Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + HALLDÓR EYJÓLFSSON, Espigerði 2, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 29. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Dagbjört Þórðardóttir, Margrét Dögg Halldórsdóttir, Jakob Ragnarsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. Halldórsson, Helga Herbertsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Smári Einarsson, Gróa Halldórsdóttir, Ingi Guðjónsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Jón Sigurðsson, Ómar Halldórsson, Margrét Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HAFLIÐI SIGURÐSSON, Laugavegi 1, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstu- daginn 22. september. Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 30. september kl. 14.00. Jóhanna Vernharðsdóttir, Fanney Hafliðadóttir, Sturlaugur Kristjánsson, Vernharður Hafliðason, Hulda Kobbelt, Hafliði Jóhann Hafliðason, Helga Magnea Harðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓN HELGASON, verður jarðsunginn frá Seltjarnameskirkju fimmtudaginn 28. september kl. 13.30. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu við Akureyrarkirkjugarð föstudaginn 29. september kl. 14.00. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði. Gylfi Jónsson, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Gylfason, Benedikt Hermann Hermannsson, Kristín Anna Hermannsdóttir.Vigdís María Hermannsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR LINNET, Álfaskeiði 32, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins- deild Landspítalans. Þórður Einarsson, Einar Þórðarson, Lilja Baldvinsdóttir, Rósa Þórðardóttir, Elvar Helgason, Þórður Þórðarson, Anna Hreinsdóttir, Jórunn Þórðardóttir, Þórarinn Eldjárnsson, Hafdfs Þórðardóttir, J. Trausti Magnússon, Gunnar Þórðarson, Dagbjört Pálsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður, ÁRNA SIGURÐAR ÁRNASONAR frá Akranesi, Hlíðarási 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til gjörgæsludeildar og A-7 á Landspítalanum í Foss- vogi, Grensásdeildar og síðast en ekki síst Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, fyrir frábæra umönnun og elskulegheit. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Alex Árnason. GÍSLI TEITSSON + Gísli Teitsson var fæddur í Reykjavík 26. októ- ber 1928. Hann lést í Bruxelles 16. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Teitur Teitsson, sjó- maður í Reykjavík og kona hans, Anna Gísladóttir. Systkini Gísla voru Anna Sig- ríður f. 2.4. 1922, d. 13.2.1979, maki Lár- us Bjarnason, látinn og Sigurður, f. 8.10. 1932, d. 17.1. 2000, maki Guðrún Guðmundsdóttir. þau eru bæði látin. Hinn 23. júní 1956 gekk Gísli að eiga Þóru bókasafnsfræðing, f. 2.5. 1933, dóttur Stefáns Stefáns- sonar, bónda í Fagraskógi og al- þingismanns og konu hans Þóru Magneu Magnúsdóttur. Gisli og Þóra eignuðust tvö börn: Stefán, f. 26.11. 1956, húsasmiður að mennt og starfar sem flokksstjóri hjá Gatna- málastjóra Reylq'avík- urborgar, og Önnu Þóru, f. 21.5. 1962, rekstrarverkfræðing og maður hennar er Örn Amarson, húsa- smíðameistari, f. 4.9. 1964. Gísli lauk gagn- fræðaprófí frá Ingi- marsskóla 1946 og prófi frá Samvinnu- skólanum 1947. Hann hóf árið 1947 starf á skrifstofu húsameist- ara Reykjavíkurbæjar og starfaði þar í 12 ár. Árið 1959 hóf Gísli störf hjá Innkaupastofnun Reykja- víkurbæjar og starfaði þar í 15 ár, þar af 11 ár sem skrifstofustjóri. Árið 1974 tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur. I ársbyijun 1992 tók ríkið yfir rekstur Heilsu- vemdarstöðvarinnar og gegndi Gísli eftir það starfi framkvæmda- stjóra hjá Heilsugæslunni f Reykjavík þar til hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir hinn 1. nóvember 1998. Eftir það gegndi hann um sex mánaða skeið sér- stökum verkefnum hjá Heilsu- gæslunni f hálfu starfi, og hafði hann þá starfað að heilsugæslu- málum f aldarfjórðung. Gfsli aflaði sér sérmenntunar á sviði heilsu- gæslu og stjórnunar bæði innan lands og erlendis, m.a. í Göteborg hálsovárd 1981-1982. Hann vann mikið að félagsmálum, sótti fjöl- mörg þing BSRB, var í 4 ár í stjóm Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, þar af tvö ár sem varafor- maður. Þá var Gfsli um tfma milli- matsmaður, átti sæti f stjóm