Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 J------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Kynbótamat Bændasamtakanna Ungu hross- in láta að sér kveða Kynbótamat Bændasamtakanna hefur óumdeilanlega skipað sér sess sem einn af hornsteinum metnaðarfullrar hrossarækt- ------------------------------- ar. Ahugi og spenna er ávallt í kringum sjálfa kynbótadómana sem matið byggist á en síðan koma nýir útreikningar í kjölfar dóma hvers árs eins og góður ábætir að loknum dýrlegum aðalrétti. Valdimar Kristinsson leit yfír nýju tölurnar glóðvolg- > ar, nýkomnar frá Ágústi Sigurðssyni Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Staða Orra frá Þúfu er sem fyrr afar sterk í kynbótamatinu og nú þegar hann hefur hlotið Sleipnisbikarinn má ætla að lítil breyting verði á fyrr en ævidögum hans verður lokið. Spurningin er hinsvegar sú hvort einhver yngp-i hestur nær svipaðri eða betri stöðu í matinu en eins og er virðist enginn líklegur til þess að slá meistaran- um við. En hér getur að líta afkvæmi hans sem lögðu grunn að heiðursverðlaunum hans á landsmótinu. Gustur frá Hóli I hefur gefið afbragðsgóð afkvæmi og stóð á toppnum í fyrsta verðlaunahópnum á landsmótinu í sumar. I kynbótamatinu er Gustur í þriðja sæti og er ekki ólíklegt að hann muni berjast um Sleipn- isbikarinn í fyllingu tfmans. Myndin er tekin af afkvæmum Gusts á landsmótinu en sjálfur var hann fjarri góðu gamni. Efstu stóðhestar með 50 eða fleiri dæmd afkvæmi holtum I með 124/15, Páfi frá Kirkju- bæ með 123/28, Toppur frá Eyjólfs- stöðuml22/37, Safír frá Viðvík með 122/31 og Sólon frá Hóli með 122/26. Nýtt nafn er komið á toppinn með- al stóðhesta sem hafa færri en 15 af- kvæmi og er það sigurvegari lands- mótsins í flokki fjögra vetra stóðhesta Ýmir frá Holtsmúla I sem er með 133 í einkunn og að sjálfsögðu ekkert dæmt afkvæmi frekar en flestir aðrir hestamir í þessum flokki. Næstur Ými er Hamur frá Þórodd- stöðum með 131 en næstir koma með 130 stig Glaumur frá Auðsholtshjá- leigu, Fannar frá Auðsholtshjáleigu, Frami frá Svanavatni og Hljómur frá Brún. Með 129 stig eru svo Seifur frá Apavatni, Skorri frá Blönduósi og hrossaræktarráðunaut. ÁHERSLUR í íslenskri hrossarækt hafa verið að breytast á síðustu árum. Ræktunarstefnan hefúr tekið meira mið af því hvaða eiginleikar selja best, ræktendur eru með öðrum orð- um famir að hugsa meira á markað- slegum nótum en hugsjónamennskan sem réð mjög ríkjum virðist óðum að víkja. Besta dæmið þar um er að nú er búið að taka prúðleika hrossa á -%ax, tagl og hófskegg inn í dómana og hægatöltið gefið upp leiðbeiningar en ekki reiknað í aðaleinkunn. Um prúð- leikann virðist ríkja mikill einhugur, menn deila ekki um að hárprúð hross faili kaupendum betur í geð en þau snoðnu. Um fetið sem einnig hefur verið tekið inn ríkir ekki alveg eins mikOl einhugur en erfitt hefur verið að neita þeirri staðreynd að ótrúverð- ugt sé að kynna fjölhæfan hest með fimm gangtegundir en síðan sé að- eins lagt mat á fjórar þótt sú fimmta, fetið, sé talsvert notuð og alls ekki deilt um gildi hennar í þjálfunarferl- inu. En nú er það spennan í kringum nýja útreikninga kynbótamatsins að loknum síðsumardómum. Orri frá Þúfu hefur sem fyrr trygga forystu er með 135 stig en er þó heldur á niðurleið frá uppfærslu á síðasta ári en þá var hann með 137 stig. Að öðru leiti vísast til meðfylgj- andi töflu um efstu stóðhesta með fleiri en 50 afkvæmi. Þar getur að líta Nafn Orri frá Þúfu Þokki frá Garði Kolfinnur frá Kjarnholtum I Baldur frá Bakka Stígandi frá Sauðárkróki Kjarval frá Sauðárkróki Stígur frá Kjartansstöðum Hrafn frá Holtsmúla Snældu-Blesi frá Árgerði Ófeigur frá Flugumýri í fremsta dálk aðaleinkunn hestanna, þá skráð afkvæmi, dæmd afkvæmi og öryggi. í flokki stóðhesta með 15 til 49 dæmd afkvæmi stendur efstur Krafl- ar frá Miðsitju með 129 stig og 36 dæmd afkvæmi. Trostan frá Kjart- 135 357 139 99 125 389 99 98 121 438 90 98 120 290 65 97 119 365 74 98 119 531 159 99 119 298 111 98 119 912 449 100 118 208 56 98 118 530 210 100 ansstöðum fylgir fast á hæla hans með 128 stig og 25 dæmd afkvæmi. Gustur frá Hóli II er í þriðja sæti með 127/28, Oddur frá Selfossi fjórði með 126/41, Óður frá Brún er með 125 í fimmta sæti og 18 dæmd afkvæmi. Næstir koma Kolskeggur frá Kjarn- Hrókur frá Glúmsstöðum II. Af hryssum er Þrenna frá