Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 25 Nýjar bækur • Hin hvftu segl er skáldsaga eftir Jóhannes Helga, byggð á sjóferðaminningum föðurbróður höfundar, Andrésar P. Matthíassonar, frá Haukadal í Dýrafirði (1895-1985). Andrés hóf sjómennsku vart af barns- aldri og lifði lífi sínu á heimshöf- unum í hálfa öld, fyrst á segl- skipum suður fyrir miðbaug og síðar á togurum, þar af vargöld tveggja heimsstyrj- alda. I formála höfundar segir m.a.: „Bók þessi kom út hjá Setbergi fyrir 38 árum og þá skilgreind sem æviminningar, svo sem þá tíðkað- ist. Heimildaskáldsaga var þá lítt þekkt hugtak, en það á við um þessa sögu og raunar gott betur. Lesandinn mun enda strax sjá við lesturinn að bygging sögunnar og efnistök, þ.á m. hugrenningar gamla sjómannsins frá náttmálum til dagrenningar, bera skýr ein- kenni skáldsögu. Efniviðinn sótti ég í söguforða föðurbróður míns, Andrésar Péturssonar Matthías- sonar sjómanns frá Haukadal í Dýrafirði (1895-1985). Andrés var sögumaður góður, manna harðastur af sér og annál- aður sjómaður. Þegar samræður okkar fóru fram glímdi hann enn við Ægi konung og stóðst yngri mönnum fyllilega snúning, kominn hátt á sjötugsaldur, og hafði þá stundað sjóinn í hálfa öld, seinni árin á vélbátum og togurum, en á yngri árum sigldi hann á skútum og þar næst um heimshöfin á há- möstruðum seglskipum og gisti fjarlæg lönd.“ Helgi. TONLIST Salurlnn SÖNGTÓNLEIKAR Einsöngslög, aríur og dúettar eftir Purcell, Sigvalda Kaldalóns, Schu- mann, Brahms og Rossini; 20 lög úr Ljóðakomum (1981) eftir Atla Heimi Sveinsson. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzosópran; Jónas Ingimundarson, píanó. Sunnudag- inn 24. september kl. 20. TÍBRÁRÖÐ Tónlistarhúss Kópavogs, Við slaghörpuna, gat státað af tónleikum á sunnudags- kvöld sem með réttu hefðu ekki að- eins átt að laða margfalt fleiri áheyrendur en létu sig sjá í varla þriðjungsfullum salnum, heldur hefðu einnig mátt fara víðar, og jafnvel um nágrannalöndin í land- suðri. Að vísu var efnisskráin sum- part frekar hefðbundin en þó víða skemmtileg. Hitt var þó veiga- meira, að söngkonurnar voru eftir öllu að dæma á þvílíkri uppleið, að raungæðin virtust komin langt fram úr þeim takmarkaða orðstír sem miðlungsaðsóknin benti til. Gefur slíkt enn sem oftar tilefni til að harma hversu lítið sýnist vera um forvitna hlustendur i klassísku músíklífi hér sem þora að taka áhættu, í stað þess að einblína á lummur og lárviðarnöfn. Hulda Björk Garðarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir hafa áður sungið saman með góðum árangri, enda hæfa raddirnar hvor annarri ljómandi vel. Þær hófu tónleikana á glaðlegum nótum með fyrsta af þrem dúettum eftir Henry Purcell í umritun Brittens, Sound the Trumpet úr Afmælisóð Purcells til Maríu Bretadrottningar, Lost is my quiet úr The Indian Queen og What can we poor females do?, sem upp- haflega var fyrir sópran og bassa en neðri röddinni hér væntanlega lyft upp um áttund. Fyrsti dúettinn var svolítið hrár og sá næsti hefði kall- að á ögn sléttari tónmyndun í sam- ræmi við angurværan barokkstíl, Reuters Saga o g menning Brasilíu SÝNINGARGESTUR virðir hór fyrir sér höfuðbúnað eins brasil- ísks ættbálks á sögusýningunni Brasilía í 500 ár, sem þessa dag- ana stendur yfir í borginni Sao Paulo í Brasilíu. Menning og listir þjóðflokkanna sem byggja landið eru þar skoðuð yfir það 500 ára tímabil sem liðið er frá því Portú- galar fyrst stigu fæti á brasilíska grund. Sýningin hefur vakið mikla at- hygli í heimalandi sfnu, en hátt f tvær milljónir gesta hafa þegar sótt hana. Á næstu mánuðum munu því valdir sýningarhlutir verða til sýnis í New York, Lond- on, París, Lissabon og Moskvu. Horfinn á 60 sekúndum LEIKLIST Sambfóin Álfabakka, Stjörnubfð, Laugar- ásbfð, Borgarbíð Ak- ureyri, Nýja bíð Kcflavík HULDUMAÐURINN „HOLLOW MAN“ Leikstjórn: Paul Verhoeven. Hand- rit: Gary Scott Thompson og Andrew W. Marlowe. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Elisabeth Shue, Josh Brolin, Kim Dickens, Greg Grunberg, Joey Slotnick og William Devane. Columbia. 2000. NÝJASTI spennutryllir Paul Ver- hoevens, Huldumaðurinn eða „Holl- ow Man“, fjallar um vísindamann, ekki beint bijálaðan en ofvirkan sannarlega sem getur gert sig ósýni- legan. Hann heitir Sebastian Caine og hefur gert tilraunir á dýrum hing- að til en núna langar hann að prófa efnið á sjálfum sér og púff, hann verð- ur ósýnilegur á andartaki. Við það breytist nokkuð eðli hans og hann verður þessi brjálaði vísindamaður sem í honum leyndist. Hann gerist frakkur mjög í kvennamálum, við sjá- um það í fýrsta atriðinu að það blund- ar í honum gægjufikn og áður en lýk- ur gerist hann morðóður í þokkabót. Verhoeven gerði áður „Basic In- stinct“ og „Showgirls" svo það kemur ekkert sérstaklega á óvart þótt það fyrsta sem vísindamaðurinn gerir eft- ir að hafa öðlast ósýnileika er að káfa á bijóstunum á aðstoðarkonu sinni á meðan hún lúrir. Enn eitt mikilvægt spor stigið fyrir mannkynið þar, býst ég við. Það sem Verhoeven ætlar sér að gera, en fer óþarflega klaufalega að, er að fjalla um hvaða áhrif það hefur á mann eins og Sebastian að geta gert það sem hann vill án þess að nokkur sjái til hans. Það er ótrúlegt hvað maður getur gert þegar maður þarf ekki lengur að líta framan í sig í spegli, segir vísindamaðurinn á ein- umstað. Ur þessari athugasemd reynir Verhoeven sem sé að vinna en það gengur treglega. Ósýnileikinn virðist helst tengjast kynhormónum því vís- indamaðurinn getur hreinlega ekki séð kvenfólk í friði. Loks hleypur í hann mikilmennskubijálæði og hann verður svona skrýmsli eins og í Tor- tímandanum sem neitar að deyja. Svo Huldumaðurinn verður fljót- lega spennutryllir án nokkurs raun- verulegs innihalds og hin mikla breyting á Sebastian úr valmenni í ómenni verður aldrei sannfærandi. Myndin virkar í sjálfu sér ekki illa sem dellutryllir. Tæknibrellumar eru mjög skemmtilegar því hugmyndin er að sýna nákvæmlega hvað gerist taug fyrir taug þegar vísindamaður- inn verður ósýnilegur. Og þegar hann er orðinn ósýnilegur finna handrits- höfundamir margar góðar aðferðir til þess að gera sér mat úr því. Kevin Bacon er ágætlega brattur í hlutverki vísindamannsins og Elisa- beth Shue er fín sem kvenhetjan er gengur harðast fram í því að bjarga málunum. Aðrir leikarar em að mestu fóður fyrir Sebastian eftir að hann hefur tapað sér. Það hefði mátt vinna mun betur úr þeirri hugmynd sem farið var af stað með en fyrst.það var ekki gert er eins gott bara að halla sér aftur og láta hamaganginn skemmta sér. Með kappi íkinn en annars var vel og samtaka sung- ið af smitandi ferskleika. Hulda Björk söng næst fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns með reisn og aðdáunarverðum skýmm texta af sópran að vera, og bar af túlkun hennar í Ég lít í anda liðna tíð, sem skilaði depurð lagsins án minnsta votts af þeirri væmni sem stundum vill fylgja. Sigríður tók upp Kalda- lónsþráðinn með öðrum þrem lög- um hans og náði hæst með meitlaðri og hæfilega tilfinningahlaðinni útlagningu af Betlikerlingunni. Robert