Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐWKUDAGUR- 27. SEPTEMBBR 2000 45 arbústaðinn við Pingvallavatn og vorum fastir gestir á Fornhagan- um um jól og áramót. Um árabil fórum við saman í haustlitaferðir, tókum saman slátur og bjuggum til laufabrauð. Gísli tók aldrei beinan þátt í matargerðinni en hann var jafnan nálægur ef okkur kynni að vanta eitthvað úr búð eða við þörfnuðumst hjálpar hans á annan hátt. Oftast var Gísli með þegar bekkurinn okkar Þóru hélt hátíð- leg stúdentsafmæli eða efndi til fagnaðar af öðru tilefni. Þar var hann aufúsugestur, alltaf tilbúinn að taka þátt í gleðinni, ljúfur og hnyttinn í tilsvörum ef sá gállinn var á honum. Allra þessara góðu stunda er ljúft að minnast og þakka nú á kveðjustund. Gísli var áreiðanlega mikill ham- ingjumaður. Hann ólst upp á góðu heimili og bar með sér andblæ þess til hinstu stundar. Hann var alltaf í áhugaverðu starfi og kvæntist Þóru,þessari glæsilegu öndvegiskonu. Börnin þeirra tvö eru úrvalsfólk. Þóra og Gísli bjuggu sér fallegt og menningarlegt heimili. Þau voru einstaklega samrýmd og máttu vart hvort af öðru sjá og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þegar tók að vora og þau áttu frístundir frá vinnu voru þau horf- in austur í Grafning. Þar áttu þau sumarbústað og allstórt land sem nú er orðið mikill unaðsreitur. Á þessum stað undu þau hag sínum vel, veiddu silung, ræktuðu skóg og voru óþreytandi að fegra og bæta umhverfi sitt. Þau voru bæði með græna fingur, allt óx og dafn- aði sem þau lögðu hönd að. Þegar vetur gekk í garð og ekki viðraði lengur til útivistar fóru þau í leik- hús, lásu góðar bækur og hlustuðu mikið á tónlist, enda er af nógu að taka í þeim efnum á heimilinu. Söknuður Þóru, barna hennar og tengdasonar er mikill. En tím- inn, sá mikli galdrameistari, ber með sinni líknandi hönd smyrsl á sárin svo að á þau myndast hrúð- ur. Verkurinn sem sárið olli dvínar því smátt og smátt. Einn góðan veðurdag öðlast lífið tilgang og merkingu á ný og þá er hægt að horfa vonglaður fram á veginn. Vinirnir á Kaplaskjólsvegi og Reynimel votta Þóru, Stefáni, Onnu Þóru og Erni dýpstu samúð. Að lokum vil ég gera orð Matt- híasar Jochumssonar að mínum. Skáldið mælti þetta ljóð af munni þegar hann heyrði lát góðs vinar: Aldrei er svo bjart yfír öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Ingibjörg Þórarinsdóttir. Okkur samstarfsfólki og vinum Gísla Teitssonar var mjög brugðið við fréttina um sviplegt fráfall hans. Það er ekki nema tæp tvö ár síðan Gísli lét af störfum fram- kvæmdastjóra hjá Heilsugæslunni í Reykjavík fyrir aldurs sakir. En það er nú svo að enginn veit sinn næturstað og enginn veit hver annan grefur. Það var fyrir rúmum áratug að éjj kynntist Gísla Teitssyni fyrst. Eg hafði tekið við formennsku í stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi þegar ríkið tók við heilsugæslunni af sveitarfélögun- um. Heilsugæsluastöðvarnar voru sjálfstæðar stofnanir hver fyrir sig og hver með sína stjórn. Til þess að treysta samstarfið við Heilsu- verndarstöðina og heilsugæslu- stöðvarnar í Reykjavík var fram- kvæmdastjóra Heilsuverndar- stöðvarinnar, þ.e. Gísla Teitssyni, boðið að sitja fundi stjórnarinnar á Seltjarnarnesi. Það var gott að sækja góð ráð til Gísla þegar við vorum að stíga þessi fyrstu skref og nutum við þar langrar reynslu hans. Þegar ég tók við starfi forstjóra Heilsugæslunnar i Reykjavík vorið 1994 jókst samstarf okkar að mun. Eftir það var Gísli einn af nánustu samstarfsmönnum mínum og stað- gengill. Gísli bjó yfir mikilli þekkingu á Heilsuverndarstöðinni og sögu hennar frá upphafi, en í aldar- fjórðung var hann frarrikvæmda- stjóri, fyrst Heilsuverndarstöðvar- innar og síðan Heilsugæslunnar í Reykjavík, og fylgdist jafnvel með byggingu Heilsuverndarstöðvar- innar fyrir hálfri öld, en þá starf- aði hann hjá Reykjavíkurborg. Og hann kom með einhverjum hætti að byggingu og allra heilsugæslu- stöðvanna í borginni. Þessi þekk- ing hans kom sér vissulega vel í starfi hans. Gísli gekk að störfum sínum með þessari hæfilegu blöndu af al- vöru og gamansemi. Létt, grípandi fyndni hans lyfti