Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta hneykslið í Frakklandi sagt það mesta í sögu Fimmta lýðveldisins Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir stiórnvöld París. AFP, Reuters. ^ ^ AP Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, svaraði spurningum fréttamanna er hann var að fara á skyndifund í ríkisstjórninni um hneykslismálið í fyrradag. Kóreu- ríkin lofa sam- starfi Varnarinálaráðherrar Kóreu- rílganna tveggja náðu sam- komulagi um að herir land- anna ynnu saman að því að leggja járnbraut og veg yfir landamæri ríkjanna á þriggja daga fundi sem Iauk í gær. Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdunum ljúki eftir ár og ráðherrarnir lofuðu meðal annars samstarfi við að fjar- lægja jarðsprengjur af landa- mærunum. Áætlað er að millj- ón jarðsprengna hafi verið lögð á fjögurra km breiðu belti við landamærin. Ráðherrarnir samþykktu einnig að halda áfram viðræð- um um leiðir til að draga úr hernaðarlegri spennu á Kór- euskaga. Þetta var fyrsti fund- ur varnarmálaráðherra ríkj- anna tveggja í hálfa öld. Ráðherrarnir eru hér á göngu nálægt fundarstaðnum á suð- ur-kóresku eynni Cheju. Brighton. AFP, AP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét því í aðalræðu sinni á flokksþingi Verkamannaílokksins í gær að leiða flokkinn til sigurs í næstu þingkosningum, þrátt fyrir að íhaldsflokkurinn hafi tekið for- ystuna í skoðanakönnunum síðustu daga. Blair viðurkenndi að síðustu tvær vikur hefðu verið mjög erfiðar fyrir Verkamannaflokkinn og vísaði til eldsneytisdeilunnar, sem setti allt á annatt endann í Bretlandi, vaxandi óánægju með litlar úrbætur í lífeyr- ismálum og vandræðagangsins vegna Arþúsundahvelfingarinnar í Lundúnum. „Þetta eru mál sem við berum ábyrgð á og hafa reitt al- menning til reiði, og við ættum að vera tilbúin að viðurkenna það,“ sagði Blair og lýsti sig ábyrgan fyr- ir þeim skakkaföllum sem flokkur- inn hefði orðið fyrir vegna þessa. DOMINIQUE Strauss-Kahn, fyrr- verandi fjármálaráðherra Frakk- lands, neitaði í gær, að hann hefði tekið við myndbandsspólu með spillingarásökunum á Jacques Chirac, forseta landsins, sem umb- un fyrir að taka vægilega á skatta- málum tískuhönnuðarins Karls Lagerfelds. Heldur hann því enn fram, að hann hafi aldrei skoðað spóluna og sé búinn að týna henni. Hneykslið, sem snýst um ólöglega fjármögnun stjórnmálaflokka, hef- ur valdið mikilli úlfúð milli Chiracs forseta annars vegar og ríkis- stjórnar Lionels Jospins hins vegar og telja fréttaskýrendur, að það geti haft í för með sér ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir samstarfið milli þeirra. „Þetta er mesta siðferðilega kreppa og hneyksli, sem komið hef- ur upp í sögu Fimmta lýðveldisins,“ sagði hið vinstrisinnaða dagblað Liberation í gær og fréttaskýrend- ur sögðu, að hneykslið gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir yfirstjórn ríkisins en í Frakklandi eru forseti og ríkisstjórn um þessar mundir fulltrúar andstæðra stjórn- málaafla. Þá segja þeir, að málið geti orðið Frökkum til skammar á alþjóðavettvangi og staðfest þá al- mennu skoðun innanlands sem ut- an, að hin pólitíska yfirstétt í Frakklandi, hvaðan sem hún kem- ur, sé í litlum tengslum við líf venjulegs fólks. Frakkar fara nú með forystuna í Evrópusamband- inu en fréttaskýrendur segja, að í öðrum Evrópuríkjum hljóti menn að spyrja sig hvort frönskum stjórnvöldum sé treystandi til að beita sér fyrir nauðsynlegum um- bótum innan ESB á sama tíma og allt sé upp í loft hjá þeim. Hneykslið kom upp í síðustu viku er dagblaðið Le Monde birti út- drátt úr því, sem fram kemur á spólunni eða afriti af henni. Þar segir Jean-Claude Mery, sem nú er látinn en var á þessum tíma, 1966, frammámaður í flokki Chiracs, að hann hafi tekið við miklu fé frá byggingarfyrirtækjum á níunda áratugnum gegn því, að þau fengju Forsætisráðherrann ítrekaði að skattar á eldsneyti yrðu ekki lækk- aðir, en lagði áherslu á að ríkis- stjórnin tæki samt sem áður tillit til skoðana almennings. Þó væri ekki unnt að falla frá grundvallarstefnu til þess að friða háværa mótmæl- endur, eins og til dæmis að lækka skatta þegar ljóst væri að það kæmi niður á menntakerfinu. „Það er ekki hrokafull ríkisstjórn sem for- gangsraðar verkefnum, það er óábyrg ríkisstjóm sem forgangs- raðar ekki,“ sagði