Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 27 Þrjár sýningar í ASI MYJVDLIST Listasafn ASí, Freyjugötn BLÖNDUÐ TÆKNI BRYNDIS JÓNSDÓTTIR, GUÐRÚN MARINÓS- DÓTTIR og VIGDÍS KRIST- JÁNSDÓTTIR Til 1. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. STÖLLURNAR Bryndís Jóns- dóttir og Guðrún Marinósdóttir skipta með sér safninu þannig að Bryndís er á hæðinni en Guðrún í gryfjunni svokölluðu. Báðar hafa þær viðað að sér hugmyndum úr sveitinni, Bryndís úr safni gamalla búfjármarka en Guðrún úr hrosshári. Bryndís teflir fram stórum leir- kerum og meðalstórum sem að lögun eru eins og staðlaðar grunnmyndir af fjáreyrum með tilheyrandi mörkum. Grunnmyndirnar eru ekki óáþekkar bátum eða kirkjuskipum, en á hlið eru kerin einna líkust eyjum sem rísa úr sæ. Efniviðurinn er brenndur steinleir, en Bryndís teflir fram tveim ólíkum litbrigðum, postulíns- hvítri húð og yfirborði dökku af kop- aroxíði. Pannig virka kerin misþung og ólík að inntaki þótt grunnefnivið- urinn sé sá sami. Sem form á gólfi salarins í ASÍ taka hin gerðarlegu ker Bryndísar sig vel út. I handmótuðum hliðunum, þar sem enn má sjá fingurfarið milli laganna sem mynda veggi ílátanna, er falin sterk náttúruupplifun, enda minna þessi eymamerktu form á fuglabjörg landsins. Það er langur vegur frá stórskom- um keram Bryndísar til fínlegra hrosshársverka Guðrúnar. Hún byggir verk sín á evrópskri skreyti- hefð þar sem mannshár - að öllum líkindum kvenmannshár - vora flétt- uð utan um vir og bundin í eins konar kniplingavirki. Sum verkin í gryfjunni era fest á standprjóna á gólfinu meðan önnur mynda snigilkappa á veggnum. Best er þegar Guðrún fléttar úr háranum blómkrónur og lætur þær mynda eins konar stjömuþoku á langvegg gryfjunnar. Þá er eins og hún leysi aðferðina úr viðjum handverks og gefi henni listrænan kraft sem nægir til áhrifa. Þá er merkilegt að hára- fléttumar era í eðli sínu „kitsch“ eða fáfengilegt listlíki, sem Guðrúnu tekst að blása í nýju og óvæntu lífi. Þriðja konan í hópnum er Vigdís heitin Kristjánsdóttir vefari, en nokkur verk hennar úr fóram Lista- safns ASI prýða herbergið við hlið gryfjunnar. Vigdís var brautryðjandi í íslenskum myndvefnaði sem kaus að vinna að list sinni í kyrrþey. Verk hennar lýsa afar vel rómantísku upp- lagi hennar og náttúraást sem kom fram í fjölda veggteppa af gróður- sæld gróandans. Þá er á einum veggnum hin smágerða myndlýsing hennar af Kirkjunni á hafsbotni - La Cathédrale engloutie - byggð á hinni þekktu tíundu Prelúdíu úr Fyrstu bók Debussy, en Vigdís var mikill að- dáandi tónlistar og lék sjálf ágætlega á píanó. Það er bragð að þessari litlu en fallegu sýningu á vefmyndum Vig- dísar. Halldór Björn Runólfsson Sýning í Mokka KATHLEEN Schultz hefur opnað sýningu í Mokkakaffí. í fréttatil- kynningu lýsir hún verkum sínum svo: „Hugmyndin felst í listrænni rannsókn á skynjun og ferli hennar. Tilefnið er að upplýsa dularfullar breytingar alheimsins, frá hinu smæsta til hins stærsta. Vatnslita- seríurnar mótuðust þegar ég fylgdi breytingunum eftir blað fyrir blað.“ Sýningin stendur til 22. október. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs Ein af vefinyndum Vigdísar Kristjánsdóttur. Hrosshársverk í gryfjunni eftir Guðrúnu Marinósdóttur. Leirker Bryndísar Jónsdóttur, byggð á búfjármörkum. Draumasmiðjan Fjögur ný íslensk leikrit FJÖGUR ný íslensk verk era á verk- efnaskrá sjálfstæða leikhússins Draumasmiðjunar í vetur. Leiksýningin „Ég sé...