Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 33 fNttjpniMfifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BJÖRK Síðasta kvikmynd Lars von Triers, Myrkradansarinn, hefur vakið mikla og raun- ar verðskuldaða athygli þó að sitt sýnist hverjum, eins og oft vill verða um nýstárleg lista- verk. Þessi nýja mynd hefði ekki kallað á sérstaka athygli hér heima nema fyrir þær sakir að Björk leikur aðalhlutverkið, og heldur raunar myndinni uppi, ef svo mætti segja. Hún er samt ekki þeirrar skoðunar að ástæða sé til fyrir hana að hætta óvenju- legum og glæstum tónlistarferli og taka upp þráðinn á nýjum vettvangi, þ.e. kvikmyndaleik. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að hún hefði heillazt af persónu ungu konunnar í mynd- inni, Selmu, og af þeim sökum hefði hún gert þá undantekningu að taka að sér hlutverk hennar. Hún hefði gert sér grein fyrir því þegar hún fékk aðalhlutverk- ið í íslenzku sjónvarpsmyndinni Glerbrot að kvikmyndaleikur hentaði henni ekki, en mörgum er leikur hennar þar þó í fersku minni og má raunar segja að hún hafi haldið áfram í Myrkradans- aranum þar sem frá var horfið, tvíefld að þroska, áræði og reynslu. En hvort sem Björk verður sannspá um framtíð sína eða ekki, hvort sem hún heldur eitthvað áfram á leiklistarbraut- inni og í kvikmyndagerð er aug- Ijóst, að með leik sínum í Myrkradansaranum hefur hún markað spor í leiklistarsöguna, ekki einungis hér heima heldur á alþjóðavettvangi. Leikur hennar hefur verið til umfjöllunar bæði austan hafs og vestan og hafa flestir hallazt að því að Björk hafi sett svo sterkan svip á myndina að framlag hennar ráði úrslitum og geri hana óvenju- lega. Björk leikur persónu sína af miklum tilfinningahita og barnslegri innlifun, en konan er þó ekkert barn, heldur einstæð móðir, sem er staðráðin í því að tryggja syni sínum eins bjarta framtíð og hægt er. Björk skilar þessu móðurhlutverki með af- brigðum vel, leikur sitt hlutverk í myndinni af hógværu öryggi og sterkri innlifun, en þó fyrst og síðast af óvenjulegum tilfinn- ingakrafti sem endist til loka. Þegar hún er einhvers staðar á næstu grösum er myndinni borgið. Það er að sjálfsögðu mikið afrek og hlýtur að kalla á mikið uppgjör eða sálarstríð, áð- ur en Björk tekur þá endanlegu ákvörðun að gera undantekning- una að aðalreglunni; þ.e. að leika ekki oftar í kvikmynd. En líf hennar er nú þegar orðið svo ævintýralegt, hæfileikar hennar hafa komizt svo rækilega til skila og frægð hennar svo mikil úti í hinum stóra heimi, að eng- inn vegur er til þess að fólk staldri endanlega við fullyrðingu hennar um undantekninguna. Það þarf ekki mikinn spámann til að láta sér detta í hug að hér geti orðið upphaf að nýjum ferli. Raunar má fullyrða að Björk hefur með kvikmyndaleik sínum leyst eitthvað úr læðingi í þess- ari vinsælustu listgrein samtíð- arinnar, kvikmyndagerð. Hún er ótvírætt brautryðjandi í nýrri tjáningu, nýrri upplifun á hvíta tjaldinu. Líklegast er að það verði viðurkennt með tíð og tíma. I þessari sérstæðu tíma- mótamynd er tónlistin gríðar- lega mikilvægur þáttur og í þeim efnum fer ekki milli mála, hver höfundurinn er. Tónlist