Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Gott verð á bensíni Bensínálögurnar koma hart niðurá þeim sem þurfa að nota bílana mikið en eru hvorki réttlátari né óréttlátari en aðrir neysluskattar. Ogþær eru áreið- anlega skynsamlegar þegar allt er tekið með í reikninginn. Fyrirhyggjaeralveg bráðnauðsynleg. Mér hefur alltaf fundist furðulegt að fólk skuli ekki gera meira af því að spara til elliáranna og stunda líkamsæfingar til að halda heilsu, svo að eitthvað sé nefnt. Allir hljóta að sjá hvað þetta er sjálfsagt. En samt á ég ekki sparifé frekar en flestir Islending- ar og líkamsæfíngamar eru væg- ast sagt stopular. Þær hafa oftast orðið út undan. Líklega erum við nokkuð mörg, þessi sem þurfum að fá ákveðna leiðsögn og jafnvel stöku sinnum stýringu í sumum málum. VinUORC Viðviljum aðstjómmála- menn geri ekki alltaf og undan- Eftir Krístján Jónsson tekningalaust það sem al- menningur krefst þá stundina, við viljum að þeir geri stundum óvin- sæla hluti og hafi þá framtíð sam- félagsins og fyrirhyggju að leiðar- ljósi. Fyrirhyggjuna sem við höfum gleymt eða sættum okkur við með ólund. Þegar fólk heimtar að skattar á bensfn verði lækkaðir ætti það að velta því vandlega fyrir sér hvort ekki væri ráð að bæta kjör bama- fólks og annarra launþega með öðram aðferðum. Við gætum til dæmis fengið ráðamenn til að lækka tekjuskattinn. Bensínálög- umar koma hart niður á þeim sem þurfa að nota bílana mikið en em hvorki réttlátari né óréttlátari en aðrir neysluskattar. Og þær em áreiðanlega skynsamlegar þegar allt er tekið með í reikninginn. Þeir sem segja að bensínskattam- ir séu ekki notaðir í þágu sam- gangna virðast gleyma því að sama ríkið og tekur af okkur þessa skatta sér um vegina og viðhald þeirra, löggæslu á þeim, umönnun þeirra sem slasast í umferðinni. Hvað kostar allt þetta okkur skattborgara, halda menn að pen- ingamir fyrir þessum útgjöldum komi að handan? Tengjast þessi útgjöld ekkert bílanotkun? Orðið neyslustýring hefur ekki fagran hljóm í eyrum okkar sem finnst að ríkisvaldið sé allt of víða með krumlumar. En ef það er ætl- unin að draga úr opinberum af- skiptum verður að velja og hafna. Fæstir markaðshyggjumenn era svo heittrúaðir að þeir mæli með afiiámi ríkisvaldsins. A hinn bóginn er áróðurinn gegn bensíni og bílanotkun oft svo misheppnaður að hann espar upp í okkur mótþróa. Líkiega er ein af ástæðum þess að margir hægri- menn taka svo ákaft og gagnrýnis- laust upp hanskann fýrir óhefta aðstoð ríkisins við fjölskyldu- einkabílinn að þeim blöskrar tómahljóðið í sumum röksemdum umhverfissinna gegn bílnum. Skelfingarspár um gróður- húsaáhrif eiga sér ekki traustar stoðir. Þær byggjast á niður- stöðum í sérfræðingaskýrslum sem undantekningalaust era sett- ar fram með fyrirvara um að óvissuatriði séu fjölmörg, varast beri að oftúlka eða fullyrða of mik- ið, enn þurfi að rannsaka þessi mál miklu betur. Með öðram orðum, að þekkingin er enn allt of lítil til að hægt sé að fullyrða nokkum skapaðan hlut um gróður- húsaáhrif og þróun þeirra. Þetta er allt satt og rétt en samt er það varasamt að afgreiða þann- ig allt talið um koldíoxíðlosun. Ofgarnar og rangtúlkanimar era engin sönnun fyrir því að þeir hafi öragglega rangt fyrir sér sem boða hamfarir vegna