Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Olafur og Bjarki festa niður gangbrautarstaur í EyjaQarðarsveit. Gangbrautarstaurinn festur FÉLAGARNIR Ólafur Kjartansson og Bjarki Árna- son voru í óðaönn að reisa upp gangbrautarstaur við veginn milli leik- og grunnskólans á Hrafnagili í Eyjaijarðarsveit. Staurinn fauk um koll og lagðist yfir veginn í miklu roki sem gekk yfir í Eyjafirði síðasta vor. Nú þegar skólastarf er hafið og börn á ferð yfir veginn er því brýnt að reisa staurinn en þeir Ólafur og Bjarki unnu við það að festa hann kyrfilega niður svo óhapp líkt og í vor hendi síður aftur. Langþráðar framkvæmdir við Amtsbókasafnið boðnar út fljótlega Framkvæmdir hefjast ekki fyrr en næsta vor EKKI er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir við viðbyggingu Amtsbóka- safnsins á Akureyri og breytingar á eldra húsnæði safnsins hefjist fyrr en næsta vor. Hins vegar er stefnt að því að bjóða verkið út í lok október eða byrjun nóvember nk. að sögn Magn- úsar Garðarssonar, eftirlitsmanns framkvæmda hjá Akureyrarbæ. Viðbyggingin við Amtsbókasafnið verður um 1.400 fermetrar að stærð og heildarstærð hússins eftir að nýbyggingin er risin tæpir 2.600 fer- metrar. Magnús sagði að gróft áætl- að yrði kostnaður vegna fram- kvæmda við safnið í kringum 250 milljónir króna. Hann sagði ekki skynsamlegt að fara í mikið jarðrask á lóð Amtsbóka- safnsins fyrr en með vorinu, auk þess sem mikil þensla væri á bygginga- markaðnum í bænum um þessar mundir. Hann taldi að með því að bíða með framkvæmdir til vors gæti bærinn átt von á að fá hagstæðari til- boð í verkið. „Meiningin er að bjóða pakkann út í heilu lagi en þarna er um að ræða umfangsmiklar breyt- ingar í gamla húsinu, viðbygginguna og heilmikla vinnu í lóðinni." Verður mjög dýrt hús Magnús sagði ráðgert að vinna verkið á tveimur til þremur árum. „Mér sýnist þetta ætla að verða ansi dýrt hús og hallast því frekar að því að framkvæmdir taki þijú ár. Gróft áætlað er verið að tala þama um verk upp á um 250 milljónir króna.“ Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er saga viðbygging- arinnar við Amtsbókasafnið orðin ansi löng og trúlega sú lengsta innan bæjarkerfisins í langan tíma, ef ekki frá upphafi. Bæjarstjórn samþykkti í lok ágúst 1987 að stækka hús safns- ins, í tilefni af 125 ára afmæli bæjar- ins. Árið 1988 var efnt til samkeppni um hönnun nýbyggingarinnar og hlaut tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts, sem starfar í Noregi, fyrstu verðlaun. í kjölfarið var gerð- ur samningur við Guðmund um arki- tektavinnu vegna hönnunar viðbygg- ingarinnar en fleiri aðilar komu að verkinu m.a. vegna tæknilegra verk- efna. Mikil óánægja með seinaganginn Frá þessum tíma hefur lítið gerst í málinu, þar til á síðustu mánuðum og enn er beðið eftir því að hönnuðir ljúki sinni vinnu. Síðastliðið vor lýsti framkvæmdanefnd bæjarins yfir megnri óánægju með seinaganginn við hönnunina, enda hefði verið ákveðið að fara af stað með verkið á þessu ári. Það mun ekki ganga eftir en hins vegar er útlit fyrir að hægt verði að bjóða verkið út eftir 1-2 mán- uði og hefja framkvæmdir næsta vor, 14 árum eftir að samþykkt var í bæj- arstjóm að stækka safnið. Vetrarstarf Akureyr arkirkju að hefjast Ákvörðun byggingarnefndar vegna húseignarinnar að Helgamagrastræti 10 felld úr gildi Nefndin taki umsókn um byggingarleyfí fyrir að nýju Morgunblaðið/Kristján Húsið við Helgamagrastræti 10. VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst næsta sunnudag, 1. október, og markar fjölskylduguðsþjónusta sem hefst kl. 11 upphafið að því. Sunnu- dagaskólaböm fá afhentan fyrsta hlutann af því efni sem verður til um- fjöllunar í barnastarfinu næstu mán- uði. Kynning í Kompaníinu KYNNING verður í Kompaníinu, Hafnarstræti 73 á Akureyri, á föstu- dag, 29. september, frá kl. 14 til 16.30 á því sem í boði er fyrir ungt fólk í bænum. Kompaníið er upplýs- inga-, þjónustu- og menningarmið- stöð ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Þeir sem kynna em ýmis félög, klúbbar og fyrirtæki á Akureyri, en markmiðið er að kynna fyrir ungu fólki þá möguleika sem leynast í skólabænum Akureyri hvað varðar afþreyingu og þjónustu við aldurs- hópinn. Ungt