Bjarkar í kvikmyndinni er bæði viðfelld- in og eftirminnileg. Enginn vafi leikur á því að hún á eftir að ná til mun eldra fólks en þeirrar ungu kynslóðar sem Björk hefur einkum átt erindi við hingað til. Því ber ekki sízt að fagna. Það sem er einna merkilegast við þessa nýjustu kvikmynd Lars von Triers er, fyrir utan leik Bjarkar, hvernig höfundur- inn tvinnar veruleikann í um- hverfi ungu konunnar inn í drauma hennar með söngvum og dönsum. Það er í senn sannfær- andi, eðlilegt og áhrifamikið, hvað sem öðru efni myndarinnar líður, en án þessara atriða væri það ekki jafn áhrifamikið og raun ber vitni. Mörgum mun áreiðanlega þykja höfundur myndarinnar djarfari undir lokin en nauðsyn krefur. Það er eins og hann sé með sítrónu í hendinni, kreisti hana til hins ýtrasta unz ekkert er eftir nema börkurinn einn. Um þessi lok má deila, en þau gleymast ekki. Og í sumum þess- ara atriða undir lokin rís leikur Bjarkar hæst. Og þar er kvik- myndin átakanlegust. A blaðamannafundi sem hald- inn var í New York til kynningar á Myrkradansaranum var Björk m.a. spurð um ísland og áhrif þess á hana sem listamann. Hún benti á að menningararfurinn hefði mikil áhrif á okkur sem þjóð og einstaklinga og hún hélt áfram - og er það ekki sízt mik- ils um vert: Mikil áherzla væri lögð á að veita góða menntun og viðhalda tungumálinu. Eins væri listalífið í miklum blóma og mik- ið af hæfileikaríku fólki byggi á Islandi. Eða - eins og Björk orð- aði það: „Ég fyllist heimþrá þeg- ar ég tala um landið mitt.“ Það er þessi heimþrá sem hefur ver- ið mörgum íslenzkum listamönn- um bezta veganestið á frama- braut þeirra úti í hinum stóra heimi. Ríkið krefur Landsvirkjun um greiðslu vegna vatnsréttinda á almenningum og afréttarlöndum Blöndu Samningar um byggingu og rekstur Blönduvirkjunar voru undirritaðir 11. ágúst 1982. Landsvirkjun og iðnaðarráðherra deila nú fyrir dómi um ákvæði samningsins sem kveður m.a. á um greiðslur vegna vatnsréttinda í almenningum og afréttarlöndum. Tekist á um gjald fyrir vatns- réttindi í almenningseign Iðnaðarráðherra fyrir hönd ríkisins og Landsvirkjun takast nú á um það fyrir dómi hvort fyrirtækinu beri að greiða rík- issjóði fyrir vatnsréttindi á almenningum og afréttarlöndum heiðanna á vatnasvæði Blöndu. Landsvirkjun heldur því fram að ríkið hafí ekki sýnt fram á eignarrétt sinn á heiðunum og fyrirtækinu sé heimilt að nýta vatnsréttindin endurgjaldslaust. Lögmaður ráðherra heldur því fram að ríkið fari með umráð svæðanna í allsherj- arréttarlegu tilliti og geti á þeirri forsendu ráðstafað vatnsréttindunum gegn gjaldi. Ómar Friðriksson kynnti sér málavexti. VALGERÐUR Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra, stefndi í vetur Lands- virkjun fyrir hönd ríkis- ins þar sem þess er krafist að viður- kenndur verði réttur ríkisins til að krefja Landsvirkjun um endurgjald vegna vatnsréttinda á Eyvindai’- staða- og Auðkúluheiði. Aðalmeð- ferð málsins fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur 11. september sl. I dómsmálinu er tekist á um það hvort Landsvirkjun beri að greiða ríkissjóði fyrir vatnsréttindi á al- menningum og afréttarlöndum