brennslu olíu og bensíns. Þær sanna aðeins að beitt er vondum aðferðum í bar- áttunni gegn þessum orkugjöfum. Og í einu hafa þeir rétt fyrir sér: olían mun einhvem tíma verða búin. Sem merkir að ef við ætlum að sýna fyrirhyggju verður að huga að annarri lausn, annarri að- ferð við að knýja farartækin. Eitt af þvi sem ýtir undir að gerðar séu tilraunir með aðrar leiðir, vetni og fleira, er að olía sé ekki svo ódýr og ávallt svo mikið til af henni að við sofnum á verðin- um. Fyrst í stað verða bílar sem knúnir era öðra en olíu og bensíni dýrari en hinir. Ástæðan er aug- ljós, miklu meira er framleitt af hinum og þeir njóta því hag- kvæmni stærðarinnar, fjöldafram- leiðsla lækkar framleiðslukostnað- inn við hvem bíl. Ef lausnin verður að nota efna- rafala þarf að reisa stöðvar þar sem hægt er að fá vetni á tankinn. Það kostar peninga. Nýtt dreif- ingarkerfi verður ekki til eins og hendi sér veifað og eitt af því sem erlend risafyrirtæki dreymir um er meðal annars að gera ísland að tilraunastofu í þessum efnum. Menn vilja kanna hvað muni helst standa í veginum, hve dýrt verði að skipta úr oh'u og bensíni yfir í vetni. Annar ókostur við olíuna sem vill gleymast er að Vesturlönd og Japan era nú svo háð olíulindun- um í Miðausturlöndum að Saudi- Arabar, Iranar og fleiri fram- leiðsluþjóðir hafa í reynd kverka- tak á efnahag heimsbyggðarinnar. Þeir sem vilja óbreytt ástand í ol- íunotkun og jafnvel nota meira era um leið að segja að áfram skuli veija ótöldum milíjörðum dollara á hveiju ári í að halda að staðaldri úti öflugum, vestrænum herflot- um á þessum slóðum. Senda beri hundrað þúsunda hermanna á vettvang, eins og gerðist í Persa- flóastríðinu 1990-1991, í hvert sinn sem eitthvað ógni lífsmunstri okk- ar. Sem byggist á gnægð af ódýrri oh'u. Hætt er við að olían sé nokk- uð dýr að öllu samanlögðu þegar þessum eftirhtskostnaði er bætt við verðið. Vilja herskáu mótmælendumir í Bretlandi, Frakklandi og annars staðar að olíuhagsmunir vest- rænna þjóða í einræðislöndum Miðausturlanda séu varðir með kjafti og klóm, hvað sem það kost- ar? Menn ættu að velta því meira fyrir sér hvað olía kostar í reynd og hvað það getur kostað okkur í framtíðinni að vera orðin jafn háð henni og raun ber vitni. Hækkun á heimsmarkaðsverði veldur því nú að ríkisstjórnir riða til falls en hvemig yrði ástandið ef allt færi í bál og brand í Saudi-Arabíu og þaðan kæmi engin olía? Áfengisneyslan eykst - og enginn segir neitt! FRÁ ÁRINU 1995 hefur neysla ólöglegra vímuefna stóraukist á Is- landi, einkum meðal þeirra sem era 24 ára og yngri. Þessi vandi hefur sett mikinn svip á þjóðhfið og átt stóran hlut í almennri umræðu og fréttaflutningi. En á sama tíma hefur umræða um áfengisvandann fallið í skuggann og vandi þeirra sem eldri era en tvítugir hefur verið minna til umræðu. Lítið hefur verið um forvamir sem beinast að hinum eldri og umræða um aðra áfengisneyslu en unghnga- neyslu hefur verið í lágmarki. Að minnsta kosti hafa ekki orðið mikil viðbrögð í fjölmiðlum og fréttum við aukningu á áfengisneyslunni þetta árið þótt nægt tilefni sé til og htið heyrist orðið í bindindismönnum. Ak- ureyringar einir hafa verið til and- svara, þeir Tryggvi skólameistari og Sigmundur geðlæknir. Hin mikla aukning á