Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 FRÉTTIR ÍDAG \ i Fyrirlestur um handanheima v í miðaldaritum FÉLAG íslenskra fræða efnir til rannsóknarkvölds í Skólabæ við Suð- urgötu, miðvikudagskvöldið 27. sept- ember kl. 20.30. Fyrirlesari kvölds- ins er Svanhildur Óskarsdóttir og erindi hennar ber heitið „Fyrirgefðu, en geturðu sagt mér hvar helvíti er? Um handanheima í íslenskum miða- ldaritum," segir í fréttatilkynningu. Landafræði handanheima var órjúfanlegur hluti heimsmyndar miðaldanna og gegndi mikilvægu hlutverki í þeim hugmyndum sem -^menn gerðu sér um efstu daga. í íjt- irlestrinum verður fjallað um dvalar- staði framliðinna eins og miðalda- menn hugsuðu sér þá og kannað hvers konar upplýsingar um handan- heima er að finna í íslenskum miða- ldaritum. Þar koma við sögu paradís, himnaríki, helvíti, hreinsunareldur og limbó en ætla má að á miðöldum hafi þessir staðir haft meiri og nær- tækari þýðingu fyrir íslendinga en varð síðar, í lúterskum sið. Svanhildur Óskarsdóttir lauk BA- prófi í íslensku og heimspeki frá Há- skóla íslands 1988 og MA-prófi í miðaldafræðum frá háskólanum í Toronto, Kanada, ári síðar. Á árun- um 1993-99 gegndi hún stöðu Hall- dórs Laxness, lektors í nútímaís- "'lensku við Lundúnaháskóla, jafnframt því að vinna að doktorsrit- gerð í norrænum fræðum við sama skóla. Ritgerðina, sem nefnist Uni- versal history in fourteenth-century Iceland: Studies in AM 764 4to, varði hún 2. júní síðastliðinn. Svanhildur starfar nú við útgáfu á verkum Hall- gríms Péturssonar á Stofnun Áma Magnússonar. Sunnlenskir kennarar -M saman á haustþingi Ný aðalnám- skrá - breytt- ur skdli TVÖ svæðafélög Félags grunnskóla- kennara, Kennarafélag Suðurlands og Kennarafélag Vestmannaeyja, halda sameiginlegt haustþing ásamt Skólastjórafélagi Suðurlands í íþróttahúsinu á Flúðum dagana 28. og 29. september. Fyrri dag haustþingsins verður haldin ráðstefna um skólamál og þær breytingar sem verða í lqölfar nýrrar aðalnámskrár á grunn- og framhalds- ^skólastigi. Framsögumaður verður Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra. Einnig flytja fulltrúar foreldra, kennara, skólastjómenda og sveitar- stjómarmanna stutt erindi. I lok ráð- stefnunnar verða pallborðsumræður. Síðari dag haustþingsins verður dagskráin með hefðbundnu sniði. Þar verða flutt fjölmörg erindi, m.a. um nýsköpun í skólastarfi, kynnt verða þróunarverkefni og ýmis nýmæli í kennslu og námsefni, segir í fréttatil- kynningu. í tengslum við þingið verður hald- inn aðalfundur Kennarafélags Suður- lands. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, for- maður Félags grannskólakennara, flytur erindi á fundinum um stöðuna í •kjaramálum kennara. Vetrarstarfíð í Gjábakka og Gullsmára NU er að fara af stað fjölbreytt starfsemi í félagsheimilunum Gjá- bakka, Fannborg 8 og Gullsmára, Gullsmára 13. Þessi tvö félags- heimili eru sérstaklega ætluð fyrir félagslíf þeirra sem eru hættir Jaunavinnu enda þó'tt allir séu vel- íkomnir. Félagsheimilin eru opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 og utan opnunartíma eru áhuga- mannahópar að störfum, segir í fréttatilkynningu. Starfsemi Félags eldri borgara í Kópavogi fer einnig fram innan veggja félagsheimilanna. Þar má tjiefna Frístundahópinn Hana-nú sem hefur umsjón með stuttum menningarferðum t.d. í leikhús, á tónleika o.fl. Sú nýbreytni verður í vetur að menningarferðir Hana-nú verða á sunnudögum. I dagskránni er að finna göngur, fjölbreytt námskeið, bobb, boccia, leikfimi, jóga, dans, hringdans, fjölbreytta handavinnu m.a. jap- anskan pennasaum o.fl. Hádegis- matur er alla virka daga í Gjá- bakka