Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 43 svokölluð hlustarstykki íyrir heym- arskert fólk. Og þama var hún þessi lítilláta kona í ótrúlega þröngu rými og lét ekki mikið fyrir sér fara en samt var hún svo stór. Og þótt aðstað- an væri ekki mikO þróaðist það þann- ig að vinnuherbergi Siggu var líka kaffistofa allra starfsmanna. Þar fannst öllum best að vera, sem segir meira um Siggu en mörg orð. Og þá eins og í eldhúsinu í Lönguhlíðinni var Sigga alltaf með sína skýru af- stöðu til hlutanna, til manna og mál- efna. Hún var róttæk í skoðunum og víðsýn kona. Á þessum árum kenndi ég stundakennslu við Leiklistarskóla íslands og oftar en ekki bauð ég Siggu að koma á nemendasýningar. Hún hafði alltaf fylgst mjög vel með öllu sem gerðist í íslensku leikhúsi og var með mjög gott „nef“ fyrir hæfi- leikum og frammistöðu nemenda. Hafa flestar hennar spár gengið eftir. Það var lærdómsríkt fyrir mig að fá hennar sýn og greiningu á frammi- stöðu þeirra sem var stuðningur í mínu starfi. Sigga var ekki aðeins góður fag- maður heldur yndislegur samstarfs- maður, samviskusöm, hlý og jákvæð. Þeir voru ekki margir vinnudagamir sem hún var frá. Enda sagðist hún vera svo óskaplega heppin að veikjast bara um helgar og á kvöldin. Eftir að hún hætti störfum kom hún reglulega til okkar á gamla vinnustaðinn sinn, oftast með eitthvað notalegt með kaffinu. Því miður gafst sjaldnast tími til að spjalla í erli daganna. Sigga var vakandi og sofandi yfir velferð okkar fyrrverandi samstarfsfólksins og fjöl- skyldna okkar. Það var síðast fyrir tveimur jólum að Sigga kom til okkar á kaffistofu Heymar- og talmeina- stöðvarinnar með upprúllaðar pönnu- kökur og jólastjömu að auki. Þá var hún að stefna að því að flytjast á dval- arheimilið Gmnd þar sem hún hefur búið síðustu misserin. Minning mín um Sigríði Sigmundsdóttur, bæði frá Lönguhlíðinni og sem samstarfs- manns, er ljúf og ég veit að hún mun finna sér góðan farveg á nýjum stað. Ég sendi Kristni vini mínum og fjöl- skyldu hans mínar bestu samúðar- kveðjur. Friðrik Rúnar Guðmundsson. JÓHANN ÓLAFSSON + Jóhann Ólafsson fæddist í Staf- holti í Stafholts- tungum í Mýrasýslu hinn 29. maí 1938. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu Melabraut 2, Seltjarnarnesi, hinn 19. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Guð- jónsson, f. 5. nóvem- ber 1897, d. 25. jan- úar 1980, og Rann- veig Jóhannsdóttir, f. 20. ágúst 1913, búendur að Litla-Skarði í Stafholtstungum frá 1945 til 1980. Jóhann átti tvo bræður: Sig- urð, f. 8. janúar 1942, og Guð- björn, f. 27. júní 1943. Jóhann ólst upp að Litla- Skarði, en fluttist til Reykjavík- ur um 1954 og síðar á Seltjarnarnes og átti þar heima alla tíð síðan. Hann lagði stund á nám í útvarpsvirkjun og síðar flugnám og aflaði sér atvinnu- flugmannsréttinda. Stundaði síðar nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdents- prófi. Stofnaði eigið innflutnings- og heildsölufýrirtæki laust eftir 1960 og starfaði hann við það allt til ársins í ár er hann hætti starfrækslu þess. Jóhann kvæntist ekki og læt- ur ekki eftir sig afkomendur. Útför Jóhanns fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jóhann fluttist ungur til Reykja- víkur og vann við bókhald og fjámálastjórnun hjá byggingafyrir- tækjum auk þess sem hann fór nokkrar sjóferðir með togurum og var meðal annars við veiðar við Nýfundnaland. Hugur Jóhanns stóð til þess að verða flugmaður og lauk hann flugnámi með réttindum til atvinnuflugs en atburðir höguðu því svo að hann lagði áform um at- vinnuflug á hilluna en var einka- flugmaður um árabil. Árið 1968 stofnaði Jóhann eigið fyrirtæki, Isaberg hf., sem hann síðar breytti í Iðnaðarvörur, og hóf sölu á Thyssen-rafsuðuvír. Starfsemin var í upphafi í kjallara á Ránargötu en kallaði fljótt á stærra húsnæði og þegar Jóhann var að innrétta nýtt húsnæði við Kleppsveg