Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um Sinfóníuhljóm- sveit Islands Sinfóníuhljómsveit íslands (SI) stendur á tímamótum. Á síðasta starfsári hélt hún upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Hljómsveitin hefur tekið gíf- urlegum framförum á undan- förnum árum. Meðal há- punkta má nefna tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hljómsveitin spilaði undir stjórn Osmo Vánská og hlaut frábæra dóma. Um svipað leyti og sú ferð var farin hóf hljómsveitin upptökur á verk- um Jóns Leifs fyrir hið þekkta útgáfufyrirtæki BIS. Hafa þessar upptökur fengið afar lofsamlega dóma í erlendum fjölmiðlum sem og fjölmargar aðrar upptökur sem hljómsveitin hefur gert fyrir erlend útgáfufyrir- tæki. Verði ekki mikil breyting á kjörum og aðstæðum SÍ á næstunni má telja öruggt að hljómsveitin hafí á þessum síðustu misserum náð list- rænum hápunkti og að leiðin héðan í frá verði óhjákvæmilega niður á við. Kjör hljómsveitarmeðlima eru af- leit. Launin duga vart fyrir föstum útgjöldum og er þá undanskilinn matur, klæðnaður og aðrar nauð- þurftir. Starfsmenn SI þurfa því að taka að sér margvísleg aukastörf til þess að endar nái saman. Hér ber að geta þess að starf í SÍ er talið fullt starf. Það eiga ekki allir í hljóm- sveitinni kost á að vinna aukavinnu á sínu sviði þar sem eftirspurn eftir hljóðfærum er mismikil. Ekki hafa allir meðlimir SÍ aðra fyrirvinnu sér við hlið og þurfa þessir einstakling- ar því að lifa á smánarlaunum SI í landi þar sem verðlag er hvað hæst í Evrópu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega í Hollandi eru hljóm- sveitir þar mjög illa launaðar. Laun í sambærilegum hljómsveitum í Þýskalandi eru 20 til 100% hærri. Laun í SÍ eru lægri en lægstu laun í hollenskum hljómsveitum, en fram- færslukostnaður er mun hærri hér en í Hollandi. í Bandaríkjunum þykir það bein- línis neyðarúrræði fyrir tónlistar- mann að sækja um starf í hljóm: sveitum innan bandaríska hersins. í nýlegu tölublaði The International Musician voru auglýstar nokkrar stöður í slíkum hljómsveitum. Lægstu laun sem í boði voru voru á bilinu sem nemur 136 til 142 þúsund íslenskra króna í byrjunarlaun á mánuði. Þetta er svipuð upphæð og leiðandi hljóðfæraleikarar í SÍ hafa í laun. í einu tilviki voru í boði 226 þúsund krónur á mánuði. Era þetta 61% hærri laun en flestir í SÍ hafa. í þessu samhengi má ekki gleyma að starfsmenn bandarísku herhljóm- sveitanna fá ókeypis húsnæði, auka- fjárveitingar fyrir maka og böm, herinn greiðir upp ógreidd námslán, auk þess sem starfsævin er stutt og rífleg eftirlaun í boði. Nýlega vora auglýst störf hjá 10-11-verslununum. Byrjunargrannlaun sem í boði vora nema 106.767 kr. á mánuði og hækka þau upp í 114.749 kr. eftir sex mánuði. Vinni nýr starfsmaður í tuttugu mánuði eru honum greiddar 300.000 kr. í bónus eða um 15 þúsund kr. á mán- uði þessa tuttugu mánuði. Meðaltalið er því 127.354 kr. á mánuði í tuttugu mánuði auk þess sem afsláttur er veittur á vörum í viðkomandi verslun. Era þessi laun því hærri en byrjunarlaun í SI. Það er fráleitt að Sinfón- íuhljómsveit íslands skuli greiða hljóðfæraleikurum sínum lægri laun en ófaglært afgreiðslu- fólk í verslunum hefur. Sinfón- íuhljómsveit íslands hefur sent frá sér geisladiska sem standast fylli- lega samanburð við það besta sem gert er erlendis, hún hefur fengið frábæra dóma bæði hérlendis og er- lendis og hún þjónar íslandi sem óumdeilanlegur sendiherra tónlist- armenningar á alþjóðavettvangi. Eitt af því sem kom fram