Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 55 -------------------------------? ERLENDAR ooooo Ólafur Teitur Guðnason hefur verið að hlusta á nýútkomna plötu Marks Knopflers Sailing to Philadelphia. Heim á fornar slóðir ÞAÐ VERÐUR æ undarlegra að hugsa til þess að Mark Knopfler hafí í eina tíð verið stórstjama, staðið á sviði fyi-ir framan tugi þúsunda æstra aðdáenda, verið leiðtogi einn- ar vinsælustu rokksveitar heims. Þessi yfirvegaði og hlédrægi gítar- leikari, með ennisbandið sitt fræga og hálfgerðu Lukku Láka-söngva um flökkulíf og eyðimerkur, var ein- hvern veginn svo kindarlegur við hlið Prince, Bono og Madonnu, en þangað komst hann með því að venda sínu kvæði í kross og syngja um poppstöðina MTV. Hann var þó ekki lengi í þessum félagsskap og ég heyrði því fleygt að Dire Straits hefði loks lagt upp laupana í kyrrþey fyrir fimm árum, eftir eina mis- heppnaða tilraun til að fylgja hinni geysivinsælu Brothers in Arms frá 1986 eftir. Knopfler hefur síðan gefið út sólóplötuna Golden Heart og sam- ið bærilega kvikmyndatónlist, stundum ágæta, nú síðast við mynd- irnar Metroland og Wag the Dog. Sailing to Philadelphia markar að mínu mati tímamót á ferli þessa lús- iðna strengjaplokkara og lagasmiðs. Þetta er fáguð og ljúf plata sem ein- kennist af einhvers konar blús, rokki og kántrí, rámri röddu Knopflers og yfirveguðum gítarleik, ballöðum og sveiflu í bland. Píanói, fiðlum og blásturshljóðfærum bregður fyrir en hefðbundin hljóðfæraskipan er í að- alhlutverki. Þessi plata minnir meira á fyrstu plötur Dire Straits en Gold- cn Heart gerði og er til allrar ham- ingju laus við hallærisorgelið sem sú plata hlaut í arf eftir hið sívinsæla og óþolandi lag „Walk of Life“. Lögin og útsetningarnar minna á lög á borð við „Southbound Again“ og „Water of Love“, og eins og í þá gömlu góðu daga kalla textai'nir fram í hugann mynd af eirðarlausum, síflakkandi, rámum og rómantískum einfara. Frásagnir af ferðum um Bandaríkin ganga eins og stef í gegnum plötuna og gefa henni kjölfestu. Fyrsta lagið, „What It Is“, er ósvikin Dire Straits-sveifla af bestu gerð, en gítarfléttan er í skoskum anda segii' Knopfler enda lagið sam- ið í Edinborg. Dylan-lagið „AIl Along The Watchtower“ kemur upp í hug- ann og léttleikandi fiðluspil minnir á Corrs-systkinin vinsælu. Titillag plötunnar er að mínu mati ein falleg- asta ballaða Knopflers; dúett með James Taylor og lagið ekki ósvipað einu þekktasta lagi Taylors, „Carol- ina in My Mind“. Þeir syngja hlut- verk Charles Masons og Jeremiah Dixons, landmælingamanna sem leystu eina sögufrægustu landa- mæradeilu Bandaríkjanna með því að varða Mason-Dixon línuna milli Maryland og Pennsylvaníu upp úr miðri átjándu öld. Knopfler færir sig smám saman nær samtímanum og lagið „Baloney Again“ segir frá hópi svarta gospelsöngvara á tónleika- ferð um suðurríki Bandaríkjanna á sjötta áratug. Það minnir talsvert á „It’s Probably Me“ sem Sting og Er- ic Claptons gerðu um árið, og ég get ekki betur heyrt en að Clapton leggi þarna sjálfur eins og eina ljóðlínu af mörkum, rétt áður en þrjár mínútur eru liðnar af laginu. „E1 Macho“ er suður-amerískt og seiðandi - taktur- inn jafntöff og tangó en heitir víst tsja-tsja-tsja. Zorro