heiðanna, sem eru á vatnasvæði Blöndu. Tekið er fram í stefnunni að ekki felist formleg krafa í kröfugerð ríkisins um eignarréttarlegt tilkall til almenninga og afréttarlanda á vatnasvæði Blöndu, heldur sú krafa að ríkið fari með umráð svæðanna í allsherjarréttarlegu tilliti og geti á þeirri forsendu ráðstafað vatnsrétt- indum þess gegn gjaldi. Ríkisvaldið styður dómkröfur sínar fyrst og fremst með því að með samningi frá 1982 hafí Lands- virkjun samþykkt að greiða ríkis- sjóði fyrir vatnsréttindi á heiðunum af landi sem væru undir umráðum ríkisins, hvort sem væri á eignar- löndum ríkisins eða á almenningum og afréttarlöndum. Málsvöm Landsvirkjunar í þessu máli felst einkum í því að ríkið hafí ekki sýnt fram á eignarrétt sinn á heiðunum og hefur fyrirtækið því neitað að greiða ríkinu fyrir vatns- réttindin. Landsvirkjun fellst ekki á að í samningnum frá 1982 hafi fyrir- tækið fallist á að greiða fyrir vatns- réttindi á svæðum þar sem ekki hafí verið sýnt fram á óskoraðan eignar- rétt ríkisins. Ekkert bendi til þess að Landsvirkjun hafi samþykkt að greiða ríkinu meira en öðrum aðil- um hefði borið í svipaðri aðstöðu. Deilt um ákvæði virkjunarsamnings frá 1982 Ríkið og Landsvirkjun gerðu með sér samning um virkjunarmál, yfir- töku byggðalína o.fl. 11. ágúst 1982. Tók Landsvirkjun þá að sér að reisa og reka virkjun í Blöndu og tók við réttindum og skyldum virkjunarað- ila skv. samningi við heimamenn frá ogmeð 1. okt. 1982. í dómsmálinu er aðallega deilt um túlkun á fyrstu og annarri máls- grein þriðju greinar þessa sam- komulags sem eru svohljóðandi: „Aður en rekstur hverrar virkjunar hefst skal gert samkomulag um greiðslur Landsvirkjunar til ríkis- sjóðs vegna þeirra vatnsréttinda sem eru í umráðum ríkisins, hvort sem er vegna lögbýla í eigu ríkisins, annarra eignarlanda eða vegna vatnsréttinda í almenningum og af- réttarlöndum. Landsvirkjun greiðir ríkissjóði fyrír slík virkjunarréttindi endur- gjald sambærílegt því sem aImennt ergreitt vegna slíkra réttinda. End- urgjaldið má vera sem eingreiðsla eða í formi áríegs afgjalds.“ Blönduvirkjun Þar segir ennfremur að nái aðilar ekki samkomulagi um endurgjald fyrir virkjunarréttindi skuldbindi þeir sig til að hlíta mati óvilhallra matsmanna. Segir eignarrétt ríkis á svæðinu ósannaðan Skaiphéðinn Þórisson hri. fer með málið fyrir hönd stefnanda og Hreinn Loftsson hrl. flytur málið fyrir hönd stefnda. í greinargerð með stefnu ríkisins segir að Landsvirkjun muni hafa greitt rétthöfum fyrh- vatnsréttindi á gi’undvelli fyiirliggjandi samn- inga, þ.e. öllum öðrum en stefnanda, þ.e. ríkinu. „Stefndi hefur neitað að inna af hendi greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna almennings og afréttarlanda vatnasvæðis Blöndu og borið því við að eignarréttur stefnanda á svæð- inu væri ósannaður. Þar við stendur og þess vegna er mál þetta nú höfð- að og krefst stefnandi þess að viður- kenndur verði réttur hans til að krefja stefnda um endurgjald vegna vatnsréttinda fyrir almenning og af- réttarlönd á vatnasvæði Blöndu en það eru þau svæði sem talin eru til- heyra Auðkúluheiði og Eyvindar- staðaheiði,“ segir