í áður- nefndri hollenskri rannsókn var að þjálfun atvinnuhljóðfæraleikara er með því lengsta sem gerist í klukku- stundum talin. Hljóðfæraleikarar í SI hafa að öllum jafnaði stundað tónlistarnám með skóla frá sjö eða átta ára aldri og síðar stundað fram- haldsnám í tónlistarskólum og tón- listarháskólum frá fjórum og upp í sjö ár. Það er því gífurleg sérmennt- un sem atvinnutónlistarmenn hafa að baki. Það vita kannski ekki allir að tónlistarnám atvinnuhljóðfæra- leika krefst geysilegs sjálfsaga, linnulausra æfínga og huglægrar og líkamlegrar þjálfunar. Kjör Verði ekki mikil breyt- ing á kjörum og aðstæð- -------7------------------- um SI á næstunni telja Bryndís Halla Gylfa- dóttir og David Bobroff næsta víst að hljóm- sveitin hafí á þessum síðustu misserum náð listrænum hápunkti og að leiðin héðan í frá verði óhjákvæmilega niður á við. Starf hljóðfæraleikara í sinfón- íuhljómsveit krefst geysilegrar ein- beitingar og nákvæmni þar sem brot úr sekúndu getur skipt sköp- um. I sinfóníuhljómsveit verður samhæfing meðlima að vera alger. Það gefur því augaleið að líkamlegt og andlegt álag er geysilegt. Væri eitthvert samræmi á milli menntunar, þjálfunar og álags hljóðfæraleikara í SI annars vegar og launa hins vegar væra þeir vafa- lítið á meðal hæstlaunuðu rílds- starfsmanna hér á landi í stað þess að vera á meðal hinna lægstlaunuðu. Það er útbreiddur misskilningur að tónlistannenn stundi listgrein sína ánægjunnar vegna. Þrátt fyrir að margir tónlistarmenn séu eflaust ánægðir í vinnunni er það mjög krefjandi að vera atvinnumaður á hljóðfæri. Það er bæði óréttlátt og óraunhæft að gera þær kröfur til hijómsveitarinnar sem gerðar era á meðan hljómsveitarmeðlimir geta ekki lifað af launum sínum. Eins og sakir standa byggjast laun SI á fjöratíu klukkustunda vinnuviku sem samanstendur af hljómsveitar- æfingum, tónleikum, upptökum og heimaæfingum. Sé miðað við með- allaun sem era 125.000 kr. á mánuði miðað við 173 vinnustundir er tíma- kaupið 722,54 kr. Það gefur augaleið eins og áður er getið að slík smánar- laun hrökkva hvergi til lífsviðurvær- is og af þeim sökum neyðast hljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar til að taka að sér alls kyns aukavinnu. Fyrr eða siðar mun slíkt aukaálag koma niður á gæðum hljómsveitar- innar. Nú þegar era margir íslenskh’ hljóðfæraleikarar á leið til annarra landa til að vinna að list sinni. Marg- ir eru þegar farnir. Hljómsveitar- meðlimir SÍ eru margir hverjir að leita að störfum erlendis, en aðrir munu snúa sér að öðrum störfum en tónlist. Á þetta við Islendinga sem og útlendinga í hljómsveitinni. Vert er að geta þess í þessu samhengi að frá og með starfsárinu 2000-2001 eru byrjunarlaun í New York Phil- harmonic 100.000 bandaríkjadalir á ári eða rúmlega 8 milljónir íslenskra króna. Ríkið hefur ákveðið að starfrækja sinfóníuhljómsveit. Fyrir það þarf að borga. Breytist ekki núverandi kjör meðlima SI era allar líkur á að hljómsveitin leysist upp. Þegar bent er á óviðunandi kjör SI er borið við peningaleysi. Því var ekki til að dreifa þegar alþingismenn skömmt- uðu sjálfum sér laun. Launahækkun hvers þingmanns nam heildarlaun- um starfsmanns í SÍ. Reykjavíkurborg er ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Sin- fóníuhljómsveit íslands er einn af hornsteinum íslenskrar menningar. Þrátt fyrir það era laun starfs- manna hennar ríkinu til helberrar hneisu. Vill ríkið reka sinfón- íuhljómsveit með þeim skuldbind- ingum sem það felur í sér eða er rekstur hennar