Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 30

Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um Sinfóníuhljóm- sveit Islands Sinfóníuhljómsveit íslands (SI) stendur á tímamótum. Á síðasta starfsári hélt hún upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Hljómsveitin hefur tekið gíf- urlegum framförum á undan- förnum árum. Meðal há- punkta má nefna tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hljómsveitin spilaði undir stjórn Osmo Vánská og hlaut frábæra dóma. Um svipað leyti og sú ferð var farin hóf hljómsveitin upptökur á verk- um Jóns Leifs fyrir hið þekkta útgáfufyrirtæki BIS. Hafa þessar upptökur fengið afar lofsamlega dóma í erlendum fjölmiðlum sem og fjölmargar aðrar upptökur sem hljómsveitin hefur gert fyrir erlend útgáfufyrir- tæki. Verði ekki mikil breyting á kjörum og aðstæðum SÍ á næstunni má telja öruggt að hljómsveitin hafí á þessum síðustu misserum náð list- rænum hápunkti og að leiðin héðan í frá verði óhjákvæmilega niður á við. Kjör hljómsveitarmeðlima eru af- leit. Launin duga vart fyrir föstum útgjöldum og er þá undanskilinn matur, klæðnaður og aðrar nauð- þurftir. Starfsmenn SI þurfa því að taka að sér margvísleg aukastörf til þess að endar nái saman. Hér ber að geta þess að starf í SÍ er talið fullt starf. Það eiga ekki allir í hljóm- sveitinni kost á að vinna aukavinnu á sínu sviði þar sem eftirspurn eftir hljóðfærum er mismikil. Ekki hafa allir meðlimir SÍ aðra fyrirvinnu sér við hlið og þurfa þessir einstakling- ar því að lifa á smánarlaunum SI í landi þar sem verðlag er hvað hæst í Evrópu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var nýlega í Hollandi eru hljóm- sveitir þar mjög illa launaðar. Laun í sambærilegum hljómsveitum í Þýskalandi eru 20 til 100% hærri. Laun í SÍ eru lægri en lægstu laun í hollenskum hljómsveitum, en fram- færslukostnaður er mun hærri hér en í Hollandi. í Bandaríkjunum þykir það bein- línis neyðarúrræði fyrir tónlistar- mann að sækja um starf í hljóm: sveitum innan bandaríska hersins. í nýlegu tölublaði The International Musician voru auglýstar nokkrar stöður í slíkum hljómsveitum. Lægstu laun sem í boði voru voru á bilinu sem nemur 136 til 142 þúsund íslenskra króna í byrjunarlaun á mánuði. Þetta er svipuð upphæð og leiðandi hljóðfæraleikarar í SÍ hafa í laun. í einu tilviki voru í boði 226 þúsund krónur á mánuði. Era þetta 61% hærri laun en flestir í SÍ hafa. í þessu samhengi má ekki gleyma að starfsmenn bandarísku herhljóm- sveitanna fá ókeypis húsnæði, auka- fjárveitingar fyrir maka og böm, herinn greiðir upp ógreidd námslán, auk þess sem starfsævin er stutt og rífleg eftirlaun í boði. Nýlega vora auglýst störf hjá 10-11-verslununum. Byrjunargrannlaun sem í boði vora nema 106.767 kr. á mánuði og hækka þau upp í 114.749 kr. eftir sex mánuði. Vinni nýr starfsmaður í tuttugu mánuði eru honum greiddar 300.000 kr. í bónus eða um 15 þúsund kr. á mán- uði þessa tuttugu mánuði. Meðaltalið er því 127.354 kr. á mánuði í tuttugu mánuði auk þess sem afsláttur er veittur á vörum í viðkomandi verslun. Era þessi laun því hærri en byrjunarlaun í SI. Það er fráleitt að Sinfón- íuhljómsveit íslands skuli greiða hljóðfæraleikurum sínum lægri laun en ófaglært afgreiðslu- fólk í verslunum hefur. Sinfón- íuhljómsveit íslands hefur sent frá sér geisladiska sem standast fylli- lega samanburð við það besta sem gert er erlendis, hún hefur fengið frábæra dóma bæði hérlendis og er- lendis og hún þjónar íslandi sem óumdeilanlegur sendiherra tónlist- armenningar