snemma árs 1972 rakst hópur 11 ára stráka inn í húsnæðið einn rigningardag og tók Jóhann tali. í þeim hópi var undirritaður og upphófst þá kunningsskapur sem síðar varð að traustum vin- skap sem varað hefur í tæp þrjátíu ár. Vorið 1972 hóf ég störf sem sendill hjá Iðnaðarvörum og naut tryggrar leiðsagnar Jóhanns í ná- kvæmni og áreiðanleika í viðskipt- um. Síðustu árin hafði Jóhann mjög gaman af að minna mig á sendilssumarið, þegar mikið lá á að leysa vörur út hratt, og hve vel okkur tókst að ná vörum inn á gólf þótt Verðlagsstofnun, Gjaldeyris- eftirlitið og aðar stofnanir teldu sig þurfa heila eilífð til að klára alla stimpilvinnuna. Jóhann byggði upp lítið en öfl- ugt fyrirtæki sem þjónaði járn- smíðaiðnaðinum. Burðarásinn í starfseminni voru amerískar Mill- er-rafsuðuvélar og þýski Thyssen- rafsuðuvírinn. Jóhann var vel kynntur meðal eigenda og starfs- manna í járniðnaði, og þótti gott og traust að eiga viðskipti við hann. Ekki var verið að bruðla í umgjörð rekstrarins, en þess meiri áhersla var lögð á gæðavörur. Ég minnist þess að Jóhann flutti eitt sinn inn loftverkfæri frá Asíu, sem hann mat síðan ekki nægjan- lega góð til að hann vildi leggja nafn sitt við að selja þau. Þessi verkfæri voru síðan gefin og frétti ég hjá einum járniðnaðarmanni sem notaði þau að ekkert hefði verið að þeim þótt þau hefðu ekki verið í hæsta gæðaflokki, en Jó- hanni var mikið í mun að það sem hann seldi stæðist hans eigin ströngu kröfur. Jóhann ákvað árið 1975 að hefja nám í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Hann stundaði námið af mik- illi elju, samhliða því að reka fyrir- tækið og lauk stúdentsprófi vorið 1979. í náminu lagði Jóhann mikla rækt við þýsku. Hann lauk öllum þýskuáföngum sem í boði voru með hæstu einkunn og hafði eng- inn gert það áður. Þessi árangur er jafnvel enn meiri ef litið er til þess að Jóhann dvaldi líklega sam- anlagt innan við tvær vikur í þýskumælandi landi yfir alla æv- ina. Ef til vill hefur annar nemandi náð sama árangri en metið verður ekki slegið heldur aðeins jafnað. Jóhann var þekktur fyrir sterk- ar skoðanir á því hvað rétt væri og rangt í rekstri á íslenska þjóðar- búinu. Honum fannst ekki mikið til þeirra einstaklinga koma sem voru fullfrískir og vinnufærir, en höfðu kosið að láta aðra um að annast framfærslu sína og sveið honum mjög sárt þegar menn voru að gorta af því við hann hvernig þeir hefðu fé út úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Jóhann skilaði alltaf sínu í sameiginlega sjóði og var eitt árið þriðji hæsti skattgreið- andi á Seltjarnarnesi. Jóhann var mikill áhugamaður um nýjungar á sviði upplýsinga- tækni og var mjög fljótur að til- einka sér þær. Eg kynntist þessu sérstaklega vel þegar ég dvaldi við nám í Bandaríkjunum, en þá sá ég um kaup á hugbúnaði fyrir Jó- hann. Hann var gjarnan búinn að biðja mig um að kaupa forrit fyrir sig áður en þau voru komin á al- mennan markað svo vel fylgdist ^ hann með þróuninni. Fyrir milligöngu Jóhanns var ég vinnumaður tvö sumur að Litla- Skarði í Stafholtstungum, þar sem foreldrar hans bjuggu. Þessi sum- ur eru mér mjög eftirminnileg og lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Sérstaklega eru mér eft- irminnileg kynnin af afa Jóhanns og nafna, sem þá var kominn á tí- ræðisaldurinn. Jóhann kom reglu- lega í heimsókn að Litla-Skarði og man ég mjög vel eftir veiðiferðum okkar í Lambavatn og Silunga- tjörn, en í þessum vötnum hafði „ hann sjálfur veitt á yngri árum og gat nánast sagt hvar fiskur tæki á. Síðustu árin var Jóhann farinn að draga saman starfsemi fyrir- tækisins og hafði hug á að hætta starfsemi en það sem varð til þess að þeirri ákvörðun var ávallt frest- að var umhyggja fyrir Guðfinnu Hannesdóttur, en hún var traustur starfsmaður hjá fyrirtækinu í um aldarfjórðung. Jóhann gat ekki hugsað sér að hún hætti störfum fyrr en hún ákvæði