sýndarmennska ein? Höfundar eru hljóðfæraleikuvar í Sinfóniuhljómsveit íslands. Sannleikur Fiskifélagsins? FISKIFÉLAG íslands hefur gef- ið út bók - Hið sanna ástand heims- ins - eftir Bjpm Lomborg. Höfundur er lektor í tölfræði við Háskólann í Árósum. Var bók hans upphaflega gefin út í Danmörku árið 1998 að undangenginni mikilli ritdeilu sem fram fór í dönskum blöðum í kjölfar skrifa Lomborgs á síðum dagblaðs- ins Politiken í ársbyrjun 1998. Yfírlýstur tilgangnr Lomborgs Lomborg segir tilgang sinn vera „... að láta ekki umhverfissamtök og fjölmiðla ein um að miðla sannleikan- um og forgangsröðinni1 heldur mun frekar að tryggja að beitt sé lýðræð- islegum vinnubrögðum við að eygja meginsamhengið í mikilvægustu málaflokkunum.'7 Og tilgangurinn helgar meðalið því Lomborg gerir andstæðingum sínum upp skoðanir með því að útlista það sem hann kall- ar AKÆRU umhverfisverndarsinna, sem að hans eigin mati er eftirfar- andi: „... Ástand umhverfisins er slæmt. Auðlindir jarðar era að ganga til þurrðar. Jarðarbúum fjölgar sí- fellt en framboð af matvælum minnkar stöðugt. ..."3 Að þessu sögðu tekur Lomborg til óspilltra málanna við að afsanna þessa ÁKÆRU með tölfræðilegum upplýsingum. Hann vill m.ö.o. sýna fram á að ástandið sé í raun harla gott. Rökvillur Lomborgs I þessu felast tvær helstu rökvillur Bjprns Lomborgs. Á ýmsum sviðum umhverfismála hefur vissulega náðst lofsverður árangur. Ekki síst er fyrir að þakka miklum áhuga almennings íyrir bættu umhverfi. Lomborg hef- ur hins vegar endaskipti á stað- reyndum þegar hann fullyrðir að þar eð ýmis umhverfis- vandamál, sem við blöstu íyrir 15-20 ár- um, hafi nú verið leyst sanni það að umhverf- isverndarfólk hafi gert sér veður út af litlu til- efni. Þetta er álíka van- hugsað og að segja að umræðan um Eyja- bakka hafi verið til- gangslaus því nú ætli Landsvirkjun að vinna mat á umhverfisáhrif- um Kárahnúkavirkjun- ar í samræmi við gild- andi lög. Mörg um- hverfisvandamál á borð við, til dæmis, súrt regn í Skandinavíu, Mið-Evrópu og Banda- ríkjunum, hefur tekist að leysa þökk sé aðgerðum stjómvalda og fyrir- tækja. Þessar aðgerðir komu til vegna ábendinga vísindamanna og/ eða baráttu frjálsra félagasamtaka fyrir umhverfisvemd. Sömuleiðis gerir Lomborg sig sekan um rök- leysu þegar hann heimfærir svartsýnustu framtíðarspár ein- stakra manna upp á þá sem nú vinna að vemdun umhverfis og náttúra. Ritdeilur í Danmörku „Sannleikur" Lomborgs vakti miklar ritdeilur í Danmörku. Þær deilur snérast annars vegar um rit- stýringu danskra stórblaða á borð við Politiken og Jótlandspóstinn og hins vegar vinnubrögð Lomborgs. Dagblaðið Politiken hampaði Lomborg mjög og era ekki dæmi um aðnokkur maður hafi átt jafn auð- veldan og/eða tíðan aðgang að um- ræðusíðu blaðsins á örfáum mánuð- um. Á hinn bóginn fullyrtu gagn- rýnendur hans úr röðum danskra fræði- manna að greinum þeirra hefði ítrekað verið hafnað af ritstjór- um umræðusíðu Poli- tiken eða þeir beðnir að stytta þær mjög til að fá þær birtar í Jót- landspóstinum. Virtist sem Politiken vildi forð- ast faglega gagnrýni fræðimanna á niður- stöður Bjorns Lom- borgs. Eina blaðið sem birti greinar danskra fræðimanna óstyttar var Information. Fagleg gagnrýni Þetta kallaði á viðbrögð og í fram- haldinu var ráðist í útgáfu bókar, „Fremtidens Pris“,4 þar sem ýmsir fræðimenn fóra yfir og gagnrýndu niðurstöður og vinnubrögð Lom- borgs. í kjölfar útkomu þeirrar bók- arinnar var svo efnt til kappræðna milli Lomborgs og gagnrýnenda hans, sem fram