á alþjóðavettvangi. Eitt af því sem kom fram í áður- nefndri hollenskri rannsókn var að þjálfun atvinnuhljóðfæraleikara er með því lengsta sem gerist í klukku- stundum talin. Hljóðfæraleikarar í SI hafa að öllum jafnaði stundað tónlistarnám með skóla frá sjö eða átta ára aldri og síðar stundað fram- haldsnám í tónlistarskólum og tón- listarháskólum frá fjórum og upp í sjö ár. Það er því gífurleg sérmennt- un sem atvinnutónlistarmenn hafa að baki. Það vita kannski ekki allir að tónlistarnám atvinnuhljóðfæra- leika krefst geysilegs sjálfsaga, linnulausra æfínga og huglægrar og líkamlegrar þjálfunar. Kjör Verði ekki mikil breyt- ing á kjörum og aðstæð- -------7------------------- um SI á næstunni telja Bryndís Halla Gylfa- dóttir og David Bobroff næsta víst að hljóm- sveitin hafí á þessum síðustu misserum náð listrænum hápunkti og að leiðin héðan í frá verði óhjákvæmilega niður á við. Starf hljóðfæraleikara í sinfón- íuhljómsveit krefst geysilegrar ein- beitingar og nákvæmni þar sem brot úr sekúndu getur skipt sköp- um. I sinfóníuhljómsveit verður samhæfing meðlima að vera alger. Það gefur því augaleið að líkamlegt og andlegt álag er geysilegt. Væri eitthvert samræmi á milli menntunar, þjálfunar og álags hljóðfæraleikara í SI annars vegar og launa hins vegar væra þeir vafa- lítið á meðal hæstlaunuðu rílds- starfsmanna hér á landi í stað þess að vera á meðal hinna lægstlaunuðu. Það er útbreiddur misskilningur að tónlistannenn stundi listgrein sína ánægjunnar vegna. Þrátt fyrir að margir tónlistarmenn séu eflaust ánægðir í vinnunni er það mjög krefjandi að vera atvinnumaður á hljóðfæri. Það er bæði óréttlátt og óraunhæft að gera þær kröfur til hijómsveitarinnar sem gerðar era á meðan hljómsveitarmeðlimir geta ekki lifað af launum sínum. Eins og sakir standa byggjast laun SI á fjöratíu klukkustunda vinnuviku sem samanstendur af hljómsveitar- æfingum, tónleikum, upptökum og heimaæfingum. Sé miðað við með- allaun sem era 125.000 kr. á mánuði miðað við 173 vinnustundir er tíma- kaupið 722,54 kr. Það gefur augaleið eins og áður er getið að slík smánar- laun hrökkva hvergi til lífsviðurvær- is og af þeim sökum neyðast hljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar til að taka að sér alls kyns aukavinnu. Fyrr eða siðar mun slíkt aukaálag koma niður á gæðum hljómsveitar- innar. Nú þegar era margir íslenskh’ hljóðfæraleikarar á leið til annarra landa til að vinna að list sinni. Marg- ir eru þegar farnir. Hljómsveitar- meðlimir SÍ eru margir hverjir að leita að störfum erlendis, en aðrir munu snúa sér að öðrum störfum en tónlist. Á þetta við Islendinga sem og útlendinga í hljómsveitinni. Vert er að geta þess í þessu samhengi að frá og með starfsárinu 2000-2001 eru byrjunarlaun í New York Phil- harmonic 100.000 bandaríkjadalir á ári eða rúmlega 8 milljónir íslenskra króna. Ríkið hefur ákveðið að starfrækja sinfóníuhljómsveit. Fyrir það þarf að borga. Breytist ekki núverandi kjör meðlima SI era allar líkur á að hljómsveitin leysist upp. Þegar bent er á óviðunandi kjör SI er borið við peningaleysi. Því var ekki til að dreifa þegar alþingismenn skömmt- uðu sjálfum sér laun. Launahækkun hvers þingmanns nam heildarlaun- um starfsmanns í SÍ. Reykjavíkurborg er ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Sin- fóníuhljómsveit íslands er einn af hornsteinum íslenskrar menningar. Þrátt fyrir það era laun starfs- manna hennar ríkinu til helberrar hneisu. Vill ríkið reka sinfón- íuhljómsveit með þeim skuldbind- ingum sem það