Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingvallavatnssiglingar ehf. telja sig hafa misst viðskipti vegna kristnihátíðar Krefja ríkissjóð um skaðabætur V eiðimálastj óri telur vopn ekki rétt skráð Ný miðlæg skotvopnaskrá tilbúin um næstu áramót EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hef- ur sent ríkislögmanni erindi Þing- vallavatnssiglinga ehf. vegna kristni- hátíðar á Þingvöllum í sumar þar sem ríkið er krafið skaðabóta vegna meints tekjutaps af vegalokun til fyrirtækisins á meðan hátíðin fór fram. Fleiri ferðaþjónustuaðilar við Þingvallavatn íhuga að leita réttar síns af sömu ástæðu. Þegar lokun afleggjarans til bæj- arins Skálabrekku í Þingvallasveit, þaðan sem báturinn Himbrimi er gerður út til skoðunarferða, hafði verið ákveðin sendu forráðamenn fyrirtækisins kvörtun til ríkislög- reglustjóra sem fór með skipulag umferðarmála á kristnihátíð. Ríkis- lögreglustjóri benti Þingvallabænd- um á að senda erindið til fjármála- ráðuneytisins sem vísaði málinu aftur til ríkislögreglustjóra. Endan- leg niðurstaða var að senda erindið til ríkislögmanns þar sem farið er fram á skaðabætur úr ríkissjóði. I kröfu Þingvallavatnssiglinga kemur m.a. fram, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, að fyrirtækið hafí orðið af viðskiptum þá helgi sem kristnihátíðin fór fram þar sem leiðir til fyrirtækisins voru tepptar. Ekki hefðu verið tök á að selja í bátsferðir og flytja fólk að Skálabrekku. Fréttu af lokun fyrir tilviljun Kolbeinn Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Þingvallavatnssigl- inga, sagði í samtali við Morgunblað- ið að þau hefðu fregnað það fyrir tilviljun á miðvikudegi fyrir hátíðina að veginum til þeirra og fleiri bæja og ferðaþjónustuaðila við vatnið yrði lokað. Þá hefði undirbúningur fyrir meirí umferð og viðskipti þessa helgi staðið yfir. „Það sem mér fannst verst við þetta var að viðskiptin urðu minni heldur en ef kristnihátíðin hefði ekki farið fram. Við bjuggumst við meiru vegna hennar en okkur fannst sárt að það skyldi fara niður í ekki neitt. Einnig fannst okkur sárt að ekki var talað við neinn. Hefði verið samið um þetta í vor eða síðasta vetur hefðum við getað gert ráð fyrir því fyrir- fram,“ sagði Kolbeinn. Hann sagði reynsluna sýna að yfir góða helgi í júlímánuði, í veðurblíðu líkt og var á kristnihátíð, færu vel á annað hundrað manns í siglingu með Himbrima um Þingvallavatn. Tekju- tap fyrirtækisins væri því augljóst. Fleiri eru ósáttir Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins íhuga fleiri ferðaþjónustu- aðilar í nágrenni Þingvallavatns að leita réttar síns vegna lokunar vega til þeirra á kristnihátíðinni. Forráða- menn þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Nesbúðar á Nesja- völlum sögðust í samtölum við Morg- unblaðið vera með sín mál hjá lög- fræðingum. VEIÐIMÁLASTJÓRI segir að dæmi séu um að vopn séu ekki skráð á rétta eigendur, en talið er að rúm- lega 50 þúsund skotvopn séu í land- inu. Áki Armann Jónsson veiðistjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir þessu væri sú að illa væri fylgst með skotvopnaviðskipt- um á milli manna. Árni Albertsson, aðstoðaiyfu-lögregluþjónn hjá Ríkis- lögreglustjóraembættinu, segir að um næstu áramót verði tilbúin mið- læg skotvopnaskrá sem taki við af dreifðum skotvopnaskrám um allt land sem hafa verið jafnmargar og lögregluembættin á landinu. Áki Armann sagði að þegai' skot- vopn væru keypt í verslun væru þau skráð á kaupandann og að ríkislög- reglustjóri fengi þær upplýsingar til sín. Hann sagði að eftir þetta væri hinsvegar lítið fylgst með skotvopn- unum og að menn ættu hægt um vik með að kaupa og selja skotvopn án þess að skrá þau eins og lög gerðu ráð fyrir. Áki Armann sagði að því væri lík- legt að í umferð væri fjöldi skotvopna sem ekki væru skráð á rétta eigendur og því erfitt eða ómögulegt að finna þau eða eigendur þeirra. Hann sagði að þetta gæti haft afdrifaríkar afleið- ingar sérstaklega ef viðkomandi vopn væri notað ólöglega, t.d. í tengslum við afbrot. Að sögn Áka Armanns er skráin yfir skotvopnaleyfishafa einnig í ólestri, en ríkislögreglustjóraemb- ættið