fólk sem nýflutt er í bæinn er sérstaklega hvatt til að mæta. Boðið verður upp á Axels- skúffuköku, kakó, kók og prins póló. Að lokinni guðsþjónustu verður opið hús í Safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á veitingar og þar fer fram kynning á því sem verður í boði í safnaðarstarfinu í vetur auk þess sem ýmis sjálfstæð félög og hópar sem hafa aðstöðu í húsakynnum kirkjunnar kynna starfsemi sína. Meðal þess sem kynnt verður er sunnudagaskólinn, æskulýðsfélagið, bibh'ulestrar, Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sjálfshjálp- arhópur foreldra, mömmumorgnar, tónlistarstarfið, samverur eldri borgara, kvenfélag kirkjunnar, nám- skeið á hennar vegum, félag ein- stæðra foreldra, starf 12-spora hópa og heimsóknarþjónusta. Ósýnilegi vinurinn Kynningin fer fram í Safnaðar- heimilinu til kl. 14 um daginn, en kl. 16 verður leiksýning í Akureyrar- kirkju. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Ósýnilega vininn sem bygg- ist á bók Kari Vinje og Vivian Zahl Olsen. Leikritið er ætlað bömum á aldrinum 2-8 ára og tekur sýningin um 40 mínútur. Leikendur eru Egg- ert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Foreldrar eru velkomnir með böm- um sínum og er aðgangur ókeypis. ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi í heild sinni ákvörðun bygg- inganefndar Akureyrar frá því í apríl í vor, vegna húseignarinnar að Helgamagrastræti 10 á Akureyri. Eigendur húseignarinnar kærðu þá ákvörðun bygginganefndar og sam- þykkt bæjarstjórnar að synja um- sókn um byggingarleyfi fyrir þeim hlutum húseignarinnar að Helga- magrastræti 10 sem em austan eignarinnar og um að fjarlægja skuh byggingarhluta I og II fyrir 15. júní. Jafnframt var kærð ákvörðun um að leggja dagsektir, kr. 50.000, verði teikningum að breytingum á eigninni ekki skilað inn fyrir 15. maí 2000. Úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála hafnaði hins vegar kröfu kærenda um að staðfest verði að ekki sé heimilt að fjarlægja um- rædda hluta byggingarinnar að Helgamagrastræti 10 og að bygg- inganefnd beri að veita leyfi fyrir þeim. Úrskurðamefndin leggur fyr- ir bygginganefnd að taka umsókn kærenda um byggingaleyfi til með- ferðar að nýju og Ijúka afgreiðslu hennar í samræmi við gildandi ákvæði skipulags- og byggingarlaga og að gættum ákvæðum stjómsýslulaga. I niðurstöðu úrskurðamefndar kemur fram að kærendur hafi reist umfangsmiklar viðbyggingar við hús sitt að Helgamagrastræti 10 án þess að hafa fengið leyfi bygginga- nefndar til þeirra framkvæmda. Verði helst ráðið af málsgögnum að framkvæmdir þessar hafi staðið með hléum allt frá árinu 1992 og fram til haustsins 1997. Með þessum framkvæmdum hafi verið gróflega brotið gegn ákvæðum þágildandi byggingalaga um byggingaleyfi og fleira og gegn ýmsum ákvæðum þágildandi byggingareglugerðar. Ýmsar athugasemdir gerðar Úrskurðarnefnd gerir athuga- semdir við ýmsar ákvarðanir í bæj- arkerfinu. Eftir að bæjarlögmaður hafi tilkynnt formlega um stöðvun framkvæmda í september 1997 og eigendum gert að fjarlægja ólög- mæta byggingarhluta, hafi ekki ver- ið gerð úttekt á verkstöðu á bygg- ingarstað sem þó hafi verið nauðsynlegt. Þá telur úrskurðarnefnd að bygg- ingarfulltrúi hafi átt að fylgja eftir hótun um að höfða opinbert mál, þegar ljóst var að kærendur sinntu ekki kröfum um brottnám hinna ólögmætu framkvæmda, ef ætlun hans var að knýja fram niðurrif hinna ólöglegu byggingarhluta. Hefði í slíku máli fengist dómsúr- lausn um kröfur byggingaryfirvalda um brottnámið. Með því að láta undir höfuð leggjast að hlutast til um málshöfðun verði að telja að byggingarfulltrúi hafi í raun fallið frá því að beita úrræðum bygging- arlaga, sérstaklega þegar haft er í huga að honum var einungis heimilt en ekki skylt að krefjast niðurrifs. Verði því ekki við úrlausn kærum- álsins litið til þeirra ákvarðana sem teknar höfðu verið um að beita kær- endur þvingunarúrræðum haustið 1997. JHor0tml>laí>íí> Blaðbera vantar • í Móasíðu á Akureyri Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1 Akureyri > sími 461-1600. 0) 0 ó Tj u r ö-.jf verdur aö r-efj&sT. urn le\ö og rAaöiö oæmr-. Góöur góngutúr sern borg&r sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.