áfengisneyslu íslendinga síðustu sex ár og óhjákvæmilegar af- leiðingar hennar kunna því að hafa farið fram hjá mörgum. Upplýsingar frá Hagstofu íslands segja okkur að áfengisneyslan hafi aukist mjög mikið síðustu sex árin og sölutölur ATVR fyrir fyrstu sex mán- uði ársins 2000 benda til þess að Vímuefni Við munum þurfa, segir Þórarínn Tyrfíngsson, að takast á við alvarleg- ar afleiðingar aukinnar áfengisneyslu á heilsu- far þjóðarinnar. aukningin haldi áfram þetta árið. Á sama tíma minnkar áfengisneysla Svía og Dana en Norðmenn era á sama róh og við. Allt bendir nú til þess að við drekkum meira magn af áfengi en Svíar og Norðmenn. Áfengismagnið mælt í hreinum vínanda á hvern einstakling sem eldri er en 15 ára hefur aukist um einn og hálfan htra á sex áram. Það er sérstakt áhyggjuefni að áfengis- neyslan eykst um meira en einn heil- an htra af hreinu áfengi á hvem íbúa 15 ára eða eldri á síðustu þremur ár- um (1997-1999). Það er óhjákvæmi- legt hér á íslandi eins og annars staðar að aukning áfengisneyslu leiði til fjölgunar slysa og ofbeldisverka og breytingar í íslensku þjóðlífi verður því að skoða út frá hinni vax- andi áfengisneyslu. Þegar litið er til framtíðar er ekki hægt að víkja sér undan því að við munum þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar aukinnar áfengisneyslu á heilsu- far þjóðarinnar. Skiptir þá engu þó að áfengisframleiðendur hafi óvandaða vísindamenn á mála hjá sér til að halda áróðri uppi gegn því að áfengisneyslan valdi líkamleg- um og geðrænum skaða. Minna vinnubrögð þeirra og auglýsingar sem beinast að æskufólki óþyrmilega á vinnubrögð tóbaksframleiðenda en t.d. í Bandaríkjunum eru dómstólar famir að fjalla um sorglegar afleið- ingar þeirrar auglýsingaherferðar. Aukin áfengisneysla gerir nær alla sjúkdóma verri og getur spillt fyrir og eyðilagt lyfjameðferð. Hún veldur aukningu á fóstursköðum og spillir aðbúnaði og uppeidi barna. Hún spill- ir því heilsufari ungmenna. Aukin áfengisneysla veldur svefn- traflunum, þunglyndi, kvíða, eykur á sjálfsvígshættu og hefur á margvís- legan hátt neikvæð áhrif á geðheilsu manna. Fálæti geðlækna og lítil þátt- taka í áfengisvömum um þessar mundir vekur því upp spurningar. Óhófleg áfengisneysla veldur ein og sér sjúkdómum eins og lifrarsjúkdómum, briskirtilssjúkdómum og heilasköðum. Með vaxandi neyslu áfengis mun þessum sjúkdómum fjölga. Þannig vex hætta á skorpulifur í beinu hlutfalh við það heild- armagn áfengis sem einstaklingurinn notar um ævina burtséð frá því hversu mikið hann notaði í hvert sinn. Með vaxandi áfeng- isneyslu þeirra sem komnir era yfir miðjan aldur munu fleiri og fleiri búa við vitsmunaskerðingu og minnisglöp vegna áfengisneyslu. Þrátt fyrir hraðvaxandi áfengis- neyslu þjóðarinnar er það þó engu að síður staðreynd að hlutfall vímuefna- fíkla sem háðir era ólöglegum vímu- efnum vex með hverju árinu. Sjúkl- ingar á Sjúkrahúsinu Vogi sem notað hafa ólögleg vímuefni era fleiri en þeir sem aldrei hafa neytt slíkra efna. Þessi uggvænlega þróun er annað mál en sá vaxandi áfengisvandi sem þessari grein er ætlað að benda á. En þó er ákveðið samhengi þar á milli: Þótt málum sé nú þannig komið að ólögleg vímuefni, einkum kannabis- efni, knýi mun fleiri sem era yngri en 20 ára til að