Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Leiðréttum boðorðin tíu! Frá Nús Gíslasyni: í TILEFNI af því að nú höldum við upp á nýtt árþúsund frá fæðingu Jesú Krists, langar mig til að höfða til þeirra sem bera ábyrgð á uppfræðslu þjóðarinnar og fara fram á að boðorð- in tíu verði gerð aðgengileg og kennd eins og þau voru í upphafi gefin okkur mönnunum. Lengi hafa þau verið kennd þannig að öðru boðorðinu hefur verið sleppt og tíunda boðorðinu verið skipt í tvennt til að þau væru enn tíu að tölu. Þetta er hluti af þeim arfi sem þjóðkirkjan fékk frá kaþólsku kirkjunni í gegnum Lúther. Það er ótrúleg lítilsvirðing við Orð Guðs, að fella niður eitt ýtai'legasta boðorðið og ótrúlegt hvað margir lærðir og leikir hafa vitað það og látið það h'ðast. Nú vil ég höfða til réttlætiskenndar og trúfesti ráðamanna kirkjunnar við Orð Drottins og biðja þá að koma því til vegar að þau börn sem fermd verða á þessu nýja árþúsundi fái tækifæri til að læra boðorðin rétt. Eg vona að þessu verði vel tekið og brugðisthrattvið. Með ósk um blessun Guðs yfir framtak ykkar. Hér kemur texti boðorðanna úr 20. kafla2. Mósebókar 1 „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. 2 Þú skalt engar líkn- eskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vand- látur Guð, sem vitja misgjörða feðr- anna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þehra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þéirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. 3 Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma. 4 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldar- dagur helgaðm- Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 5 Heiðra fóður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér. 6 Þú skalt ekki morð fremja. 7 Þú skalt ekki drýgja hór. 8 Þú skalt ekki stela. 9 Þú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga þínum. 10 Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki gimast konu ná- unga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ NÍLS GÍSLASON, Skógarhlíð 35,Akureyri. CLUELLE frrá^Ý&knttlnÁi 2ja hluta dragt 100% polyester - stretch Jakki fóðraður Stærðir 34 tit 46 Verðtilboó kr. 9.900 3ja hluta dragt 65% Polyester 35% Viskose Jakki og vesti fóðrað Verðtilboð kr. 9.900 Dragt 100% Polyester - Stretch Jakki fóóraður Stærðir 36 til 50 Verðtilboð kr. 9.900 Jakki 100% Potyester Sidd 88 cm. Stærðir 36 til 46 Verðtilboó kr. 3.990 Jakki 100% Polyester Fóðraður Verðtilboð kr. 4.500 2ja hluta dragt Jakki og pits 100% Polyester stretch Verðtilboð kr. 10.900 QUELLE - VERSLUN DALVEGUR 2 • KÓPAVOGUR • S 564 2000 þessi mál hér á landi og konur því illa upplýstar og betur má ef duga skal. Við erum í alþjóðahóp sem læt- ur sig þessi mál varða og fáum allar nýjustu upplýsingar um þau mál. Við höfum síðan sent heilbrigðisyf- Frá Sigrúnu G. Sigurðardóttur: VON er hópur sem hefur verið starfandi síðan 1998, hann hefur það markmið að vera hagsmunahópur fyrii- konur sem gengist hafa undir brjóstastækkanir eða brjóstaupp- byggingu eftir veikindi. Okkur langar til að byrja á því að fagna því að Morgunblaðið birti grein um sílikonpúða í blaðinu sínu sl. laugardag og var sú frétt frá Reufers-fréttastofunni, reyndar hefur verið allt of lítið fjallað um Gæti það verið...? Frá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur: TÍSKAN breytist, ekki eingöngu hvað útlitið varðar heldur einnig hvað varðar þrif á fötunum okkar. Innan í nær öllum fötum eru upplýs- ingar um hvaða efni er í flíkinni og einnig hvernig eigi að meðhöndla flíkina. Þessar merk- ingar eru mjög nauðsynlegar til Guðrún Þóra þess að við getum HjaUadóttir þvegið eða látið hreinsa flíkina. Nú á síðustu tímum hefur verið mikið um að ekki megi þvo né hreinsa flíkina en stundum má strjúka yfir flíkina með rökum klút. Flíkur sem ekki má þvo eða hreinsa geta því alveg orðið einnota flík, það er að segja ef við missum eitthvað ofan á okkur eða á einhvern hátt fáum blett sem ekki má strjúka eða kroppa úr. Það gæti verið að tískan í framtíð- inni yrði sú að einungis ætti að nota föt einu sinni og þá væri þeim fleygt, eins og flestum öðrum umbúðum, en höfum við efni á því? Þá er ég ekki