fóra við háskólana í Árósum og Kaupmannahöfn í byrjun maí 1999. Fór Lomborg mjög halloka í þeim kappræðum, en nú brá svo við að Politiken sendi ekki blaðamann til að fylgjast með kappræðunum og greindi ekki frá þeim á nokkurn hátt. Gagnrýnendur Lomborgs deildu einkum á hann fyrir óáreiðanleika í notkun tölfræðilegra upplýsinga, að velja úr þær tilvitnanir sem gögnuð- ust hans málstað en sleppa öðram -misnota tilvitnanir. Einnig var hann harðlega gagnrýndur fyrir tilraunir til að gera andstæðingum sínum upp markmið eða skoðanir. Dæmi um hið fyrst nefnda er að finna á bls. 67 í bók Árni Finnsson Heimsástand Er Fiskifélagið, með út- gáfu bókarinnar, spyr Árni Finnsson, að lýsa sig sammála niður- stöðum Lomborgs? Lomborgs þar sem segir: „Fólk ger- ir sér almennt ekki grein fyrir hinum miklu framföram sem við höfum þeg- ar náð. Á síðustu 50 áram hefur fá- tækt minkað meira en næstu 500 ár á undan. Og það hefur dregið úr fá- tækt í flestum löndum. “6 Hér vitnar Lomborg í skýrslu Þró- unarstofnunar S.Þ. frá 19976, en lesi maður áfram í sömu skýrslu kemur fram að „Á tuttugustu öld hafa átt sér stað miklar framfarir með tilliti til þess að dregið hefur úr fátækt...“ og síðan segir en framföram hef- ur verið misskipt og fátækt er enn útbreidd.“ Lomborg vitnar sem sé bara til fyrri hlutans, sem þjónar hans tilgangi. Hefði hann haldið áfram hefði hann t.d. getað bent á að í umræddri skýrslu S.Þ. segir að vís- itala lífsgæða hefur lækkað í 30 lönd- um.7 Niðurstaða Hvað sem „sannleika" Lomborgs líður var umræðan í Danmörku á margan hátt mjög gagnleg. Þeir sem vinna að umhverfismálum mega heldur ekki gleyma að benda á þann árangur sem náðst hefur og ekki ein- blína á hið neikvæða. í öðra lagi er nauðsynlegt að leita og benda á lausnir þeirra vandamála sem við er að etja fremur en að hamra á þeim ömurleika sem við taki verði ekki ráðist í úrbætur. Umhverfisvemdar- samtök beina nú kröftum sínum í æ ríkari mæli að slíkum lausnum og má t.d. benda á „Marine Stewardship Council" sem WWF (Alþjóða- náttúraverndarsjóðurinn) komu á laggimar í samvinnu við matvælaris- ann Unilever til að auðvelda um- hverfismerkingar fyrir þá sem standa að fiskveiðum á vistvænan hátt. Rétt eins og þeir vora til fyrir 10- 15 áram sem sögðu súrt regn eða eyðingu ósonlagsins vera bábiljur einar, fylkir Lomborgs sér nú með þeim sem telja að loftslagsbreyting- ar eða lífræn þrávirk efni á borð við DDT séu ekki mikið áhyggjuefni. Um þriðjungur CO2 útblásturs á ís- landi stafar frá íslenskum sjávarút- vegi. Hagsmunafélög eins og Fiski- félagið er því mikilvægur aðili í að finna lausnir á því hvernig ísland getur dregið úr útblæstri. Ennfrem- ur felast hagsmunir íslands í að vernda íslenskt hafsvæði gegn mengun af völdum þrávirkra efna sem berast langt að. Því er spurt: Er Fiskifélagið, með útgáfu bókarinnar að lýsa sig sammála niðurstöðum Lomborgs? Heimildir 1 Þ.e.a.s á hvaða umhverfísvandamálum skuli tekið og hversu miklum íjárhæðum skuli varið til slíkra aðgerða. 2 Sjá formála bls. 10. Fiskifélagið 2000. 3 Þetta voru niðurstöður „Rómar-klúbbsins“/ The limits of Growth frá 1972, sem byggðar voru á tölfræðilegum upplýsingum frá Massachusett’s Institute of Technology. 4 Fremtidens Pris, „0kologisk rád“, (Nátt- úruverndarráð Danmerkur), Kaupmanna- höfn 1999. 5 Fiskifélagið, Reykjavík 2000. 6 UNDP Human Development Report 1997. 7 Sjá Fremtidens pris, bls. 307-308. Höfundur starfar með Náttúru- vemdarsamtökum íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.