuði en hann fór fram á heimili Baraks í Tel Aviv. Ræddu þeir í raun ekki helstu deilumálin, sem eru brottflutningur Israela frá Vesturbakkanum, framtlð palest- ínskra flóttamanna, staða Jerú- salems og yfirráð yfir helgum stöðum í borginni, einkum Mu- sterisfjallinu. Israelskir fjölmiðlar segja, að Barak sé að skoða bandaríska tillögu um, að Muster- isfjallið verði undir stjóm Samein- uðu þjóðanna en Palestínumenn hafa lagt tíl, að nokkur íslömsk ríki taki að sér gæslu þar. Banda- ríkjastjóm er nú að undirbúa frið- artillögur, sem byggjast á því, sem fram kom á fundi Israela og Pal- estínumanna í Camp David í sum- ar og síðar, og verða þær ræddar með samninganefndum hvorra tveggja nú í vikunni. Verða þær hugsanlega lagðar formlega fram í næstu viku en þó því aðeins, að lík- legt sé, að þær verði samþykktar. Háttsettur palestínskur emb- ættismaður, sem óskaði nafn- leyndar, sagði í viðtali við AFP- fréttastofuna, að Palestínumenn væm tilbúnir að bíða „mánuðum saman“ eftir nýjum friðarsamn- ingi ef ísraelar héldu strax áfram brottflutningi sínum af Vestur- bakkanum. Israelar hafa aftur á móti hreyft þeirri hugmynd, að gerður yrði friðarsamningur, en sum helstu deilumálin, t.d. staða Jerúsalems og yfirráðin yfir helg- um stöðum í borginni, geymd til betri tíma. Palestínumenn vísa því á bug og segja, að annaðhvort verði undirritaður endanlegur samningur eða enginn. Munu karlar geta átt börn saman? London. The Daily Telegraph. SAMKYNHNEIGÐIR karlar munu í framtíðinni geta getið börn saman með svipaðri tækni og notuð var til að koma kindinni Dolly í heiminn, að því er virtur breskur líftæknifræðingur full- yrðir. Dr. Calum MacKellar, sem kennir lífsiðfræði og lífefnafræði við Edinborgarháskóla, telur að frekari rannsóknir á einræktun geti leitt til þróunar tækni, sem gerði karlkyns pörum kleift að geta börn saman, án þess að nota erfðaefni úr konu. Þó væri fyrir- sjáanlegt að kvenkyns „leigumóð- ir“ þyrfti eftir sem áður að ganga með barnið. MacKellar fullyrðir að mögu- legt verði að búa til nokkurs kon- ar „karlegg" með því að fjar- lægja kjarnann úr gjafaeggi frá konu og setja kjarnann úr sáðfr- umu karlmanns í staðinn. Þetta „egg“ yrði svo unnt að frjóvga með sæði úr öðrum karlmanni og barnið myndi þá eiga tvo líffræði- lega feður. Hann viðurkennir að enn séu margar genafræðilegar hindranir í veginum fyrir því að þetta verði hægt, og nefnir til dæmis að ákveðin gen frá móður séu nauð- synleg til að fóstur spendýra þroskist eðlilega. MacKellar seg- ist þó telja að framfarir f Ifftækni verði svo örar að þessar hindran- ir verði fljótlega yfirstignar. Þá væri fræðilegur möguleiki á að tveir karlar gætu eignast barn saman. „Það er ekki langt sfðan al- mennt var litið á þá tækni sem notuð var til að einrækta kindina Dolly sem hugarburð í ætt við vfsindaskáldskap,11 sagði MacKell- ar. „Nú er hún hins vegar raun- veruleg og nauðsynlegt er að lög verði endurskoðuð í samræmi við það.“ Archer ákærður YFIRVOLD í Bretlandi ákærðu í gær rithöfundinn Jeffrey Archer fyrir að hafa beðið vin sinn um að bera ljúg- vitni í meið- yrðamáli sem hann höfðaði gegn dagblaðinu Daily Star Jeffrey Archer fiTÍr 13 ár“ um. Archer, sem lengi var í miklum metum hjá Ihaldsflokknum, var ákærður fyrir meinsæri og fyr- ir að hafa hindrað framgang réttvísinnar, að því er talsmað- ur Scotland Yard greindi frá. Hneykslismál Archers náði hámarki í nóvember á síðasta ári er hann viðurkenndi að hafa beðið vin sinn um að bera ljúg- vitni um samband sitt við vændiskonu. Kom játning Archers í veg fyrir framboð hans í kosningunum um emb- ætti borgarstjóra Lundúna sem fram fóru í vor. Réttur til einkalífs varinn ÞEKKTIR einstaklingar eru víða taldir almannaeign sem ljósmyndarar og fjölmiðlar hafi rétt á að elta. Siðanefnd norska fjölmiðlasambandsins varði hins vegar nýlega rétt krón- prinsins Hákonar til einkalífs eftir að Dagbladet, eitt stærsta dagblað Noregs, birti á forsíðu mynd af prinsinum kyssa kær- ustu sína, Mette-Marit Tjess- em Hoiby, í afmælisveislu sinni. ,Áfiýjunarnefndin getur ekki fallist á að afmæliskoss frá kærustu teljist mikilvægur fyr- ir þjóðfélagið,“ sagði í dómi siðanefndar, sem taldi Dag- bladet bijóta gegn siðareglum fjölmiðla með myndbirting- unni. Sotheby’s til sölu? SVO kann að fara að Alfred Taubman, sem á meirihluta í Sotheybýs-uppboðsfyrirtæk- inu, selji hlut sinn sem metinn er á einar 309 mUljónir dollara, eða tæpa 25 milljarða króna. Taubman sagði af sér embætti sem stjórnarformaður fyrir- tækisins í febrúar sl. vegna rannsóknar á meintu verðlags- samráði Christie’s og Sothe- býs, sem ráða í sameiningu yfir um 95% uppboðsmarkaðarins. Þýska velferðarkerf- inu breytt WALTER Riester, atvinnu- málaráðherra Þýskalands, kynnti í gær áætlanir um að einkavæða hluta þýska velferð- arkerfisins. Breytingarnar sem Riester hefur hug á að koma í framkvæmd yrðu tengdar líf- eyrisgreiðslum, sem ríkis- stjómin hefur þegar viður- kennt að séu orðnar henni ofvaxnar. „Það yrðu margir sigurvegarar," sagði Riester og kvað aukin einkaframlög og minni ríkisframlög, sem gildi tækju árið 2011, henta þjóðfé- laginu vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.