í dómstefnunni. I stefnu iðnaðarráðherra ei’u dómkröfur ennfremur rökstuddar með eftirfarandi hætti: „Við nánari afmörkun sakarefnis í máli þessu telur stefnandi rétt að vekja athygli á því að í kröfugerð hans felst ekki formleg krafa um eignar- réttarlegt tilkall til al- menninga og afréttarlanda á vatna- svæði Blöndu. I kröfugerðinni felst hins vegar sú krafa, að íslenska rík- ið fari með umráð svæðanna í al- sherjarréttarlegu tilliti og geti á þeirri forsendu ráðstafað vatnsrétt- indum þess gegn gjaldi. Jafnframt er vakin athygli réttarins á því að samkvæmt Hrd. 1997:1162 og 1183 [dómar Hæstaréttar, innsk. Mbl.] er staðfest að ósannaður er fullkom- inn eignarréttur einstaklinga og kirkjunnar á landsvæðum þessum. Svæði þessi teljast því þjóðlendur í skilningi laga nr. 58/1998 um þjóð- lendur o.fl. og samkvæmt 2. gr. þeirra laga er íslenska ríkið eigandi þeirra landa sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Vitnað í fundargerðir og Hæstaréttardóma I greinargerð lögmanns Lands- virkjunar er forsaga þessa máls og samningsgerðarinnar frá 1982 rak- in í ítarlegu máli. Er m.a. vitnað til bréfaskipta og fundargerða vegna undirbúnings að samningsgerðinni 1982 um Blönduvirkjun o.fl. Þar kemur fram að mikil umræða fór fram um vatnsréttindi í almenn- ingseign og endurgjald íyrir þau, og ennfremur að skiptar skoðanir voru um hvernig orða bæri umrætt ákvæði samningsins um vatnsrétt; indi og endurgjald fyrh’ þau. í greinargerð stefnda er því m.a. haldið fram að samanburður á end- anlegu orðalagi samningsákvæðis- ins og fyrri tillögum um orðlag leiði í Ijós að horfið hafi verið frá upphaf- legri hugmynd um að Landsvirkjun greiddi íyrir vatnsrétt- indi í almenningseign á sama hátt og fyrir þau vatnsréttindi sem væru eign ríkisins. Einnig er fjallað um samkomulag Lands- virkjunar við landeig- endur við Blöndu um yfirtöku rétt- inda vegna Blönduvirkjunar og eignardómsmál þau sem fram fóru þegar nokkrir hreppar austan og vestan Blöndu kröfuðst viðurkenn- ingar fyrir dómi á rétti til fébóta frá Landsvirkjun vegna vatnsréttinda á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Gjaldtöku- krafa byggð á umráðarétti ríkisins Vísar stefndi sérstaklega til dóma Hæstaréttar sem féllu árið 1997, en þar var Landsvirkjun sýknuð af kröfum hreppanna. Þannig hafi Hæstiréttur komist að eftirfarandi niðurstöðu í dómi vegna Auðkúlu- heiðar: „...ekki verður talið að sönn- ur hafi verið leiddar að því, að heiðin hafi nokkum tíma verið undirorpin fullkomnum eignarrétti einstakl- inga, kirkjunnar eða ríkisins, hvorki fyrir nám, með löggerningum eða öðmm hætti.“ í greinargerð stefnda þar sem fjallað er um hið umdeilda ákvæði samningsins frá 1982 segir enn- fremur: „Með engu móti er unnt að fallast á það með stefnanda, að í til- vitnuðu ákvæði samningsins frá 11. ágúst 1982 felist skuldbinding af hálfu stefnda um greiðslu fýrir virkjunar- eða vatnsréttindi á eig- endalausum svæðum. Shkt hefði þurft að taka fram sérstaklega í samningnum þar sem um svo íþyngjandi og óvenjulegt ákvæði væri að ræða. Mun fremur verður að leggja þann skilning í orðalag ákvæðisins um „greiðslur Lands- virkjunar til ríkissjóðs vegna þeirra vatnsréttinda sem eru í umráðum ríkisins...