Blair. Keimur af kosningum Ræða forsætisráðherrans þótti bera keim af því að kosningar væru í nánd, en margir eiga von á að boð- að verði til þingkosninga á næsta ári, þrátt fyrir að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en í maí 2002. Blair lofaði umbótum á sviði heil- verksamninga í París en þá var Chirac borgarstjóri þar. Segir hann, að Chirac hafi átt beinan þátt í þessu og setið fund þar sem hann, Mery, hafi afhent um 57 millj. ísl. kr. frá byggingarfyrirtækjunum. Þessu neitar Chirac og stuðn- ingsmenn hans telja hugsanlegt, að um sé að ræða samsæri og ófræg- ingarherferð gegn honum með til- liti til næstu kosninga. Önnur sprengja í þessu máli féll svo sl. sunnudag er tímaritið L’Express sagði á heimasíðu sinni, að það hefði komist yfir yfirlýsing- ar, sem lykilvitni í málinu, skatta- lögfræðingurinn Alain Belot, hefði gefið fyrir dómara. Sagði tímaritið, að Belot hefði séð um upptökuna á játningum Merys 1966 og tjáð dóm- aranum, að hann hefði látið Strauss-Kahn fá spóluna gegn því, brigðismála, menntamála og at- vinnumála, en búist er við að Verkamannaflokkurinn muni leggja höfuðáherslu á þessa málaflokka í kosningabaráttunni. „Forgangsat- riði almennings eru okkar for- gangsmál. Þetta er hugsjón fyrir annað kjörtímabil sem er þess virði að berjast fyrir,“ sagði Blair. Hann tók undir yfirlýsingu fjármálaráð- herrans Gordons Browns frá því á að hann greiddi fyrir Lagerfeld vegna gífurlegra skattaskulda hans. Hann hefði skuldað rúmlega þrjá milljarða ísl. kr. en skattayfir- völd látið hann sleppa með 550 milljónir kr. Strauss-Kahn neitar þessu harð- lega og segir, að engin tengsl séu á milli spólunnar og niðurstöðunnar í skattamálum Lagerfelds. Hann hafi vissulega tekið við spólunni en aldrei skoðað hana þótt mörgum kunni að finnast það ótrúlegt. Nú sé hann búinn að týna henni. Leitað hjá Strauss-Kahn Lögreglan leitaði spólunnar á skrifstofum Strauss-Kahns í fyrra- kvöld en ekki var ljóst hvort eitt- hvað kom út úr því. Vill hún komast yfir frumeintakið til að kanna hvort þvl ber saman við afritin, sem nú mánudag um að reynt yrði að koma til móts við kröfur ellilífeyrisþega, og hét því að herða baráttuna gegn glæpum. Ávarpi Blairs var vel fagnað af fundarmönnum, en ýmsir hafa haft á orði að þetta sé ein mikilvægasta ræða sem hann hefur flutt á ferlin- um, því áframhaldandi stjórnarseta Verkamannaflokksins eftir kosn- ingar sé í húfi. eru í umferð. Strauss-Kahn sagði af sér sem fjármálaráðherra í nóvem- ber sl. vegna annars hneykslismáls. Jospin forsætisráðherra reyndi að losa sig og ríkisstjórnina út úr þessu hneyksli í fyrrakvöld er hann lýsti yfir, að honum kæmi umrædd spóla ekkert við. Vegna aðildar Strauss-Kahn að málinu bæri hon- um að gefa þær upplýsingar, sem um væri beðið. Frammámenn í flokki Chiracs segjast hneykslaðir á þessum yfírlýsingum Jospins og segja útilokað, að hann hafi ekkert um málið vitað. Le Monde sagði í gær, að lög- reglan hefði fundið í bankahólfi tvö bréf frá Mery til Chiracs. Hafi þau verið skrifuð 1995 og 1996 og í þeim kvarti Mery yfir því, að „loforð", sem honum hafi verið gefin fyrir að þegja, hafi ekki verið efnd. Hákarlar verða tveimur að bana HÁKARLAR drápu tvo menn við suðurströnd Ástralíu í fyrradag og á sunnudag, 17 ára gamlan, ástr- alskan ungling og Nýsjálending, sem var í brúðkaupsferð. Til jafn- aðar verðureinn maður hákörlum að bráð við Ástralíu árlega og það hefur ekki gerst í meira eri 20 ár, að aðeins hafi liðið dagur á milli at- burða af þessu tagi. Nýsjálendingurinn Cameron Bayes var á brimbretti 50 m undan ströndinni þegar hákarlinn, fjög- urra til fimm metra langur að sögn vitna, kastaði honum af því. Tékst honum að komast upp á það aftur en hákarlinn gerði aðra atlögu og dró manninn og brettið í kaf. Kom hann síðan aftur upp með brettið eitt í kjaflinum og hristi það burt. Bayes var í brúðkaupsferð og er kona hans á sjúkrahúsi en hún varð fyrir alvarlegu áfalli. Ástralski unglingurinn var einn- ig í um 50 metra fjarlægð frá ströndinni er hákarl réðst á hann. Líka beggja mannanna var leitað í gær. Tony Blair flytur aðalræðu sína á þingi Verkamannaflokksins Forsætisráð- herrann í varnarstöðu Tony Blair veifar til þinggesta ásamt Cherie, konu sinni, eftir að hann flutti ræðuna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.