Hólum efst með 135 stig. Stjaman frá lands- mótinu Gleði frá Prestbakka er kom- in í annað sæti eftir frábæra frammi- stöðu á árinu með 133 stig ásamt Þilju frá Hólum og Rauðhettu frá Kirkjubæ. Bringa frá Feti kemur næst með 131 stig. Jafnar með 130 stig eru svo Þeysa frá Hólum, Trú frá Auðsholtshjáleigu, Gletting frá Hotl- smúla I, Vigdís frá Feti og Orða frá Víðivöllum fremri. Nánar verður gluggað í kynbóta- matið í hestaþætti síðar. Á mbl.is er hægt að sjá allar einkunnir 10 til 12 efstu hrossanna í hverjum flokki með því að fara inná íþróttir og þaðan inn á hesta. Iþróttamdt á Ingólfshvoli Einkunna- skalinn leikinn hátt og lágt Morgunblaðið/V aldimar Esjar frá Holtsmúla og Siguröur Sæmundsson féllu vel í kramið hjá eina dómara mótsins, Skúla Steinssyni, og hlutu 7,84 í fimmgangi sem ekki er ólíklegt að sé meteinkunn í greininni. Morgunblaðið/Valdimar Ennþá nýtur Sigurbjörn Bárðarson höfðingsskapar Hafliða Halldórssonar og hefur hinn mikla gæðing hans, Valíant frá Heggstöðum, að láni. Unnu þeir félagar léttan sigur í töltinu á Ingólfshvoli. ^LENGI er von á einu móti og nú um helgina var haldið eitt lítið á Ingólfshvoli þar sem boðið var upp á fjórar greinar innanhúss. Keppt var í tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði í gegnum Ólfushöllina þar sem tímataka hófst við innkomu og klukkan stöðvuð við úthlaupið, lík- lega einir 60 metrar. Þótt þátttaka hafi ekki verið mikil vekur þetta nokkra athygli að bjóða upp á mót á þessum tíma með svo stuttum fyrirvara. Ætla má að þátttaka hefði orðið mun meiri ef menn hefðu vitað með Wangri fyrirvara um þetta mót því Ijóst er að hross eru all víða í þjálf- un og sjálfsagt hefðu einhverjir beðið með að rífa undan hestum sínum ef þetta hefði verið vitað. Aðeins einn dómari dæmdi og var þar að störfum Skúli Steinsson sem er þekktur að því að nota dómskalann all ítarlega. Veigrar 'hann sér ekki við að fara hátt þeg- ar honum þykir sériega vel að verki staðið en að sama skapi refs- ar hann grimmilega sé einhver klaufaskapur á ferðinni og seilist þá í hin dýpstu djúp skalans. Má sjá þetta á einkunnum þeirra sem voru í úrslitum en þær spönnuðu býsna vítt svið, allt frá 7,95 niður 5,00. Ekki er neinum blöðum um það aðfletta að sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár heldur áfram. Bæði keppnistímabilið er að lengj- ast og ekki bara það því fólk stundar útreiðar í ríkari mæli en tíðkast hefur. Ætla má að með bættri aðstöðu líði ekki langur tími þar til hestamennskan fer að verða heilsárs viðfangsefni. Sigurbjörn Bárðarson náði 7,95 í einkunn í úrslitum á Valíant frá Heggstöðum sem telst til tíðinda og sömuleiðis var Sigurður Sæ- mundsson í miklum ham á stóð- hesti sínum Esjari frá Holtsmúla og hlutu þeir 7,84 í fimmgangi. Að sögn Steindórs Guðmunds- sonar hjá Tölthestum er ekki í ráði að bjóða upp á fleiri mót í Ölfus- höllinni að sinni en hinsvegar munu hefjast sölusýningar á veg- um Tölthesta og Hrossaræktar- samtaka Suðurlands og verða þær haldnar hálfsmánaðarlega, sú fyrsta 30. september. Hinsvegar benti hann á að fyrirhugað væri að halda mót 30. desember! Ekki væri búið að ákveða með hvaða formi það mót yrði en það kæmi í ljós síðar. En úrslit mótsins á Ingólfs- hvoli urðu annars sem hér segir: Tölt 1. Sigurbjöm Bárðarson á Valíant frá Heggstöðum, 7,952. 2. Reynir Aðalsteinsson á Keflvíkingi frá Ketilsstöðum, 7,103 3. Axel Ómarsson á Spuna frá Torfunesi, 6,634. 4. Hallgrímur Birkisson á Bróður frá Rifs- halakoti, 5,335. 5. Anne Crompe á Krapa, 5,00 Fjórgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson á Hauki frá Ak- urgerði, 6,842. 2. Snorri D. Sveinsson á Tuma frá Tjörn, 6,663. 3. Reynir Aðalsteinsson á Keflvíkingi frá Ketilsstöðum, 6,604. 4. Eva Katarina á Rauð, 5,945. 5. Hallgrímur Birkisson á Bróður frá Rifs- halakot, 5,60 Fimmgangur 1. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holtsmúla, 7,842. 2. Snorri D. Sveinsson á Sólkötlu frá Langholtsparti, 7,413. 3. Reynir Aðalsteinsson á Vísi frá Sig- mundarstöðum, 6,874. 4. Hrafnkell Guðnason á Fjalari frá Glóru, 6,205. Ánna B. Ólafsdóttir Mána frá Innri-Kleif, 5,94 Ölfushallarskeið 1. Páil Bragi Hólmarsson á Frosta frá Fossi, 5,992 2. Daníel Jónsson á Rósu frá Ingólfshvoli, 6,303. 3. Ólafur Ásgeirsson á Óðni frá Þúfu, 6,50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.