einungis að hugsa um peningana (því margir Islendingar virðast eiga nóg af þeim) heldur umhverfislega séð. Meiru verður hent og að sjálfsöðu verður þar af leiðandi meira fram- leitt, það er ekki hægt að búast við því að íslendingurinn læri nokkurn tímann að „nýta vel“ og spara. Þessi „merkilegu" einnota föt fást í mörgum verslunum, jafnvel „betri“ búðum og þessar vörur seljast. Því að sjálfsögðu ræður lögmálið að það sem hægt er að se]ja höldum við áfram að framleiða til að geta grætt nógu mikið. Gæti það verið að þú lesandi góður vissir ekki af þessari merkingu á föt- unum sem þú eða hitt heimilisfólkið er að kaupa? Oft er það þannig að ekki er litið á þessar merkingar fyrr en flíkin er orðin óhrein og þá jafnvel farið með hana í hreinsun, þeir í hreinsuninni vita vel hvað má og hvað má ekki. Flíkina má ekki hreinsa né þvo og þú, lesandi góður, keyptir þér flík fyrir dágóða upphæð, segjum 16 til 18 þús- und ki-ónur og þú varst svo mikill „kjáni“ að þú keyptir einnota flík. Það hefur dregið úr heimilis- fræðikennslu undanfarin ár en neyt- endafræðsla hefur verið kennd í heimilisfræðitímunum. Verklegum kennslustundum hefur fækkað enda er íslenska þjóðin svo ánægð með allt sem hún getur og kann að óþarfi sé að hafa jafnnauðsynlega kennslu í grunnskólum landsins. Nútíma Is- lendingur sækh' þetta bara á Netið. Eins og ein vh’t kona sagði fyrir fá- um árum „að óþarfi væri að kenna börnum að stoppa í sokkana sína þar sem ódýrara væri að fara í Bónus og kaupa þá“. Leiðbeiningastöð heimilanna hef- ur gefið út þvottaspjald með öllum þessum táknum á sem gott væri að til væri á hverju heimili. Þau fást hjá Leiðbeiningastöðinni Túngötu 14 og hjá betri verslunum sem selja þvottavélar. GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR, Kvenfélagasambandi Islands, Túngötu 14, Reykjavík. Skortur á fræðslu um skaðsemi sílikonpúða irvöldum þær upplýsingar sem við teljum nauðsynlegtað þau fái og má þá nefna heilbrigðisnefnd Alþingis, heilbrigðisráðherra og landlæknis- embættið, þannig að vitneskja um þessi mál er til hér á landi. En við höfum unnið að þessum málum í sjálfboðavinnu sem hópur, en það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir í upphafi var að þessi vinna byggðist mest upp á netnotk- un. Því fylgir mikill kostnaður sem við höfum reynt að kosta sjálfar en svo kom að því, því miður, að við gát- um ekki staðið undir þessum kostn- aði einar og var því lokað bæði fyiir síma og Netið, en í dag erum við að vinna í þeim málum þannig að hægt verði að halda áfram því það bíður okkar verðugt verkefni. Sem dæmi þá vorum við eina Norðurlandið sem var beðið að senda greinargerð um ástand þessara mála til Evrópuráðs- ins í Brussel og var það tekið fyrir sl. vor og verður tekið fyrir aftur á haustdögum. Verður afar fróðlegt að vita hvernig þau mál fara. Fyrir þær konur sem hafa reynt að ná til okkar varðandi Dow Corn- ing þá var málinu vísað áfram til æðra dómstigs í Bandaríkjunum þannig að það mun dragast eitthvað lengur að afgreiða það mál, en það er enn í gangi. Við vonumst til að fá Netið aftur, þannig að við getum fengið nánari fréttir af gangi mála. Einnig langar okkur til að bæta því við að verið er að gera á vegum FDA (lyfjaeftirliti Bandaríkjanna) afar stóra rannsókn vegna sílikon- púða og taka 13.500 konur þátt í þeirri rannsókn. Munu niðurstöður þeirrar rannsóknar verða birtar ár- ið 2001 og ætti þá að liggja fyrir hvort sílikonpúðar valdi skaða eður ei, þannig að ekki hefur tekist aií sanna enn í dag að þeir séu skað- lausir. Ef fólk hefur áhuga á að lesa sér til um þessi mál er hægt að fara inn á slóðir og lesa margt afar áhuga- vert t.d. á http://www.info-im- plants.com/com einnig http://www.- MAMNSIF@prodigy.net en þar er einnig hægt að biðja um að fá senda bæklinga sem gott er að lesa yfir áð- ur en konur taka ákvörðun um að fá sílikonpúða. Við vonum að þessar upplýsingar komi einhverjum að gagni svo vonumst við til að mál okkar leysist á farsælan hátt, þv*r * þetta málefni þarfnast umræðu. Einnig þarf að birta fleiri greinar en tengjast þessu máli. F.h. VONAR, SIGRÚN G. SIGURÐARDÓTTIR, Krummahólum 4, Reykjavík. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.