Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samið um árangursstjórn- un við heilbrigðisstofnanir INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í gær samning um árang- ursstjórnun við sjö heilbrigðisstofn- anir. Þær eru Heilbrigðisstofnunin ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduósi, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Ingibjörg rakti við tækifærið að- draganda samninganna en þeir eiga rætur sínar að rekja til faghóps sem fyrir tveimur árum gerði ýmsar til- lögur er sneru að samanburði milli heilbrigðisstofnana. Einnig kom fram að markmið samninganna er margþætt og felur í sér auknar gagnkvæmar skyldur þeirra stofn- ana sem samið er við. Áhersla verður lögð á að efla áætlanagerð og eftir- litsþátt ráðuneytisins en auka jafn- framt sjálfstæði og ábyrgð stofnan- anna á rekstri sínum og þjónustu. Samið við allar heilbrigðis- stofnanir fyrir 2002 „Þetta er meira frelsi fyrir stofn- anirnar en því fylgir að sjálfsögðu meiri ábyrgð fyrir þær,“ sagði Ingi- björg. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessum samn- ingum væri verið að gera stjómun heilbrigðisstofnana skilvirkari. „Það mun einnig auðvelda okkur að gera samanburð milli stofnana því að Morgunblaðið/ Kristinn Ingibjörg Pálmadóttir afhendir Guðjóni Brjánssyni og Magdalenu Sigurðardóttur frá ísafirði samninginn. stefnan er að samræma aðferðir þeirri við að skrá upplýsingar sem varða rekstur og þjónustu. Þannig getum við borið saman hliðstæða kostnaðarliði á ólíkum stöðum.“ Ingibjörg segir að með þessum að- ferðum ætti að vera hægt að forðast raddir sem héldu því fram að meira væri eitt í eina stofnun en aðra. Samkvæmt samningunum á hver stofnun að meta þörf fyrir heilbrigð- isþjónustu á starfsvæði sínu og hvemig henni verði best mætt. I því skyni skal hún setja fram í áætlunum sínum til ráðuneytisins skýr mark- mið, m.a. töluleg, um leiðir að settu marki um árangur og hvernig árang- ur skuli metinn. Þessi skilgreining á þjónustu mun skila sér í betri þjónustu segir heil- brigðisráðherra. „Við stuðlum þann- ig að því að sjúklingar fái bestu þjón- ustu sem er alltaf lokamarkmiðið," segir Ingibjörg. Samningarnir eru hluti gæðaáætl- unar og við undirritun þeirra kom fram að stefnt er að því að hliðstæðir samningar verði gerðir við allar heil- brigðisstofnanir landsins fyrir árslok 2002. Rekstrarkostnaður Landspítala - Háskólasjúkrahúss fer fram úr fjárlögum Gert ráð fyrir 400 millj- óna króna halla á árinu HALLI á rekstri Landspítala - Há- skólasjúkrahúss nam 287 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og að sögn Önnu Lilju Gunnars- dóttur, framkvæmdastjóra fjár- reiðna og upplýsinga hjá Landspít- alanum, eru helstu ástæður þess að kostnaður á þeim deildum sem sinna bráðaþjónustu hefur verið hærri en gert var ráð fyrir, lyfjakostnaður hefur hækkað og einnig hefur al- mennur rekstrarkostnaður hækkað vegna verðbólgu. Hún segir að þegar þeir þættir sem ekki var gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun séu fram- reiknaðir út árið megi gera ráð fyrir því að hallinn á öllu árinu verði rúm- lega 400 milljónir króna. Anna Lilja segir að búið sé að gera nákvæman samanburð á fjárhags- áætlun Landspítalans fyrir árið 2000 og uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins, þar sem helstu frávik frá fjár- hagsáætlun hafi verið greind. Þetta hafi verið gert í samráði við yfir- menn sviða á sjúkrahúsunum við Hringbraut og í Fossvogi. Anna Lilja segir að frávik frá áætlun hafi helst verið að finna á þeim deildum sem sinna bráðaþjónustu. „Slysaaldan í ár hefur valdið miklu álagi, sérstaklega á bráðadeildir. Það er að segja gjörgæsluna, slysa- deildina og legudeildirnar. Þarna hefur verið meira álag en gert var ráð fyrir.