Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 ------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM arrqgance QF POWER R S THE HUNTING OF THESNARK /in Agony in Eight Fits by Lewis Carroll Illustrated by Mervyn Peake Forvitnilegar bækur Angist 1 LltttL flogum THE HUNTING OF THE SNARK A'*l Agony in Eight Fits, eftir Lewis Carroll. Myndskreytt af Mervyn Peake. Gefin út af Methuen Publ- ishing Limited. London. 2000. 36 blaðsiður, en 72 með skissum Peak- es. Fæst í Máli og menningu. LEWIS Carroll, eða Charles Lutwidge Dodgson, eins og hann heitir réttu nafni, er eflaust fræg- astur fyrir að hafa skrifað bækurn- ar tvær um Lísu í Undralandi; Al- icés Adventures in Wonderland og Vhrough the Looking-Glass and What Alice Found There. Bækurn- ar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma meðal ungu kynslóðarinnar en voru endurvaktar á hippatíman- um sem fullorðinslesning þar sem hippunum líkaði draumkenndur fáránleikinn og þóttust sjá að þarna hefði verið sýruhaus í bar- áttu á móti kerfinu (t.d. er „White Rabbit“ með Jefferson Airplane tilvitnun í samnefnda stressaða kanínu í Undralandi). Peir hefðu náttúrlega ekki getað verið lengra frá sannleikanum þar sem Dodg- son var feiminn, miðaldra stærð- fræðikennari við Oxford-háskóla sem eyddi grunsamlega miklum tíma með smástelpum (úps, heyrði ég loftbólu springa?) Hunting of the Snark er örlítið breytt útgáfa af bók sem uppruna- lega kom út 1941, 43 árum eftir dauða Carroll. Bókin er aðeins eitt langt ljóð og alls ekki einstök því að Carroll gerði þó nokkrar barna- ljóðabækur eins og t.d. Phantas- magoria and other poems, Rhyme? and Reason? og Sylvie and Bruno. Og það er eiginlega synd hversu gleymd og vanmetin þessi ljóð eru því að mínu mati hafa vísurnar alltaf verið hans sterkasta hlið. Súrrealísk gamankvæði sem hylla hið fáránlega og kjánalega, leikur að orðum og rökfræði sem gæti rotað hest úr undrun. Algjör for- V§ri gáfulega „silly“ húmorsins sem Monty Python tileinkuðu sér seinnameir. En Hunting of the Snark er ekki bara skringileg og skemmtileg lesning heldur er hún líka frábær- lega myndskreytt af Mervyn nokkrum Peake. Sá maður hefur myndskreytt fjöldann allan af bók- um auk mikilla bókmenntaafreka en hann skrifaði hina frábæru, gotnesku trílógíu um Gormenghast kastalann, seríu sem líkt og Lísa í Undralandi fetar milliveg barna- e%is og fullorðinsbókmennta. Það er líklega þess vegna sem ég er að kynna þessa bók því að þarna hitt- ast einir tveir merkustu og ímynd- unarveikustu höfundar sem ég þekki til að framkalla mjög stutta og pervisna en 100% ánægjulega lesningu. Ragnar Egilsson The Arrogance of Power: The Secret World of Richard Nixon. Höfundur: Anthony Summers. Útgefandi: Viking. 640 bls. ÆVINLEGA er tiltekinn einstakl- ingur horfii- löngunai-augum til emb- ætta tekur rotnunin að setja mark sitt á framgöngu hans.“ Þessa speki um vilja stjómmálamannsins til valda og leit hans að upphafningu, sem svo oft verður siðlaus, lét Thomas Jefferson frá sér fara árið 1799, tveimur árum áður en hann varð þriðji forseti Bandaríkjanna. Sá maður, sem átti eftir að verða 37. forseti þessa mikla ríkis, horfði löngunaraugum til fjölmarga emb- ætta á ævi sinni og rotnunin tók, að sögn, snemma að gera vart við sig. Svo fór að lokum að maðurinn varð gegnrotinn; öldungis siðlaus valda- sjúklingur sigraði í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum haustið 1968 og er hann hraktist með skömm úr Hvíta húsinu rúmum fimm árum eftir að hafa svarið embættiseiðinn, hafði hann brotið flest þau lög, sem brjót- anleg voru, logið, svikið og misnotað svo gjörsamlega valdið, er honum var treyst íyrir, að enn eru Bandaríkin ekki söm eftir. Richard M. Nixon brást öllum, sem nærri honum stóðu. Hann brást bandarísku þjóðinni, stuðningsmönn- um sínum, aðstoðarmönnunum, vin- um sínum og fjölskyldu. Og hann brást sjálfum sér og foreldrum sín- um, sem sennilega varð honum erfið- asta reynslan þegar Watergate-fárið var afstaðið og hann hóf varfæmis- lega baráttu sína fyrir því að öðlast virðingu á ný; baráttu, sem lauk með sigri, er arftakar hans á forsetastóli voru viðstaddir útför hans 20 árum síðar, árið 1994. Fréttamaðurinn Anthony Summ- ers rekur þessa sögu alla í nokkuð ít- arlegri nýrri bók um Riehard Nixon. „The Arrogance of Power“ hefur vak- ið nokkra athygli og fullyrðingar höf- undarins um að Nixon hafi drukkið ótæpilega og neytt lyfja, sem höfðu áhrif á geð hans og persónu, hafa kall- að fram mótmæli frá fjölskyldu for- setans fyrrverandi. Þá hefur og verið andmælt þeim fullyrðingum höfund- arins að Nixon hafi oftar en einu sinni lagt hendur á eiginkonu sína, Pat Nixon, bandarísku fyrirmyndarhús- móðurina, sem forsetinn var svo stolt- ur af að hefði ítrekað verið lofsungin í tímaritinu óviðjafnanlega Good Housekeeping. Ógeðfelldur valdasjúklingur I bók Anthony Summers, sem er einkum þekktur fyrir myrka sögu sína um ævi J. Edgar Hoover og hef- ur starfað fyrir BBC, er dregin upp vægt til orða tekið ógeðfelld mynd af 37. forseta Bandaríkjanna. Ef lýsing Summers er rétt var Richard Nixon, drykkfelldur (og trúlega geðbilaður) valdasjúklingur; maður, sem þekkti engar siðferðisviðmiðanir og var með öOu tilfinningalaus; einfari sem þjáð- ist af ofsóknarbrjálæði. Nixon var gjörsamlega siðlaus í allri sinni póli- tísku framgöngu, þáði leynilegar pen- ingagreiðslur frá glæpamönnum og jafnvel morðingjum og þekkti engin takmörk er hann hugðist klekkja á andstæðingum sínum. Hann var hrokagikkur, sem safnaði um sig sið- leysingjum og ruddum, sem fóru í einu og öllu að óskum hans; maður, sem bar ekki minnstu virðingu fyrir stjómarskránni og hefði jafnvel getað steypt Bandaríkjunum í glötun. Margt í bók Anthony Summers er vel gert og víða er heimildasöfnunin sannfærandi. Aðrir kaflar vekja hins Ráðgáta Var 37. forseti Bandaríkjanna siðlaus og AP Richard Nixon var maður sem bognaði oft en brotnaði aldrei enda taldi hann mótlæti fallið til að herða þann sem fyrir því yrði. For- setinn gefur sigurmerki er hann yfirgefur Hvíta húsið eftir afsögn sína 9. ágúst 1974. vegar upp efasemdir og tortryggni. Saga þess efnis, að Nixon hafi í eitt skiptið við opinbert tækifæri ekki þekkt eiginkonu sína og heilsað henni hljómar kunnuglega enda hefur hún einnig verið sögð um Ronald Reagan, sem ekki átti að hafa þekkt son sinn er sá hinn sami útskrifaðist úr skóla. Annað í bók Summers er betur skjalfest og sumt verður tæpast dreg- ið í efa. Þrátt fyrir að öðru væri jafnan haldið fram drakk Nixon ótæpilega og það sama gerði eiginkona hans á köflum. Forsetinn þjáðist af viðvar- andi svefnleysi og notaði áfengi og svefnlyf svo ógætilega að oftlega sofnaði hann í miðjum samtölum við undirsáta sína. Ljóst virðist ennfremur að Summ- ers hafi lagt fram trúverðug gögn um að fjármál Nixons hafi lengstum ekki staðist