“, að stefndi greiði stefn- anda fyrir réttindi á landsvæðum þar sem hann fer með eigandaum- ráð eða forræði. Ríkissjóður skuli í því tilliti jafnsettur gagnvart virkj- unaraðilanum og aðrir landeigend- ur þar sem um beinan og óskoraðan eignarrétt ríkisins væri að ræða.“ Lögmaður Landsvirkjunar vitn- ar jafnframt til svonefnds „Land- mannaafréttarmáls hins síðara" en dómur féll í Hæstarétti í því máh 1981 (Hrd. 1981:1584). Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í því máli að réttur yfir landareign gæti verið takmarkaður án þess að ríkið ætti það, sem umfram væri, þannig að aðild ríkisins væri ekki fólgin í eignarrétti, heldur yfirráða- rétti eða umráðarétti. Segir þjóðlendulög ekki raska réttindum Landsvirlgunar Þá hafnar stefndi algerlega því að gildistaka laga nr. 58 frá 1998 um þjóðlendur geti raskað þeim rétt- indum sem Landsvirkjun hafi öðlast og eignast fyrir lögtöku þeirra laga. Er því vísað á bug að stefnandi geti byggt samningsheimildir sínar skv. samningnum frá 1982 á þeirri for- sendu að skv. ákvæðum þjóðlendu- laga teljist ríkið eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunn- inda á þjóðlendum, sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Þjóðaratkvæðaffreiðslan 1 Danmörku Kosið um ESB, ekkievru Því fer fjarri að það kveði við nýjan tón á lokaspretti dönsku kosningabaráttunnar vegna aðildar að evrópska myntbanda- laginu, skrifar Urður Gunnarsdóttir í Kaupmannahöfn. Þótt spennan sé mikil og dregið hafi saman milli andstæðinga og fylgismanna evrunnar í Danmörku, virðist það samdóma álit margra að enn á ný gangi Danir til kosninga um sjálft Evrópusambandið og spurninguna hvort þeir vilji í raun vera hluti þess. Kosningabaráttan í Dan- mörku snýst ekki ein- göngu um aðild að evrópska myntbanda- laginu og áhrif hennar á danskt efnahagslíf. í margra augum snýst hún ekki síður um afstöðu Dana til Evrópusambandsins í heild sinni, enda þriðja atkvæða- greiðslan sem efnt er til á innan við áratug um einstök atriði er varða samstarfið innan sam- bandsins. „Hvers vegna á Dan- mörk að vera í ESB? Þeirri spurningu hafa Danir ekki svarað enn,“ segir virtur þýskur sér- fræðingur í alþjóðastjórnmálum, Christoph Bertram, í samtali við Berlingske Tidende. Spurningin segir líklega allt sem segja þarf um skoðun margra Evrópubúa til blendinnar afstöðu Dana til E vrópusambandsins. Leiðarahöfundur Politiken er á sama máli, kemst að þeirri niður- stöðu að því miður hafi ekki tek- ist að koma í veg fyrir að kosn- ingabaráttan nú snúist um sömu spurningu og fyrr: Hvort aðild að ESB sé æskileg. Hvað fínnst Evrópu? Þjóðarvitundin leikur stórt hlutverk í kosningabaráttunni, andstæðingar myntbandalagsins leggja áherslu á sjálfstæði lands- ins, réttinn til að taka eigin ákvarðanir, ábyrgð á eigin gerð- um, á lýðræði. „Eg tel að danskt nei muni hafa afar jákvæð áhrif á lýðræðisþróun í Evrópu,“ segir ungur kvikmyndaleikstjóri, Thomas Vinterberg í auglýsingu andstæðinganna. I orðum hans speglast sú skoðun Dana að nið- urstaða þjóðaratkvæðisins muni hafa áhrif