“ sem var framsýnd í mars á þessu ári hefur verið boðin þátttaka á listahátíð í tengslum við IETM-fund sem verður haldinn í Reykjarik dagana 4.-8 októ- ber 2000. „Ég sé...“ verður svo sýnd út nóvember í Möguleikhúsinu við Hlemm fyrir leikskólana og grann- skólana. Sýningin er flutt á tveimur tungumálum samtímis, íslensku og táknmáli. Einnig er hún óvenjuleg að því leyti að hún höfðar sérstaklega vel til ungra bama þar sem hið sjón- ræna skipar svo stórt hlutverk í sýn- ingunni. Arstíðaskiptin era í aðalhlut- verkinu en við fáum að fylgjast með uppvexti lítils álfabarns og hvernig það þroskast við hver árstíðaskipti. Margrét Pétursdóttir er höfundur og leikstjóri en Elsa Guðbjörg Bjöms- dóttir, Gunnar Gunnsteinsson og Ólöf Ingólfsdóttir leika. María Ólafsdóttir hannaði leikmynd og búninga, Skúli Gautason samdi tónlistina og Alfreð Sturla Böðvarsson sá um lýsinguna. Draumasmiðjan æfir nú „Góðar hægðir" eftir Auði Haralds og verður það sýnt á leiklistarhátíðinni Á MÖRKUNUM sem er samvinnu- verkefni Sjálfstæðu leikhúsanna og Reykjavíkur - menningarborgar 2000. Að sögn aðstandenda sýningar- innar er þetta kolsvört kómedía um ástir eldra fólks og hvernig börn þeiiTa bregðast við er upp kemst um sambandið. Gunnar Gunnsteinsson, Soffía Jakobsdóttir og Erlingur Gíslason era í aðalhlutverkum. í öðr- um hlutverkum era Erla Rut Harð- ardóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Margrét Pétursdóttir. María Ólafsdóttir sér um leikmynd og búninga, Alfreð Sturla Böðvar- sson um lýsingu og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlist og hljóð. Framsýning er 26. október 2000 kl. 20 í Tjarnarbíói. Fleiri framsýningar er fyrirhugaðar í vetur, m.a. einleikur í Kaffileikhúsinu á vormánuðum og „Benedikt búálíúr“ eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, en Leikfélag íslands mun framleiða þá sýningu og er áætl- uð framsýning í Loftkastalanum í Ur sýningu Draumasmiðjunnar á „Ég sé...“. febrúar 2001. Draumasmiðjan og Æskan hafa gengið til samstarfs um að gefa út Stubbana (Teletubbies) út á myndbandi. Nú fyrir áramót munu þrjár spólur koma á markað og verða þær eingöngu seldar í verslunum H agkaups. _______ Nýjar bækur • PP FORLAG hefur gefið út bókina Kokkur án klæða eftir Jamie Oliver í þýðingu Lóu Aldísardóttur. í frétta- tOkynningu PP foriags segir að Jam- ie Oliver sé einn hæfileikaríkasti ung- kokkur Bretlands., ,Aðeins átta ára gamall hóf Jamie feril sinn í eldhús- inu og hefúr hann síðan unnið með mörgum af frægustu matreiðslu- mönnum Bretlands. Hann hlaut þjálf- un í Westminster Collegeog hefur starfað í Frakklandi og á ítah'u. Auk þess hefur hann unnið með mörgum af frægustu kokkum Bretlands, m.a. Antonio Carluccio og Ruthie Rogers og Rose Gray á River Café. Þetta er hans fyrsta bók og hann var 23 ára þegar hún kom fyrst út í Bretlandi. I bókinni, Kokkur án klæða, beitir Jamie eftirfarandi lögmáli á alla rétt- ina: „Berstrípið uppskriftina og fáið hana svo til að ganga upp.“ Reglan nær yfir allt frá salötum til steika, eft- irréttum til pasta,“ segir m.a. í frétta- tilkynningu. BBC hefur gert sjónvarpsmyndaflokk með Jamie Oh- ver. Bókin er 260 blaðsíður að lengd. Leiðb. verð: 3.980 kr. ISBN: 9979- 760-00-1 Örfá sæti laus vegna forfalla. Einugis til sölu í dag og til hádegis á morgun, fimmtudag. Lágmúla 4: slmi 585 4000, græni númer: 800 6300, Kringlan: sfmi 585 4070, Kðpavogi: sfmi 585 4100, Keflavík: sfmi 585 4250, Akureyri: sími 585 4200, Selfoss: sfmi 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.