sjálf að fara á eftirlaun. Jóhann bar mikið traust til Guðfinnu og hún brást því aldrei. Ég sakna þess að geta ekki komið við í Iðnaðarvörum á Kleppsveginum og heilsað upp á Jóhann og Guðfinnu. Eftir að Jóhann ákvað að hætta rekstri Iðnaðarvara og seldi hús- næðið snemma í vor ætlaði hann að sinna ýmsum áhugamálum og vera mikið á ferðinni, eins og hann orðaði það sjálfur. Við Jóhann hitt- umst síðast fyrir um fimm vikum og ræddum þá um að fara saman á búvélasafnið á Hvanneyri og skoða gömlu Alles Chalmers-dráttarvél- ina frá Litla-Skarði sem nú er varðveitt á safninu, en sú ferð verður að bíða. Jóhann er genginn á vit feðr- anna en eftir standa minningarnar um góðan vin. Haukur Þór Haraldsson. GUNNAR BACHMANN SIGURÐSSON + Gunnar Bach- mann Sigurðsson fæddist 11. ágúst 1959. Hann lést 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigurður Guðmundsson, f. 30. maí 1928 og Geirlaug Jónsdóttir, f. 19. september 1930. Bróðir Gunnars er Birgir Sigurðsson, f. 18. október 1962, maki Sólveig Bjarn- þórsdóttir, f. 1. febr- úar 1959. Unnusta Gunnars er Helena Vroegop, f. 22. júní 1958. Útför Gunnars fór fram frá Digraneskirkju 25. september. Það er með trega sem ég kveð góðan vin minn, Gunnar Bachmann, alltof snemma. Þegar ég frétti af láti hans var ég í fyrstu reið, en nú virði ég ákvörðun hans, þótt ég sé ekki sátt við hana. Ég kynntist Gunnari fyrir 17 ár- um síðan þegar við Rikki byrjuðum saman. I fyrstu fannst mér hann furðulegur og ég var jafnvel hálf hrædd við hann. En svo varð mér ljóst að það var stamið sem gaf manni ranga mynd af Gunnari. Stamið hafði háð Gunnari alla tíð, bæði í skóla og í samskiptum við annað fólk. Gunnar hafði slæmt stam sem olli því að stundum var eins og hann væri farinn að öskra orð sem hann átti erfitt með að ná. Það gat reynt á þolinmæðina að tala við hann, en þegar maður vandist því hafði Gunnar frá mörgu að segja. Fyrstu árin eftir að ég kynntist Gunnari var hann fyrst og fremst vinur Rikka, við fórum stundum þrjú saman í bíó, en venjulega hélt ég mig í hæfilegri fjarlægð frá þykku vindlareyk- ingaskýi þeirra og oft sérkennilegri tónlist sem þeir hlustuðu saman á og ræddu fram og aftur. Síðustu árin fórum við Gunnar að tala mun meira sam- an. Hann sýndi því áhuga sem ég var að fást við hverju sinni og gaf okkur lifandi lýsingar á vinnu sinni á Seltjarnarnesi. Hann var barn- góður og þolinmóður að hlusta á frásagnir dætra okkar Rikka. Á þessum árum tók Gunnar þátt í stofnun Málbjargar, samtaka stam- ara, og leyfði okkur að fylgjast með framgangi félagsins. Sérstakt áhugamál hans var fræðsla og stuðningur við foreldra barna sem stama. Stam hans sjálfs minnkaði mikið eftir fræðslu á vegum sam- takanna. Um þetta leyti tók Gunnar þá stóru ákvörðun að flytja að heim- an og hann keypti sér íbúð í Smár- anum. Skilnaður okkar Rikka, besta vin- ar hans, var honum mikið áfall. Ég virti það mikils þegar hann kom til mín og sagðist vilja halda sambandi við okkur bæði, sem hann og gerði. Hann hlustaði þolinmóður á nýju diskana mína og auðvitað vissi hann allt um hljómsveitirnar, enda gang- andi alfræðiorðabók um tónlist. í lok síðasta árs heyrði ég ekki frá Gunnari í nokkrar vikur og var orðin undrandi. í ársbyrjun kom hann í heimsókn og sást langar leið- ir að hann var breyttur. Hann var ástfanginn upp fyrir haus. Elskan hans var Helen og hann flutti til hennar nokkrum vikum eftir að þau byrjuðu saman. Hann kynnti hana fyrir mér og ég hef sjaldan séð jafn- ástfangið og samhent par. Ég átti nokkrum sinnum ógleymanlegar stundir með þeim, síðast í júlí þegar þau buðu mér og dætrunum í garð- grillveislu. Ég get eingöngu lýst Gunnari með jákvæðum orðum. Hann var sannur vinur vina sinna, ætíð jákvæður, blíður, einlægur og sá björtu hliðarnar á hlutunum. Ég var farin að taka Gunnari og góða skapinu hans sem sjálfsögðum hlut. Missir okkar allra er mikill. Ég vil senda vinum Gunnars og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Mestur er þó missir Helenar og vona ég, að hún muni allt hið jákvæða við Gunn- ar. Ég kveð Gunnar, þótt ég eigi ennþá von á símtali frá honum með ávarpinu „Sæl. Þetta er G-Gunnar“. Svanhildur Bogadóttir. Það er með miklum trega að ég kveð Gunnar vin minn í síðasta skipti, sérstaklega þegar þessi kveðja er allt of snemma á ferðinni. Ég hefði gjarna viljað bíða með hana í nokkra áratugi í viðbót. Við kynntumst fyrst í sumarbúðum í Lækjarbotnum þegar við vorum u.