oft lund okkar hinna og jafnvel alvarlegir vinnu- fundir fengu léttara yfirbragð með nærveru hans. En spaugsemi og létt lund breiddi ekki yfir þann mikla áhuga sem Gísli hafði á starfi sínu og hversu mjög hann bar hag Heilsugæslunnar fyrir brjósti. Það er vissulega margs að minn- ast þegar góður drengur er á brautu. Við minnumst margra góðra stunda í starfi og við önnur tækifæri. Árshátíðirnar og aðrar gleðistundir með Gísla og Þóru eiginkonu hans eru ógleymanleg- ar. En efst er þó í huga þakklæti fyrir að hafa átt Gísla fyrir sam- starfsmann og vin. Við Dóra vottum Þóru og fjöl- skyldu hennar innilega samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Guðmundur Einarsson. JON JORUNDS JAKOBSSON + Jón Jörunds Jak- obsson var fædd- ur í Reykjavík 26. september 1929. Hann lóst 7. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jak- ob Jónasson rithöf- undur, f. 26.12. 1897, d. 27.3. 1981, ogMar- ía Guðbjörg Jóns- dóttir frá Reykjanesi, f. 14.9. 1902, d. 26.6. 1980. Systkini hans; Jenný Jakobsdóttir, f. 14.4. 1931, d. 7.3. 1988, Haraldur Gunnar Jakobs- son, f. 9.6.1934, d. 16.8.1975. Eft- irlifandi systkini hans eru: Helga Þóra Jakobsdóttir verslunarmaður og Jónas Jakobsson skipstjóri. Eiginkona hans var Kristxn Þórarins- dóttir, f. 4.4. 1927, d. 13.3. 1992. Börn þeirra: Þórarinn J. Jónsson, f. 1.12. 1960, sölufulltrúi. Kona hans Jóhanna Gunnarsdóttir stöðv- arstjóri; Jakob Jör- unds Jónsson, f. 23.2. 1968, stýrimaður. Sonur Jakobs, Jón Bragi Jakobsson, f. 11.8.1994. Útför Jóns Jörunds fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Mig langar í örfáum orðum að fá að kveðja þig, Daddi minn, eins og þú varst alltaf kallaður. Þú varst kvadd- ur svona skyndilega á brott og mér finnst gott til þess að vita að Stína þín, amma, afi, pabbi og Jenný séu þama öll og hafi tekið á móti þér. Al- veg frá því að ég man fyrst eftir mér upplifði ég þig sem mjög sérstakan, dulan og einrænan mann. En þú og þín yndislega kona, Kristín Þórar- insdóttir, sem lést árið 1992, áttuð sérstakan sess í hjarta mínu. Og mér þótti alltaf vænt um að heimsækja ykkur og drengina ykkar tvo, Þórar- in og Jakob. Þegar ég var lítil voruð þið með mig í nokkurn tíma. Eins og gengur muna fæstir eftir sér frá 2ja ára aldri en ég gleymi því aldrei þeg- ar þú leyfðir mér að stýra bílnum þínum og þeyta flautuna en ég náði varla upp fyrir stýrið. Og hvað við, ég, þú og Stína gátum hlegið þegar þið voruð að rifja upp bátsferðina á Þingvallavatni og atvikið þegar Stína sagði um leið og hún sleppti af mér hendinni: „María, vertu alveg kjur því ég ætla að kveikja mér í sígar- ettu,“ en um leið og hún sleppti mér henti ég mér út í vatnið. Líf þitt snerist um að vinna og aft- ur vinna, og þess vegna hefur þú sennilega ekki látið þér nægja að vera meistari í einni iðngrein, heldur varstu menntaður húsa- og bifreiða- smíðameistari. En það var ekki fyrr en í jarðarförinni að ég heyrði að þú hefðir unnið til verðlauna fyrir húsa- teikningar. Ég sem hélt að allir ætt- ingjamir hefðu verið á bakvið tré þegar Guð úthlutaði listrænum hæfi- leikum, en það var líkt þér að segja ekki frá þessu sjálfur. í gegn um árin vorum við oft í símasambandi og þú talaðir við mig um strákana þína og hversu stoltur þú værir af þeim, þó að því miður hafir þú ekki sagt það oft við þá sjálfa. Kannski að þér hafi fundist það hálfgert sjálfshól að hæla þínum eigin sonum. En ég veit það ,Daddi minn, hversu vænt þér þótti um þá báða. Þú gafst aldrei neinum færi á þér og það fór enginn inn fyrir skelina þína, þú varst bara þannig. Sem unglingur man ég að þú og Stína voruð alltaf að fara með ömmu og afa í utanlandsferðir, en eftir að - þú misstir Stínu þína ferðaðist þú ekki. En lífið heldur áfram, Daddi minn, og nú ertu kominn til Stínu þinnar og vonandi heldur ferðalagið áfram hjá ykkur. Ég kveð þig núna í hinsta sinn ,kæri frændi. Elsku Jak- ob og Þórarinn, ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur og blessa ykkar líf. María Haraldsdóttir. sími 533 3634 gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. Hagasel - raðhús 262 fm rað- hús á tveimur hæðum ásamt kj./jarð- hæð.Vandað hús með innb. bílsk. Ar- inn. Stórar flísalagðar suðursvalir með heitum potti og sóistofu. Mögul. á stórri 3ja herb. aukaíb. Mururimi - parhús Vandað par- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggð- um bílskúr. Vandaðar sérsmíðaðar ma- hóní-innréttingar, baðherbergi fallega flísa-lögð. Stór herbergi og rúmgóðar stofur. Vesturberg - einbýlishús Vor- um að fá í einkasölu gott pallabyggt 187 fm einbýlishús auk 29 fm bílskúrs. 