skoðun og að glæpamenn hafi stutt hann með margvíslegum hætti. Þá sýnist tæpast leika á því vafi að Nixon spillti fyrir friðarviðræðum Johnson-stjómarinnar og Norður- Víetnama fyrir kosningarnar 1968 og bar þannig á því ábyrgð að stríðið dróst enn á langinn. Lyíjanotkun Athygli hafa vakið þær upplýsing- ar í bók Summers að Nixon hafi löng- um notað Dilantin, sem upprunalega mun hafa verið flogalyf, til að vinna gegn depurð og þunglyndi. Nú um stundir þykir það tæpast óeðlilegt að ráðamenn noti lyf til að auðvelda sér lífið og er þess skemmst að minnast er upplýst var að forsætisráðherra Noregs hefði neyðst til að taka sér leyfi frá störfum og sætti lyfjameð- ferð sökum þunglyndis. Fyrir rúmum 20 árum voru slík lyf hins vegar mun „grófari" en þau, sem nú eru notuð og aukaverkanir í mörgum tilfellum hastarlegar. Vart verður dregið í efa að Nixon neytti lyfja og að sú neysla var í meira lagi ógætileg. Forsetinn þoldi illa áfengi og virðist oftlega hafa verið drukkinn eða undir áhrifum lyfja á mikilvægum stundum á ferli sínum. Upplýsingar þess efnis að forset- inn hafi gengið í skrokk á konu sinni eru hins vegar hvorki studdar ítarleg- um né traustum heimildum. Watergate-málið og endalok Nix- on-tímabilsins er hér rakið á þokka- lega ítarlegan hátt en fátt nýtt kemur fram í frásögn Summers. Hann held- ur því fram að mikill ótti hafi verið tekinn að gera vart við sig í Hvíta húsinu og á meðal þingheims síðustu dagana og vikurnar, sem Nixon gegndi embætti. Forsetinn hafi litla sem enga stjóm haft hvorki á sjálfum sér né umhverfínu og menn hafi ótt- ast að hann blési jafnvel til hernaðar án tilefnis. Annað er kunnuglegt. Nixon hlaut um margt undarlegt uppeldi. Sókn sína til frekari pólitískra metorða hóf hann með því að eyðileggja líf Alger Hiss, starfsmanns utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna, á þeim for- sendum að hann væri sovéskur njósn- ari. Enn í dag er deilt um hvort Hiss hafi verið á mála hjá Sovétmönnum. Kommúnistahræðslu Bandaríkja- manna nýtti Nixon sér út í ystu æsar og reyndi það jafnvel eftir að draga tók úr móðursýkislegum ótta við Sovétríkin, sem hann og menn á borð við Joseph McCarthy ólu á af full- kominni ósvífni. Eftir þetta jókst rotnun persónu- leika Nixons í réttu hlutfalli við þau embætti, sem hann hafði löngun á, svo vísað sé til orða Jeffersons. Bók Anthony Summers er ekki ævisaga í hefðbundinni merkingu þess orðs. Hér er fjallað um skugga- hliðarnar á persónu Nixons í réttri tímaröð en h'tið sem ekkert sagt frá framgöngu hans í embættum að öðru leyti. Einungis er stuttlega minnst á helstu afrek forsetans, „opnunina" gagnvart Kína og slökunarstefnuna, sem þeir Nixon og Henry Kissinger innleiddu gagnvart Sovétríkjunum. Raunar heldur Summers því fram að slökunarstefnuna og samningana við Kína og Sovétríkin megi einkum rekja til aðdáunar Nixons á Charles de Gaulle Frakklandsforseta. Sverrisson segir frá nýrri bók um Richard Nixon. Þannig mætti áfram telja; í bók Anthony Summers er ekkert jákvætt að finna um Richard M. Nixon. Afrek og persónugallar Svarar bók Anthony Summers áleitnustu spurningunum varðandi Richard Nixon? Þótt rakið sé hvemig persónugallar hans, skapofsi og hneigð til ofsóknaræðis mótuðu við- brögð hans og framgöngu á mörgum mikilvægum stundum gerh- höfund- urinn enga tilraun til að setja þessi persónueinkenni í samhengi við þann mikla árangur, sem Nixon náði á mörgum