en enn sem komið er er matur aðeins á þriðju- og föstu- dögum í Gullsmára. Heitt er á könnunni og heimabakað meðlæti er selt á vægu verði á opnunartíma alla virka daga í báðum félags- heimilum. Þar er hægt að lesa dagblöðin, hlusta á útvarp og sjón- varp og einnig er nokkuð til af bókum. Dagskrár um starfsemina liggja frammi í félagsheimilum. Aðalfundur Ahugahóps um Sjögrens-sjúk- dóminn ÁHUGAHÓPUR um Sjögrens-sjúk- dóminn heldur fræðsludag og aðal- fund laugardaginn 30. september á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. frákl. 10-17. Áfundinum mun Bjöm Guðbjöms- son, dósent í gigtarrannsóknum og sérfræðingur við rannsóknarstofuna í gigtarsjúkdómum, halda fyrirlestur um algengi augn- og munnþurrks meðal Islendinga og hvort heilkenni Sjögrens sé algengt hér á landi. Að því loknu flytur Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari fræðsluerindi um þreytu og verki. Aðalfundur áhuga- hóps um Sjögrens-sjúkdóminn hefst síðan kl. 15.30 og stendur til kl. 17, segir í fréttatilkynningu. Þátttökugjald er 1.800 kr. en inni- falinn er léttur hádegisverður. Allir velkomnir. Felagsfundur Ættfræðifé- lagsins FYRSTI félagsfundur Ættfræðifé- lagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 28. september. Fundarstaður er salur á 3. hæð í gömlu Mjólkurstöðinni við Lauga- veg, húsi Þjóðskjalasafnsins. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Þar er lyfta upp. Fundurinn hefst klukkan 20.30 en húsið verður opnað klukkan 19.30. Erindi flytur Hólmfríður Gísla- dóttir, hún talar um formóður sína, Guðríði Hannesdóttur og mennina í lífi hennar, segir í fréttatilkynningu. Boðið verður upp á kaffí og með því og eru allir velkomnir. LEIÐRÉTT Sæmi sirkusslanga Þau mistök urðu við birtingu um- sagnar um barnaóperana Sæma sirkusslöngu í blaðinu í gær að nöfn leikstjóranna féllu niður en þeir era Jóhann Smári Sævarsson og Jón Páll Eyjólfsson. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. Fastráðinn til 31. október 1998 í grein minni í Morgunblaðinu i gær birtist rangt ártal vegna mis- skilnings í upplýsingum frá launa- deild Þjóðleikhússins. Þar átti að standa að fastráðningartíma Baltas- ars Kormáks leikara hefði lokið við Þjóðleikhúsið 31. október 1998 en ekki 1999. Hávar Sigurjónsson. Nafn ljósmyndarans vantaði Þau mistök urðu við birtingu ljós- myndar, sem fylgdi grein Guðrúnar Emilsdóttur um Sólvangssvæðið og birtist í blaðinu sl. laugardag, að það láðist að geta þess hver tók myndina af Sólvangi. Ljósmyndarinn er Gísli Jónsson prófessor, en hann lést á síðasta ári. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast ein- hver við þessa barnagælu? SIGURRÓS hafði samband við Velvakanda og langaði hana að vita hvort einhver kannast við eftirfarandi barnagælu. Henni finnst endilega að það vanti erindi inn í hana. Hún söng þessar gælur alltaf fyrir börnin sín þegar þau voru lítil. Hættu að gráta heillin mín hérna kem ég með gullin þín. Eg vil engin gull mig langar út æ vilt þú lána mér hettuklút. Þú átt enga sokka, þú átt enga skó en úti er bleyta og forin nóg. Ég stíg yfir bleytu og stikla yfir for á stekkin ég kem með þér í vor. Hann boii er úti og bítur þig hann baulaði áðan og hræddi mig. Ég hræðist hann bola ég hræðist hann ei ég hef þá með mér hann Valda grey. Hann Valdi er svo kjark- laus og kraftasmár karl- mennsku vantar og ráða fár. Ég held að hann pabbi hjálpi mér ég hlusta ekki á þetta bull í þér. Svo fékk Sigríður sokka og skó þá varð hún kát og skellihló. Svo fóru þær út og léku sér leituðu að blómum og tíndu ber. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar hafi samband við Erluísíma 569-1117. V atnsendamálið ÞEGAR útivistarfólk er á gangi, hjólandi eða á hlaup- um um Vatnsendabyggðina þá hugsar það að skaparinn hafi verið ansi örlátur hér. Síðan eru sótsvartir íhalds- menn sem telja sig tilheyra Kópavogi, eins og Kópa- vogur væri staðsettur ein- hvers staðar nálægt Palest- ínu. Þar sem skæruliðar með sín eyðileggingaröfl ráða ríkjum. Það er eitt stórt höfuðborgarsvæði hvort sem það heitir Reykjavik, Kópavogur, Hafnarfjörður, Vatnsendi eða Mosfellsbær. Á höfuð- borgarsvæðinu þurfa allir að taka tillit til hver annars og lifa í sátt við hver annan. Ef það eiga að rísa blokkir á Vatnsendahæð væri það listrænn harmleikur. Það ætti þá frekar að kalla Vatnsendahæðina eftir það Golgata, því þá væru eftir fáar náttúruperlur í ná- grenni við höfuðborgina sem gæfu frá sér jákvæða orku og hleðslu. Fólk þyrfti að keyra óraleið til að geta verið í nánum tengslum við náttúruna án sjónmengun- ar og bílamengunar. Halldóra María Steingrímsdóttir. Ruslpóstur VIÐ tökum ofan fyrir Hreggviði Jónssyni vegna aðgerða hans gegn ruslpósti. Hann framkvæmir það sem við mörg hver höfum verið að ergja okkur yfir og nöldrað um í kunningja- hópi. Þar sem við höfum bæði búið og ferðast töluvert er- lendis þá teljum við okkur þekkja þetta fyrirbrigði nokkuð, sérstaklega í Þýskalandi. Þar geta menn beðist undan þvi að fá þennan auglýsingapóst, sem engum er merktur, í póstkassana. Er það ýmist gert með tilkynningu til pósthúss hverfisins eða með þvi að setja miða á póstkassann þar sem segir að ekki sé óskað eftir auglýsingapósti. Slíkar beiðnir virðast nær undan- tekningalaust vera virtar. Við höfum nú gert til- raun með að setja slíkan miða á okkar póstkassa og bíðum spennt eftir að sjá hvort hann ber árangur. Við erum ekki hissa á því að Hjörtur Guðnason prentari skuli vera hrifinn af auglýsingapóstinum. Það er jú hans lifibrauð að framleiða hann. Svana og Gunnar. Húrra fyrir Ríkis- sjónvarpinu LOKSINS hefur Ríkis- sjónvarpinu tekist að finna sjónvarpsmynd þar sem ekki er verið annaðhvort að berja, drepa fólk eða sam- farasenur með fárra mín- útna bili. Hér á ég við myndaflokkinn Hálanda- höfðingjann sem sýndur er á sunnudagskvöldum. Hann er vel leikinn og pers- ónurnar venjulegt fólk í fal- legu umhverfi og með góð- an húmor. Ég vona að Rás 1 fari að leita að betra og vandaðra efni, en verið hef- ur upp á síðkastið. 6171-2380. Rósa á Skjá einum KONA hafði samband við Velvakanda og var veru- lega sár yfir því að þáttur- inn Rósa hefði verið tekinn af Skjá einum og Djúpa laugin sett i staðinn og ekki nóg með það, heldur eru þetta gamhr þættir. Rósa tók á hinum ýmsu málum, sem ekki eru almennt rædd í íslensku þjóðfélagi. Henni finnst það verulega slæm skipti. Rósu aftur á Skjá einn. Tapad/fundid Lítið hálsmen fannst LITIÐ hálsmen með dökk- bláum steini og gullfesti, fannst á bílastæðinu við Gufuneskirkjugarð, laugar- daginn 23. september sl. Upplýsingar í síma 568- 5271. Seðlaveski tapaðist LÍTIÐ samanbrotið seðla- veski tapaðist miðvikudag- inn 20. september sl, sennilega í Stangarholti. I veskinu voru öll skilríki. Upplýsingar í síma 897- 0032, Þórhildur. Taska og jakki týndust HINN 21. september týnd- ust taska og jakki. Taskan er svört með ól. I veskinu var gsm-sími, hús- og bíl- lyklar og aðrar persónuleg- ar eigur. Finnandi vinsam- Iega hafi samband í síma 552-7180 eða skili eigunum í vörslu lögreglu eða þar sem eigandi getur nálgast þá. SKAK Umsjón Helgi Áss Grélarsson STADAN kom upp í Norðurlandamóti taflfé- laga sem haldið var á Net- inu. Svart hafði Færeying- urinn Herluf Hansen (2047) gegn Norðmannin- um Harald Borchgrevink (2175). 