hefði örugglega getað dansað við þetta og jafnvel Morgunblaðið/Sverrir Nýja piata Marks Knopflers ætti að höfða sterkt til gamalla Dire Straits-unnenda sem og unnenda kappa á borð við Clapton og Dylan. Morgan Kane, hefði hann dansað. Knopfler segir lagið sprottið af spænsku málverki. Bandarísku slétturnar spretta fram ljóslifandi í „Praire Wedding“ og „Speedway At Nazareth" brunar áfram eins og járnbrautarlest, æ ákafara, og þar er loksins lokinu lyft örlítið af kraum- andi leikgleðinni á þessari annars prúðu og stilltu plötu. Hóflegur skammtur af hljóðgervlum og tölvu- vinnslu gera „Junkie Doll“ að nú- tímalegasta lagi plötunnar, enda við- fangsefnið fíkniefnaböl samtímans. Þetta er þó að stofni til klassískt, blúsað, grípandi rokklag sem á tví- mælalaust tilkall til vinsælda en lík- lega litla möguleika. Önnur lög eru síðri, en að mínu mati er aðeins eitt þeirra beinlínis lé- legt. Það er sveitalegi sveitaballa- slagarinn „Who’s Your Baby Now“, sem minnir mjög á hina íslensku GCD. „The Last Laugh“ er þokka- leg ballaða sem þeir Knopfler og Van Morrison syngja saman og hefði sómt sér vel sem vangalag á útskrift- ardansleik í Bandaríkjunum á sjöunda ártugnum. Síðustu tvö lögin koma á óvart: Annað er í anda kvik- myndatónlistar og skartar píanóstefi í anda Derrick eða dönskukennslu- konunnar Hildar, hitt er angurvært og barnslega einfalt söngleikjalag, versin minna á „Þar sem allt grær“ úr Litlu hryllingsbúðinni og viðlagið á sjónvarpsþættina Staupastein. Þetta er góð plata; alls ekki slök og næstum því frábær. Tvímæla- laust sú besta sem Knopfler hefur sent frá sér í háa herrans tíð. Hún á eftir að falla í kramið hjá öllum aðdá- endum Dire Straits og vafalaust líka hjá mörgum aðdáendum gamalla brýna á borð við Bob Dylan og Eric Clapton. Fyrir þá sem yngri eru mætti einna helst benda á skyldleika við Sheryl Crow. Það sem kemur mest á óvart er hve Knopfler fer sparlega með helsta hæfileika sinrv,-: nefnilega gítarplokkið; eitt sóló í lík- ingu við það sem hann töfraði fram í „Sultans of Swing“ hefði verið af- skaplega vel þegið. Fyrir vikið er platan átakalítil og þótt leikgleðin skíni í gegn er hún beisluð og hruflar afar sjaldan yfirborðið. Hún hreyfir ekki nógu mikið við manni og þótt það sé í sjálfu sér fagnaðarefni að Knopfler sé hættur að tvista við sundlaugina mætti hann gjarnan dilla sér hressilegar í söðlinum. Mark Knopfler talar um nýjustu einleiksskífuna sína Beint í Mark! DÆGURTÓNLIST samtímans býður gítarhetjum upp á takmark; að gistirými um þessar mundir. I bag þykir mun svalara að geta far- ið liprum höndum um lyklaborð en fimum fingi'um um gítarháls og í fljótu bragði man þessi ósýnilegi penni aðeins eftir tveimur gítar- hetjum sem fram komu á níunda áratugnum, hinu silkimjúka gítar- goði úr Dire Straits, Mark Knopfl- er. og andgítarhetjunni Edge úr U2. Eg man hins vegar ekki eftir einu einasta frá þeim tíunda. Af þeim tveimur sem nefndir hafa verið hefur sá síðarnefndi hallað sér í ríkari mæli að tilraun- um með tölvutól og möguleikum þeirra í tónlistarsköpun, orðið æ smnulausari gagnvart sex strengja boxinu, á meðan Knopfler hefur hins vegar haldið tryggð við gítar- •nn. A dögunum gaf hann út nýja einleiksskífu sem kallast Sailing to Philadelphia og var af því tilefni inntur álits á henni og því sem á daga hans hefur drifíð síðan sú síð- asta kom út. 30 ára vinnsluferli? Að sögn Knopflers eiga lögin á nÝju plötunni sér mismunandi langa sögu, það er ekki svo að þau hafi verið samin í einum ryk. „Til dæmis hófst ég handa við lagið, „One More Matineé“, fyrir um þrjátíu árum á meðan ég var enn barn að aldri!