Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svar borgarendurskoðanda við fyrirspurn um skuldastöðu Reykjavíkurborgar Skuldir jukust um 900 m. kr. milli ára NETTÓSKULDIR Reykjavíkur- borgar jukust um 889 milljónir milli áranna 1999 og 2000, að því er fram kemur í svari borgarendurskoðanda við fyrirspurn Júlíusar Vííils Ingvars- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks, um skuldastöðu borgarinnar. Júlíus Vífill segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji gagn- rýnivert að fjárhagsáætlun skuli hafa verið afgreidd án þess að fram hafí komið hver þróun nettóskulda borgarinnar er. „Skuldastaða borgarinnar hefur verið í mjög alvarlegu hámarki. Pað er ekki nóg að líta aðeins til borgar- sjóðs því aðrar stofnanir borgarinn- ar, einkum Orkuveita Reykjavíkur, hafa verið notaðar til að greiða niður skuldir borgarsjóðs svo hægt sé að bera á borð fyrir kjósendur að borg- arsjóður standi betur en áður. Það er vissulega rétt, en hins vegar stendur Reykjavíkurborg miklu verr,“ segir Júlíus Vífill. Fólki talin trú um að ijárhags- staðan sé betri en hún er Hann segir að þessa stöðu megi að mestu leyti rekja til þess að eigin- fjárstaða borgarinnar hafi verið rýrð og fyrirtæki skuldsett til að greiða niður skuldir. Orkuveita Reykjavík- ur hafi verið látin gefa út skuldabréf upp á þrjá milljarða króna, sem not- aðir hafa verið til að greiða niður skuldir borgarsjóðs. „Þetta er ekkert annað en bók- haldsblekking og gert til þess að geta talið fólki trú um að fjárhagsleg staða Reykjavíkurborgar sé sterkari en hún raunveralega er,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir sérlega athugavert að skuldastaða borgarinnar skuli versna þetta mikið í góðæri, þegar flestir séu að reyna að grípa tækifær- ið og koma fjárhag sínum í gott lag. Þar að auki hafi tekjur borgarinnar aukist mikið, útsvar og gjaldskrár hafi hækkað og eignir verið seldar, þar á meðal Sjúkrahús Reykjavíkur fyrir einn og hálfan milljarð króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir í samtali við Morgun- blaðið að svar borgarendurskoðanda hafi verið lagt fram í borgarráði og I því séu engar nýjar upplýsingar. Það hafi legið fyrir við gerð fjárhagsáætl- unar að nettóskuldir borgarinnar í heild, borgarsjóðs og fyrirtækja, hefðu aukist um tæplega 900 milljón- ir. „Þessi umræða um hvort skuldir séu að hækka eða lækka er sígild og kemur upp tvisvar á ári hér í borgar- stjórn Reykjavíkur, í kringum fjár- hagsáætlun og ársreikning. En stað- reyndin er sú að það þarf ekkert að deila um þetta, skuldir borgarsjóðs eru að lækka og skuldir fyrirtækj- anria hafa verið að hækka,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að staða þeirra tveggja aðila sem vega þyngst í fjármálum borgarinnar, borgarsjóðs og Orku- veitu Reykjavíkur, hafi legið ljós fyr- ir þegar fjárhagsáætlun var gerð. Bæði hafi verið ljóst að skuldir borg- arsjóðs hefðu lækkað, meðal annars vegna niðurfærslu á eigin fé Orku- veitu Reykjavíkur og sölu á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, og eins hafi legið fyrir að skuldir Orkuveitunnar væru að aukast, meðal annars vegna fyrr- nefndrar niðurfærslu á eigin fé og vegna fjárfestinga á Nesjavöllum. Hún tekur jafnframt fram að Orku- veitan sé eftir sem áður afar stönd- ugt fyrirtæki og að fjárfestingarnar á Nesjavöllum séu mjög arðbærar og eigi eftir að skila Orkuveitunni og viöskiptavinum hennar ávinningi á komandi árum. Reykjavíkurborg og Gallup kynna þjálfunaráætlun um aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði Leitað að jafnvægi milli vinnu og einkalífs REYKJAVÍKURBORG og Gallup hafa ákveðið að standa í sameiningu að framkvæmd ESB-verkefnisins „Hið gullna jafnvægi" en verkefnið felur í sér að 25 fyrirtækjum í Reykja- vík verður boðið að taka þátt í fræðslu- og þjálfunaráætlun sem mið- ar að því að koma á auknum sveigjan- leika í fyrirtækjum og finna hið gullna jafnvægi milli vinnu fólks og einkalífs þess. Samstarfssamningur var undir- ritaður í gær og þá kynntu fulltrúar Gallup jafnframt helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert en þær sýna að sveigjan- legri vinnutilhögun er Islendingum ofarlegaíhuga. „Hið gullna jafnvægi" er liður í ESB-verkefninu „Striking the bal- ance“ en það fer fram í fjórum lönd- um samtímis, Bretlandi, Grikklandi, Þýskalandi og á íslandi. Kom fram í máli Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráð- gjafa Reykjavíkurborgar, að tildrög þess að Reykjavík tekur þátt í verk- efninu væru þau að boð hefði borist um það frá Lundúnasveitarfélaginu Kingston upon Thames. Tuttugu og fimm fyrirtækjum eða stofnunum býðst að taka þátt í verk- efninu og er öllum fyrirtækjum með starfsemi í Reykjavík frjálst að sækja um. Þátttökngjald er 150 þúsund kr. en fyrirtæki fá heimild til að nota mertó verkefnisins í kynningarstarfi sínu. Ahersla verður lögð á fjölbreyti- lega samsetningu í valinu á þátttöku- fyrirtækjunum. Sveigjanleiki ekki aðeins fyrir konur og bamafólk Hildur lagði áherslu á að sveigjan- leiki í starfi skipti alla á vinnumark- aðnum máli. „Fólk getur af alls konar ástæðum haft þörf fyrir sveigjanleika í starfi,“ sagði hún. „Sveigjanleiki í starfi er ekki bara fyrir konur og barnafólk. Fólk getur þarfnast sveigj- anleika vegna annarra þátta eins og símenntunar eða félagslífs utan vinnustaðar." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri tók undir þetta viðhorf. „Jafnréttispólitík er ekki fyrir neinn sérstakan hóp. Svona verkefni gagn- ast öllum. Fyrirtækin eru að hagnast á þátttöku en fóma ekki neinu,“ sagði hún. Kom fram í máli borgarstjóra að þær niðurstöður rannsókna Gallups, að karlar ekki síður en konur vilji Morgunblaðið/Knstmn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Svafa Grönfeldt frá Gallup skrifa undir samstarfssamninginn. hafa tækifæri til að vinna meira heima við, hefðu vakið athygli hennar. Gallup mun kynna frekari niður- stöður rannsóknarinnar á upphafs- ráðstefnu verkefnisins „Hið gullna jafnvægi", 6. október næstkomandi. Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Gallups, greindi hins vegar frá því í gær að rannsóknin staðfesti niðurstöður erlendra rann- sókna þess efnis að fyrirtæki högnuð- ust margfalt á því ef starfsfólk teldi sig búa við sveigjanleika í vinnutil- högun. Starfsánægja væri meiri og sömuleiðis tryggð starfsfólksins við fyrirtækið, auk þess sem mjög drægi úr streitu hjá því og þeim neikvæðu áhrifum sem starfsálag getur haft á einkalíf starfsmanna. Með þátttöku í verkefninu fá fyrir- tæki m.a. hagnýtar leiðbeiningar um fyrstu skrefin til að auka starfsánægj- una á vinnustaðnum, leiðbeiningar um hvemig ná megi betri árangri við að ráða og halda hæfu starfsfólki og einnig öðlast þau þekkingu á breyttu lagaumhverfi á vinnumarkaði. Munu fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu og íslenskir samstarfsaðilar fá að- gang að endanlegri gerð fræðsluefnis að verkefninu loknu. „Þetta verkefni er mjög spennandi ef maður skoðar þróun á vinnumark- aði í Evrópu, og sérstaklega hér á ís- landi,“ sagði Gylfi Dalmann Aðal- steinsson, stjómunarráðgjafi hjá Gallup. „Við eram að sjá heilmiklar breytingar á vinnumarkaði. Það er að eiga sér stað mikil vakning í starfs- mannamálum, mannleg stjómun er orðin rauður þráður í stjómun ís- lenskra fyrirtækja. Það er mikil sam- keppni um vinnuafl, við þekkjum það, og eitt erfiðasta viðfangsefni í stjóm- un starfsmannamála í dag er að laða að og halda góðu fólki. Það er því mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að geta boðið upp á aðlaðandi vinnuum- hverfi," sagði hann. Bætti hann því við að af þessum sökum væri mjög jákvætt að fara af stað með þetta verkefni nú. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á níu milljónir ísl. króna Eins og áður kom fram var það breska Lundúnasveitarfélagið King- ston upon Thames sem hratt verkefti- inu af stað. Fræðsluefnið, sem notað verður hér á landi, hefur verið þróað í samvinnu við breska vinnumarkaðs- fræðinga en er lagað að íslenskum að- stæðum. Kostnaðaráætlun verkefnis- ins hér á landi hljóðar upp á níu milljónir króna og er verkefnið fjár- magnað með framlögum frá ESB, Reykjavíkurborg og Gallup, auk þátt- tölúigjalds fyrirtækja. Sérstök upphafsráðstefna verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstu- daginn 6. október og hafa fyrirtæki síðan viku til viðbótar til að sækja um aðild að verkefninu. Ennfremur verð- ur heimasíðu komið upp á Netinu í tengslum við verkefnið, www.hid- gullnajafnvaegi.is, og er stefnt að því að hún verði komin í gagnið á morg- un, fimmtudag. Neysla mengaðs ísbergsalats líklegasta orsök salmonellufaraldursins Utbreiðsla annarrar teg undar af salati könnuð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Haraldi Briem, sóttvarnalækni, Landlækn- isembættinu, Grími Ólafssyni, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Sjöfn Sigurgísladóttur, Hollustu- vernd ríkisins: „Vegna fjölmiðlaumræðu um að Dole ísbergsalat sem flutt var inn til landsins í lok ágústmánaðar hafi valdið faraldri af Salmonella typ- himurium skal eftirfarandi tekið fram: Hinn 16. september sl. stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dreifingu og innkallaði þegar selda vöra af Dole salati vegna rökst- udds gruns um að Dole isbergsalat, sem kom til landsins 24. ágúst og fór í dreifingu 26. ágúst, hafi verið mengað af Salmonella typhimur- ium fjölónæmum stofni. Þegar þessi ákvörðun var tekin lágu eftir- farandi staðreyndir máls fyrir: Fullvíst var talið að sýkillinn eigi ekki uppruna sinn hér á landi vegna sérkenna hans. Faraldurinn hófst um mánaðamótin ágúst/sept- ember. Þróun faraldursins benti til þess að hann hafi átt uppruna sinn í mengaðri matvöru á markaði í lok ágústs og fyrstu vikuna í septem- ber. ítarlegar spurningar, sem lagðar voru fyrir þá sem sýktust, leiddu í ljós að matarneysla á skyndibitastöðum og veitingahús- um væri sameiginleg flestum þeirra sem höfðu sýkst. Sá matur sem neytt var og var sameiginleg- ur flestum sjúklingum var salat. Þegar gripið var til áðurnefndrar innköllunar höfðu flestir nefnt til sögunnar tvo veitingastaði þar sem matar var neytt í byrjun septem- ber. Hægt var að gera samanburð- arrannsókn á neyslu þeirra sem veiktust og veiktust ekki á öðrum þessara veitingastaða hjá hópi manna sem borðaði þar á sama tíma. Leiddi sú rannsókn í ljós töl- fræðilega marktækt samband veik- inda og neyslu á ísbergsalati. Þeg- ar í ljós kom að hinn veitingastaðurinn, sem oftast var nefndur til sögunnar af sjúkling- um, hafði notað ísbergsalat úr sömu sendingu samkvæmt upplýs- ingum dreifingaraðilans var gripið til áðurnefndrar innköllunar. Þar sem geymsluþol á matvöra- makaði er stutt voru líkurnar á því að finna salat af sama toga og tengdist sýkingunni litlar. Veit- ingahús, skyndibitastaðir og versl- anir sem notað höfðu ísbergsalat í byrjun september áttu það ekki lengur til þegar ákvöðun um inn- köllun var tekin. Hins vegar fund- ust nokkur salathöfuð í heimahús- um bæði af bandarískum og evrópskum uppruna. Ekki var vit- að hvort þau væru úr sömu send- ingu eða hluta úr þeirri sendingu sem gat verið mengaður. Ræktun- arniðurstöður hafa ekki leitt í ljós salmonellumengun í þeim. Síðar hefur komið ljós að önnur sending af ísbergsalati, sem er ekki frá Dole, hafi verið send til prafu á sömu tvo veitingastaði og áður voru nefndir á svipuðum tíma. Verið er að kanna útbreiðslu þess salats en það er erfiðleikum háð vegna þess að það var gefið en ekki selt og því ekki til neinar sölunót- ur. Fullvíst er talið að þetta salat sé farið úr umferð fyrir all nokkru. Niðurstaðan er því á þessari stundu að neysla mengaðs ísberg- salats sé líklegasta orsök far- aldursins. Líkurnar á því að sanna það með ótvíræðum hætti, með ræktun frá salatinu sem var í um- ferð í byrjun september sl., eru hverfandi. Því verður ekki fullyrt að mengað Dole salat hafi verið or- sök þessa faraldurs. Rannsókn málsins heldur áfram og engir möguleikar á mengun matvæla úti- lokaðir. Eins og áður segir er hér um mjög sérstæða salmonellu að ræða. Hennar hefur einnig orðið vart sumstaðar á Englandi um þessar mundir. Eru vonir bundnar við að alþjóðleg samvinna varpi ljósi á þetta mál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.