í öðrum Evrópuríkjum. Víst er að áhugi fjölmiðla víðs vegar um Evrópu er mikill, til marks um það eru tæplega 500 erlendir blaðamenn sem lagt hafa leið sína til Danmerkur. Spurningin er hins vegar hvort það sama eigi við um almenning í aðildarríkjunum og hversu miklar áhyggjur stjórnvöld víðs vegar um Evrópu og ráðamenn í Evrópusambandinu hafa af at- kvæðagreiðslunni. í fyrrgreindu viðtali dregur Bertram ekki dul á að Evrópubúum sé nákvæmlega sama hvort Danir verði með í myntbanda- laginu eða ekki. „Þess er vænst að ég segi að það hafi geysileg áhrif í Evrópu ef Danir segi nei. En það skiptir engu máli, það mun ekki hafa nein áhrif... Við munum einfaldlega draga þá ályktun að Danir eigi í erfiðleikum með að taka ákvarð- anir er varða ESB, við höfum reyndar vanist því,“ segir Bertr- am. Hann dregur reyndar örlítið í land er hann viðurkennir að lík- lega muni gengi evrunnar falla, þó aðeins í nokkra daga, og að áhrifanna muni hvorki gæta í Sví- þjóð eða Bretlandi, sem hvorugt eru aðilar að myntbandalaginu. Fylgst með handan Eyrarsunds Ekki er þó víst að allir taki undir með Bertram. Svíar fylgj- ast til dæmis grannt með fram- gangi mála í Danmörku, munu enda ganga til atkvæða um aðild innan fárra ára. Samkvæmt skoð- anakönnun Demoskop er réttur helmingur Svía .fylgjandi aðild að myntbandalaginu ef Danir ákveða að taka upp evruna í stað krónunnar. 39% eru andvigir að- ild en 11% eru óákveðnir. Ekki er þó ljóst hvenær Svíar munu ganga að kjörborði um evruna, Göran Persson forsætisráðherra hefur látið nægja að lýsa því yfir að kosið verði um aðild, tímasetn- ingin hefur enn ekki verið ákveð- in. Athygli vekur að samkvæmt sömu skoðanakönnun telja fjórir af hverjum fimm Svíum að Sví- þjóð verði orðin aðili að mynt- bandalaginu innan fimm ára, hver svo sem niðurstaða dönsku skoð- anakönnunarinnar verði. Vonbrigði með kosningaumræðuna Niðurstaða leiðarahöfundar Politiken er sú að dönskum stjórnmálamönnum hafi ekki, frekar en endranær, tekist að færa umræðuna á hærra plan, að ræða þá framtíðarsýn sem nið- urstaða kosninganna muni leiða til. Fylgismenn myndbandalags- ins hafi ekki útskýrt að hverju þeir muni stefna, hefji Danir þátttöku í því. Andstæðingarnir hafi lagt áherslu á að skipta Evrópu upp í svæði sem færi sig mishratt í átt að fullri aðild að Evrópusamstarfi á sama tíma og ESB leggi allt kapp á aðildar- viðræður við ný aðildarríki í austri. Evrópuumræðan hafi þó dregið ýmislegt fram í dagsljósið um áhrif aðildar á danska velferð- arkerfið, sem verið hefur mjög til umræðu í kosningabaráttunni, og beri að fagna því. Það er ekki laust við að vonbrigða gæti í leiðara blaðs- ins með hinn kunn- uglega tón kosn- ingabaráttunnar en Nils Jorgen Nehr- ig, forstöðumaður dönsku utanríkismálastofnunar- innar (DUPI), segir að ekki hafi verið við öðru að búast. Reynslan sýni að umræða fyrir kosningar muni ævinlega fjalla um sjálfa að- ildina að ESB, burtséð frá því hvað kosið sé um. „Að því leyti má ef til vill segja að það hafi ver- ið fullmikil bjartsýni að telja að hægt yrði að takmarka umræð- una við efnahagsmál. Ástæðu þess að sjálf Evrópu- sambandsaðildin sé