“ segir hann. Það er fimm manna hópur sem fylgir Knopfler á plötunni nýju, en hann spilaði einnig með honum á síðustu einleiksskífu, Golden Heart, sem kom út árið 1996, ásamt því að fylgja honum í tón- leikaferð sem farin var í kjölfar þeirrar plötu. „Þegar ég var að spila á hljómleikaferðalaginu til að fylgja On Every Street eftir (síð- asta plata Dire Straits, 1991) þurft- um við að flytja með okkur risasvið og ljósabúnað og mér var farið að leiðast það þóf sárlega. Mér hefur alltaf fundist svolítið annkannalegt að spila á risaleikvöngum og sá að ef ég ætlaði að bæta mig sem tón- listarmaður yrði ég að fara að skipta um vinnuumhverfi." Kvikmyndatánlist Eftir að Dire Straits lagði upp laupana hefur Knopfler samið kvikmyndatónlist af mikilli elju og hann á tónlist við myndir eins og The Princess Bride, Last Exit to Brooklyn, Cal og Local Hero. „Eftir Golden Heart kom smá- vegis stund á milli stríða og ég not- aði hana til að sinna nokkrum kvik- myndatengdum verkefnum og samdi tónlist við Metroland, Wag the Dog og A Shot at Glory, frá- bæra mynd eftir Robert Duvall með Michael Keaton í aðalhlut- verki.“ Hann segú' vinnu við plötuna hafa tekið dágóðan tíma, þó ekki með tilliti til hljóðversvinnunnar sem slíkrar. „Aðalmálið fólst í því að púsla plötunni saman. Þetta eru svo hagvanir spilarar sem eru að vinna þetta með mér að sjálfar upptökurnar gengu hratt og vel fyrir sig. Á tímabili var ég að pæla í að gera tvöfalda plötu en hætti við.“ Bannað að sóa hæfileikunum Platan nýja er nokkuð stjörnum prýdd á stundum; Emmylou Harr- is, James Taylor og Van Morrisson koma öll við sögu á einn eða annan hátt. „Samstarfið við Emmy gekk það vel að mig langar til að vinna plötu með henni einni einhvern tíma í framtíðinni. Sömuleiðis var frá- bært að vinna með Van Morrison og við tveir höfum í gegnum árin talað um að gera blúsplötu saman. Van hafði mikil áhrif á mig sem ungan mann og mér hefur fundist mikill heiður að fá tækifæri til að vinna með honum. Hugarfttr aðdá- andans fer aldrei langt frá mér í tilfelli Morrisons og mér fannst stórkostlegt að heyra hann syngja lag sem ég hafði samið.“ Knopfler er ekki mikill reglu- gerðarriddari hvað varðar vinnuna. „Ég vinn bara heima við og byrja bara einhvern tíma og hætti þegar mig er farið að langa í kaffi eða eitthvað slíkt. Ég set mér ekki strangar reglur og stundum nær letipúkinn að setjast að í mér. Þá reynir maður að finna sér ein- hverja afsökun fyrir því að skella sér á mótorhjólið eða hvað það er nú sem maður gerir til að drepa tímann. Ég hef nú samt reynt að sýna ögn meiri ábyrgð varðandi lagasmíðarnar...ég meina, það er það sem ég á að gera og ekki vil ég fyrir nokkurn mun vanvirða þá hæfileika sem ég bý yfir. Slíkt væri að sjálfsögðu synd og skömm.“ ----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.