sér um hana. Hann sagði að ár- ið 1995 þegar veiðistjóraembættið hefði útdeilt veiðikortum hefði það þurft á skotvopnaleyfisskránni að halda og að þá hefði komið í ljós að fjöldi manna sem fengið hafði skot- vopnaleyfi var hvergi skrá. Hann sagðist vita til þess að verið væri að vinna að því að bæta þessi mál í dag, en hann sagðist ekki vita hvernig þeirri vinnu miðaði. Miðlæg skotvopnaskrá Árni Albeitsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að fram að þessu ári hafi verið til 27 skotvopnaskrár dreifðar um landið, jafnmargar og lögregluembættin. Fyrir tæpum tveimur árum hafi hafist undirbún- ingur að því á vegum Ríkislögreglu stjóra að búa til nýja miðlæga skot- vopnaskrá og tölvuforrit í kringum SKIPULAGSSTJÓRI hefur enn ekki fengið svör frá bæjaryfirvöldum á Siglufirði við spurningum sem hann sendi í bréfi í byrjun mánaðarins vegna jarðrasks við undirbúning jarðgangaframkvæmda í Héðinsfirði. I samtali við Morgunblaðið vonaðist skipulagsstjóri, Stefán Thors, til þess að heyra í Siglfírðingum fljótlega. hana. „Greiningunni lauk seint á síð- asta ári og um mitt þetta ár var skot- vopnaskráin tekin í notkun og öllum embættum gert skylt að vera búin að skrá inn öll vopn sem skráð væru í þeirra embættum inn í þessa mið- lægu skotvopnaskrá íÁTÍr 1. janúar 2001. Þá verður orðin til ein miðlæg skotvopnaskrá. Þetta er afar fullkom- in skrá þar sem haldið er utan um hvert smáatriði í sambandi við skrán- ingu á skotvopnum," segir Ái-ni. Þetta séu því að verða gamlar upp- lýsingar sem veiðimálastjóri beri á borð. Erfitt sé að segja til um hvort skotvopn séu skráð á ranga eigendur. „Það er ekki hægt að fullyrða hvort einhver úti í embættunum hafi ekki skráð skotvopn á rangan aðila. Auð- vitað á það ekki að gerast og ég þori að fullyrða að í 99,9% tilvika séu skot- vopn ski’áð á rétta aðila,“ segir Árni. í bréfinu óskaði Stefán eftir upp- lýsingum um málatilbúnað bæjaryf- irvalda vegna framkvæmdanna og á hvaða grundvelli þau veittu leyfi til framkvæmda. Þegar svar Siglfirð- inga berst mun skipulagsstjóri meta hvort þessar framkvæmdir hafi verið matsskyldar samkvæmt nýjum lög- um um umhverfismat. Jarðraskið í Héðinsfírði Skipulagsstjóri bíður svars Þúsaldarráðstefna Breska vísindafélagsins Margvíslegar birt- ingarmyndir tímans Hinar mörgu birtingarmyndir tímans voru viðfangsefnið á Þúsaldarráðstefnu Royal Society, þar sem Sigrún Davíðsdóttir hlust- --------------------7--7----------------- aði meðal annars á Ulf Arnason prófessor rekja niðurstöður sínar um aldur mannsins. Úlfur Árnason, prófessor í sameindaþróunarfræði við háskólann í Lundi. Myndin er tekin í anddyri Royal Society í London. GETUR maður fætt sjálfan sig? Þetta var ein hinna fjölmörgu og flóknu spurninga, sem velt var upp á Þúsaldarráðstefnu Royal Society, Breska vísindafélagsins, í London fyrir helgi. Með þessar vangaveltur á sveimi batt Roger Short, prófessor í læknisfræði við háskólann í Mel- boume og einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar, enda á tveggja daga ráðstefnu um tímann og mælingar á tímanum. Short hikaði reyndar ekki við að lýsa yfir sigri tímans eða svo kallaði hann lokaþanka sína. Eins og ofan- greind spuming ber með sér brá Short upp svo sterkum myndum af þversögnum tímans að óhætt er að segja að ráðstefnugestir hafi reikað út með aðkenningu af svima. Tíminn er fleira en ferli á klukku. Tímaferli náttúmnnar teygir sig frá bakteríum upp í gegnum lífríki plantna og dýra. Og við nánari athug- un kemur í ljós að það er sólarhrings- bundið, tunglbundið, árs- og árstíða- bundið. í hópi margra þekktra fyrirlesara á ýmsum sviðum líf- og náttúmvís- inda var Úlfur Ámason, prófessor í sameindaþróunarfræði við háskól- ann í Lundi. Af öðmm má efna kon- unglegan stjömufræðing, Sir Martin Rees, við Institute of Astronomy í Cambridge og Paul Davies, prófess- or í eðlisfræði við Imperial College í London, en auk vísindarita hafa þeir báðir skrifað metsölubækur um sín svið fyrir almenning. Virðuleiki hins gamalgróna Breska vísindafélags, Royal Society, blasti strax við ráðstefnugestum er borða- lagðir herramenn