“ Kostnaður vegna lyfja hefur hækkað um 11,3% Anna Lilja segir að lyfjakostnaður hafi hækkað um 11,3% frá því á sama tíma í fyrra og það eitt valdi um 50 milljóna króna fráviki frá fjárhags- áætlun. Hún segir að það megi að hluta til skýra með því að kostnaður við ný og dýr lyf og tilkynningaskyld lyf hafi verið færður frá Trygginga- stofnun til spítalans, án þess að fjár- veiting fylgdi með. Þetta eigi eftir að leiðrétta og segir hún að viðræður um það standi nú yfir við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Hún segir að auk þess hafi al- mennt verðlag hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í fjárlögum, eða um 5,5% í stað 3%, en það leiði til þess að útgjöld vegna rekstrarvara hækki töluvert. Hún segir að fyrir hvert prósentustig sem almennt verðlag hækki, hækki útgjöld spítal- ans um 50 til 60 milljónir króna. „Þannig að ef við skoðum muninn milli 3% og 5,5%, er um 130 milljónir að ræða og við erum líka í viðræðum við ráðuneytið um að þetta verði leið- rétt,“ segir Anna Lilja. Hún segir að ýmsar launaleiðréttingar hafi þar að auki verið gerðar um mitt árið, til dæmis hjá sjúkraliðum. Með leiðréttingTim og sparnaði stendur reksturinn undir sér Anna Lilja segir að viðræður standi yfir við ráðuneytið um leið- réttingu vegna áðumefndra þátta, en hún segir að aukinn kostnaður vegna þeirra nemi um 330 milljónum króna. „Ef þetta verður leiðrétt og að- gerðir okkar til sparnaðar duga, eig- um við að ná rekstrinum ekki langt frá núllinu," segir Anna Lilja. Hún segir að sparnaðaraðgerðir við spítalana felist meðal annars í því að viðhaldi hafi verið seinkað, sem og opnun legudeildar í Fossvogi, eftii- viðhaldsframkvæmdir. Einnig hafi starfsemi legudeilda við Hringbraut verið endurskipulögð þannig að starfsemi göngu- og dagdeilda hafi aukist, ásamt því sem dregið hafi verið úr starfsemi bamadeildarinnar í Fossvogi um helgar. Útgerð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hf. skrifar Vegagerðinni Gerir athugasemdir við útboð BREIÐAFJARÐARFERJAN Baldur hf. sem hefur rekið samnefnt skip í áætlunarsiglingum á Breiðafirði, hefur ákveðið að gera formlegar at- hugasemdir við framkvæmd Vegagerðarinnar á nýafstöðnu útboði vegna Breiðafjarðarferju. Hef- ur fyrirtækið krafist upplýsinga um útreikning kostnaðaráætlunar Vegagerðarinnar og hvaða forsendur liggi þar að baki. í bréfi sem Breiðafjarðarfeijan Baldur hefur sent Vegagerðinni er bent á að samkeppnisráð hafi árið 1994 kveðið á um að samkeppnisrekstur og ríkisstyrktur rekstur ferjufyrirtækja af þeim toga sem um ræði í þessu útboði, skuli fjárhags- lega aðskilinn. Vegagerðin sé eins og aðrir bundin af lögum í því efni. Um var að ræða úrskurð um samkeppnisað- stöðu Djúpbátsins, sem rak Fagranesið á Isafjarð- ardjúpi, en Fagranesið var þá nýtt til flutninga í samkeppni við aðra utan þess tíma sem skipið var í áætlunarsiglingum. Samkeppnisráð byggði niður- stöðu sína á því að Djúpbáturinn hf. nyti umfangs- mikilla ríkisstyrkja og því vemdar í skilningi sam- keppnislaga. Kappkostað að vera ekki í samkeppnisrekstri Að fyrirtækinu Breiðafjarðarferjunni Baldri standa ríkissjóður, sveitarfélög við Breiðafjörð og nokkrir einstaklingar. I bréfinu til Vegagerðar- innar segir lögmaður fyrirtækisins að það hafi kappkostað á undanförnum árum að vera ekki í samkeppnisrekstri og talið sér óheimilt að gera í tilboðinu ráð fyrir tekjum af notum m/s Baldurs í öðrum rekstri utan áætlunarsiglinga sem réttlætt gætu minni þörf fyrir ríkisstyrk. Nú hafi lægstbjóðandi í útboði vegna Breiða- fjarðarferju upplýst opinberlega að hann hyggist afla tekna af rekstri Baldurs m/s í samkeppni á markaði og nýta þær tekjur til að afla samlegðar- áhrifa í rekstri. Því virðist mega áætla að mun á