24. ...Bxe4! 25. Dxe4 Hxg3+! 26. Khl 26. hxg3 Dxg3+ hefði einnig leitt til máts. 26. ...Hgl+ og hvítur gafst upp enda verð- ur hann mát í næsta leik. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Taflfélagið Hellir 17% vinning af 24 mögulegum 2. Ber- gens Schakklubb, Noregi 12% v. 3. Tauras Finnlandi 11% v. 4. SK Ny- köbing, Danmörku 5. Havnar tefling- arfelag, Færeyjum. Ast er... ... að láta hennar föt ná yfír í þinn hluta skápsins. Víkverji skrifar... EKKI verður sagt að það sé beint skemmtilegt að verða fyrir því að vera staðinn að verki við hraðakstur. Víkverji varð hins veg- ar fyrir því á dögunum, í annað sinn á ökumannsævi sinni (hef nú verið bílstjóri í 31 ár!) og var það hin ár- vökula Blönduóslögregla sem þar var að verki. Leiðin lá frá Akureyri til Reykja- víkur og var Víkverji á lánsbíl sem var nokkuð fótfrár. Hafði Víkverji á ferð sinni fram Oxnadalinn tekið eftir að honum var mjög hætt við að fara yfir 90 km mörkin ef hann fylgdist ekki því betur með mælin- um. Það gerir Víkverji reyndar yf- irleitt (þótt hann segi sjálfur frá) og veit nokkurn veginn upp á hár á hvaða hraða hann er hverju sinni. Vitanlega gætti hann sín því á þess- ari ferð á síðkvöldi í síðustu viku en eftir að komið var fram hjá Blöndu- ósi varð Víkverji fyrir andartaks hlé eða truflun og því fór sem fór: Bláu ljósin blikkuðu á móti og Vík- verji var beðinn að setjast yfir í lög- reglubílinn og hafa með sér öku- skírteini. Þar blikkaði mælir lögreglubílsins á 119 km og Víkverji gat enga björg sér veitt og gerði ekki tilraun til að útskýra framferð- ið, hafði bara ekki fylgst með hrað- anum. Hann hafði reyndar verið svo grandalaus að þegar hann sá bláu ljósin fyrst hélt hann að eitthvað væri að fram undan, flutningabíll með breiðu hlassi í lögreglufylgd eða eitthvað slíkt. Ekki hvarflaði að honum að honum að nokkuð væri athugavert við eigið framferði! Afleiðingin er 10 þúsund króna sekt sem lækkar þó í 7.500 kr. sé hún greidd innan tilskilins tíma. Fram hjá þessu verður ekki komist en Víkverja sárnar eigin aulaháttur mun meira en sektin sjálf, að hafa ekki fylgst betur með bæði hraðan- um og ferðum lögreglunnar. Það er hins vegar ekki hægt ann- að en kyngja þessu, taka ofan fyrir Blönduóslögreglunni og virða eftir- lit hennar og annarra lögreglu- manna sem er auðvitað til þess gert að halda aftur af okkur í umferð- inni. Meðan hraðamörkin eru 90 km á þjóðvegunum verðum við að halda okkur við þau. Hins vegar ætti að vera hægt að endurskoða þau á ákveðnum köflum á hringveginum því sums staðar - og meðal annars í umdæmi Blönduóslögreglunnar - eru langir og beinir kaflar með rennisléttu slitlagi og góðu útsýni til allra átta. Þar hlýtur að vera hægt að leyfa ökumönnum að spretta örlítið meira úr spori. Er endilega nauðsynlegt að 90 km mörkin gildi allan hringveginn? xxx HUN er skemmtilega frumleg sú herferð landlæknis að minna okkur á að eiga samfundi hvert við annað með erindinu úr Hávamálum þar sem segir að maður sé manns gaman. Við eigum að fara og finna oft þann vin sem við vel trúum. Við getum eflaust verið sammála um að þetta sé sannleikur og sjálfsagt er- um við líka mörg í þeirri stöðu að rækta þetta ekki nógu vel. Það þarf nefnilega tíma og ákveðna vinnu til að halda í vinina og gæta þess að sambandið við þá rofni ekki. Ekki er víst að aðstaða sé alltaf til að hitta vinina ótt og títt en þá grípa menn til nútímatækjanna eins og símans og tölvupósts eða gamal- dags bréfaskrifta. Nógu fróðlegt væri nú að vita hvort slík samskipti eiga enn uppá pallborðið hjá nú- tímamanninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.