4 rúm- góð svefnherb. Stórt eldhús. Björt og góð stofa. Mikið útsýni. f kjallara er möguleiki á lítilli aukaíbúð með sérinngangi. Verð 18,9 millj.______________________. Lambastekkur - Gott ein- býlishús Vandað og skemmtilegt 246 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 37 fm bilskúr og góðri sólstofu. Tvær bjartar og rúmgóðar stofur. Tveir arnar í húsinu. Gegnheilt parket og flísar. Stór sólstofa með arni. Stórar suð/vestursvalir. Fallegur ræktaður garður og gróðurhús. Aukaíbúð í kjallara. Gott útsýni. Vesturberg - 4ra Góð m fm íbúð í áiklæddu húsi með yfirbyggðum svölum, fallegt parket á gólfum, rúmgóð herbergi, glæsilegt útsýni. Stutt er í alla þjónustu og skóla. fbúðin losnar eftir ca 1 mánuð. Arnarsmári - bílskúr sériega vönduð 4ra herbergja ibúð á 1. hæð ásamt bílskúr. Góð gólfefni og innrétting- ar. Rúmgóður bilskúr. Vel staðsett og með góðu útsýni. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA eht. Simi 5624250, Borgartáni 31 Opið mánud.-föstud. kl. 9-18 Hilmar Óskarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Sigurjónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Hlaðbrekka - bílskúr ca 90 fm sérhæð ásamt 33 fm bílskúr með mikilli lofthæð. Stór stofa, nýleg falleg eldhús- innrétting, góður garður með leiktækjum fyrir börn. Rjúpufell - nýtt í sölu Vorum að fá i einkasölu mjög bjarta og góða 109 fm 4ra herb. íbúð í nýklæddu fjölbýlishúsi. 3 góð svefnherb. Góð stofa með yfirb. stórum svölum. Rúmgott eldhús, sérþvottahús innaf. Parket og flisar. Húsið er nýklætt að utan með áli og svalir yfirbyggðar. Stutt í fjölbreytta þjónustu. 2ja og 3ja herbergja íbúðir Flétturimi - bílgeymsla Faiieg ca 100 fm 3ja herb. (búð á 2. hæð í góðu tjölbýlishúsi. 2 góð svefnh. Stór og björt stofa. Gott eldhús með vandaðri Alno- innréttingu. Þvottahús i íbúð. Vönduð gólfefni og innréttingar. Innan- gengt úr stigag. í bílgeymslu. Spóahólar - bflskúr Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi ásamt góðum innb. bíiskúr. 2 góð svefnherb. Rúm- gott eldhús. Björt og góð stofa. íbúð- in er laus. Gyðufell - nýtt í sölu góö 67 fm íbúð á 2. hasð í nýklæddu fjölbýl-ishúsi. Björt og góð stofa með yfirbyggðum svölum. Stórt svefnherb. Allt í góðu ástandi. íbúðin er laus fljótlega. Barðastaðir 7 - glæsileg lyftuhús Stórar og glæsilegar 3ja-4ra herb. og „penthouse“-íbúðir í nýju 6 hæða lyftuhúsi. ibúðirnar verða afhentar fullbúnar með glæsilegum innréttingum en án gólfefna nema á þvottahúsi og baði verða flísar. Rúmgóð svefnherb. Góðar stofur. Allar íbúðir með sérþvottahúsi. Fallegt umhverfi. Einstakt útsýni. Stutt á golfvöllinn. (búðirnar verða afhentar i febrúar. Bygglngaraðili er Byggingafé- lag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Gott skipulag. Frábær staðsetning. Brúnastaðir - raðhús Aðeinstvö hús eftir [ smíðum sérlega vel útfærð og góð 193 fm raðhús á tveimur hæðum m. innb. bílskúr. Húsin verða afhent fokheld en fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölu- mönnum. Naustabryggja 21-29 - frábær staðsetning Erum að hefja sölu á nýjum og glæsilegum 2ja til 8 herb. íbúðum á þessum skemmtilega stað. (búðimar verða afhentar fullbúnar með sérlega vönduðum innréttingum en án gólfefna nema á þvottahúsi og baðherbergi verða flísar. Rúmgóð svefnherb. Góðar stofur. Allar íbúðimar verða með sérþvottahúsi. Bílgeymslur fylgja flestum íbúðunum. Að utan verða húsin álklædd. Einstök staðsetning við smábátahöfnina. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í maí nk. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upp- lýsingar hjá sölumönnum. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.