felur í sér eða er rekstur hennar sýndarmennska ein? Höfundar eru hljóðfæraleikuvar í Sinfóniuhljómsveit íslands. Sannleikur Fiskifélagsins? FISKIFÉLAG íslands hefur gef- ið út bók - Hið sanna ástand heims- ins - eftir Bjpm Lomborg. Höfundur er lektor í tölfræði við Háskólann í Árósum. Var bók hans upphaflega gefin út í Danmörku árið 1998 að undangenginni mikilli ritdeilu sem fram fór í dönskum blöðum í kjölfar skrifa Lomborgs á síðum dagblaðs- ins Politiken í ársbyrjun 1998. Yfírlýstur tilgangnr Lomborgs Lomborg segir tilgang sinn vera „... að láta ekki umhverfissamtök og fjölmiðla ein um að miðla sannleikan- um og forgangsröðinni1 heldur mun frekar að tryggja að beitt sé lýðræð- islegum vinnubrögðum við að eygja meginsamhengið í mikilvægustu málaflokkunum.'7 Og tilgangurinn helgar meðalið því Lomborg gerir andstæðingum sínum upp skoðanir með því að útlista það sem hann kall- ar AKÆRU umhverfisverndarsinna, sem að hans eigin mati er eftirfar- andi: „... Ástand umhverfisins er slæmt. Auðlindir jarðar era að ganga til þurrðar. Jarðarbúum fjölgar sí- fellt en framboð af matvælum minnkar stöðugt. ..."3 Að þessu sögðu tekur Lomborg til óspilltra málanna við að afsanna þessa ÁKÆRU með tölfræðilegum upplýsingum. Hann vill m.ö.o. sýna fram á að ástandið sé í raun harla gott. Rökvillur Lomborgs I þessu felast tvær helstu rökvillur Bjprns Lomborgs. Á ýmsum sviðum umhverfismála hefur vissulega náðst lofsverður árangur. Ekki síst er fyrir að þakka miklum áhuga almennings íyrir bættu umhverfi. Lomborg hef- ur hins vegar endaskipti á stað- reyndum þegar hann fullyrðir að þar eð ýmis umhverfis- vandamál, sem við blöstu íyrir 15-20 ár- um, hafi nú verið leyst sanni það að umhverf- isverndarfólk hafi gert sér veður út af litlu til- efni. Þetta er álíka van- hugsað og að segja að umræðan um Eyja- bakka hafi verið til- gangslaus því nú ætli Landsvirkjun að vinna mat á umhverfisáhrif- um Kárahnúkavirkjun- ar í samræmi við gild- andi lög. Mörg um- hverfisvandamál á borð við, til dæmis, súrt regn í Skandinavíu, Mið-Evrópu og Banda- ríkjunum, hefur tekist að leysa þökk sé aðgerðum stjómvalda og fyrir- tækja. Þessar aðgerðir komu til vegna ábendinga vísindamanna og/ eða baráttu frjálsra félagasamtaka fyrir umhverfisvemd. Sömuleiðis gerir Lomborg sig sekan um rök- leysu þegar hann heimfærir svartsýnustu framtíðarspár ein- stakra manna upp á þá sem nú vinna að vemdun umhverfis og náttúra. Ritdeilur í Danmörku „Sannleikur" Lomborgs vakti miklar ritdeilur í Danmörku. Þær deilur snérast annars vegar um rit- stýringu danskra stórblaða á borð við Politiken og Jótlandspóstinn og hins vegar vinnubrögð Lomborgs. Dagblaðið Politiken hampaði Lomborg mjög og era ekki dæmi um aðnokkur maður hafi átt jafn auð- veldan og/eða tíðan aðgang að um- ræðusíðu blaðsins á örfáum mánuð- um. Á hinn bóginn fullyrtu gagn- rýnendur hans úr röðum danskra fræði- manna að greinum þeirra hefði ítrekað verið hafnað af ritstjór- um umræðusíðu Poli- tiken eða þeir beðnir að stytta þær mjög til að fá þær birtar í Jót- landspóstinum. Virtist sem Politiken vildi forð- ast faglega gagnrýni fræðimanna á niður- stöður Bjorns Lom- borgs. Eina blaðið sem birti greinar danskra fræðimanna óstyttar var Information. Fagleg gagnrýni Þetta kallaði á viðbrögð og í fram- haldinu var ráðist í útgáfu bókar, „Fremtidens Pris“,4 þar sem ýmsir fræðimenn fóra yfir og gagnrýndu niðurstöður og vinnubrögð Lom- borgs. í kjölfar útkomu þeirrar bók- arinnar var svo efnt til kappræðna milli Lomborgs og gagnrýnenda