hvað eftir annað hið raunverulega kosn- ingamál segir Nehrig að megi rekja til þess tíma er Danir gerð- ust aðilar að ESB. Þá, eins og nú, hafi danskir kjósendur verið efins um hvað Evrópusamstarfið sner- ist um. Til að róa þá hafi áherslan verið lögð á hinn efnahagslega ávinning aðildar en pólitískar af- leiðingar ekki ræddar sem skyldi. Fyrstu árin hafi það ekki komið að sök, en þegar undirbúnings- viðræður vegna Maastricht- samningsins hófust hafi tvær grímur runnið á marga Dani, sem hafi hreinlega ekki skilið hvað var uppi á teningnum. Þetta hefur svo leitt til þess að hræðsluáróðurinn hefur færst í aukana í kosningabaráttunni. Andstæðingar aðildar að mynt- bandalaginu vara við því að Danfri muni ekki lengur ráða eigin mál- um, að velferðarkerfið sé í hættu og að verið sé að mynda nýtt risa- ríki í Evrópu. Fylgismenn vara við efnahagslegum afleiðingum þess ef aðild verður hafnað. Grip- ið hefur verið til ýmissa ráða, fylgismenn aðildar hafa til dæmis reynt að sýna andstæðinga aðild- ar sem öfgafólk til hægri og vinstri og hafa ýjað að því að þjóðernishyggja ráði ferðinni. Kosið að nýju ef * aðstæður breytast Ríkisstjórnin hefði vart boðað til kosninga hefði_ hún ekki haft fulla trú á sigri. í upphafi kosn- ingabaráttunnar snemma vors nutu fylgismenn evrunnar enda töluverðs fylgis. Það hefur hins- vegar tínst af þeim og andstæð- ingunum vaxið fiskur um hrygg, fyrir viku virtust menn sannfærð- ir um að andstæðingar evrunnar myndu fara með sigur af hólmi. Síðustu daga hefur hins vegar dregið saman með fylkingunum að nýju. Samkvæmt skoðana- könnun sem Politiken birti í gær eru 46% andvíg en 43% fylgjandi og Gallup-könnun sem Berrí ingske Tidende birti styður það. Hver svo sem úrslit atkvæða- gi’eiðslunnar verða, verður tæp- lega um endanlega niðurstöðu að ræða. í Jyllands Posten í gær lýstu nokkrir helstu leiðtogar andstæðinga evrunnar því nefni- lega yfir að þeir væru reiðubúnir að ganga til atkvæða að nýju um málið færi svo að Svíar og Bretar gerðust aðilar að myntbandalag- inu. Jens-Peter Bonde, talsmaður Júníhreyfingarinnar, segir Dani eiga að halda nýja þjóðarat- kvæðagreiðslu ef aðstæður breyt- ist. Hann líkir evrunni við Titan- ic, en segir að þessi tvö lönd gætu komið í veg fyrir að skipið sykki/ Holger K. Nielsen, formaður Sós- íalíska þjóðarflokksins, segir að ef evrusamstarfið þróist á lýð- ræðislegan hátt geti vel verið að Danir geti verið með seinna. Þá hefur Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, áður lýst því yfir að til greina komi að Dan- ir gangi í myntbandalagið síðar. Aðeins talsmaður Einingarlistans stendur fast á því að ekki komi til greina að Danir taki upp evruna. Ekki var að spyrja að viðbrögð- unum hjá fylgismönnum aðildar að myntbandalaginu, sem sögðu andstæðingana hafa „skorað sjálfsmark", svo vitnað sé í Bendt Bendtsen, leiðtoga danskra íhaldsmanna. „Mér þvkir þetta ótrúleg yfirlýsing. Ákvörðunin verður tekin á fimmtudag og henni verður ekki hægt að breyta svo árum skiptir.“ „Hvers vegna á Danmörk að vera í ESB? Þeirri spurn- ingu hafa Danir ekki svarað enn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.