Schumann skrifaði þó- nokkuð af samsöngslögum fyrir kvenraddir, og fluttu þær stöllur saman tvo dúetta, hina glettnu róm- önzu Erste Begegnung (upphaflega fyrir sópran og barýton?) sem lét ljúft og frísklega í eymrn, og hinn ljúfsára Liebesgram, þar sem víbratóið var hins vegar fullblóm- legt að smekk undirritaðs. Johann- es Brahms lét einnig vel að semja fyrir kvenraddir, enda stjórnaði hann Frauenchor síðustu árin sín í Hamborg, og dúettarnir Die Meere, sjarmerandi bátssöngur, og þó sér- staklega Die Schwestern í polka- skoppandi bæheimskum þjóðlaga- stíl voru sungnir af eldhressu fjöri og gáska, er hefðu sómt sér hið bezta í líflegri óperettuuppfærslu á t.d. Sumar í Týról. Þess var ekki getið í tónleikaskrá hvort, og þá hvað, hefði verið umrit- að af dúettunum fyrir sópran og alt, og kannski tittlingaskítur að fara fram á slíkt, þó að sagt geti sitthvað um upprunalega hugsun á tilurðar- tíma. Né heldur var frá greint, að smálögin tuttugu eftir Atla Heimi Sveinsson, sem mynduðu meiripart dagskrár eftir hlé, voru úr 31 lags barnasöngvasafni hans Ljóðakorn (1981), sem Kristinn Sigmundsson gerði fleygt eftir að það hafði legið óbætt hjá garði um árabil. Síðan hefur sýnt sig að míníatúrur þessar eiga sér fleiri túlkunarmöguleika en halda mætti, þótt láti lítið yfir sér við fyrstu sýn. Söngvarinn, og raun- ar píanóleikarinn líka, þurfa þar að bregða hami á sannfærandi hátt með stuttu millibili, og þótt fáir skáki Kristni í þeim efnum, var eft- irtektarvert hvað þær Sigríður og Hulda fengu fram margar ólíkar hliðar úr þessum örperlum. Að vísu jafnaðist umstillingarvandinn nokkuð við að þær sungu allt til skiptis (en lítilsháttar saman í síð- ustu lögunum), og fékk hvor þannig aukið ráðrúm til að undirbúa sitt næsta gervi. Sem von var náði sumt hærra en annað, enda lögin flest stutt, og sum örstutt, en geta mætti á stangli af hálfu Huldu Bjarkar gáskans í Við stokkinn og Afí gamli, hins frumlega Fiskiróðurs, Desembers fyrir fallegan sléttsöng og Hausts fyrir vel með farinn talsöng. Úr hlut Sigríðar mætti nefna andrúmsríkið í Oll börn sofa (= Sofa urtubörn á útskerjum), líðandi slétta og fallega tónmyndun í Ljóð, innlifaða túlkun hennar á snjallri tónsetningu Atla á hinu íbyggna litla ljóði Sigurðar A. Magnússonar Krotað í sand og húmorinn í Kisa mín. Þar síðast var píanóið raunar í sterkasta lagi, og sömuleiðis í Bráðum kemur, Afi gamli, Fína kisa og Eignir karls, og kann fyrri samvist við þrumubassa Kristins þar að hafa setið eftir í annars tillitssömum og oft bráð- smellnum undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Síðast sungu þær stöllur tvo söngva frá sjávarsíðu eftir Rossini og gerðu glimrandi vel, fyrst báts- sönginn La Pesca, en fóru síðan á kostum, bæði raddlega og með við- eigandi kómískum fettum, í La reg- ata veneziana, þar sem heitmeyjar tveggja ræðara fylgjast með unn- ustum sínum frá landi og hleypa þeim kapp í kinn, og var það ekki ónýt tímasetning nú á yfirstandandi Ólympíuleikum í Sydney. Ríkarður Ö. Pálsson Arnaldur Indriðason Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára frábær revnsla. Einar Farestvert & Co hf Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 NETVERSLUN M ■ www.hillur.is Ef þig uantar hillur eöa hillukerfi fyrir lagerinn, uerslunina, heimiliö, skrifstofuna, bílskúrinn... Þú skoöar í rólegheitum, pantar og viö sendum um hœl. Umboös- og heildverslun Nethyl3-3a -110 Reykjavik Sími 5353600-Fax 5673609 www.isold.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.