leita sér meðferðar má ekki gleyma því að áfengi er nær undantekningarlaust alltaf fyrsta vímuefnið sem þessir unglingar nota. Höfundur er forstöðulæknir sjúkrastofnana SÁA. Þórarinn Tyrfíngsson Er þetta ekki ofrausn? MARGIR hafa á und- anförnum mánuðum sagt í máh og myndum frá þróun ellilífeyris og tekjutryggingar, hvem- ig hlutur elhlífeyrisþega hefur lækkað, sem hlut- fall í samanburði við al- menna launaþróun und- anfarin ár, og að enn væri stefnt að lækkun þessa hlutfalls á næstu áram. Um síðustu mán- aðamót fengum við elh- lífeyrisþegar hækkun, sem ekki skal vanþakka eða vanmeta. Ellilífeyrir hækkaði úr 17.592 kr. í 17.715 eða um 123 kr. hækkun, eitt hundrað tuttugu og þijár krónur. Þetta á að vera full leiðrétting og með hækkunina frá 1. apríl sem var 157 kr. samtals hefur ellilífeyrir hækkað um 280 kr. frá því að almennir kjarsamn- ingar vora gerðir, og aliir sem sömdu fengu nokkur þúsund króna hækkun. Full tekjutrygging hækkaði núna úr 30.249 kr. í 30.461 kr. eða um 212 kr., hækkun tvö hundrað og tólf krón- ur. Þannig fengum við hækkun sam- tals 335 kr., þijú hundruð þijátíu og fimm krónur, þeir sem mest fengu. Er þetta ekki ofrausn? Ellilífeyrir og full tekjutrygging er í dag samtals 48.146 kr. Á sama tíma og við eram að fá þessar rausnarlegu hækkanir segja kennar- ar að fastakaup þeirra þurfi að hækka um a.m.k. tvöfalda þá upp- hæð, sem ellilífeyrir og tekjutrygging er, á mán- uði, áður en farið verði að semja um kauphækkanir í nýjum kjarasamningi. Eldri borgarar hafa bent á margar leiðir til að fá hluta af góðærinu til sín, en alltaf er talað fyrir daufum eyrum stjórn- málamanna og annarra ráðamanna, m.a. hefur verið bent á að hækka persónuafslátt, fjölga skattþrepum, og að lækka skatta af greiðslum úr líf- eyrissjóðum með því að skattleggja hluta þeirra sem fjármagnstekjur. Á þetta hefur ekki verið hlustað, en hvaða tillögur eða hugmyndir eru ráðherrar með núna þegar ríkissjóð- ur skilar á þriðja tug milljarða hagn- aði, á þá að bæta hag hinna lægstu, ellilífeyrisþega og öryrkja? Nei, það hvarflar ekki að ráðherram og stuðn- ingsmönnum þeirra á Alþingi. En nú rennur blóðið til skyldunnar hjá sjávarútvegsráherra og forsætis- ráðherra, þegar fjölmörg fyrirtæki hafa verið að gefa upp hvemig afkom- an er og gefa flest upp mikinn hagnað sem telja má í milijónum eða milljörð- Lífeyrir Kannske er of mikið, segír Karl Gústaf Ás- grímsson, að við fáum þrjú hundruð króna hækkun á mánuði. um króna, þá telja ráðherrarnir tíma- bært að fara að lækka skatta á fyrir- tækjunum. En þeim finnst það nóg og kannske of mikið að við fáum þijú hundrað króna hækkun á mánuði. Það er ömurlegt til þess að hugsa að þessir ráðherrar, sem við eldri borgarar eram búnir að mennta og byggja upp þjóðfélag fyrir skuli vera svo blindir að þeir sjá ekki nema eigið ágæti og geta látlaust horft á okkur eldri borgara og öryrkja með bundið fyrir bæði augu. Þeir hljóta að vera stoltir af sjálfum sér fyrir að segja að þijú hundrað króna hækkun til okkar jafngildi tug þúsunda hækkunum sem þeir skammta sér eða láta skammta sér. Era menn hættir að kunna að skammast sín? Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Kópnvogi. Karl Gústaf Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.