Byggingasamvinnufélags starfs- manna Reykjavíkurbæjar, og sat í framkvæmdastjórn byggingar- nefndar Laugardalshallar. Útför Gfsla fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar samferðamenn og vinir kveðja leitar hugurinn til liðinna ára og kallar fram ótal minningar. Gísli Teitsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur 1. febrúar 1974 og síðar framkvæmdastjóri Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, en lét af störfum á vormánuðum 1999. Hann var yfirmaður minn og sam- starfsmaður í 25 ár. Til að byrja með vom starfs- menn á skrifstofunni fáir og sam- heldni mikil. Eftir því sem umfang starfseminnar óx fjölgaði starfs- fólkinu, en áfram ríkti samstaða og eining og var það ekki síst Gísla að þakka. Það var gott að starfa fyrir Gísla. Hann var dagfarsprúður og lét aldrei styggðaryrði falla. Hann veitti stuðning þegar á móti blés, lagði gott til mála og vildi bæta það sem aflaga fór. Eg er afar þakklát fyrir hvernig hann reynd- ist mér í ýmsum erfiðleikum á þessum samstarfsárum. Hann var velgjörðarmaður minn og vinur. Gísli mat starf sitt mikils og var vakinn og sofinn um málefni heilsugæslunnar. Hann gerði ætíð miklar kröfur til sjálfs sín um vandvirkni og reglusemi og vildi að orð stæðu. Ekki verður hjá því komist að nefna hve vænt Gísla þótti um hina veglegu byggingu, Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. Var það honum alla tíð mikið hjartans mál að hús- ið héldi sínu upprunalega útliti og byggingarstíl. Við, gamlir vinnufélagar Gísla, minnumst þess að yfir kaffistof- unni sveif jafnan léttur andi þegar hann var mættur. Skemmtilegar tilvitnanir og spaugilega hliðin séð á flestu því sem til umræðu var. Ekki var það málefni til sem ekki var hægt að ræða við Gísla, hvort heldur það var starfstengt eða persónulegs eðlis. Hann hafði ein- staka hæfileika til að setja sig inn í mál eða „leggjast yfir mál“ eins og hann sagði stundum sjálfur. Ráð- leggingar hans voru ævinlega af heilum hug enda hafði hann ótrú- lega fjölbreytta yfirsýn yfir hin ýmsu málefni. í amstri hversdags- ins þegar hver lægðin rak aðra á veðurkortunum var Gísli ávallt léttleikansmegin í tilverunni. Sýndi fram á að það eru tvær hlið- ar á hverju máli, jafnvel fleiri, og að hverjum degi fylgir eitthvað gott, mest um vert að vera léttur í lund. Gísli var mikill fjölskyldumaður. Það fór ekki fram hjá okkur sem unnum með honum hve ríka um- hyggju hann bar fyrir fjölskyldu sinni. Hann dáði Þóru konu sína og var umhyggjusamur faðir, einn- ig var hann í nánu sambandi við systkini sín og venslafólk. Á kveðjustund þakka starfs- menn Stjórnsýslu Heilsugæslunn- ar í Reykjavík Gísla góða samfylgd og vináttu og votta fjölskyldu hans einlæga samúð og hluttekningu við sviplegt fráfall hans. Jóna Lára Pétursdóttir. „Öllu er takmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma (pred.).“ Á þetta erum við mannfólkið minnt öðru hverju og því oftar sem aldurinn verður hærri. Nú er Gísli látinn, óvænt og alltof snemma, finnst okkur vinum hans. Þó hefur ýmislegt bjátað á hvað heilsu hans varðaði síðustu árin. En hann var ekki kvartsár og dró aldrei af sér svo enginn átti von á neinu í þessa veru. Ég kynntist Gísla þegar hann kvæntist Þóru vinkonu minni og skólasystur. Við vorum nágrannar í áratugi og höfðum mikið saman að sælda þegar börnin okkar voru að vaxa úr grasi. Við mæðgin heimsóttum fjölskylduna oft í sum- + Vinur okkar og frændi, KRISTINN KRISTJÁNSSON frá Vesturbotni, Vesurbyggð, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 22. september. Jarðsett verður frá Sauðlauksdalskirkju laug- ardaginn 30. september kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Emma Kristjánsdóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, SÓLVEIGAR INDRIÐADÓTTUR, frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Fyrir hönd aðstandenda, böm hinnar látnu. Heilsugæslan í Reykjavík Skrifstofa Stjórnsýslu Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47, Reykjavík verður lokuð í dag, miðvikudaginn 21. september, frá kl. 13 vegna jarðarfarar Gísla Teitssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslan í Reykjavík Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Sími 585-1300 Fax 585-1313 www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.