þ.b. tíu ára gamlir. Sameiginleg búseta í vesturbæ Kópavogs tryggði síðan að leiðir okkar héldu áfram að liggja saman og sameiginleg áhugamál tryggðu að við urðum perluvinir næstu þrjá áratugina. Gunnar fékk kassettu- tæki í fermingargjöf og við það hófst sterkur tónlistaráhugi sem fylgdi honum til æviloka. Hann kom sér fljótlega upp miklu plötusafni sem síðan hélt áfram að vaxa þar til yfir lauk. Þar var ekki verið að festa sig við einstakar tónlistarstefnur þannig að í safninu kenndi margra grasa og fjölbreytnin var ótrúleg. í hvert sinn sem komið var í heim- sókn brást ekki að Gunnar var búinn að fá eitthvað nýtt og spenn- andi. Fyrir mig varð þetta plötusafn fjársjóður þar sem endalaust var hægt að finna eitthvað nýtt. Stór hluti af vinnu minni felst í því að vita meira um tónlist en flestir aðrir og ég held að fáir geti ímyndað sér hvílíkan bakhjarl ég hafði í Gunnari sem alltaf var óþreytandi við að kanna flest þau svið tónlistar sem ég komst ekki yfir sjálfur og deila með mér uppgötvunum sínum. Þannig gátum við eytt heilu kvöld- unum við að hlusta á og tala vítt og breitt um tónlist. Hún var aðal- áhugamál okkar beggja og þráður- inn sem hélt okkur sterkast saman í öll þessi ár. Hvað sem gekk á var Gunnar tryggasti vinur minn. Þó ég flyttist nokkrum sinnum erlendis um lengri tíma, tók Gunnar alltaf á móti mér aftur eins og ég hefði að- eins brugðið mér í helgarbíltúr. Ég var farinn að taka því sem gefnum hlut að við yrðum alltaf vinir fram eftir hárri elli. Það var mér því mik- ið áfall þegar kom á daginn að sú yrði ekki raunin og hefur skapað stórt tómarúm í lífi mínu. Ég verð bara að lifa í voninni um að hann sé einhvers staðar á betri stað og haldi áfram að vaka yfir mér. Einhver yndislegasti hæfileiki Gunnars var takmarkalaus bjartsýni. Það virtist litlu máli skipta hvaða mótlæti hann lenti í, hann sá alltaf björtu hliðarn- ar á málunum. Eflaust má deila um hversu holl þessi bjartsýni hefur verið honum sjálfum, en hitt er víst að ég hafði gott af henni. Hvenær sem eitthvað bjátaði á hjá mér, þurfti ekki annað en að heilsa upp á Gunnar og smá skammtur af bjartsýni hans kom ástandinu ef ekki í himnalag, þá a.m.k. í mun betra horf. Það var eitt sterkasta persónueinkenni Gunnars að hann virtist vera alveg laus við illar hugs- anir. Aldrei nokkurn tíma minnist ég þess að hann hafi sagt illt orð um nokkurn mann í mín eyru. Hann hefði örugglega haft fulla ástæðu til þess miðað við þá meðferð sem hann sætti af hálfu margra, en aldrei varð ég var við að hann sæi nokkuð annað en björtu hliðarnar á þeim samskiptum. Fyrst og fremst var hann ein af þessum sárasjaldgæfu manneskjum sem voru með hjarta úr gegnheilu gulli. Ég mun alltaf minnast hans sem míns einlægasta og besta vinar og er þess fullviss að þegar ég fer á eftir honum, muni hann taka á móti mér hinum megin og við munum taka þar upp þráðinn eins og ekkert hafi í skorist. Þangað til verðum við að láta hverjum degi nægja sína þjáningu í von um að tíminn lækni öll sár. Ríkharður H. Friðriksson. OSWALDS siMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARH RIN GINN AIÍAI S 11! I I I ill • 101 kl YKJAYIk Ihtrít) fnger O/itJnr ('rf/inirstj. Utfitnnstj. I !lfinirstj. I ÍKKISHIX'INM S IOI \ EWINDAR ÁRNASONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.