tilboðum megi í það minnsta að einhverju leyti rekja til þessa. Ríkisstyrktur rekstur aðskilinn eða útboðið afturkallað Krefst fyrirtækið þess að Vegagerðin krefjist þess af bjóðendum við mat tilboða að þeir skilji að ríkisstyrktan rekstur og samkeppnisrekstur. Að öðrum kosti er þess krafist að Vegagerðin aftur- kalli útboðið og láti nýtt útboð fara fram með lög- boðnum hætti. í útboði Vegagerðarinnar var lægsta tilboðið í rekstur Breiðafjarðarferju frá Sæferðum í Stykk- ishólmi ehf., 166,1 milljón. Breiðafjarðarferjan Baldur ehf. í Stykkishólmi bauð 184,7 milljónir og Nýsir hf. Reykjavík bauð 198,9 milljónir króna. Kostnaðaráætlun er upp á 136 milljónir króna. Sex þúsund farþegar með Lagarfljóts- orminum UM sex þúsund ferðamenn hafa nýtt sér ferðir farþegaferjunnar Lagar- fljótsormsins í sumar, að sögn Sig- urðar Ananíussonar, framkvæmda- stjóra reksturs ferjunnar, en hún hóf áætlunarferðir um Lagarfljótið í sumar í byrjun júní. Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið að rekstur ferjunnar gangi ágætlega og telur að hún sé komin til að vera þótt enn sé ekki búið að greiða niður stofnkostn- að rekstursins. „Það er spurning um að rekstur- inn þrauki áfram í þrjú til fjögur ár í viðbót en þá hefur væntanlega náðst að greiða niður stofnkostnaðinn." Aætlunarferðir Lagarfljótsorms- ins um fljótið hófust 1999 en það sumar nýttu um átta þúsund ferða- menn sér ferðir ferjunnar. Astæðan •fyrir því að um 2.000 færri ferða- menn fóru með feijunni í sumar en í fyrra segir Sigurður vera þá að í júnímánuði hafi verið fremur kalt í veðri á Austurlandi en einnig segir hann að verkfall bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis í sumar hafi spilað þarna stórt hlutverk. Vel hafi þó gengið að fá ferðamenn til að nýta sér ferjuna í ágústmánuði. Gert er ráð fyrir því að áætlunarferðir Lag- arfljótsormsins í sumar leggist af um mánaðamótin en eftir þann tíma verður hægt að leigja bátinn. ------^---------- Nýtt fyrirtæki í rekstri upp- lýsingakerfa FLUGLEIÐIR, Eimskip og Tölvu- Myndir hyggjast stofna nýtt fyrir- tæki í rekstrarþjónustu upplýsinga- kerfa. Tölvurekstrardeildir Eim- skips og Flugleiða og Skyggnir, dótturfélag Tölvumynda, munu renna inn í hið nýja fyrirtæki sem stefnt er að að taki til starfa um næstu áramót. Hið nýja fyrirtæki mun bjóða þjónustu sína á almenn- um markaði. í fréttatilkynningu frá fyrirtækj- unum segir að erlendis færist það sí- fellt í vöxt að þjónustufyririækjum sé falin heildarábyrgð á rekstri upp- lýsingakerfa. Slík fyrirtæki taka einnig að sér umsjón með hugbúnaði með því að selja eða leigja notkun hans til viðskiptavina sinna. Eftir því sem starfsemi fyrirtækja verður háðari góðum upplýsingakerfum verður góð notendaþjónusta sífellt mikilvægari. í fréttatilkynningu segir að með sameiningu tölvurekstrardeildanna verði sett á fót eitt stærsta fyrirtæki í rekstri upplýsingakerfa hér á landi, með um 45-50 starfsmenn. Starfs- mönnum deildanna verður boðið starf í hinu nýja félagi. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun styrkur hins nýja félags liggja í reyndum starfsmönnum með breiðan þekk- ingargrunn og í góðum viðskipta- mannahóp. ----------------- Forsætisráð- herra til Kanada DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heldur í opinbera heimsókn til Kan- ada 16. október nk. Heimsóknin hefst í Minneapolis en þaðan heldur forsætisráðherra til Winnipeg þar sem hann verður m.a. viðstaddur opnun íslenska bókasafnsins í há- skólanum í Winnipeg en hann mun einnig taka við heiðursdoktorsna- fnbót við skólann. Þá mun forsætis- ráðherra taka þátt í hátíðarhöldum í Gimli til að minnast fyrstu íslensku landnemanna sem þangað komu fyr- ir 125 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.