tóku á móti þátttak- endum. I svo gamalgrónu háskólaum- hverfi, sem finna má í Bretlandi er erfitt að lýsa því hve mikillar virðingar þessi félagsskapur nýtm-. En hann er ekki aðeins fyrir sérfræðinga. Vís- indafélagið leggur metnað sinn í að halda fyrirlestra og ráðstefnur fyrir almenning jafnt sem sérfræðinga og því var Þúsaldarráðstefnan öllum op- in. Erum líklega um 230 þúsund árum eldri en við höldum Fyrirlestur Úlfs Ámasonar var einn af sautján fyrirlestmm á ráð- stefnunni. Úlfur og samstarfsmenn hans hafa undanfarin ár endurtíma- sett aðskilnað ýmissa dýrategunda og um leið komið með nýjar kenning- ar um aldur mannsins. I stað þess að maðurinn sem dýrategund sé 170 þúsund ára gamall álíta Úlfur og samstarfsmenn hans að nærri lagi sé að álíta manninn 300 þúsund ára. Kenningar Úlfs hafa gengið þvert á margar viðteknar kenningar í sam- eindaþróunarfræði. Þó vísindamenn hafi sannleikann að leiðarljósi er ekki alltaf jafnauðvelt að koma nýjum kenningum á flot og það hafa Úlfur og samstarfsmenn hans margoft mátt reyna. Boðið til Úlfs um að halda fyrirlestur á jafnvirðulegum vettvangi og Þúsaldarráðstefnan er sýnir að kenningar hans njóta vax- andi hljómgrunns, enda eru þær að sögn sérfræðinga vel rökfærðar og koma þar að auki heim og saman við aðrar vísbendingar eins og stein- gervinga. Tímaferðir og melatónin Það voru bæði eðlisfræðingar, læknar og líffræðingar, sem veltu fyrir sér birtingarmyndum tímans þá tvo daga sem Þúsaldarráðstefnan stóð. Paul Davies velti fyrir sér tíma- ferðum og möguleikum þeiira. Nið- urstaðan var að út frá forsendum eðl- isfræðinnar væru þær ekki óhugsandi, en vísast fremur dýrar í framkvæmd. Fyrir óinnvígða áhugamenn eru þessar hugmyndir býsna stórar í sniðum, en hvort afkomendur okkar eiga í framtíðinni eftir að freista slíkra ferðalaga mun tíminn leiða í ljós. En eins og Davies benti á með bros á vör þá væri ein leiðin til fjár- mögnunar auðvitað sú að snúa aftur til 1987 eða svo, þegar verðbréfa- markaðir heimsins tóku djúpa dýfu, kaupa bréfin, sem við vitum að áttu eftir að hækka og nota svo afrakstur- inn til að fjármagna tímaferðirnar. Áþreifanlegri niðurstöður komu fram í fyrirlestri Gerald Lincoln, við MRC Centre for Reproductive Bio- logy í Edinborg, er fjallaði um áhrif melatóníns í spendýrum, þar með töldum manninum. Melatónín hefur dregið að sér vaxandi athygli undan- farin ár. Efnið hefur áhrif á svefn og hefur því verið haldið á lofti sem nátt- úrulegu svefnlyfi, til dæmis sem lækningu á tímavillu, er margir finna fyrir á langferðum, sem liggja yfir mörg tímasvæði. Lincoln benti hins vegar á að þó melatónín hefði vissulega þessi áhrif þá væru áhrif þess greinilega mjög víðtæk og því spurning hvort ekki væri verið að fitla við býsna marg- slungna líkamsstarfsemi með því að taka melatómn til að aðlaga líkamann að áhrifum langferða. En hvort slíkar viðvaranir vísindamannsins ná fram er annað mál. Melatónín er núorðið til sölu lyfseðlalaust víða um heim sem náttúrulyf og eftirspurnin er gríðarleg, enda hafa spunnist margs konar kenningar um ágæti þess, meðal annars í baráttu gegn þeim ill- skeyttu áhrifum tímans, ellinni. Sigrast á tímanum: Að fæða sjálfan sig Roger Short fór í lokin í huganum með ráðstefnugesti íheimsókn í garð hins sænska Carl von Linné (1707- 1778) er á sínum tíma lagði grunninn að flokkunarkerfi jurta. Linné kom sér upp sérkennilegri blómaklukku. Hann hafði plantað blómum sem nokkurs konar úrskífu, eftir því hve- nær dagsins þau opnast og hvenær þau loka sér. Með því að tengja sam- an dagstakt blómanna og tíma klukk- unnar fléttaði Linné saman tíma náttúrunnar. Þessum hugleiðingum Linnés er ekki erfitt að fylgja, en það er öllu flóknara að fylgja eftir þeim hugleið- ingum að einstaklingur geti fætt sjálf- an sig. Þá er hugmyndin sú að tekin sé fruma, henni skipt í tvennt, annar helmingurinn frystur og hinn helm- ingurinn látinn mynda einstakling. Þegar sá einstaklingur er orðinn fúll- vaxta er hinum helmingnum komið fyrir í honum og hann látinn fæða sjálfan sig - og þá væntanlega aftur eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.