hans, sem fram fóra við háskólana í Árósum og Kaupmannahöfn í byrjun maí 1999. Fór Lomborg mjög halloka í þeim kappræðum, en nú brá svo við að Politiken sendi ekki blaðamann til að fylgjast með kappræðunum og greindi ekki frá þeim á nokkurn hátt. Gagnrýnendur Lomborgs deildu einkum á hann fyrir óáreiðanleika í notkun tölfræðilegra upplýsinga, að velja úr þær tilvitnanir sem gögnuð- ust hans málstað en sleppa öðram -misnota tilvitnanir. Einnig var hann harðlega gagnrýndur fyrir tilraunir til að gera andstæðingum sínum upp markmið eða skoðanir. Dæmi um hið fyrst nefnda er að finna á bls. 67 í bók Árni Finnsson Heimsástand Er Fiskifélagið, með út- gáfu bókarinnar, spyr Árni Finnsson, að lýsa sig sammála niður- stöðum Lomborgs? Lomborgs þar sem segir: „Fólk ger- ir sér almennt ekki grein fyrir hinum miklu framföram sem við höfum þeg- ar náð. Á síðustu 50 áram hefur fá- tækt minkað meira en næstu 500 ár á undan. Og það hefur dregið úr fá- tækt í flestum löndum. “6 Hér vitnar Lomborg í skýrslu Þró- unarstofnunar S.Þ. frá 19976, en lesi maður áfram í sömu skýrslu kemur fram að „Á tuttugustu öld hafa átt sér stað miklar framfarir með tilliti til þess að dregið hefur úr fátækt...“ og síðan segir en framföram hef- ur verið misskipt og fátækt er enn útbreidd.“ Lomborg vitnar sem sé bara til fyrri hlutans, sem þjónar hans tilgangi. Hefði hann haldið áfram hefði hann t.d. getað bent á að í umræddri skýrslu S.Þ. segir að vís- itala lífsgæða hefur lækkað í 30 lönd- um.7 Niðurstaða Hvað sem „sannleika" Lomborgs líður var umræðan í Danmörku á margan hátt mjög gagnleg. Þeir sem vinna að umhverfismálum mega heldur ekki gleyma að benda á þann árangur sem náðst hefur og ekki ein- blína á hið neikvæða. í öðra lagi er nauðsynlegt að leita og benda á lausnir þeirra vandamála sem við er að etja fremur en að hamra á þeim ömurleika sem við taki verði ekki ráðist í úrbætur. Umhverfisvemdar- samtök beina nú kröftum sínum í æ ríkari mæli að slíkum lausnum og má t.d. benda á „Marine Stewardship Council" sem WWF (Alþjóða- náttúraverndarsjóðurinn) komu á laggimar í samvinnu við matvælaris- ann Unilever til að auðvelda um- hverfismerkingar fyrir þá sem standa að fiskveiðum á vistvænan hátt. Rétt eins og þeir vora til fyrir 10- 15 áram sem sögðu súrt regn eða eyðingu ósonlagsins vera bábiljur einar, fylkir Lomborgs sér nú með þeim sem telja að loftslagsbreyting- ar eða lífræn þrávirk efni á borð við DDT séu ekki mikið áhyggjuefni. Um þriðjungur CO2 útblásturs á ís- landi stafar frá íslenskum sjávarút- vegi. Hagsmunafélög eins og Fiski- félagið er því mikilvægur aðili í að finna lausnir á því hvernig ísland getur dregið úr útblæstri. Ennfrem- ur felast hagsmunir íslands í að vernda íslenskt hafsvæði gegn mengun af völdum þrávirkra efna sem berast langt að. Því er spurt: Er Fiskifélagið, með útgáfu bókarinnar að lýsa sig sammála niðurstöðum Lomborgs? Heimildir 1 Þ.e.a.s á hvaða umhverfísvandamálum skuli tekið og hversu miklum íjárhæðum skuli varið til slíkra aðgerða. 2 Sjá formála bls. 10. Fiskifélagið 2000. 3 Þetta voru niðurstöður „Rómar-klúbbsins“/ The limits of Growth frá 1972, sem byggðar voru á tölfræðilegum upplýsingum frá Massachusett’s Institute of Technology. 4 Fremtidens Pris, „0kologisk rád“, (Nátt- úruverndarráð Danmerkur), Kaupmanna- höfn 1999. 5 Fiskifélagið, Reykjavík 2000. 6 UNDP Human Development Report 1997. 7 Sjá Fremtidens pris, bls. 307-308. Höfundur starfar með Náttúru- vemdarsamtökum íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.