sviðum. Það vill oft gleym- ast, að Nixon breytti miklu í Banda- ríkjunum og að hann var í raun held- ur „frjálslyndur" forseti. Nixon hafði t.a.m. forustu um lögvemduð lág- markslaun og það var hann, sem fylgdi eftir löggjöf um jöfn borgara- réttindi kynþáttanna. Nixon batt og enda á herskyldu í Bandaríkjunum. Um þessa hlið á persónu forsetans fjallar höfundurinn ekki og hann leið- ir nær algjörlega hjá sér framgöngu Nixons í Kína og Sovétríkjunum og þau tímamót, sem þeim ferðum fylgdu. Hefði þó mátt ætla að þar væri úr nógum efniviði að vinna. Anthony Summers segir lesendum sínum aukinheldur ekkert um það hvernig það gerðist að jafn hæfur og stólpagreindur maður og Richard M. Nixon fylltist slíku hatri og hefndar- þorsta, sem kallaði yfir hann svo nið- urlægjandi endalok og það gjörsam- lega að óþörfu. Að auki gerir höfundurinn nánast enga tilraun til að skýra hvemig svo slægur og illa innrættur maður, miðað við lýsingu Anthony Summers, gat gert svo fár- ánleg mistök, sem Watergate-inn- brotið var og þó einkum hljóðritan- irnar, sem endanlega urðu til þess að steypa Nixon í glötun. Líklegasta skýringin á hatri og hefndarþorsta Nixons er ósigur hans í forsetakosningunum árið 1960 þeg- ar vinir Kennedy-klíkunnar stálu mjög trúlega af honum sigrinum og fengu hann í hendur John F. Kenn- edy. í huga Nixons varð Kennedy- fjölskyldan og hin frjálslynda „stjóm- mála-elíta“ austurstrandarinnar sam- nefnari fyrir allt það, sem hann hataði og fyrirleit. Beint og röklegt fram- hald af þessu var síðan fyrii-litning hans á fjölmiðlum, sem hann taldi til hættulegustu óvina sinna. Tengsl hneigðar stjómmálamanna til ofsókn- aræðis og frjálsrar fjölmiðlunar er að sönnu merkilegt rannsóknarefni. Umfjöllun Anthony Summers um þetta er ófullnægjandi að því leyti sem hún leiðir fátt nýtt í ljós og skort- ir dýpt. Ekki verður um það deilt að Richard Nixon var stórkostlega gall- aður maður, sem kallaði raunvem- lega ógæfu yfir þjóð sína að því marki sem Watergate-málið leiddi til þess að traust á stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum beið mikinn hnekki. Um áhrif þessa era menn enn að rita lærðar bækur í Bandaríkjunum. (Áhugamönnum um áhrif Water- gate-málsins skal bent á nýjustu bók Bob Woodward, „Shadow“, útg. Sim- on & Schuster 1999). En Nixon var jafnframt margbrot- inn og flókinn persónuleiki, einstakur maður, sem hafði rómantískar hug- myndir um leiðtogann og hlutskipti hans og taldi lífið endalausa baráttu. Þær níu bækur, er hann lét eftir sig hafa margar að geyma lífspeki og heimssýn, sem er allrar athygli verð. Bók Anthony Summers er heldur ógnvekjandi lesning og víst er að þar er að finna mörg atriði, sem rannsök- uð verða nánar á komandi áram. Heimildavinna sýnist á köílum ekki vera nægilega traust að því mai-ki sem víða er stuðst við orðróm, sögu- sagnir og fullyrðingar hatursmanna forsetans. Þá skorti hann vitanlega ekki og augljóslega er ævisöguritara Nixons vandi á höndum einfaldlega sökum þess hversu ótalmargt nei- kvætt hefur verið sagt og birt um manninn. „The Arrogance of Power“ er langt frá því að vera tæmandi ævisaga en setur stjórnmálaferil 37. forseta Bandaríkjanna í nánast skelfilegt samhengi siðleysis, persónugalla og valdhroka. Lýsingin er hins vegar einhliða og greininguna skortir dýpt. Því fer fjairi að ráðgátan Richard M. Nixon hafi verið leyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.